Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 18
Vikublað 21.–23. febrúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Kylfingurinn Ólafía Þórunn viðurkenndi brot sem enginn sá á LPGA-móti. – visir.is Ég gekk upp að dómaranum og sagði frá þessu Vanhugsuð forræðishyggja Óttarr Proppé er sagður hafa ósk­ að eftir því að verða heilbrigðis­ ráðherra og valdi sér um leið málaflokk sem er engan veginn auðveldur viðfangs. Nú vill heil­ brigðisráðherra flokka rafrettur með hefðbundnu tóbaki og gera þeim sem vilja venja sig af venju­ legu tóbaki og nota rafrettur verulega erfitt fyrir. Það er mjög umdeilt því ýmsar rannsókn­ ir benda til að rafrettur séu fjarri því jafn hættulegar og sígarettur. Ungir Píratar gagnrýna ráðherr­ ann mjög fyrir þessar fyrirætlan­ ir og fordæma í ályktun „þessa vanhugsuðu forræðishyggju“. Nú er það svo að enn hafa drög að frumvarpi um rafsígarettur ekki verið birt á vefsíðu ráðuneytis­ ins. Vera má að frumvarpið sé hið þarfasta og muni verða til mikilla bóta verði það samþykkt. Um það er hins vegar ekki hægt að segja að svo komnu máli og ráðherra er þögull sem gröfin. Á meðan fara menn mikinn í umræðu um frumvarpið, sem enginn hefur séð, og Óttarr fær á baukinn fyrir vikið. Það telst ekki mikil stjórn­ kænska. Vita ekki hvað þeir gjöra Smári McCarthy er ekki ánægður á þingi og sagði á dögunum: „Al­ þingi er svo til getulaust … lenti í því á dögunum að þurfa að greiða atkvæði um mál sem ég hafði heyrt um en ekki náð að lesa, og var það ekki fyrr en eftir atkvæðagreiðsl­ una sem ég fékk að vita að stóra atriðið sem stóð útaf í því hafði ekki verið lagfært.“ Það er vitan­ lega ekki gott þegar þingmenn vita ekki hvað þeir eru að gera. Spurning hvort þeir ættu ekki að líta í eigin barm í því samhengi frekar en finna sinnustaðnum allt í foráttu. E kki þarf sérstaka spádómsgáfu til að ætla að ríkisstjórn Sjálf­ stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði ekki langlíf. Meirihlutinn er svo naumur að ekkert má fara verulega úrskeiðis. Vegna þess hefði mátt búast við að á ríkisstjórnarheimilinu myndu menn vanda sig við að ganga í takt, allavega svona til að byrja með. Sú hefur ekki orðið raunin. Allt frá því ný ríkisstjórn var mynduð hefur gætt furðu mikils óróa á stjórnarheimilinu og miður heppi­ leg orð fallið. Allt er það rakið annars staðar í þessu blaði. Ríkisstjórn­ in virðist ekki virka sem ein heild og reyndar er eins og þar á bæ hafi menn lítinn áhuga á að skapa slíka ímynd. Eða hvernig á að skýra það að nokkrir þingmenn Sjálfstæðis­ flokk hafa stokkið fram á sviðið og lýst yfir andstöðu við áætlanir félags­ málaráðherra, Þorsteins Víglunds­ sonar, um jafnlaunavottun. Þeim ætti að vera jafn ljóst og öðrum að málið er eitt af forgangsmálum Við­ reisnar, enda er það í ríkisstjórnar­ sáttmála. Staðan er því sú að mál sem er í ríkisstjórnarsáttmála nýtur ekki meirihlutafylgis í ríkisstjórninni! Ekki er sú niðurstaða til að styrkja ríkisstjórnina eða auka trú almenn­ ings á henni. Stjórnarsamstarf fel­ ur í sér málamiðlanir, öðruvísi getur það ekki gengið upp, og þarna gætti furðulegs óþols hjá nokkrum þing­ mönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hefðu sennilega betur nöldrað heima hjá sér eða á lokuðum þingfundum í stað þess að hrópa á torgum. Sú áleitna spurning vaknar hvort einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokks­ ins hafi frá byrjun verið andsnúnir myndun þessarar ríkisstjórnar og ætli ekki að leggja sérlega mikið á sig til að halda lífi í henni. Fari fram sem horfir og átökin innan ríkisstjórnar­ innar aukist enn mun stjórnarand­ staðan geta hallað sér makindalega aftur og skemmt sér við að sjá ríkis­ stjórnina eyða sjálfri sér, svona svip­ að og vinstri stjórnin gerði um árið. Stjórnarandstaðan þarf þá ekki að hafa mikið fyrir stjórnarskiptum. Það blasir við að ríkisstjórnar­ samstarfið hvílir á veikum grunni. Við það bætist að skoðanakannan­ ir sýna ítrekað að stuðningur lands­ manna við ríkisstjórnina er ekki mikill. Bæði Viðreisn og Björt fram­ tíð eru í frjálsi falli í hugum þjóðar­ innar. Það kann að hafa mikil áhrif á stjórnarsamstarfið. Flokkarnir veir þurfa nauðsynlega að skerpa á áherslum sínum og spyrna við fótum ætli þeir að lifa þetta stjórnar­ samstarf af. Þeir hafa ekki efni á að láta Sjálfstæðisflokkinn teyma sig áfram. Um leið mun ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar nær örugglega aukast mjög og verða enn harðari. Stjórnarskipti kunna því að verða fyrr en seinna og þá getur ríkis stjórnin engum um kennt nema sjálfri sér. n Stjórnarsamstarf á veikum grunni » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Myndin Útivera og útsýni Víða er að finna aðstöðu til íþróttaiðkunar og hér bregður ungur drengur á leik með fótbolta. Mynd heiða helgadÓttir Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Sú áleitna spurn- ing vaknar hvort einhverjir í þingliði Sjálf- stæðisflokksins hafi frá byrjun verið andsnúnir myndun þessarar ríkis- stjórnar og ætli ekki að leggja sérlega mikið á sig til að halda lífi í henni. Vilhjálmur Birgisson er ósáttur við sjávarútvegsráðherra. – Facebook Hún sagði bara að lögin væru klár Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í heimsókn til Írak. – Sky news Við erum ekki í Írak til að stela olíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.