Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Síða 30
Vikublað 21.–23. febrúar 201726 Menning
Þ
etta er nánast eins og hjá
15 ára unglingahljóm-
sveit,“ segir María Huld,
fiðluleikari Amiinu, og af-
sakar draslið í æfingahús-
næðinu sem er staðsett rétt við jaðar
miðbæjarins. Þetta er lítið hús falið í
skugga spánnýrra hótelbygginga og
byggingarkrana, við þverhnípi tómra
húsgrunna og bílakjallara fram-
tíðarinnar. Í þrjá áratugi hafa tón-
listarmenn æft og tekið upp í hús-
næðinu sem stendur nú til að rífa.
Kannski er kominn tími til, enda hafa
sprengingar undanfarinna ára gert
gólfið ójafnt og myndað sprungur í
veggjunum.
Hljómsveitin Amiina var stofn-
uð fyrir hartnær tuttugu árum af
fjórum stelpum sem höfðu kynnst í
Tónlistar skóla Reykjavíkur. Sveitin
varð fyrst þekkt sem strengjakvar-
tett Sigur Rósar en vakti svo athygli
fyrir sína fyrstu breiðskífu með eigin
tónsmíðum árið 2007. Á næstu árum
bættust tveir karlmenn í hópinn og
síðan þá hefur meðlimafjöldinn rokk-
að upp og niður eftir verkefnum.
Í dag eru þau fjögur, María Huld
Markan Sigfúsdóttir, sellóleikarinn
Sólrún Sumarliðadóttir, trommarinn
Magnús Trygvi Eliassen og rafhljóða-
smiðurinn Guðmundur Vignir Karls-
son, einnig þekktur sem Kippi Kanin-
us. Þegar blaðamann ber að garði eru
þau að ljúka við að fylla út umsókn-
ir til að fá að ferðast og spila í Kína
næsta haust, þar munu þau flytja tón-
listina af nýútkominni plötu sinni
Fantômas, sem samin er við sam-
nefnda þögla spennumynd frá árinu
1913. Og það er einmitt Fantômas
sem við ætlum að spjalla um.
Flaustur og súrrealismi
„Þetta byrjaði með því að franski tón-
listarmaðurinn Yann Tiersen, sem
flestir þekkja fyrir tónlistina úr kvik-
myndinni Amelie, hafði samband og
bað okkur um að semja nýja tónlist
við eina af þessum fimm myndum
um Fantômas,“ útskýrir Sólrún.
„Hann var þá að safna fimm tón-
listarmönnum og hljómsveitum til
þess að skrifa nýja músík við mynd-
irnar og flytja í tilefni af aldarafmæli
þeirra. Á hrekkjavökunni 2013 voru
svo allar myndirnar sýndar með lif-
andi tónlist í Théâtre du Châtelet í
París, það tók sjö tíma að flytja þetta
og var mjög skemmtilegur viðburð-
ur.“
Fantômas er skáldsagnapersóna
sem naut mikilla vinsælda í Frakk-
landi á fyrstu árum 20. aldarinnar.
Fyrsta sagan um þennan miskunnar-
lausa og dularfulla glæpamann birt-
ist árið 1911 og voru það höfundarn-
ir Marcel Allain og Pierre Souvestre
sem skrifuðu sögurnar af miklum
móð og gáfu út, ein skáldsaga í fullri
lengd birtist í hverjum mánuði næstu
árin. Árið 1913 gerði Louis Feuillade
svo fimm kvikmyndir upp úr bók-
unum á svipuðum vinnuhraða.
Talað hefur verið um að aðferða-
fræði við skrif bókanna og upptök-
ur myndanna hafi orðið módelið að
því hvernig Hollywood-myndir voru
framleiddar í kjölfarið.
„Ekkert okkar þekkti þessar
myndir af neinu viti, en það var mjög
skemmtilegt að kynna sér þær. Þetta
eru alveg stórmerkilegar bíómyndir
og ekki síst stórfurðulegar – enda
bera þær þess greinileg merki hvað
þær voru unnar hratt. Stundum er
skautað mjög hratt yfir og senur leys-
ast nánast bara upp í einhverja vit-
leysu,“ segir Vignir.
„Myndin sem við sömdum tón-
list við er númer tvö í seríunni [Juve
contra Fantômas]. Meðal ástæðn-
anna fyrir því að við völdum hana var
að í henni er mjög myndrænt lestar-
slys, atriði þar sem slanga er drepin
og alls konar súrrealismi. Það er lík-
lega að hluta til vegna þess hversu
hratt sögurnar urðu til sem fram-
vindan verður svo súrrealísk og
skemmtileg,“ segir María Huld og
bæta má við að frönsku súrrealistarn-
ir voru margir hverjir yfir sig hrifn-
ir af Fantômas, til að mynda skáldið
Guillaume Apollin aire
og málarinn René Mag-
ritte.
Holdgervingur
illskunnar
En hver er þessi
Fantômas sem myndin
fjallar um?
Vignir: „Fantômas
er eiginlega holdgerv-
ingur illskunnar. Hann
virðist vera aristókrati
Semja við
aldargamla
þögla
spennumynd
Hljómsveitin
Amiina hefur
gefið út tónlist
sína við rúmlega
hundrað ára
gamla kvikmynd
um harðsvíraða
glæpamanninn
Fantômas.
Mynd Heiða Helgadóttir
„Fantômas er eiginlega
holdgervin
gur
illskunnar
Draugurinn í tónlistinni
n Hljómsveitin Amiina samdi tónlist við 100 ára gamla költ-kvikmynd um Fantômas
Kristján guðjónsson
kristjan@dv.is
Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322
CNC renniverkstæði