Fréttablaðið - 10.10.2017, Side 22

Fréttablaðið - 10.10.2017, Side 22
FÓTBOLTI Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knatt- spyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudags- kvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrú- legt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á. Taugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært ein- staklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek. Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Aron Einar eftir leik „Það er mikill tími sem hefur farið í að hugsa um þetta markmið. Markmiðinu er náð og þetta markmið var sett eftir leikinn sem við töp- uðum gegn Króatíu úti í umspilinu,“ sagði Aron Einar, landsliðsfyrirliði. „Menn voru mikið niðri þá og við settum það markmið að komast á HM 2018 og við gerðum það. Við komumst yfir Króatana og það var dálítið sætt. Þetta var tilfinningaþrungin stund. Þetta var kærkomið en þetta var erfið fæðing.“ ÍSLAND 2– 0 KÓSÓVÓ Frammistaða Íslands (4-5-1) Hannes Þór Hallórsson 7 Birkir Már Sævarsson 7 Kári Árnason 8 Ragnar Sigurðsson 8 Hörður Björgvin Magnússon 7 Jóhann Berg Guðmundsson 9 Aron Einar Gunnarsson 9 (78. Sverrir Ingason -) Emil Hallfreðsson 8 (89. Rúnar Már Sigurjónsson -) *Gylfi Þór Sigurðsson 9 Birkir Bjarnason 7 Jón Daði Böðvarsson 7 (61. Alfreð Finnbogason 7) Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikil- væga markið sem braut ísinn og „bossaði“ svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður sem sýndi snilli sína líka þegar hann lagði upp seinna markið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson eftir laglegan fótboltadans í teignum. 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (40.), 2-0 Jóhann Berg Guðmundsson (69.). Skot (á mark): 11 (7) – 3 (1). Horn: 4– 2. Rangstöður: 0 – 2. Gylfi Þór eftir leikinn „Frábært að við stóðumst press- una. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir leik. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri kar- akterarar en bara eitt stórmót. Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn,“ sagði Gylfi kátur. stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögu- lega. Sigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðs- þjálfari. Verkefni hans var ekki auð- velt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheims- ins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í loka- keppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auð- vitað þess að vera með öflugt starfs- lið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnu- semi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt. Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppn- innar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að van- meta eða gera lítið úr. eirikur@365.is FÉLAG L U J T MÖRK S Ísland 10 7 1 2 16  -    7 22 Króatía 10 6 2 2 15  -    4 20 Úkraína 10 5 2 3 13  -    9 17 Tyrkland 10 4 3 3 14  -  13 15 Finnland 10 2 3 5   9  -  13 9 Kosóvó 10 0 1 9   3  -  24 1 Úkraína - Króatía 0-2 0-1 Andrej Kramaric (62.), 0-2 Andrej Kramaric (70.). Finnland - Tyrkland 2-2 0-1 Cenk Tosun (57.), 1-1 Paulus Arajuuri (76.), 1-2 Tosun (84.), 2-2 Pohjanpalo (88.). Riðill Íslands - lokastaða Ísland er eina þjóðin með minna en milljón íbúa sem nær að tryggja sér sæti á HM í fótbolta í 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -3 A 0 4 1 D E F -3 8 C 8 1 D E F -3 7 8 C 1 D E F -3 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.