Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 10.10.2017, Qupperneq 36
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Vera Einarsdóttir vera@365.is 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R Námskeiðið byggir á MBCT (Mindfulness-Based Cogni-tive Therapy). Aðferðin var gagngert hönnuð í fyrirbyggjandi tilgangi fyrir fólk með endurtekið eða þrálátt þunglyndi en hefur síðan verið útfærð fyrir fólk sem glímir við ýmiss konar sálrænan vanda. Sálfræðingurinn Edda Margrét Guðmundsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu, en hún hefur sérhæft sig í núvitundarmið- aðri meðferð. Hún segir rann- sóknir sýna að núvitundarþjálfun hafi jákvæð áhrif á líðan, geti aukið gæði daglegs lífs, bætt heilsufar og dregið úr streitu, kvíða og depurð. Ungmennanámskeið Ráð- gjafarþjónustunnar er aðlagað að sorgarferlinu og aðferðir kenndar til að takast á við erfiðleika og tilfinningar eins og vonleysi og kvíða. Námskeiðið var haldið í fyrsta skipti í fyrra og var þá fyrir ungt fólk sem misst hafði einhvern nákominn. Um miðjan október verður bætt við námskeiði fyrir ungmenni á aldrinum 15-22 ára sem eiga aðstandendur með krabbamein. Edda Margrét segir greiningu krabbameins hafa áhrif á alla fjöl- skylduna. „Aðstandendur þjást oft ekki síður en sá sem greinist og getur streita, þunglyndi og kvíði látið á sér kræla. Þá er mikið áfall að missa einhvern nákominn og tilfinningarnar geta verið yfir- þyrmandi, sorgin djúp og vanlíð- anin mikil,“ segir Edda. Allt getur þetta haft áhrif á nám, vinskap og vinnu en rannsóknir á núvitundar- miðaðri meðferð fyrir börn og unglinga sýna að hún sé til bóta. „Þá er líka gagnlegt að hitta aðra í sömu sporum og sjá að maður er ekki einn.“ Hingað til hafa úrræði fyrir unga aðstandendur krabbameins- greindra verið takmörkuð og er ungmennanámskeið Ráðgjafar- þjónustunnar liður í að bæta úr því. Á námskeiðinu er núvitund kennd með hugrænum æfingum og hugleiðslu; að beina með ásetn- ingi sérstakri tegund af athygli eða viðhorfi til núlíðandi stundar, til líkamlegra skynjana, tilfinninga og hugsana. „Á þann hátt læra þátt- takendur að umgangast erfiðar tilfinningar og bera virðingu fyrir því sem er á uppbyggilegan og meðvitaðan hátt,“ útskýrir Edda. Hún segir mannfólkið eiga það til að bregðast við vanlíðan og kvíða með því að loka á tilfinningarnar. „Þegar um er að ræða missi er það hreinlega ekki hægt. Að minnsta kosti ekki til langs tíma. Tilfinn- ingarnar láta á endanum á sér kræla en með hjálp núvitundar er auðveldara að lifa með þeim.“ Aðspurð segir Edda þátttak- endur almennt hafa verið ánægða með námskeiðið. „Þeir meta það gagnlegt og segja það hafa jákvæð áhrif á streitu. Þeir eiga auðveldara með að róa sig og takast á við kvíða og aðrar erfiðar tilfinningar. Þeir tala líka um að það hafi jákvæð áhrif á einbeitingu og nám og að þeim þyki gagnlegt að læra að takast á við lífið frá einu andartaki til annars.“ Allar nánari upplýsingar um næstu námskeið er að finna á krabb.is Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla fjölskylduna Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á námskeið í núvitund fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra á aldrinum 16-22 ára. Hingað til hafa úrræði fyrir þennan hóp verið fá. Námskeiðið hefur gefið góða raun og eiga þátttakendur auðveldara með að takast á við lífið. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi MA hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. MYND/OSCAR BJARNASON Þegar fólk veikist af alvarlegum sjúkdómi eins og krabba-meini verða margir sjúklingar og aðstandendur þeirra eðlilega kvíðnir varðandi framtíðina. Þar eru spurningar um ýmis réttindi, bætur og vinnutengd málefni ekki undan- skilin. Það eru þó til staðar ýmis úrræði í samfélaginu til að koma til móts við sjúklinga og aðstandendur þeirra þegar kemur að þessum mikilvægu málefnum segir Gunn- jóna Una Guðmundsdóttir, félags- ráðgjafi MA hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. „Hver og einn einstaklingur stendur oft misjafnlega að vígi hvað áunnin réttindi varðar. Lög um almannatryggingar, félags- þjónustu sveitarfélaga og félags lega aðstoð eiga að tryggja að allir njóti lágmarksframfærslu. Við þessar aðstæður nýtir fólk fyrst rétt sinn á vinnumarkaði en þegar honum lýkur taka sjúkrasjóðir stéttarfélag- anna við. Þegar greiðslur úr sjúkra- sjóðum stéttarfélaga falla niður geta tekið við greiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins (TR) eða félags- þjón ustu sveitarfélaga. Greiðslur til sjúklinga eru þannig háðar öðrum tekjum og áunnum réttindum fólks á vinnu markaði.“ Hún vekur athygli á því að sækja þarf um allar bætur ásamt því að með öllum umsóknum þarf að fylgja læknisvottorð og önnur umbeðin gögn. „Eitt grunnvottorð frá lækni vegna umsókna fyrir sama einstak- ling nægir fyrir flestar bætur hjá TR. Félagsráðgjafar á Landspítalanum, í Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins og á Sjúkra húsinu á Akureyri (SAK) veita sjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og aðstoð við að sækja um réttindi og leiðbeina fólki varðandi gögn sem þurfa að fylgja umsóknum.“ Þegar alvarlegir sjúkdómar á borð við krabbamein greinast er mikilvægt að nýta sér faglega aðstoð, upp- lýsingar og ráðgjöf sem í boði er að sögn Unu. „Það er mikil hjálp í því að fara yfir stöðu mála sinna með aðstoð fagaðila. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ókeypis þjónustu, t.d. upplýsingar, ráðgjöf, stuðning, viðtöl og fræðslu fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.“ Hún bendir á að það geti verið gagnlegt að gera sér hugmyndir um þá framtíð sem í vændum er. „Því oft er hægt að draga úr áhyggjum eða jafnvel depurð með því að ræða um þá möguleika sem eru í boði. Mikilvægt er að leita sér upplýsinga og fá hjálp til að sækja um það sem fólk á rétt á í samfélaginu.“ Nánar upplýsingar á www.krabb.is. Þar má m.a. finna bækling sem inni- heldur gagnlegar upplýsingar um réttindi krabbameinsveikra. Ýmis úrræði eru í boði Þegar fólk veikist af krabbameini vakna eðlilega ýmsar spurningar um ýmis réttindi, bætur og vinnutengd málefni. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ókeypis þjónustu sem meðal annars inniheldur upplýsingar, ráðgjöf, stuðning, viðtöl og fræðslu fyrir fólk sem hefur greinst. Hingað til hafa úrræði fyrir unga aðstandendur verið takmörkuð. Ungmenn- anámskeið Ráðgjafarþjónustunnar er liður í að bæta úr því. MYND/HANNA 10 BLEIKA SLAUFAN 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -2 6 4 4 1 D E F -2 5 0 8 1 D E F -2 3 C C 1 D E F -2 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.