Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 26
Konur sem hafa til langs tíma búið við ofbeldi í nánum sam- böndum glíma oft við þunglyndi, kvíðaröskun og aðra tengda sjúkdóma. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er stórt og víðtækt vandamál á Íslandi sem þarfnast brýnnar athygli okkar æðstu ráðamanna. Á fimmtudaginn fer fram málþing á vegum Femín- istafélags Háskóla Íslands þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að kynna sína stefnu í málaflokknum. Dr. Jón Ingvar Kjaran, lektor við menntavísinda- svið Háskóla Íslands, er annar fundarstjóra málþingsins en hann hefur rannsakað gerendur heimil- isofbeldis og kannað áhrif kynbund- ins ofbeldis á almennt heilsufar. Jón Ingvar vinnur að viðhorfs- rannsókn meðal karlmanna í gagnkynhneigðum samböndum sem beitt hafa maka sinn líkamlegu ofbeldi. Mennirnir eiga allir sam- eiginlegt að hafa leitað sér aðstoðar vegna ofbeldisins. „Ég hef mikið verið að rannsaka heimilisofbeldi út frá sjónarhorni karlmanna og þó ég hafi ekki rannsakað kynferðis- ofbeldi sérstaklega fer langstærstur hluti þeirra nauðgana, sem ekki eru tilkynntar, fram innan náinna sambanda, svokallaðar sambands- nauðganir.“ Hann segir greinileg tengsl eða fylgni á milli þess að vera fórnar- lamb heimilis- og/eða kynferðis- ofbeldis og fá aðra sjúkdóma. „Það hafa verið gerðar margar rann- sóknir erlendis sem sýna að konur sem hafa til langs tíma búið við ofbeldi í nánum samböndum glíma við þunglyndi, kvíðaröskun og aðra tengda sjúkdóma sem veikja ónæmiskerfið og hafa þannig dulin áhrif á allt heilsufar. Sýnt hefur verið fram á bein tengsl milli streitu og kvíða og lélegra ónæmiskerfis, hjartasjúkdóma og jafnvel krabba- meins. Líkamlegt ofbeldi, bæði bar- smíðar og kynferðisofbeldi, getur síðan auðvitað haft bein heilsu- farsáhrif, til dæmis ef um áverka er að ræða og jafnvel örkuml. Heimil- isofbeldi er alvarlegt heilsufarslegt vandamál. Konur sem koma út úr slíkum samböndum geta verið illa á sig komnar bæði á sál og líkama. Þá er ótalið að ofbeldissambönd eru oft tengd við neyslu með öllum þeim heilsufarsvandamálum sem því tengjast.“ Spurður út í forvarnarþáttinn segir Jón Ingvar það mikilvægt að byrja snemma að fræða um samskipti. „Það er mikilvægast að mínu mati að fara miklu fyrr af stað með sambandsfræðslu í grunnskólum, fókusera á hvernig á að haga sér í samskiptum við annað fólk. Ástralir hafa farið af stað með sambandsfræðslu sem þeir kalla „relationship education“, fræðslu um hvernig eigi að haga sér í nánum samböndum. Þetta fer vel við markmið í aðalnámskrá um vellíðan og heilbrigði.“ Einnig eru starfrækt úrræði fyrir þá sem beita heimilisofbeldi. „Eitt af þeim er Heimilisfriður þar sem mönnum er hjálpað að hætta að beita konur ofbeldi og verða betri menn. En það er mikilvægt að gera þann þátt aðgengilegan svo fleiri hafi tök á að leita sér aðstoðar.“ Málþingið hefst klukkan fimm næstkomandi fimmtudag og verður haldið í Lögbergi, stofu 101 í Háskóla Íslands. Formönnum (eða fulltrúum) allra flokka sem bjóða fram í komandi alþingis- kosningum hefur verið boðið að koma og halda stutt erindi um það sem þeirra flokkur hyggst gera til að berjast gegn kynferðisofbeldi hljóti hann brautargengi í kosningunum. Á eftir erindunum verða pallborðs- umræður þar sem fundarstjórar, dr. Gyða Margrét Pétursdóttir og dr. Jón Ingvar Kjaran, munu beina spurningum til fulltrúa ásamt því að leita spurninga úr sal. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Kynbundið ofbeldi alvarlegt lýðheilsuvandamál Á fimmtudaginn fer fram málþing á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að kynna stefnu sína í málefnum sem tengjast kynbundnu ofbeldi. Jón Ingvar Kjaran er annar fundarstjóra málþingsins en hann hefur rannsakað gerendur. Dr. Jón Ingvar Kjaran segir mikilvægt að gera sér grein fyrir áhrifum kynbundins ofbeldis á heilsu þolenda. MYND/ERNIR Ofnbakað pasta með grænmeti er hollur og góður réttur sem börnum finnst góður. Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er, eftir því hvað er til í ísskápnum. Það sem þarf í eldamennskuna: Sólblómaolía til steikingar 1 laukur 4 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 haus spergilkál 400 g gulrætur ½ tsk. chili-pipar 1 dós tómatar, 400 g 1 msk. balsamkrem 1 msk. tómatpuré 1 msk. sítrónusafi 1 msk. timían 300 g heilhveitipasta Ólífuolía 1 dós sýrður rjómi Salt og nýmalaður pipar Rifinn ostur og parmesan ostur Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður allt grænmeti. Hitið sólblómaolíu á pönnu og setjið laukinn út á pönnuna og steikið þar til hann mýkist. Bætið þá hvítlauknum út í og síðan chili, spergilkáli og gul- rótarbitum. Steikið áfram í stutta stund en setjið þá tómata, balsam- krem, sítrónusafa og tómatpuré. Látið sósuna malla áfram í 15 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Í lokin er timían sett saman við. Á meðan sósan mallar er hægt að hita upp vatnið fyrir pastað. Í þessa uppskrift er notað penne pasta. Sjóðið í helming þess tíma sem gefinn er upp á umbúðum. Takið vatnið frá. Hellið ólífuolíu yfir pastað og látið aðeins rjúka af því. Smyrjið eldfast form (16,5 x 25,5 sentimetrar). Blandið pastanu saman við grænmetisblönduna. Stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni í um það bil 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur. Ofnbakað pasta með grænmeti Girnilegur pastaréttur með grænmeti sem hentar allri fjölskyldunni. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Save the Children á Íslandi 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . o K tÓ B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -4 8 D 4 1 D E F -4 7 9 8 1 D E F -4 6 5 C 1 D E F -4 5 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.