Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 29
Vikublað 21.–23. febrúar 2017 Skrýtið Sakamál 25 Þegar konur drepa 4 Marie Sukloff Marie Sukloff var ung rússnesk bóndadóttir í byrjun 20. aldar á þeim tíma sem Fyodor Dubasov fyrirskipaði ofsóknir gegn og morð á gyðingum. Sukloff gekk í raðir samtaka sem vildu koma Dubasov fyrir kattarnef. Kvöld eitt árið 1914 lét Sukloff í félagi við annan mann til skarar skríða. Vitorðsmaður hennar kastaði þá sprengju undir vagn harðstjórans en hún lenti í snjóskafli og sprakk ekki. Án þess að hika hljóp Sukloff að sprengjunni, tók hana upp og kastaði henni inn um gluggann á vagni Dubasovs sem lét lífið í sprengingunni. Sukloff lifði af en var síðar handsömuð og fangelsuð fyrir morðið. 5 Kim Hyun-hui Kim Hyun-hui var 19 ára gömul framdi hún hryðjuverk sem kostaði 115 manns lífið. Kim heldur því fram að hún hafi verið valin úr háskólanum í Pyongyang til að ganga í leyniþjónustu Norður-Kóreu. Þar hafi hún gengist undir sex ára þjálfun, eða þar til Suður-Kórea var að fara að halda Ólympíuleikana í Seúl árið 1987, til að læra að tala og hegða sér eins og japanskur ríkisborgari. Sagan segir að Kim Il-sung og sonur hans Kim Jong-il hafi verið staðráðnir í að koma í veg fyrir að leikarnir færu fram svo Kim Hyun-hui var fyrirskipað að sprengja suður- kóreska flugvél. Hún kom því fyrir sprengju í handfarangursgeymslu flugs 858 en sjálf kom hún sér frá borði í millilendingu í Abu Dhabi. Á leiðinni að næsta áfangastað til millilendingar, í Bangkok í Taílandi, sprakk sprengjan og kostaði 115 manns lífið. Hyun-hui var hand- sömuð og játaði verknaðinn. Hún var dæmd til dauða árið 1989 en var síðar náðuð af forseta Suður-Kóreu, Roe Tae-Woo. Það hljómar kannski furðulega en hún er í dag gift suðurkóreskum leyniþjónustumanni og eiga þau saman tvö börn. Hún er 55 ára í dag og lifir enn í ótta við hefndaraðgerðir frá Norður-Kóreu fyrir liðhlaup sitt. 6 Charlotte Corday Árið 1793, á tímum frönsku ógnarstjórnar- innar, tók unga aðalskonan Charlotte Corday það að sér að ráða áhrifamikinn blaðamann, Jean-Paul Marat, af dögum. Hún leit svo á að dagblað hans, L‘ami du Peuple, bæri ábyrgð á September- fjöldamorðunum þar sem á bilinu 1.200 til 1.400 fangar voru drepnir í miklu blóðbaði. Taldi hún sig geta forðað Frökkum frá allsherjar borgarastyrjöld með því að myrða Marat. Við komuna til Parísar komst hún á fund með Marat undir því yfirskini að hún hefði upplýsingar um fyrirhugaða uppreisn. Á meðan hann skrifaði hjá sér falskan vitnisburð hennar dró hún fram stóran hníf og stakk hann í brjóstið. Fjórum dögum síðar var Corday tekin af lífi með fallöxi. Marat varð á hinn bóginn að píslarvætti hjá Jakobínum, frönsku róttæku stjórnmálahreyfingunni sem leiddi frönsku byltinguna. 7 Brigitte Mohnhaupt Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var Mohnhaupt meðlimur í kommúníska hryðjuverkahópnum Red Army Faction (RAF) sem herjaði á Þjóðverja um áratugaskeið og banaði að minnsta kosti 30 manns. Mohnhaupt átti aðild að morðum á nokkrum þekktum Þjóðverjum á borð við iðnjöfurinn Hans Martin Schleyer, yfirmann Dresdner- bankans, Juergen Ponto og ríkissaksóknarann Siegfried Buback. Mohnhaupt, sem lýst var sem einni verstu og hættu- legustu konu Vestur-Þýska- lands, var árið 1985 dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína, sem hún sýndi enga iðrun vegna. 24 árum síðar varð mjög umdeilt þegar henni var veitt reynslulausn úr fangelsi. www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 ÁVAXTA- LUNDUR Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Við komum með ávexti og þið uppskerið hressara starfsfólk Áhrif ávaxtakörfunnar eru göldrótt á sálarlíf og heilsufar starfsfólks. Fyrir óverulega upphæð er því hægt að hafa afar góð áhrif á mannskapinn. Fyrir nokkru tók Múlalundur við pökkun Ávaxtabílsins á sendingum ávaxta til fyrirtækja. Hefur það samstarf gengið prýðilega, enda vel vandað til verka hjá Múlalundi hvert sem verkefnið er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.