Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Side 20
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 20176 Útivist - Kynningarblað Hin fallega byggð, Fjallabyggð Við tökum alltaf vel á móti ferðafólki S veitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006. Í Fjallabyggð búa um 2.200 manns sem taka ætíð einstaklega vel á móti ferða- mönnum og útivistarfólki. Í Fjalla- byggð er fjölbreytt menningarlíf og upplífgandi andrúmsloft. Það skiptir ekki máli á hvaða árstíma ferðast er til Fjallabyggðar, þar er alltaf margt skemmtilegt að skoða og gera. Fagurt umhverfi allt árið Fjallabyggð býr að stórbrotinni nátt- úrufegurð í „faðmi fjalla blárra“, eins og skáldið sagði, þar sem möguleik- ar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, skellt sér á skíði eða veitt í vötnum, ám eða sjó, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali. Við slíkar aðstæður hefur nær ósnortið og friðsælt náttúrufar Héðinsfjarðar notið mikillar hylli hjá ferðafólki. Gönguleiðakort eru fyrir liggjandi á heimasíðunni; fjalla- byggd.is. Fallega Fjallabyggð að vetri Í Fjallabyggð er nægur snjór í fjöll- unum og alls staðar hægt að finna tækifæri og aðstöðu til útiveru. Á veturna er staðurinn skíðapara- dís og draumur útivistarmannsins. Hægt er að fara á svigskíði, göngu- skíði, skauta, þeytast um á snjó- sleða eða á vélsleða og hinir friðsælu geta dorgað í Ólafsfjarðarvatni. Svo er ætíð tilvalið að skella sér í sund í rómuðum sundlaugum Fjallabyggð- ar. Um páskana verður svo fjölbreytt menningar- og afþreyingardagskrá á boðstólum í Fjallabyggð. Skíðasvæðin Í Fjallabyggð eru tvö skíðasvæði: skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafs- firði. Heimamenn hafa verið tölu- vert heppnari með skíðaveður en borgarbúar og hafa því getað mundað skíðin sín og brettin síð- an í desember. Það er alltaf gleði í fjöllunum í Fjallabyggð. Skíðasvæðið í Skarðsdal Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímælalaust telja með bestu skíðasvæðum landsins. Þar er oftast svo mikill snjór að hægt er að skíða langt fram á vor. Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar: diskalyfta og T-lyfta, samtals um það bil 1.500 metr- ar að lengd. Þriðja og efsta lyft- an er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukku- stund. Efri endi lyftunnar er í rúmlega 650 metra hæð yfir sjó. Í Skarðsdal er að finna ein- hverjar bestu alhliða brekk- ur landsins. Nýlega var reistur glæsilegur skíðaskáli þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrir myndar. Hópum eru gerð hagstæð tilboð um lyftukort og þess háttar. Góð flóðlýsing er einnig á skíðasvæðinu svo skammdegið ætti ekki að aftra för skíðamannsins. Vetraríþróttir í Ólafsfirði Í Ólafsfirði eru kjöraðstæður til vetrar- íþrótta. Hægt er að fara í vélsleðaferð- ir um fjöll og dali í nágrenninu og er aðstaða til skíðaiðkunar óvíða betri. Göngubrautir eru troðnar alla daga þegar veður leyfir. Á skíðasvæðinu í Tindaöxl eru skíðalyfta og góðar svig- brautir. Brettamenn fá stór ótroðin svæði og nota gjarnan hryggina í brekkunni til að sýna listir sínar. Í glæsilegum skála Skíðafélagsins er boðið upp á ýmiss konar veitingar. Í skálanum er svefnloft þar sem um 25 manns geta gist í svefnpokum. Hópum eru gerð hagstæð tilboð um lyftukort og þess háttar. Vélsleðaferðir Svæðið í kringum Fjallabyggð er einstaklega hentugt til vélsleðaferða. Dalir með snjó langt fram eftir vori gera svæðið að einstakri útivistar- paradís fyrir vélsleðafólk. Gönguleiðir og fjallgöngur Fátt jafnast á við góðan dag á fjöllum og að skíða niður ósnortnar brekkur í stórfenglegu umhverfi. Tröllaskagi er án efa besta fjallaskíðasvæði landsins, með sín háu fjöll og mikla snjó. Fjöllin á Tröllaskaga eru á heimsmælikvarða og bjóða upp á brekkur við allra hæfi hvort sem þú ert að byrja eða í leit að verulegum áskorunum. Hér er hægt að ganga á fjöll allt árið og skíða niður allt fram í júní. Þegar daginn fer að lengja verður snjórinn enn betri og þegar kemur fram í júní er hægt að skíða í miðnætur- sólinni eins og um miðjan dag. Fjöllin á Tröllaskaga geyma hæstu fjöll Norðurlands. Á utanverð- um Tröllaskaga má nefna Dýjafjalls- hnjúk, 1.445 metrar, Kvarnárdals- hnjúk, 1.424 metrar, og Heiðingja 1.402, metrar. Meðalhæð fjalla er um 930 metrar eða 3.000 fet. Svæð- ið er því kjörlendi fyrir göngufólk og má finna gönguleiðir fyrir alla, hvort sem menn vilja ganga á láglendi um friðland Svarfdæla, klífa fjöll eða fornar þjóðleiðir á milli byggðarlaga. Gönguferðir með leiðsögn Í Fjallabyggð eru tvö ferðafélög sem bjóða upp á ýmiss konar göngu- ferðir: Ferðafélagið Trölli, Ólafsvegi 42 í Ólafsfirði og Top Mountaineer- ing, Hverfisgötu 18 á Siglufirði, standa fyrir nokkrum skipulögðum gönguferðum á hverju ári, jafnt um sumar sem vetur. Átak hefur ver- ið gert í merkingum gönguleiða á Tröllaskaga og eru margar skemmti- legar merktar og stikaðar gönguleið- ir í Fjallabyggð. Þær eru mislangar og misjafnlega krefjandi, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að hafa samband við Top Mountaineering með því að hringja í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.