Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Blaðsíða 12
Vikublað 21.–23. febrúar 201712 Fréttir
B
jarni Benediktsson hefur legið
undir verulegu ámæli sökum
þess að tvær skýrslur sem
unnar voru fyrir fjármála-
og efnahagsráðuneytið, sem Bjarni
stýrði á síðasta kjörtímabili, voru
ekki birtar fyrir síðustu kosningar,
þrátt fyrir að hafa verið tilbúnar.
Annars vegar var um að ræða skýrslu
um umfang aflandseigna Íslendinga
og skattaundanskot í tengslum við
þær eignir. Hins vegar var um að
ræða skýrslu um þjóðhagsleg áhrif
Leiðréttingarinnar svokölluðu.
Báðar tilbúnar fyrir kjördag
Fyrrnefnda skýrslan, sú sem fjallar
um aflandseignir Íslendinga, var til-
búin um miðjan september 2016 og
var kynnt fyrir Bjarna í byrjun október
það ár. Skýrslan var hins vegar ekki
birt fyrr en 6. janúar á þessu ári. Svo
sem kunnugt er var ástæðan fyrir því
að kosningum var flýtt uppljóstrun
á aflandseignum stjórnmálamanna
í Panama-skjölunum svokölluðu.
Því hefur verið haldið fram að tekin
hafi verið pólitísk ákvörðun um að
birta ekki skýrsluna fyrir kosningar.
Hver sem ástæðan er hefur það vakið
mikla úlfúð og reiði að skýrsla þessa
efnis hafi ekki verið birt fyrir kosn-
ingar, þegar hún var tilbúin.
Síðari skýrslan, sú sem fjallar um
þjóðhagsleg áhrif Leiðréttingarinn-
ar, mun hafa verið tilbúin í drögum
í janúar á síðasta ári, eftir því sem
Kjarninn greindi frá. Lokadrög voru
tilbúin í júní 2016 og vinnslu við
skýrsluna var lokið í október 2016,
fyrir kosningar. Skýrslan var hins
vegar ekki birt fyrr en 18. janúar á
þessu ári. Í skýrslunni kemur fram
hvernig leiðrétting verð-
tryggðra fasteignalána
dreifðist á milli Íslendinga.
Meðal annars kemur fram
þar að sá fimmtungur
þjóðarinnar sem átti
mestar hreinar eignir
fékk tæplega þriðjung
þeirra 72 milljarða sem
fóru í leiðréttinguna.
Þessum upplýs-
ingum, um eitt
allra stærsta þing-
mál síðustu ríkis-
stjórnar, var
haldið frá kjós-
endum fyrir
kosningarnar
2016.
Setið á SkýrSlum
Pólitísk ákvörðun um að birta ekki skýrslur fyrir kosningar
B
jört Ólafsdóttir umhverfisráð-
herra fór rangt með í óund-
irbúnum fyrirspurnatíma á
Alþingi þegar hún svaraði
fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur
fyrr í þessum mánuði. Oddný
spurði þar hvort Björt hygðist beita
sér fyrir lagabreytingu í anda mál-
efnasamnings ríkisstjórnarinnar
um að ekki verði efnt til nýrra íviln-
andi fjárfestingarsamninga vegna
uppbyggingar á mengandi stór-
iðju. Björt fullyrti í svari sínu við fyr-
irspurninni að nefnd um veitingu
ívilnana hefði fengið tilmæli um að
ekki skyldi veita ívilnanir til meng-
andi stóriðju. Nefndin hefur hins
vegar engin slík tilmæli fengið.
Greint var frá málinu í Kvennablað-
inu og Stundinni.
Í svari sínu við fyrirspurninni
fullyrti Björt einnig að í ramma-
löggjöf um ívilnanir til nýfjár-
festinga væri „talað um náttúru-
og umhverfisvernd“. Það er ekki
rétt hjá Björt.
Hefði átt að nota
orðalagið leiðsögn
Björt hefur svarað fyrir málið með
þeim orðum að hún hafi verið að
vísa til stefnu ríkisstjórnarinnar
en hefði ekki átt að nota orðið „til-
mæli“ í þessu tilfelli heldur hefði
orðið „leiðsögn“ verið heppi-
legra. „Það sem ég var að vísa til
með orðum mínum er stefna rík-
isstjórnarinnar. Hún er mjög skýr
í þessum málum og kemur fram í
stjórnarsáttmálanum. Þeirri leið-
sögn hefur verið komið á framfæri
til ráðuneytanna allra sem vinna
nú eftir henni.“
Engu að síður hefur Björt legið
undir töluverðri gagnrýni fyrir mál-
ið, einkum á samfélagsmiðlum.
Fór rangt með á Alþingi
Umhverfisráðherra vísaði í orðalag sem ekki er til staðar
VIÐ ERUM ÓDÝRARI
EN ÞIG GRUNAR
SPRENGJUVERÐ
Á LED FLÓÐKÖSTURUM FYRIR VERKTAKA
Ludviksson ehf - Ledljós
Flatahraun 31 - Hafnarfirði
www.ledljós.is
LEDLÝSING
VINNUKASTARAR
80-90% SPARNAÐUR
Gæði - ábyrgð og
brautryðjendur í betri verðum ...
20W og upp í 1000w LED kastarar
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
powerið og bassinn
engu líkur!
Þráðlausu Touch heyrnartólin fást á www.mytouch.rocks
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Fæst á www.mytouch.rocks