Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 13
Mánudaginn 16. október standa Íbúðalánasjóður og velferðarráðuneytið fyrir fyrsta árlega húsnæðisþinginu hér á landi. Þingið verður haldið á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut frá kl. 10:00–16:30. Vinnustofur 10:00 Fundarstjóri opnar daginn Brynja Þorgeirsdóttir, fundarstjóri 10:05 Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga Sigrún Ásta Magnúsdóttir, verkefnastjóri húsnæðisáætlana hjá ÍLS 10:25 Umræður í sal 10:50 Kahlé 11:00 Húsnæðissáttmáli: Aðgerðir í húsnæðismálum Guðrún Ingvarsdóttir, verkefnastjóri Húsnæðissáttmála hjá velferðarráðuneytinu 11:15 Byggingagátt: Hvers vegna, hvenær og hvernig? Jón Guðmundsson, fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun 11:30 Hvernig fáum við sem …estar íbúðir fyrir 80 milljarðana? Elmar Erlendsson, byggingafræðingur á húsnæðissviði ÍLS 11:40 Umræður í sal 12:00 Hádegishlé Veitingar verða seldar á ráðstefnusvæðinu og einnig er hægt að bóka borð á Vox Húsnæðisþing 13:00 Opnunarávarp ráðherra húsnæðismála Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra 13:15 Er aðgangur að húsnæði mannréttindi? Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS 13:55 Hvernig horŒr húsnæðisvandinn við sveitarfélögum? Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga 14:10 Leigumarkaðurinn: Nauðsyn eða val? Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild ÍLS 14:30 Að komast yŒr þröskuldinn: Fólk talar um húsnæðisvandann Örinnlegg frá einstaklingum sem hafa staðið frammi fyrir húsnæðisvanda 14:50 Kahlé 15:05 Fólk með hamar og sög Örinnlegg frá einstaklingum og félögum sem eru að byggja 15:30 Umræður í sal 15:55 Samantekt fundarstjóra 16:00 Er vandinn að leysast? Pallborðsumræður 16:30 Kokteill Fjöldi leikkvenna hefur að und-anförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svip- uðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pan- dóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvísl- aði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatil- tækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunn- ugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsan- lega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævin- týri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kyn- lífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta ein- beittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimpl- aðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeð- vitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt. Þjóð veit þá þrír vita Telma Tómasson sjónvarps- og dagskrárgerðar- kona Árið 1849 var stjórnarskrá Danaveldis samin og sam-þykkt – eftir borgarastríð milli þjóðarinnar og konungsvaldsins. Með stjórnarskránni var m.a. komið á fulltrúalýðræði og þingið fékk þau völd sem konungur áður hafði. Þá fengu aðeins 15% Dana rétt til að kjósa – en m.a. konur og eignalaust fólk öðlaðist ekki þann rétt. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er skilgetið afkvæmi dönsku stjórnar- skrárinnar frá 1849. Þó komu Íslend- ingar hvergi nærri samningu þeirrar stjórnarskrár. Hún var samin og sam- þykkt af Dönum, ekki Íslendingum. Núverandi stjórnarskrá var sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 1944 af nærri 99% kjósenda. Hún var í meginatriðum byggð á dönsku stjórn- arskránni frá 1849, en í stað konungs kom forseti. Þjóðin kom samt hvergi nærri samningu þessara grundvallar- laga lýðveldisins, sem voru alfarið í höndum alþingis. NÝJA STJÓRNARSKRÁIN er hins vegar samin af almenningi og sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Afturhaldsöflin á Alþingi hafa samt hundsað vilja þjóð- arinnar og neitað að fullgilda hana. En vitaskuld kemur að því að við fáum okkar nýju stjórnarskrá – og það fyrr en síðar. Um okkar dönsku stjórnarskrá Hans Kristján Árnason hagfræðingur Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. „Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga „ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er skilgetið afkvæmi dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849. Þó komu Íslend- ingar hvergi nærri samningu þeirrar stjórnarskrár. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M Á n u D A G u R 1 6 . o k T ó B e R 2 0 1 7 1 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 9 -5 B 7 0 1 D F 9 -5 A 3 4 1 D F 9 -5 8 F 8 1 D F 9 -5 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.