Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 35
Baldur Rafn Gylfason, fram­kvæmdastjóri og eigandi heildverslunarinnar bpro, segir að fyrirtæki hans leggi hjartað í söfnun sína fyrir Krabbameins­ félagið. „Fyrirtæki og viðskiptavinir okkar um allt land selja svokallaða Wet Brush­bursta sem eru merktir Bleiku slaufunni,“ segir Baldur. „Og allur hagnaður af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.“ „Þetta eru vinsælustu hárburstar í Bandaríkjunum og víðar og við vitum að mjög margar dömur hér á landi þekkja þennan töfra­ grip,“ segir Baldur. „Þannig að við vonumst til að selja mjög mikið af burstum, svo við getum styrkt þennan verðugu málstað af mjög miklum krafti.“ Vill styðja fagið Baldur hefur tveggja áratuga reynslu að baki sem hárgreiðslu­ meistari. Þá reynslu nýtir hann í bpro, sem er fyrst og fremst heild­ verslun fyrir fagfólk í hárgreiðslu. „bpro hefur að leiðarljósi að bjóða upp á gæðavörur og topp þjón­ ustu,“ segir hann. „Og við reynum helst að versla við erlend fyrirtæki sem eru rekin af sömu ástríðu fyrir sínu fagi.“ bpro vill auk þess styðja við fagið að öllu leyti. „Við viljum byggja undir fagið með kynningum, námskeiðum, sýningum og öllu öðru sem hægt er að gera til að hárgreiðsluþjónusta á Íslandi sé eins fagmannleg og hægt er,“ segir Baldur. Stærstu merki bpro eru label.m, Davines, Marc Inbane og HH Simonsen, en HH Simonsen í Danmörku og bpro á Íslandi tóku höndum saman og létu sérhanna þennan vinsæla bursta með Bleiku slaufunni. Kemur öllum á óvart „Þetta er ein skemmtilegasta vara sem ég sel,“ segir Baldur. „Því það eru allir svo hissa á því hvernig burstinn virkar, það segja allir „vá, ertu að grínast?“. Pinnarnir eru hannaðir þannig að þegar þeir lenda á flækju gefur pinninn eftir og sá næsti tekur við og þannig losar hann flækjur án þess að reyta hárið.“ Baldur er bjartsýnn á að söfnunin gangi vel. „Ég vonast til að allir taki bara höndum saman til að styrkja gott málefni og fái sér svona bursta, því þetta er gæðavara sem allir geta notað og verið stoltir af, því allur ágóði af þeim fer beint til Krabba­ meinsfélagsins. Við hvetjum fyrirtæki, hópa og einstaklinga til að taka sig saman og hjálpa okkur svo ekkert sitji eftir, því það er allra hagur að þetta seljist sem best. Ef þessir burstar seljast upp getum við styrkt þetta frábæra málefni af miklum krafti. Það er ekki flókið.“ Burstann er hægt að fá á hár­ greiðslustofum um allt land, í Fríhöfninni, í vefverslun Lyfju og í vefverslun Krabbameinsfélagsins á www.krabb.is. Hann kostar 3.500 krónur. Ekki flókið að styrkja gott málefni Heildverslunin bpro selur sérhann- aða Wet Brush hárbursta merkta Bleiku slaufunni. Burstarnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, en allur ágóði af sölunni hér á landi fer til Krabbameinsfélagsins Baldur og félagar í bpro leggja mikinn metnað í söfnun sína fyrir Krabbameinsfélagið. MYND/LAUFEY ELÍASDÓTTIR Við hjá HH Simonsen á Íslandi erum stolt af því að vera hluti af herferð Krabbameinsfélagsins gegn brjóstakrabbameini í Bleikum október. Allur ágóði af bleika burstanum rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins Bleiki burstinn er til sölu á völdum sölustöðum í Bleikum október Allar nánari nánar upplýsingar um sölustaði bleika burstans f innur þú á facebooksíðu HH Simonsen á Íslandi facebook.com/hhsimonsenaislandi/ Wet Brush flækjuburstarnir eru í miklu uppáhaldi bæði hjá ungum sem öldnum. Til styrktar herferðinni gegn brjóstakrabbameini höfum við hannað sérstaka útgáfu af þessum vinsæla bursta skreyttum Bleiku slaufunni EKKERT FLÓKIÐ STÖNDUM SAMAN OG STYRKJUM KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Þ R I ÐJ U DAG U R 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 BLEIKA SLAUFAN 9 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -2 1 5 4 1 D E F -2 0 1 8 1 D E F -1 E D C 1 D E F -1 D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.