Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 10
Audi Q7 e-tron quattro er umhverfismildur
tengiltvinnbíll semsameinar krafta
rafmagnsmótors og dísilvélar.
Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku
og allt að 56 km drægni á rafmagni.*
Verð frá 10.290.000 kr.
Audi Q7 e-tron quattro
*S
kv
. N
ED
C
s
ta
ðl
in
u
m
.
Verslun „Þetta hefur haft mikil
áhrif á okkar rekstur og það virðist
vera samdráttur alls staðar og áhrif-
in meiri en maður áætlaði,“ segir
Pétur Thor Gunnarsson, markaðs-
stjóri Freyju, um áhrif komu Costco
hingað til lands en sælgætisgerðin
hefur að hans sögn þurft að segja
upp sex manns eða um tíu prósent
af starfsliði sínu síðan verslunin
var opnuð fyrir rúmum fimm mán-
uðum.
„Samdrátturinn lýsir sér í minni
sölu en enginn af okkar núverandi
viðskiptavinum er að sýna meiri sam-
drátt en aðrir heldur er þetta heilt
yfir. Hins vegar sjáum við sem betur
fer að salan er að batna. Þó við værum
með gott vöruúrval í Costco þá myndi
það ekki endilega bæta upp fyrir það
sem við höfum tapað heldur hefur
orðið aukning í sölu á innfluttu sæl-
gæti,“ segir Pétur Thor.
Verslunarfyrirtækið Hagar, sem
rekur meðal annars Bónus og Hag-
kaup, greindi á þriðjudag frá því
að vörusala þess frá júníbyrjun til
ágústloka hefði dregist saman um
2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli
ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8
milljörðum í 1,1. Breytingar á smá-
sölumarkaði hefðu gjörbreytt sam-
keppnisumhverfi en verslun Costco
í Kauptúni var opnuð í síðustu viku
maímánaðar.
„Þetta hefur auðvitað áhrif á
okkar rekstur þegar stærsti við-
skiptavinurinn verður fyrir þeim
áhrifum sem lýst er. En eins og kom
fram í máli Finns [Árnasonar, for-
stjóra Haga] eru áhrifin meiri en
menn bjuggust við og varanleg en
þau eru ekki endilega alveg komin
fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir,
forstjóri heildsölunnar Ísam,
„Ég get ekki sagt þér hvað salan
hefur minnkað í prósentum en við
erum með gríðarlega breitt vöruúr-
val og samdráttur í sölu er mismun-
andi eftir því. En það er klárt mál að
þetta hefur haft gríðarleg áhrif og
sérstaklega í sumar og það kemur
illa við okkur því sumarið er okkur
mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en
Ísam á meðal annars framleiðslu-
fyrirtækin Mylluna, Ora og Frón.
Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands (SS), sem
framleiðir matvæli en er einnig
stór heildsali, segir áhrif Costco á
íslenskan smásölumarkað meiri en
flestir hafi búist við. Ekki hafi verið
ástæða til uppsagna hjá SS vegna
þessa enn sem komið sé.
„Í ákveðnum vöruflokkum merkj-
um við allt að tíu prósentum minni
sölu miðað við það sem áætlanir
gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að
það eru ákveðin hughrif í gangi.
Fólk skiptir svolítið um persónu-
leika þegar það fer þarna inn og það
kannski kaupir fullt af hlutum sem
eru ekki ódýrari í öllum tilfellum.
Okkur sýnist að þeir hafi náð allt
að 20 prósenta markaðshlutdeild í
þeim vöruflokkum sem þeir leggja
áherslu á,“ segir Steinþór.
haraldur@frettabladid.is
Uppsagnir og minni sala fylgja Costco
Áhrifin af komu Costco hingað til lands eru meiri en heildsalar á borð við Ísam og Sláturfélag Suðurlands bjuggust við. Sælgætisgerðin
Freyja hefur þurft að ráðast í uppsagnir. Forstjóri SS segir verslunina hafa náð 20 prósenta markaðshlutdeild í ákveðnum vöruflokkum.
Koma Costco hefur gjörbreytt stöðu margra íslenskra framleiðslufyrirtækja og heildsala. Fréttablaðið/Eyþór
Þetta hefur auð-
vitað áhrif á okkar
rekstur þegar stærsti við-
skiptavinurinn verður fyrir
þeim áhrifum sem lýst er.
Bergþóra
Þorkelsdóttir,
forstjóri Ísam
2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö s t u D A G u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð
2
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
5
-5
F
2
8
1
E
1
5
-5
D
E
C
1
E
1
5
-5
C
B
0
1
E
1
5
-5
B
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K