Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 30
Markmiðið með Bleiku slaufunni í ár er að efla og styrkja Ráðgjafarþjónustuna, gera hana sýnilegri, lengja opnunartímann og fjölga úrræðum eftir því sem þörf krefur. Halla Þorvaldsdóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Það skemmti- lega við þetta átak er hversu margir eru tilbúnir til að leggja því lið og vera með,“ segir Halla. MYND/ ANTON BRINK Bleika slaufan snýst í raun um tvennt. Hún er árveknisátak sem snýr að krabbameini hjá konum og er fjársöfnun fyrir Krabbameinsfélagið. Markmiðið með Bleiku slaufunni í ár er að efla og styrkja Ráðgjafarþjónustuna, gera hana sýnilegri, lengja opn- unartímann og fjölga úrræðum eftir því sem þörf krefur. Krabba- meinsfélagið er með átta svæðis- skrifstofur úti á landi og við viljum efla það starf enn frekar. Þá stendur til að koma á netráðgjöf. Ráðgjöfin stendur öllum einstaklingum, sem greinast með krabbamein, til boða sem og aðstandendum þeirra,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Krabba- meinsfélagi Íslands, en síðustu tíu árin hefur félagið tileinkað októ- bermánuði baráttu gegn krabba- meini hjá konum með sölu á Bleiku slaufunni. Bleika slaufan nýtur mikillar velvildar Halla segir sérlega ánægjulegt að finna þann stuðning og velvild sem Bleika slaufan nýtur á meðal ein- staklinga og fyrirtækja um land allt. „Það skemmtilega við þetta átak er hversu margir eru tilbúnir til að leggja því lið og vera með. Mörg fyrirtæki standa fyrir viðburðum upp á eigin spýtur eða eru með vörur til sölu þar sem allur ágóðinn rennur til Bleiku slaufunnar. Ég tel að þennan mikla áhuga megi rekja til þess að krabbamein snertir marga á einhvern hátt, einhvern tímann á ævinni.“ Léttir fólki róðurinn „Þegar einstaklingur greinist með krabbamein er fyrirvarinn að því oft stuttur og lífið fer gjörsamlega á hvolf. Þótt krabbamein sé ekki lengur dauðadómur hefur það mikil áhrif á fólk og eðlilegt að margar erfiðar spurningar vakni hjá fólki sem þarf að takast á við þennan óboðna gest. Í þessum aðstæðum skiptir gríðarlega miklu máli að fólk fái stuðning, ráðgjöf og upplýsingar. Heilmikið hefur verið rannsakað hvað hægt er að gera til að auðvelda fólki að takast á við krabbamein og ástæðulaust að hver og einn finni það upp hjá sjálfum sér. Við hjá Krabbameinsfélaginu hugsum Ráðgjafarþjónustuna sem nokkurs konar vegakort í ókunn- ugu landi þar sem fólk ratar ekki um, veit ekki hvert leiðin liggur eða hvaða leiðir eru færar,“ segir Halla. „Það þurfa ekki allir að fara Fjallabaksleið, við getum bent á greiðfærari leiðir, úrræði sem hafa sýnt sig að létta fólki róðurinn.“ Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa reynslumiklir hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur og þjónustan er fólki að kostnaðar- lausu. „Hægt er að koma beint inn af götunni, panta tíma eða fá Vegakort í ókunnugu landi Í ár rennur söfnunarfé Bleiku slaufunnar til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Að sögn Höllu Þorvaldsdóttur er markmikið að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk um allt land. símaráðgjöf. Fólk getur komið eitt og sér eða tveir eða fleiri saman. Ráðgjafarþjónustan býður upp á alls konar námskeið, fjölbreytta fræðslu, fyrirlestra og hópastarf. Ég mæli með að fólk skoði heima- síðu félagsins vel, www.krabb.is og heimasíðu Bleiku slaufunnar, www.bleikaslaufan.is. Þar eru upp- lýsingar og fræðsla um krabbamein og einkenni þess, viðbrögð við því að greinast og alls kyns hagnýt ráð og upplýsingar. Svo er líka hægt að kaupa Bleiku slaufuna þar,“ segir Halla að lokum. Sigrún segir að það sé ótrú- lega margt hægt að gera fyrir þá sem glíma við krabbamein. MYND/ERNIR Ráðgjafarþjónusta Krabba-meinsfélagsins leggur sig fram við að mæta þörfum þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra með stuðn- ingi, fræðslu og ráðgjöf. Þjónustan er ókeypis, öllum opin og hægt er að fá stuðning og ráðgjöf frá bæði fagaðilum og jafningjum. Ráðgjafarþjónustan býður upp á símaráðgjöf. „Það geta allir hringt ef þeir eru með einhver einkenni, vantar upplýsingar um réttindamál eða spurningar um krabbamein,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónust- unnar. „Það er líka hægt að koma til okkar án þess að gera boð á undan sér og vel tekið á móti öllum. Það er mikilvægt að upplýsingar og ráð- gjöf sem fólk sækir séu ábyggilegar og réttar.“ „Lítið hefur verið rannsakað hér á landi um gildi stuðnings fyrir fólk með krabbamein en erlendar rannsóknir sýna að fólki sem leitar sér aðstoðar vegnar betur,“ segir Sigrún. „Það er mikið álag á þeim sem greinast með krabbamein og fjölskyldum þeirra. Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli að fólk finni að það er ekki eitt í þessum aðstæðum og að það er ótrúlega margt hægt að gera.“ „Sumir eiga líka í erfiðleikum með að ná jafnvægi í lífinu eftir að hafa læknast, margir hafa farið í gegnum veikindaferlið á hnefanum og ekki gefið sér færi á að vinna með áfallið,“ segir Sigrún. „Það virkar bara í tak- markaðan tíma, við viljum hjálpa fólki að ná jafnvægi á ný.“ Ráðgjafarþjónustan er faglegt bakland við þjónustuskrifstofur félagsins á landsbyggðinni, einnig ber þjónustan ábyrgð á átta íbúðum í Reykjavík sem ætlaðar eru fyrir fólk sem er búsett á landsbyggðinni en þarf að sækja meðferð eða rannsókn í höfuðborgina. „Þau geta þá dvalið í heimilislegu umhverfi á meðan,“ segir Sigrún. „Það er ekki nein ein rétt leið fyrir alla og við aðstoðum fólk við að finna sína leið.“ Fólki sem leitar aðstoðar vegnar betur Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á fjölbreytta þjónustu til að létta á álaginu sem hvílir á þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra Kápur Verð 23.900 kr. Stærð 36 - 46 Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R4 BLEIKA SLAUFAN 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -2 1 5 4 1 D E F -2 0 1 8 1 D E F -1 E D C 1 D E F -1 D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.