Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 14
Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur
Þröstur Ólafsson hagfræðingur and-
mælt ályktunum mínum (Fréttabl.
10. okt.). Reyndar held ég að við
Þröstur séum sammála um margt
í þessum efnum, en ég dreg aðrar
ályktanir en hann um sumt, og að
einhverju leyti hef ég gefið honum
tilefni til andmæla.
Ég álykta að miklar tafir verði á
hugsanlegri aðildarumsókn Íslend-
inga að Evrópusambandinu (ESB),
og að fyrri umsókn sé í raun úr sög-
unni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu
öðru að huga en nýjum aðildarum-
sóknum og hafi ýtt þeim til hliðar.
Og ég held því fram að flestir áhuga-
menn hérlendis um ESB-aðild vilji
bíða og sjá hvað verður um Brexit
áður en lengra verður haldið.
En auðvitað er hér aðeins um
ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég
of sterkt og geri of mikið úr vanda-
málum og andstreymi. En slík álita-
mál þarf að ræða af raunsæi.
Um margt erum við Þröstur á
einu máli. Báðir gerum við okkur
grein fyrir veikleikum og við-
kvæmni íslensku krónunnar og
fyrir áhrifum hennar á þá almennu
kjaraskerðingu sem varð við gengis-
fall og hrun lánakerfisins þegar fjár-
málakerfið kolféll. Báðir teljum við
aðild að ESB áhugaverðan kost. Og
báðum er ljóst að um valkosti er
að ræða en ekki nauðung. Þresti
mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóð-
rækni, fullveldi þjóðríkja og for-
ræði þeirra í málum ESB. En ESB
er samband fullvalda þjóðríkja, og
ég nefni nokkur atriði því til stað-
festu í þessari grein minni. Reyndar
má fullyrða að ESB sé virkasta
vörn evrópskra þjóðríkja í veröld
ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og
samþættingar. Í grein minni nefni
ég beinlínis svonefndan „lýðræðis-
halla“ þessu til áréttingar.
Áður hefur verið bent á að þjóð-
ernishyggja er af mörgu tagi, og til er
frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja
(stundum kölluð „þjóðhyggja“ til
aðgreiningar). Í regluverki ESB er
að finna mjög víðtækar aðgerðir til
varnar þjóðtungum, þjóðmenningu
og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni,
þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls
ekki andstæður.
Í grein minni nefni ég málflutning
stjórnvalda í Póllandi og Ungverja-
landi. Svo getur farið að áróðurs-
tækni verði áfram beitt í þessum
löndum til að auka þar andúð og
sundrungarvilja. Og ESB stendur
líka frammi fyrir miklum vanda í
Skotlandi og Katalóníu, – einmitt
vegna þess að það er samband full-
valda þjóðríkja. Því verður ESB að
koma fram fyrir þeirra hönd and-
spænis skoskum og katalónskum
almenningi. Slíkt getur litið illa út í
íslenskum augum.
Þröstur virðist óánægður með að
ég tel „gild rök með og móti aðild“
Íslendinga að ESB.
En þetta tel ég kjarna málsins:
Ekki er unnt með ábyrgu móti að
taka endanlega afstöðu til aðildar
Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp
að aðildarsamningi liggur fyrir. Í
þessu eru fjölmörg hagsmuna- og
réttindamál sem leysa þarf úr fyrst,
og í því sambandi minnti ég á merka
ályktun flokksþings Framsóknar-
manna 2009 sem enn er í fullu gildi.
Ályktanir um Evrópumál
Jón Sigurðsson
fv. skólastjóri
Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heil-brigðisþjónustu og það er
áríðandi að halda áfram að styrkja
heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað
í heilbrigðiskerfinu.
Í starfi mínu sem heilbrigðisráð-
herra hef ég lagt áherslu á að efla
heilsugæsluna meðal annars með
því að halda áfram að fjölga nýjum
faghópum heilbrigðisstétta í fram-
línu þjónustunnar. Það hefur gengið
mjög vel að bæta geðheilbrigðis-
þjónustu við börn með fjölgun sál-
fræðinga í heilsugæslu um land allt.
Næsti áfangi er að bæta sálfræði-
þjónustu við fullorðna og þar verður
bætt verulega í á næstu misserum
samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og
fjármálaáætlun.
Til að bæta enn frekar þjónustu
heilsugæslunnar liggur fyrir í fjár-
málaáætlun að fjölga næringarfræð-
ingum og sjúkraþjálfurum til þess að
mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna
lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda.
Fyrsti áfanginn hér er þróunarverk-
efni um þjónustu næringarfræðinga á
nokkrum heilsugæslustöðvum.
Enn einn liður til að bæta upplýs-
ingar og aðgengi að þjónustu heilsu-
gæslunnar er ný gagnvirk heimasíða
www.heilsuvera.is með upplýsingum
um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf
um þjónustuna sem í boði er. Síðan
er síkvik og í stöðugri þróun og mun
bæta verulega upplýsingaflæði til
einstaklinga og ráðgjöf um kerfið
sem mikið hefur verið kallað eftir
undanfarið.
Heilsugæslustöðvar hérlendis voru
fyrst settar á um miðjan níunda ára-
tuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun
um aukna áherslu á forvarnir, heilsu-
gæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem
heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að
fylgja þessari þróun eftir með enn þá
meiri áherslu á heildræna nálgun,
þjónustu sem veitt er af þverfaglegu
teymi, með því að nýta mun betur
rafræna upplýsingamiðlun og margs
konar möguleika fjarheilbrigðis-
þjónustu.
Með aukinni áherslu á rafræn sam-
skipti og nýtingu tækni til meðferðar
og upplýsingamiðlunar má til dæmis
bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjón-
ustu í gegnum samskipti á vefnum og
ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi.
Mörg verkefni á þessu sviði eru nú
þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni
og í nýrri fjármálaáætlun eru áform
um enn frekari þróun á þessu sviði
sem bætir gæði þjónustunnar og eflir
möguleika einstaklinganna til heilsu-
eflingar og bættra lífsgæða.
Nýjar og skapandi
áherslur í heilsugæslu
Óttar Proppé
heilbrigðisráð-
herra
2017
Næsti áfangi er að bæta sál-
fræðiþjónustu við fullorðna
og þar verður bætt verulega
í á næstu misserum sam-
kvæmt geðheilbrigðisáætlun
og fjármálaáætlun.
1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r14 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
1
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
9
-6
0
6
0
1
D
F
9
-5
F
2
4
1
D
F
9
-5
D
E
8
1
D
F
9
-5
C
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K