Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 58

Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 58
Ekki lofa upp í ermina Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, upp- gefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi, skóla eða ást. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að fram- kvæma. Margir munu leita hjálpar hjá þér en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa. Mottó: Ég mun sigra! Spáin gildir fyrir október Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKling Októberspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Spáin birtist fyrsta föstudag hvers mánaðar. Passaðu að útkeyra þig ekki Elsku Nautið mitt. Þú hefur verið undir miklu álagi í dálítinn tíma, en ég er með nýtt orð fyrir þig yfir álag, það kallast bara lífið! Þér hafa fundist aðstæður í kringum þig hafa verið afskaplega erfiðar en ef þú hugsar til baka þá hefur þú gengið í gengum miklu meiri erfiðleika en núna. Fólk hefur það álit á þér að þú sért svo ofboðslega heppin persóna en sannleikurinn er sá að þú hefur unnið hörðum höndum og það hefur komið þér á þann stað sem þú ert á núna. Allt sem þú hefur gert er svo 100% gert, svo það er best fyrir þig að taka ekki allt of mikið að þér í einu. Ef þú gerir það klárar þú bara batteríin. Ef þú ert að taka stóra ákvörðun núna um breytingar, skoðaðu þá hvað innsæi þitt segir þér; ef þú færð kvíðahnút í solar plexus þýðir það: „Nei.“ Ef við ætlum að spjalla aðeins um ástina þá er staðreyndin sú að þú verður ekki oft ástfangið, en elskar af öllu hjarta og helst til eilífðar. Mottó: Hafðu trú, það er lykillinn. Þetta reddast alltaf Elsku Tvíburinn minn, þú alheimsins mið- punktur! Þú ert miðpunktur þótt þú sért bara með sjálfum þér á rigningardegi. Þú elskar músík og lífgar alltaf upp á umhverfi þitt með skemmtilegum uppátækjum og kaldhæðnum húmor. Þú staldrar samt yfirleitt stutt við í partíum eða boðum því þér hættir til að leiðast og þótt þú sért mannfælinn og lok- aður hefur þú samt þann einstaka hæfileika að veita öðrum andlega upplyftingu. Það býr í þér listamaður hvað svo sem þú gerir. Núna þegar veturinn gengur í garð þarftu að muna að hafa sumarið í hjarta þínu og finna út hvað tengir þig við þá tilfinningu, því þá byrja hlut- irnir að gerast. Þú vinnur svo vel undir stressi að það er magnað hversu mikið getur gerst á síðustu stundu hjá þér. Svo hafðu engar áhyggjur því að þetta reddast alltaf. Það er þér ómögulegt að vera með maka sem gerir allt sem þú segir eða óskar og þú stjórnar. Þá færðu leiða. Mottó: Þú ert krafturinn. Hafðu meiri trú Elsku Ljónið mitt. Þér finnst líf þitt stundum fara úr skorðum. En það er svolítið út af því að þú hefur svo mikið ímyndunarafl og þú átt það til að fyllast hugljómun sem þýðir að ef þú ert spennt fyrir einhverju leggurðu þig 1000% fram og talar stöðugt um það sem heillar þig. Það er gott fyrir þig að hinkra að- eins og slaka á huganum, taka svo ákvörðun um hvað er best fyrir þig. Þú hefur þennan skemmtilega keppnisanda og þolir alls ekki stöðnun svo hefðbundin vinna frá 8-4 er eitur í þínum beinum. Hafðu meiri trú á því að þú getir gert það sem þú vilt. Settu þér samt tímamörk svo þú frestir ekki og frestir því sem þú ætlar að gera. Því þá verðurðu enn þá meira pirrað út í sjálft þig og getur lent í vítahring. Næstu vikur munu sýna þér hvað í þér býr, því þegar þú þarft að vera sterkt þá er eins og þú fáir tvöfalt afl. Þú munt koma sjálfu þér á óvart og þessi atburðarás mun