Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 4
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
ELDHRESS
OFURHETJA
„Einlæg og skondin fantasía sem flytur
mannbætandi boðskap sem bæði stórir
og smáir lesendur hafa gott af að heyra.“
HELGA BIRGISDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ
Bergens Tidende (um Gildruna)
Mosfellsbær Sigrún Pálsdóttir og
Hildur Margrétardóttir, aðal- og
varamenn Íbúahreyfingarinnar
í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka
bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra
bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð
og annarra í Íbúahreyfingunni.
Málið var tekið fyrir á fundi
bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfull-
trúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún
Pálsdóttir, þess að fenginn yrði
vinnusálfræðingur sem hlotið hefði
viðurkenningu Vinnueftirlits ríkis-
ins til að gera úttekt á samskiptum
fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn
Mosfellsbæjar og honum falið að
gera áætlun um úrbætur. Tilefnið
er bréf sem Hildur Margrétardóttir
ritaði eftir upplifun sína af bæjar-
ráðsfundi þann 12. október. Á
bæjarstjóri að hennar mati að hafa
viðhaft eineltistilburði.
Sigrún, aðalmaður hreyfingar-
innar, sem sat ekki umræddan
fund, segir einelti hafa viðgengist
allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að
sitja undir þessu í þrjú ár, hvern
fundinn á fætur öðrum. Það er verið
að uppnefna mann og rjúka út af
fundum og sýna mikla bræði. Þetta
er slítandi og streituvaldandi,“ segir
Sigrún.
Í Bréfi Hildar er farið yfir mála-
vöxtu. „Mér var illa misboðið á síð-
asta bæjarráðsfundi þar sem ég sat
sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í
Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndar-
manns meirihlutans var með engu
sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“
skrifar Hildur í bréfi sem lagt var
fram á bæjarráðsfundi Mosfells-
bæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var
það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem
viðhafði meint einelti.
Tillaga Sigrúnar um að fá vinnu-
sálfræðing var felld og bókuðu full-
trúar Vinstri grænna, Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja
þau samskiptin eðlileg og ósk um
áminningu væru innistæðulaus.
„Samkvæmt mínum bókum var ekki
um einelti að ræða,“ segir Anna Sig-
ríður Guðnadóttir, oddviti Samfylk-
ingarinnar, sem situr í minnihluta
bæjarstjórnar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á
bug að hér sé um einelti að ræða.
„Það kom upp tillaga um móttöku
flóttamanna. Bæjarráð var einhuga
um að taka jákvætt í erindið. Síðan
kom tillaga frá Íbúahreyfingunni
sem gekk á skjön við það sem bæjar-
ráð var búið að ræða um. Ég kallaði
það popúlisma,“ segir Haraldur.
„Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af
fundi. Þetta var ekki einelti. Sam-
skiptin eru hins vegar ekki góð milli
þessa eina bæjarfulltrúa og hinna
átta og hefur verið þannig allt kjör-
tímabilið, en einelti heitir það ekki.“
„Eineltishegðun þess sem valdið
hefur og meðvirkni annarra nefnd-
armanna sést á því að nefndarmenn
taka þátt í að smætta, uppnefna eða
með öðrum leiðum tala illa um, og
til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“
segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfing-
arinnar. „Við munum ekki hætta og
höfum ákveðið að fara með þetta
til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún,
bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
Haraldur segir augljóst að hér
sé um pólitískt upphlaup að ræða.
„Ef viðkomandi telur um einelti
að ræða á að kalla til eineltisteymi
bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit
af. Hér er verið að koma pólitísku
höggi á meirihlutann og ekki gott
að nota eineltishugtakið með þeim
hætti,“ segir Haraldur.
sveinn@frettabladid.is
Vilja fá vinnustaðasálfræðing í
bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Bæði aðal- og varamaður Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ telja sig verða fyrir einelti af hálfu annarra
bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Bæjarstjóri vísar því alfarið á bug. Málið tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.
