Fréttablaðið - 10.10.2017, Side 4

Fréttablaðið - 10.10.2017, Side 4
Veður Austlæg átt 5-13 m/s í dag. Þurrt að mestu vestan- og norðanlands, en rigning annars staðar, einkum á Suð- austurlandi. Vaxandi norðaustanátt við suðausturströndina í kvöld. SJÁ SÍÐU 26 Slakað á í skólanum Um 100 ungmenni á aldrinum sex til sextán ára komu saman í Björtuloftum í Hörpu í gær til að hugleiða í þrjár mínútur. Um var að ræða nemendur frá mismunandi grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og var viðburðurinn á vegum styrktarfélagsins Jógahjartað. Vildi félagið með þessu vekja athygli á hugleiðslu sem leið til að skapa innri frið og draga úr kvíða, streitu og vanlíðan. Framtakið mælist vel fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LISSABON 16. nóvember í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 í herbergi.Hotel Altis Grand Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 89.995 m/morgunmat á 5 stjörnu hóteli GLÆSILEGT FJÖLMIÐLAR Samruni Vodafone og 365 miðla, sem felur í sér kaup Fjar- skipta hf. á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að Fréttablaðinu og tímaritinu Glamour undanskildum, var samþykktur í gær. Málinu lauk með sátt milli Fjarskipta og Sam- keppniseftirlitsins sem felur í sér að Samkeppniseftirlitið samþykkir samrunann með skilyrðum. Sam- hliða gerði Samkeppniseftirlitið sátt við 365 um eignatengsl á fjölmiðla- markaði sem af samrunanum leiðir. Samrunaaðilar skuldbinda sig til að ráðast í aðgerðir til að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjöl- miðlamarkaði. Aðgerðirnar eru meðal annars að Vodafone er gert skylt að selja nýjum og smærri keppinautum mikilvægar sjón- varpsrásir í heildsölu. Eftir samrunann verða 365 miðlar og Vodafone keppinautar en 365 jafnframt stór hluthafi í Voda- fone og því hafa 365 miðlar skuld- bundið sig til að rjúfa eignatengsl milli Fréttablaðsins og Vodafone innan þrjátíu mánaða. Það gerir að verkum að 365 miðlar þurfa innan þessa tímaramma annaðhvort að selja rekstur Fréttablaðsins eða eignarhlut sinn í Vodafone. – smj Sátt um samruna Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Voda- fone. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL  Konu, sem fékk slæma áverka á höfði þegar gaskút var kastað á tjald þar sem hún lá sofandi á úti- hátíð, hafa verið dæmdar ríflega 3,7 milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hafi verið gestur á útihátíð á Rangárvöllum við Hellu í júlí 2012. Hún bar fyrir dómi að hún og maður sem með henni var hefðu farið að sofa í tjaldi sínu. „Hún hefði vaknað um morguninn og fundið að hún var alblóðug og með skurð á enninu. Þá hafi verið blóð á tjaldhimninum,“ segir um frásögn konunnar. Þá segir konan að vitni á staðn- um hafi komið til hennar og bent á menn sem hefðu verið að kasta gaskút á milli sín nálægt tjaldinu. „Hún hefði farið og talað við mennina og þeir hefðu beðið hana afsökunar.“ Konan kærði atvikið til lögreglu sem felldi málið niður. Jafnframt leit- aði hún til bótanefndar ríkisins sem sagði óvissu um málsatvik og hafnaði kröfu hennar árið 2015. Stefndi hún þá ríkinu. Fyrir dómi var lagt fram vottorð taugasálfræðings um per- sónuleikabreytingar sem orðið höfðu á konunni vegna áverkans. „Áður hafi hún verið skvísa og farið út á meðal fólks og tekið þátt í viðburðum, en nú nenni hún ekki að mála sig eða taka þátt í viðburðum, fari minna út. Það spili inn í hve þreytt hún verði þegar áreiti er mikið,“ segir í vottorði taugasálfræðingsins sem kveður hana bæði hafa gefist upp í líkamsrækt og hestamennsku. Þá kvarti konan undan minnis- og einbeitingarerfiðleikum.  „Á ferða- lögum verði hún mjög þreytt og þurfi þá mikinn svefn að þeim loknum. Hún reyni því að ferðast sem minnst.“ Sömuleiðis séu til staðar líkamleg einkenni eins og dofi í andliti og höfði, þrálátur höfuðverkur, stirðleiki í hálsi, úthaldsskortur, skert lyktarskyn, jafn- vægiserfiðleikar, svimi og yfirliða- kennd. Hún eigi erfitt með að átta sig á hvað fólk sé að segja, verði pirruð og hafi minni sjálfstjórn. Hún hafi dregið sig í hlé félagslega. „Að sumu leyti hafi lífið verið tekið frá henni.“ Tveir menn sem voru að kasta gas- kútnum á milli sín neituðu báðir að kúturinn hefði lent á tjaldi. Sjúkra- gæslumenn sem komu á  staðinn sögðu að á vettvangi hefði verið talað um að einhver hefði lamið í tjaldið með áhaldi, gaskút eða öðru eða að gaskút hefði verið kastað. Tveir dómkvaddir matsmenn sögðu að atburður eins og konan lýsti væri vel til þess fallinn að valda þeim einkennum sem hún hafi lýst. Í málsvörn ríkisins sagði að ekki væri sannað að refsiverður verknaður hefði verið framinn og hann valdið áverkum konunnar.  Þar sem ekki hafi verið höfðað sakamál á hendur þeim grunuðu sé ekki hægt að byggja á því að þeir hafi valdið áverkunum. Til þess að heimilt sé að greiða bætur þurfi ríkið að eiga kröfu á einhvern sem framið hafi refsiverðan verknað. Dómurinn segir hins vegar að nægar líkur hafi verið leiddar að því að konan „hafi hlotið meiðsl sín af því að verða fyrir gaskút sem óþekktur aðili hafi kastað frá sér og að hátt- semi hans yrði metin til sakar“. gar@ frettabladid.is Ný persóna eftir að hafa fengið gaskút í höfuðið Ríkið á að greiða konu sem fékk höfuðhögg á útihátíð ríflega 3,7 milljónir í bætur. Lögregla felldi rannsókn niður og bótanefnd hafnaði kröfu konunnar en héraðsdómur segir hana fórnarlamb saknæms verknaðar óþekkts aðila. „Besta úthátíðin“ var haldin við Hellu árin 2011 og 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Áður hafi hún verið skvísa og farið út á meðal fólks og tekið þátt í viðburðum, en nú nenni hún ekki að mála sig eða taka þátt í viðburðum. Úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur HEILBRIGÐISMÁL „Það stefnir í met í fjölda meðferða með steinbrjóti á Landspítala,“ segir á vef spítalans. „Um 250 meðferðir við nýrna- steinum hafa verið árlega með stein- brjóti en þörfin hefur farið vaxandi. Árið 2016 voru yfir 340 meðferðir og Landspítali endurnýjaði stein- brjótstækið sumarið 2017,“ segir á landspitali.is. Steinbrjótstæknin felst í að hljóð- höggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og þær sundra honum án opinnar skurðaðgerðar. „Fyrir daga þess- arar tækni voru opnar aðgerðir til að fjarlægja nýrnasteina algengustu aðgerðir þvagfæraskurðlækna en nú er þjónustan á göngudeildarformi og þjóðhagslegur ávinningur gríðar- legur þar sem ekki kemur þá til inn- lagnar.“ – gar Hafa aldrei sundrað fleiri nýrnasteinum 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -1 C 6 4 1 D E F -1 B 2 8 1 D E F -1 9 E C 1 D E F -1 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.