Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Blaðsíða 8
Vikublað 21.–23. febrúar 20178 Fréttir
ALLT MERKILEGT
Sérmerktar
persónulegar
gjafavörur
Hægt er að fá
bæði sent heim
eða sækja í
versluninni.
Pantaðu í
netverslun
okkar
Þú
velur lit og texta!
10 ára
GarðatorGi 3, Garðabæ - S: 555 3569 - www.alltmerkileGt.iS - Sala@alltmerkileGt.iS
Okkar kjarnastarfssemi er
greiðslumiðlun og innheimta.
Hver er þín?
515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is
Síðan 2006
Bjarni átti allt lífið framundan
B
jarni var ótrúlega rólegur,
sjálfstæður og átti allt lífið
framundan.“ Þetta segir
Íris Jóna Gunnarsdóttir,
móður systir Bjarna Salvars
Eyvindssonar, sem fannst látinn á
útivistarsvæði í nágrenni Höfða-
borgar í Suður-Afríku á sunnudags-
morgun.
Vildi láta gott af sér leiða
Bjarna, sem fór nýverið til Suður-
Afríku til að vinna sem sjálfboðaliði
fyrir Norðursuður.org, hafði verið
saknað frá því um hádegi á laugar-
dag. Hann var í fjallgöngu ásamt
tveimur piltum á Tafelberg-fjalli
þegar hann varð viðskila við þá og
týndist. Mjög vont veður var á fjall-
inu þegar Bjarni, sem varð 19 ára
þann 5. febrúar síðastliðinn, lést.
Ekki er talið að andlát hans hafi
borið að með saknæmum hætti.
„Hann ætlaði að vera í Suður-
Afríku í tvær vikur í hjálparstarfi.
Áður en Bjarni fór út var hann búinn
að ákveða að fara aftur á næsta ári
og þá ætlaði hann að vera í mánuð,“
segir Íris og rifjar upp hvað frænda
sínum þótti gaman að hjálpa
öðrum. Þá var Bjarni stoð og stytta
móður sinnar og mjög náinn fjöl-
skyldunni.
Bjarni var lögblindur en hann sá
ekkert með öðru auganu og var sjón-
dapur á hinu. Það hamlaði honum
þó ekki mikið í daglegu lífi en hann
var nýbyrjaður að vinna í grunn-
skóla í Kópavogi. Samhliða því starf-
aði Bjarni í 10-11 í Hafnarfirði.
„Hann var harðákveðinn að fara í
þessa ferð. Ekkert okkar gat stoppað
hann. Enda engin ástæða til. Hann
var orðinn sjálfráða og var alltaf
mjög skynsamur.“
Íris segir að Bjarna hafi síðustu ár
verið mjög umhugað um heilsuna.
Fjallgangan var ekki hluti af sjálf-
boðastarfinu heldur fór hann á úti-
vistarsvæðið með það í huga að
skoða sig um í landinu.
Frá því að móðir Bjarna fékk
fregnina af andláti sonar síns, um
miðjan dag á sunnudaginn, hefur
mikið gengið á. Næsta fimmtudag
fara móðir hans, uppeldisfaðir og
móðuramma til Suður-Afríku til
þess að bera kennsl á líkið og ganga
frá hinum ýmsu málum svo hægt
verði að flytja jarðneskar leifar
Bjarna heim til Íslands.
Safnað fyrir fjölskyldu Bjarna
Ferlið sem nú fer í hönd hjá fjöl-
skyldu Bjarna er mjög kostnaðar-
samt. Þrátt fyrir að Bjarni hafi verið
með ferðatryggingu þá þarf móðir
hans að leggja mikið út. Til dæmis
fyrir ferðakostnaði til Suður-Afríku
og útfararkostnaði.
Styrktarreikningur fyrir fjöl-
skyldu Bjarna hefur verið stofnaður
á nafni Írisar. „Við hvetjum alla sem
geta aðstoðað á þessum erfiðu tím-
um að leggja hönd á plóg til að gera
harmleikinn ögn bærilegri fyrir
nánustu aðstandendur Bjarna,“ Íris.
Að lokum segir Íris um frænda
sinn: „Stór hluti fjölskyldunnar fór
núna um daginn, þegar Bjarni varð
19 ára. Mamma ætlaði að gefa honum
pening í afmælisgjöf en Bjarni af-
þakkaði. Hann sagði að það eina sem
hann vildi í afmælisgjöf væri að hún
kæmi með sér og fjölskyldunni út að
borða. Þetta var mjög lýsandi fyrir
þennan yndislega strák sem ætlaði
að afreka svo margt í lífinu.“ n
Styrktarreikningur fyrir fjölskyldu
Bjarna; kennitala: 100477-3439,
reikningsnr: 0140-05-071968.
n Var í sjálfboðastarfi í Suður-Afríku fannst látinn á sunnudaginn n Safnað fyrir fjölskylduna
Kristín Clausen
kristin@dv.is
Bjarni Salvar Vildi láta gott af sér leiða.
Íris Jóna Gunnarsdóttir
Móðursystir Bjarna Salvars.
Bjarni var nýorðinn 19 ára
Með honum á myndinni er móðir hans,
Bryndís Fjóla Ingimarsdóttir, og yngri systir.