Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Page 12
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 201712 Fréttir Erlent M illjarðamæringar í Kísil­ dalnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum eru ekki bara duglegir að fjárfesta í nýjustu tækni heldur virð­ ast sífellt fleiri fjárfesta í eigin öryggi ef allt færi á versta veg. Til eru dæmi um auðmenn sem hafa fjárfest í neðanjarðarbyrgjum, byssum, skot­ færum og mótorhjólum til að komast hratt og örugglega á milli staða. Hinir reiðubúnu Stutt er síðan DV fjallaði um fyrir­ tæki í Suður­Dakóta, Vivos Group, sem rekur þyrpingu byrgja sem áður gegndu hernaðarlegu hlutverki. Fjölmargir hafa tryggt sér slíkt byrgi ef allt færi á versta veg; kjarnorku­ styrjöld brytist út, sjúkdóms faraldrar ógnuðu framtíð mannkyns eða loft­ steinn lenti á jörðinni svo dæmi séu tekin. Bandaríska tímaritið New Yorker fjallaði á dögunum um ann­ an anga þessa máls, milljarðamær­ ingana í Kísildalnum sem eru í hópi þeirra sem stundum eru kallaðir hinir reiðubúnu. Mótorhjól, byssur og matur Reid Hoffman, meðstofn­ andi samfélagsmiðilsins LinkedIn, er einn þessara milljarðamæringa en í við­ tali við New Yorker sagðist hann telja að um helming­ ur þeirra milljarðamæringa sem starfa í Kísildalnum væri þegar farinn að gera ráðstafanir í þágu eigin ör­ yggis. En af hverju? spyrja eflaust sumir. Hoffman segir að ástæðurnar geti verið af ýmsum toga, til dæmis geti tækninýjungar í framtíðinni, þar sem vélar leysa manninn af hólmi í æ rík­ ari mæli, gert að verkum að almenn­ ingur muni snúast gegn fyrir tækjum í Kísildalnum með ófyrirséðum af­ leiðingum. „Ég á nokkur mótorhjól. Ég á slatta af byssum og byssukúl­ um. Ég á líka mat og gæti lokað mig inni heima í nokkuð langan tíma,“ segir hann við blaðið. Rökrétt skref Aðrir milljarðamæringar hafa fjár­ fest í eyjum, stórum landsvæð­ um eða neðanjarðarbyrgjum, eins og þeim sem Vivos Group rekur. Antonio García Martínez, fyrrver­ andi framkvæmdastjóri hjá Face­ book, festi nýverið kaup á fimm ekra eyju í norðvesturhluta Kyrrahafs. Sólarorka sér húsinu hans fyrir raf­ magni og þar er einnig nokkuð stórt vopnabúr. En þó að sífellt fleiri búi sig undir hið versta er það ekki endilega trú manna að allt fari á versta veg. New Yorker ræddi við Yishan Wong, fyrrverandi stjórnarformann Reddit, sem segir að milljarða­ mæringar séu einungis að hugsa rökrétt. „Þeir líta á þetta sem fjar­ lægan möguleika en samt sem áður möguleika sem hefði mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Svo, miðað við það fjármagn sem þeir hafa úr að spila, þá er það aðeins rökrétt að eyða brotabroti af eignum sínum til að búa sig undir það versta.“ Umræða á villigötum Eins og að framan greinir er engin vafi á því að sífellt fleiri auð­ menn séu farnir að velta þessum möguleika fyrir sér. Max Levchin, stofnandi PayPal og Affirm, er hins vegar mjög mótfallinn þessari um­ ræðu og segir að auðmenn ættu frekar að einbeita sér að því að fjár­ festa í lausnum á því sem hugsan­ lega getur farið úrskeiðis. „Þetta er einn af fáum hlutum sem ég þoli ekki við Kísildal – það álit að við séum á hærri stalli en annað fólk og þegar okkur mistekst, jafnvel þótt það sé engum öðrum en okkur sjálfum að kenna, þurfi að þyrma okkur,“ segir Levchin sem reynir að forðast þessa umræðu. „Ég á það til að reyna að kveða fólk í kútinn og spyrja hversu miklu fé það hefur varið til handa heimilis­ lausum,“ segir hann og bætir við að auðmenn ættu frekar að fjárfesta í lausnum en fjárfesta í eigin öryggi ef og þegar allt fer á versta veg. „Eins og staðan er núna er staða efna­ hagsmála í heiminum nokkuð góð. En þegar efnahagskerfið tekur dýfu mun fjöldi fólks hafa það skítt. Við hverju eigum við að búast þá?“ n Búa sig undir það versta n Topparnir í Kísildalnum gera ráðstafanir í þágu eigin öryggis n Eru kallaðir hinir reiðubúnu Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Ég á nokkur mótorhjól. Ég á slatta af byssum og byssukúlum. Á villigötum Max Levchin segir að auðmenn ættu frekar að fjárfesta í lausnum en gera ráðstafanir ef allt fer á versta veg. Mynd EPA Reiðubúinn Reid Hoffman segist telja að ástæður þess að topparnir í Kísildalnum búi sig undir hið versta séu meðal annars þær að almenningur geti snúist gegn tæknifyrirtækjum í Kísildalnum. Mynd EPA Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s FRÁ 11–16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.