svo halda áfram næstu sex mánuði. Mottó: Ég er ógleymanlegt. Mundu að segja „takk fyrir“ Elsku hjartans umhyggjusama Meyjan mín. Þú þarft að vita það að þú getur treyst á sjálfa þig skilyrðislaust og öðlast meiri trú á eigin verðleikum. Það eru alltaf einhver öfl í kringum þig sem vilja draga þig niður svo þú skínir ekki svona skært. Það er búin að vera mikil umbylting í kringum þig, og þú hefur kastað mörgum hugmyndum út í alheiminn. En í augnablikinu virðist allt standa kyrrt, það er ekki nógu mikið um svör þannig að þú átt það til að finnast þú vera svolítið dofin. Það mun bjarga þér gjörsamlega að vita að það er fullt tungl í Hrút núna í byrjun október og það gefur vinnusemi og kjark. Þú skalt nýta þér þennan kjark til að sparka áfram því sem þú vilt að breytist. Ég hef trú á að þú sért að fara inn í tíma sem munu breyta hamingju þinni og láta þér líða betur, þú átt eftir að sjá að í þér býr virkilega góð manneskja sem er annt um marga. Þú skalt svo halda þakklætisdag þar sem þú hringir í fólk og segir: „Takk fyrir.“ Mottó: Frelsaðu hugann. Hamingjan er í sjálfri þér Elsku hjartans smarta Vog. Þú ert svo sannar- lega að fara inn í spennandi upphaf í lífi þínu og mjög margt mun koma þér á óvart og hefur komið á óvart á síðustu dögum. Í þér býr svo gömul sál, sem vill að allt í kring sé með friði og spekt. En þú þráir að hafa spennu, en samt þennan dásamlega frið og það getur verið erfitt að ná jafnvægi í því. Í kringum þetta tímabil, sem þú ert að hlaupa inn í, muntu finna fyrir titringi í hjarta þínu og ástarskjálfta. Á þessu tímabili muntu finna nýjar leiðir sem gefa þér hamingju, en hamingjan er fólgin inni í sjálfri þér – ekki í peningum, veraldlegum hlutum eða háskóla- gráðum. Í öllum þessum hraða sem þú ert að fara í, þá þarftu að takmarka allt það vesen sem þú getur svo sannarlega lokað fyrir. Þú hefur það eðlisfar að vera bæði ströng og blíð og þar af leiðandi sveiflast tilfinningar þínar eins og veðurfarið á Íslandi, ekki dæma þig fyrir það. Við hin elskum svona fólk eins og þig. Mottó: Kveiktu elda. Haltu í draumana þína Elsku hjartans merkilegi Sporðdrekinn minn. Þú ert ekki alveg viss allar stundir um hvort þú ert að koma eða fara, hvað þú vilt eða hvað þú vilt ekki. Það er svo sem í lagi en hafðu undirstöðurnar þó alveg á hreinu. Fyrsta setningin til þín er: „Passaðu upp á sjálfan þig og vertu viss um að þú sért sú manneskja sem þú heldur sjálfur mest upp á.“ Slepptu alls ekki taki á draumunum þínum, því það eru svo sannarlega margir draumar sem hafa ræst og það væri mjög gott fyrir þig að skrifa niður alla þá gleði og hamingju sem þú hefur fengið og verðskuld- að á síðustu þremur árum, því annars kemur hin niðurdrepandi tilfinning að draga sig í hlé og festast í því að vorkenna sjálfum sér. Ef þér finnst ekkert vera að gerast í ástinni og enginn að láta hjarta þitt slá örar (eins og það á svo sannarlega skilið) þá ertu ekki á réttum stað í ástinni. Næstu þrír mánuðir gefa þér það að ef þú ert á jákvæðri tíðni, þá færðu ótrúlega möguleika til að skrifa skemmtilega kafla. Mottó: Þú ert litríkur eins og vindurinn. Hafðu húmor Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga mögu- leika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði. Mottó: Hafðu húmorinn með þér í liði, þú ert ekki fúll á móti. Ekki leika þér að ástinni Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurvið- kvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á pening- um þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar að- stæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn. Mottó: Brostu framan í lífð. Orkustraumar í október Elsku hjartans duglega Steingeitin mín. Þú hefur unnið svo marga sigra og ert með sigurvegaramerkið um hálsinn, ekki breyta því merki í hengingaról og láta orku Stein- geitarinnar draga þig niður í kassalaga Excel- pakka. Þær manneskjur sem hafa hjálpað mér að ná mestum árangri í lífinu hafa verið í þessu merki. Láttu ekki uppgjör, sama hvaða nöfnum það nefnist, þurfa að gerast til að þú breytir lífsstefnu þinni eða skorir sjálfa þig á hólm og gerir það sem byggir upp sál þína. Það er svo algengt að þú sleppir þér ekki lausri fyrr en liðið er á miðja ævina. Öryggi, öryggi, öryggi er þér of mikilvægt, en heftir þig í að gera það sem þú í raun og veru treystir þér til. Októbermánuður sendir þér mikla strauma af orku og hvatvísi og sérstak- lega byrjun október getur gefið þér nægilegt hugrekki til að margfalda allt sem þú getur fyrir. Ekki hugsa of langt fram í tímann vegna þess að þú heldur að þú neyðist til þess. Og þú þarft heldur ekki fimm háskólagráður til að vera fullkomin. Mottó: Ástin er allt. Veröldin mun verðlauna þig Elsku Vatnsberinn minn. Þú ert svo ólíkur fjöldanum en samt svo dásamlega þægi- legur. Þú átt það til að vera dálítið stressaður og núna ertu bara búinn að vera með lokuð augun í einhvern tíma. Þú horfir fram hjá vandamálunum sem er samt góður hæfi- leiki. En þú þarft að kveikja á háu ljósunum á þessum tímapunkti og skoða vel í kringum þig. Horfast í augu við vandamálin því núna er hárréttur tími. Þú hefur svo frjálsan og ferskan anda og elskar rómantík. Svo skoð- aðu aðeins í kringum heimili þitt eða þar sem þú býrð, hefur það rómantískan blæ? Ef það hefur það ekki þá ertu að villast. Þú átt eftir að sýna svo mörgum hvað þú ert rausnarleg- ur og gjafmildur og í hvert skipti sem þú gefur muntu fá tvöfalt til baka. Kannski ekki á þeim tíma eða frá þeirri persónu sem þú bjóst við, heldur mun veröldin verðlauna þig því þú ert að fara að ganga inn á verðlaunapallinn! Þú ert að fara inn í rómantískan tíma sem mun standa yfir í marga mánuði og jafnvel fram á vor. Mottó: Kveiktu á kertinu og lífinu. Leitið og þér munuð finna Elsku Fiskarnir mínir. Það er svo sannar- lega hægt að segja að húmor og hugvit séu ykkar einkenni. En þið þurfið að tengja þetta tvennt saman, hafa húmor fyrir hugvitinu og hafa hugmyndir fyrir húmorinn, því þið sveiflist á skalanum 1-10 frá því að finnast allt alveg frábært og yfir í það að finnast enginn tilgangur í því sem er að gerast. Næstu mánuði þarftu bara að hafa eina setningu hugfasta: „Slakaðu á eða slappaðu af.“ Það er engin manneskja eins afslöppuð týpa eins og fólk í Fiskamerkinu. Hindranirnar eru bara ímyndun og ef þú kemst ekki þangað sem þú vilt munu þér bjóðast betri möguleikar. Það eru góðar fréttir að berast af fólki sem er þér mjög nákomið og það mun efla kraft þinn. Ef þig langar í ástina og ert ekki búinn að ná miðjum aldri þá eru margir heitir reitir búnir að vera í kringum þig, þú hefur þessa dásamlega ástríðufullu útgeislun. Ekki bíða ef þú ert að leita. „Leitið og þér munuð finna“ eru skilaboðin fyrir næstu mánuði. Mottó: Slappaðu af! 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r34 l í F i ð ∙ F r É t t A b l A ð i ð Lífið 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E A -8 8 F 8 1 D E A -8 7 B C 1 D E A -8 6 8 0 1 D E A -8 5 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.