DóMsMál Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær ummæli fjögurra frétta-
manna fréttastofu 365, sem Frétta-
blaðið tilheyrir, dauð og ómerk.
Fréttamennirnir voru jafnframt
dæmdir til að greiða tveimur mönn-
um miskabætur, samtals 1,9 milljónir
króna. Ummælin sem um ræðir eru úr
fréttum um hið svokallaða Hlíðamál.
Í nóvember 2015 greindi blaðið frá
meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum
sem var sögð útbúin til nauðgana.
Fréttamennirnir eru Nadine Guð-
rún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson,
Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir
Már Pétursson. Var Nadine gert að
greiða hæstu bæturnar, 700.000 krón-
ur hvorum manni um sig. Þórhildi
var gert að greiða öðrum manninum
100.000 krónur og hinum 200.000
krónur en Heimi og Stefáni var gert að
greiða hvorum manni 50.000 krónur.
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri
365, segir að málinu verði áfrýjað. Í
leiðara Fréttablaðsins segir hún að
það sé orðin þekkt tækni í sambæri-
legum málum að einblína á smáatriði,
sem mögulega séu röng, og þannig
beina athygli frá stóru myndinni.
„Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt,
en annað og verra við niðurstöðu
héraðsdóms eru þau skilaboð sem
send eru þolendum kynferðisbrota
og fordæmið sem sett er varðandi
umfjöllun um kynferðisbrot,“ segir í
leiðaranum. – þea
Fjórir fréttamenn á 365 dæmdir til að greiða tæpar tvær milljónir
Erfiðlega hefur gengið að slíðra sverðin milli Íbúahreyfingarinnar og annarra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/GVa
Ég rauk ekki á dyr
eða fór í fússi af
fundi. Þetta var ekki einelti.
Samskiptin eru
hins vegar ekki
góð milli
þessa eina
bæjarfulltrúa
og hinna átta.
Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, og Nadine Guðrún Yaghi frétta-
maður. Fréttablaðið/aNtoN briNK
sveitarstjórnir Breiðdalshreppur
hefur óskað eftir við Fjarðabyggð að
kannaðir verði möguleikar á sam-
einingu sveitarfélaganna. Sveitar-
stjórn hreppsins samþykkti þetta
samhljóða.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur
tekið jákvætt í erindið og vísar
meðal annars í fyrirliggjandi skýrslu
Rannsóknastofnunar Háskólans
á Akureyri sem ber heitið Breið-
dalshreppur – samfélagsgreining
og sameiningarkostir. Verði af við-
ræðum milli sveitarfélaganna þarf
að kjósa sérstaka samstarfsnefnd
um málið.
Íbúar í Breiðdalshreppi eru 182
en um 4.700 manns búa í Fjarða-
byggð. – gar
Vilja sameinast
Fjarðabyggð
Á breiðdalsvík. Fréttablaðið/Valli
sýrlanD Ríkisstjórn Bashars al-
Assad í Sýrlandi er ábyrg fyrir efna-
vopnaárás sem gerð var á Khan
Sheikhoun þar í landi í apríl. Sam-
einuðu þjóðirnar komust að þessari
niðurstöðu í gær en um var að ræða
árás þar sem herinn varpaði sar-
íngasi á almenna borgara og felldi
að minnsta kosti 74.
Assad-liðar hafa alla tíð neitað
þessu og forsetinn sagt að herinn
hafi aldrei gert árás á bæinn. Gefið
var í skyn að efnavopnaframleiðsla
uppreisnarmanna hafi sprungið á
svæðinu. Saríngas er tuttugu sinn-
um banvænna en blásýra. – þea
Assad-liðar
vörpuðu
saríngasi
2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 f Ö s t U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
5
-3
C
9
8
1
E
1
5
-3
B
5
C
1
E
1
5
-3
A
2
0
1
E
1
5
-3
8
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K