Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Page 19
Kynningarblað
Mér líður bara hvergi betur!
S
noker & Pool, Lágmúla 5,
Reykjavík, er rótgróið fyrir-
tæki og hefur verið starfandi
síðan 1998. Fyrir nokkrum
misserum var frískað upp á
útlit staðarins sem jók enn á vinsæld-
ir hans og gerði viðskiptavinahópinn
breiðari. Núna sækja til dæmis fleiri
konur staðinn en gerðu hér áður fyrir
og er hann auk þess afar vinsæll vett-
vangur fyrir hópskemmtanir enda
býður hann upp á frábæra aðstöðu
fyrir hópa. Til staðar eru átján pool-
borð og fjögur snókerborð sem bæði
einstaklingar og hópar nýta sér:
„Starfsfólk mitt og ég reynum
að hafa staðinn þannig að fólk geti
komið og slappað af eftir erfiða daga
eða bara til að skemmta sér og öðr-
um. Við fáum mikið af fyrirtækja-
hópum og margir af þeim koma ár-
lega til okkar enda bjóðum við upp á
mjög góða en ódýra skemmtun fyrir
hópa,“ segir Brynjar Valdimarsson,
eigandi Snoker & Pool. Þeir sem hafa
áhuga á slíkri skemmtun geta sent
e-mail á pool@pool.is og fengið til-
boð fyrir hópinn. Jafnframt eru nám-
skeið í boði bæði í pool og snóker þar
sem Brynjar kennir undirstöðuatriði
bæði byrjendum og þeim sem eru
lengra komnir.
Hægt er að panta kennslu í síma
822-1471 hjá Brynjari eða senda
tölvupóst á fyrrnefnt tölvupóstfang.
Allir í hópnum eru síðan leystir út
með klúbbkorti að gjöf.
Geta tekið við mörgum í mat
Brynjar leggur áherslu á að hópar
séu sérlega velkomnir á Snoker &
Pool og staðurinn henti virkilega vel
fyrir hópa til að lyfta sér upp. Snoker
& Pool getur tekið á móti stærri hóp-
um en margir gera sér grein fyrir
og sem dæmi má nefna að fyrir
skömmu kom 80 manna hópur sem
þar sem allir fengu sér hamborgara
og spiluðu poolmót. Borðapantanir
eru í síma 581-1147. Hópar eru jafn
velkomnir, hvort sem fólk vill bara
fá sér að borða, bara spila eða hvort
tveggja.
„Við erum með Klúbbakort þar
sem félagsgjaldið er 500 krónur
fyrir árið. Kortið veitir bæði afslátt
af borðaleigu og veitingum,” segir
Brynjar.
„Við reynum að vera eins ódýr og
hægt er og því er verðið hjá okkur
mjög hagstætt, á bæði drykkjum og
mat,“ segir Brynjar.
Eins og áður segir er hægt að
kaupa veitingar á staðnum; drykki,
smárétti, hamborgara og pítsur.
„Við erum með hamborgara og
seljum mikið af þeim enda eru þeir
ansi góðir, einnig pítsur frá Italiano
sem er í Kópavogi. Þegar við erum
með hópa þá getum við pantað frá
þeim fyrir hópinn.“
Íþróttir í beinni
„Búið er að koma upp mjög góðri
aðstöðu til að horfa á boltann og
aðra viðburði. Uppi eru átta flat-
skjáir og sex skjávarpar sem sjá til
þess að allir gestir geti fylgst með.
Öll sjónvörpin eru í HD og hægt er
að horfa á í 3D,“ segir Brynjar. „Við
reynum að sýna frá öllum helstu
íþróttaviðburðum þótt fótboltinn sé
auðvitað vinsælastur, það myndað-
ist til dæmis gríðarlega góð stemn-
ing í kring um HM í fótbolta í fyrra-
sumar.“
Hægt er að nálgast frekar upp-
lýsingar um Snoker & Pool á heima-
síðu fyrirtækisins www.pool.is eða
með því að senda tölvupóst á pool@
pool.is.
Opið er sunnudaga til fimmtu-
daga frá kl. 11.00–01.00, föstudaga
og laugardaga frá kl. 11.00–03.00 n
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
21. febrúar 2017
Afþreying
Snoker & Pool