Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Page 11
Vikublað 21.–23. febrúar 2017 Fréttir 11
RíkisstjóRn í kRöppum dansi
n Hveitibrauðsdagarnir hófust aldrei n Vandræði frá fyrsta degi n stjórnin þegar fallin í einu máli n Ekki einhugur milli stjórnarliða í stórum málum
V
erkfalli sjómanna lauk um
liðna helgi þegar að samn-
ingar í deilu þeirra við útvegs-
menn náðust eftir tíu vikna
verkfall. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, lýsti því ítrekað yfir á síð-
ustu metrum kjaradeilunnar að ekki
kæmi til greina að stjórnvöld kæmu
að lausn hennar með sértækum að-
gerðum, svo sem með því að afnema
skatt af fæðispeningum. Eitt skyldi
yfir alla ganga.
Páll gagnrýnir ríkisstjórnina
Þessa afstöðu gagnrýndi Páll
Magnússon, formaður atvinnu-
veganefndar, harðlega og sagði
alvarlegt að það skyldi stranda á
stjórnvöldum að leysa málið, „eða
þessum tveimur ráðherrum sem
með þetta höndla, sjávarútvegs-
ráðherra og fjármálaráðherra.
Stjórnvöld eru ábyrg fyrir því gagn-
vart þjóðinni að þessi auðlind sé
nýtt. Það má ekki standa upp á
þessi sömu stjórnvöld, að það séu
þau sem komi í veg fyrir að flotinn
sigli úr höfn og til veiða.“
Vildi sértækar aðgerðir
Þá sagði Ásmundur Friðriksson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi, að aðkoma ríkis-
ins væri algjörlega óhjákvæmileg
nokkrum dögum áður en samd-
ist og vísaði til kröfu sjómanna og
útgerðarmanna um að fæðispen-
ingar yrðu undanþegnir skatti.
„Ég er alveg tilbúinn að taka þann
slag og tel að við verðum bara að
sýna röggsemi og klára þetta mál í
dag. Það þarf svo vitanlega að fara
í gegnum þingið með breyting-
um á skattalögum og þar fram eftir
götunum.“
Þorgerður sögð hafa
hótað sjómönnum
Sem kunnugt er leystist kjaradeilan
án þess að til þessarar sértæku að-
komu ríkisvaldsins kæmi. Þorgerður
Katrín lýsti því hins vegar yfir að hún
hefði verið með bráðabirgðalög til-
búin ef ekki hefði komið til þess að
deilan leystist. Spurð hvort hún hefði
hótað því að setja lög á verkfallið
neitaði hún því en sagði að deiluaðil-
ar hefðu verið meðvitaðir um að lög-
in væru tilbúin.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, kom
hins vegar fram í gær og sakaði
Þorgerði um að hafa stillt samn-
inganefndum sjómanna upp við
vegg og hótað þeim lagasetningu.
Sjómönnum hafi verið stillt upp
við vegg. Samningurinn var sam-
þykktur með naumum meirihluta
síðastliðið sunnudagskvöld, 52,4
prósent samþykktu samninginn en
46,9 prósent höfnuðu honum. Það
styrkir ekki ríkisstjórnina að óein-
ing hafi verið innan hennar um
aðkomu ríkisvaldsins að málinu
auk þess sem talsmenn sjómanna
gagnrýna síðan þátt Þorgerðar
Katrínar.
í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar er lögð áhersla á að
ráðast gegn launamun kynj-
anna. „Í því skyni að sporna við
launamisrétti af völdum kynferð-
is verði áskilið að fyrirtæki með 25
starfsmenn eða fleiri taki upp ár-
lega jafnlaunavottun.“ Í þingmála-
skrá ríkisstjórnarinnar er frum-
varp um jafnlaunavottun boðað
en félags- og jafnréttismálaráð-
herra, Þorsteinn Víglundsson,
ætlar að leggja frumvarpið fram.
Jafnlaunavottun var eitt af stærstu
kosningamálum Viðreisnar.
Fyrst Óli Björn
Nú bregður hins vegar svo við
að þingmenn ríkisstjórnarinnar,
eða öllu heldur þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, hafa lýst því yfir
að þeir hyggist ekki styðja frum-
varpið. Fyrstur reið á vaðið Óli
Björn Kárason sem sagði í viðtali
við Viðskiptablaðið 9. febrúar að
hann myndi ekki styðja frumvarp-
ið. Ríkisstjórn sem boði aukin af-
skipti af atvinnulífinu sé ekki sér-
lega hægri sinnuð, sagði Óli Björn
og meinti ekki sem hrós.
