Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 53
Fyrsta laugardag hvers mánaðar í
vetur verða svokallaðir „pop up“
markaðir, eða eins og aðstand
endur hafa kosið að kalla það, smá
stundamarkaðir, haldnir í safnbúð
Hönnunarsafnsins. Handhafar
Hönnunarverðlauna Íslands 2016,
barnafatamerkið AS WE GROW,
ríða á vaðið með sölu á sýnishorn
um laugardaginn 7. október frá
klukkan tólf til fimm. Þarna verður
hægt að kaupa glás af vörum fyrir
lítinn pening og mögulega hægt að
koma heim með nýtt sett af fötum
handa barninu. Þarna verða til að
mynda peysur og kjólar á 5.000 kr.,
kápur á 5.500, buxur og skyrtur á
3.000 kr.
Í umsögn dómnefndar um As We
Grow segir:
„Með vörulínunni tvinna eigend
ur As We Grow saman fagurfræði,
hefðir og nútíma í endingargóðan
fatnað sem bæði vex með hverju
barni og endist á milli kynslóða. As
We Grow byggir á ábyrgum umhverf
issjónarmiðum og afstöðu gagnvart
líftíma og endingu framleiðsluvöru á
tímum ofgnóttar. Tímalaus einfald
leiki hönnunar og einstök gæði vöru
hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og
metnaðarfullri stefnu í umhverfis
málum skapað fyrirtækinu sérstöðu
heima og heiman.“
Hönnunarsafn Íslands er á Garða
torgi í Garðabæ og þar er opið alla
daga frá hádegi til klukkan fimm
nema á mánudögum.
„Smástundamarkaður“ með As We Grow í Hönnunarsafninu
As We GroW byGGir á
ábyrGum umhverfis
sjónArmiðum oG Afstöðu
GAGnvArt líftímA oG endinGu
frAmleiðsluvöru á tímum
ofGnóttAr.
listafólk sem vert er að fylgjast
með. Tónleikar með þeim eru
jafnt veisla fyrir augu og eyru þar
sem áhorfandinn er hrifinn inn
í djúpið, glimmerið, myrkrið,
glamúrinn, óskilgetna hugaróra
og taumlausan dans.
Hvað? Svavar Knútur
Hvenær? 22.00
Hvar? Dillon, Laugavegi
Svavar Knútur slær á létta strengi
á Dillon.
Hvað? Agent Fresco
Hvenær? 22.00
Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Eftir vel heppnaða útgáfu á Destr
ier, annarri breiðskífu Agent
Fresco, hélt sveitin í tónleika
ferðalag um Evrópu. Hitaði hún
upp fyrir sænsku hljómsveitina
Katatonia sem er heimsfræg
innan metalsenunnar. Síðasta
árið hefur sveitin því haldið
sárafáa tónleika hérlendis en nú
er komið að tónleikum á Græna
hattinum.
Viðburðir
Hvað? Vetrarstarfið hefst með kynn-
ingarfundi
Hvenær? 20.00
Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfsstræti
Opið öllum áhugasömum.
Hvað? Sýningaropnun og blysför til
heiðurs Benedikt Gröndal á fæðingar-
degi skáldsins
Hvenær? 16.30
Hvar? Gröndalshús, Fischersundi
Landsbókasafn ÍslandsHáskóla
bókasafn og Reykjavík Bók
menntaborg UNESCO verða með
sameiginlegan viðburð á fæð
ingar degi skáldsins í dag. Þá verð
ur farin blysför frá húsi skáldsins
í Fischersundi þar sem skáldið
Þórarinn Eldjárn segir frá blysför
sem farin var að húsi Gröndals á
áttræðisafmæli hans árið 1906,
en nemendur hans úr Lærða skól
anum fóru þá blysför. Einnig mun
Sigurður Skúlason leikari lesa ljóð
eftir Gröndal.
Hvað? Stofublóm Inniblóm Potta-
blóm
Hvenær? 16.00
Hvar? Bryggjan Brugghús, Granda-
garði
Kristín Dóra Ólafsdóttir (1992)
útskrifaðist úr myndlistardeild
Listaháskóla Íslands árið 2017 og
er Stofublóm Inniblóm Pottablóm
hennar fyrsta einkasýning að
námi loknu en sú fjórða á ferlin
um. Hún vinnur með tilfinningar
og samfélagið í verkum sínum og
á þessari sýningu fjallar hún um
nýfengna ást sína á inniplöntum.
Hvað? Elastic Hours / Teygjanlegir
tímar
Hvenær? 17.00
Hvar? Kling & Bang, Grandagarði
Listamenn sem sýna í Kling &
Bang eru Anna K.E. & Florian
Meisenberg, Ásgerður Birna
Björnsdóttir, Rebecca Erin Moran,
David Horvitz, Eduardo Navarro,
Nancy Lupo, Sara Magenheimer,
og Una Sigtryggsdóttir. Á opnun
inni verður framin samhæfing við
sólina eftir Eduardo Navarro, In
collaboration with the Sun.
Gerum betur
Landsfundur VG
Grand hótel 6.–8. október 2017
Barnamerkið As We Grow ríður á vaðið í mánaðarlegum fatamarkaði Hönn-
unarsafnsins.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 29F Ö S T U D A g U R 6 . o k T ó B e R 2 0 1 7
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
A
-7
5
3
8
1
D
E
A
-7
3
F
C
1
D
E
A
-7
2
C
0
1
D
E
A
-7
1
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K