Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 8
Örugg langtímaleiga al.is Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig stuðlum við að faglegum og traustum leigumarkaði. Sómalía Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengj- ur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutn- ingabíl sem lagt hafði verið við inn- gang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í ann- arri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógad- isjú er skotmark stjórnarandstæð- inga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverka- samtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sárs- auka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í sam- tali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Myndir af svæðinu þar sem spreng- ingin varð lýsa mikilli skelfingu. Talið er víst að herskáir íslamistar úr röðum al-Shabab hafi staðið fyrir árásinni. FréTTablaðið/ EPa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrú- legt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálf- boðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum. jonhakon@frettabladid.is Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. Velferðarmál Aðeins um 42% leigj- enda nýta sér rétt sinn til húsnæðis- bóta. Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tíma- bilinu frá janúar til september í ár voru fjórir milljarðar greiddir í hús- næðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í hús- næðisbætur á fjárlögum ríkisins í ár. Það er 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigu markaðskönn un hag deild- ar Íbúðalána sjóðs, sem gerð var í ág úst og sept em ber, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðal- tali 31% af leiguverði. Því er  ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á hús- næðisþingi sem fram fer í dag. Þá hefur verið tilkynnt að útgreiðsla hús næðis bóta muni fær- ast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnu- mála stofn un og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sér stakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka út greiðslur til fólks á leigu- markaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnu- málastofnunar flytjast til Íbúðalána- sjóðs. – jhh Einn milljarður ónýttur 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m á N U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 9 -7 9 1 0 1 D F 9 -7 7 D 4 1 D F 9 -7 6 9 8 1 D F 9 -7 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.