Svo Brynjar
Nokkrum dögum síðar lýsti Brynj-
ar Níelsson því einnig yfir, í við-
tali við mbl.is að hann myndi ekki
heldur styðja frumvarp um jafn-
launavottun. „Ég held að þetta sé
bara vanhugsað og menn séu að
gefa sér rangar forsendur,“ sagði
Brynjar og bætti við: „Þetta er bara
einhver vitleysa. Ég vona að menn
endurskoði þetta.“ Brynjar hafði
raunar áður lýst því yfir að hann
væri óánægður með stjórnarsátt-
málann og sérstaklega jafnlauna-
vottunina. Í viðtali við DV kallaði
hann frumvarpið óþarfamál, „til
dæmis þessi helvítis jafnlauna-
vottun. Það er algjörlega fráleitt.“
Ráðherra lýsir efasemdum
Auk þeirra Óla Bjarnar og Brynjars
hefur Sigríður Á. Andersen einnig
tjáð sig um kynbundinn launamun
og jafnlaunavottun. Í grein í árs-
hátíðarriti Orator, félags laganema
við Háskóla Íslands, sagði Sigríður
að ekkert væri hægt að fullyrða um
kynbundið misrétti á launamark-
aði. Sigríður vitnaði í skýrslu vel-
ferðarráðuneytisins frá árinu 2015
þar sem sagt er að ekki sé hægt að
fullyrða að óútskýrður launamun-
ur sem mælist sé eingöngu vegna
kynferðis. Yrði þeim upplýsing-
um gerð betri skil í opinberri um-
ræðu léki ekki vafi á að þrýstingur á
opin berar aðgerðir í jafnréttismál-
um „til dæmis kynjakvóta og jafn-
launavottanir, myndi minnka.“
Ekki í höndum ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur minnst mögu-
legan meirihluta, 32 þingmenn af
63. Í praxís má því segja að stjórnin
sé fallin, alla vega í þessu máli. Nán-
ast fordæmalaust er að svo margir
þingmenn ríkisstjórnarflokka
lýsi sig andsnúna ríkisstjórnar-
frumvarpi að þingstyrkur sé ekki
fyrir málinu. Ríkisstjórnin mun því
þurfa að treysta á velvild stjórnar-
andstöðunnar til að koma málinu
í gegn. Samkvæmt heimildum DV
munu þingmenn stjórnarandstöð-
unnar vera nokkuð klofnir í málinu.
Annars vegar hlakkar í þeim vegna
vandræða ríkisstjórnarinnar en hins
vegar eru þeir margir með hálfgert
óbragð í munninum vegna þess.
Ástæðan er sú að almennt styðja
þeir jafnlaunavottun og sjá ekki fyrir
sér að geta verið á móti málinu en
hafa á sama tíma engan áhuga á að
skera ríkisstjórnina úr snörunni.
stjórnin í praxís fallin
Stjórnarþingmenn andvígir ríkisstjórnarfrumvarpi
p
áll Magnússon, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi, studdi ekki ráðherra-
skipan Bjarna Benediktssonar,
formanns flokksins, og lá ekki þeirri af-
stöðu sinni. Í stöðuuppfærslu á Face-
book 11. janúar greindi Páll frá þessu
og sagði ráðherraskipanina ganga
gegn lýðræðislegu umboði og að hún
fæli í sér lítilsvirðingu gagnvart Suður-
kjördæmi. „Á þingflokksfundi í gær-
kvöldi sagðist ég því miður ekki geta
stutt þá ráðherraskipan sem formað-
ur flokksins gerði tillögu um. Fyrir því
væru tvær ástæður: Í fyrsta lagi gengi
þessi skipan í veigamiklum atriðum
gegn því lýðræðislega umboði sem
þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu
áunnið sér í prófkjörum og síðan kosn-
ingum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér
lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann
sinn stærsta sigur í kosningunum.“
Ráðherravalið mistök
Páll lét ekki þar við sitja heldur mætti
hann í Vikulokin á Rás 1 og ítrekaði
þessa afstöðu. „Ég lít á þetta sem mis-
tök,“ sagði Páll. „Formaður flokksins
er skynsamur maður og leiðréttir þau
ábyggilega við fyrsta tækifæri.“
Ekki er hægt að halda því fram að
um þægilegt veganesti hafi verið að
ræða fyrir Bjarna og ríkisstjórnarsam-
starfið, að fá sendingu sem þessa á
fyrsta degi. Vitað er að fleiri voru ekki
sáttir við ráðherravalið, þar á með-
al Brynjar Níelsson, en fáheyrt er að
óánægja sé orðuð með svo afgerandi
hætti sem Páll gerði í þessu tilfelli.
andsnúinn ráðherraskipan
„Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi“
tala gEgn RáðHERRa
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala þvert á yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar
FÁKASEL - FYRIR ALLA
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050
matur, drykkur
og skemmtun