Fréttablaðið - 27.10.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 27.10.2017, Síða 30
Lambakjöt er vinsælt í araba- löndum og þar er fólk ófeimið við að krydda kjötið með alls kyns bragðtegundum. Væri ekki gaman að prófa sig áfram með krydd og íslenska lambið? Hér er uppskrift að arabískum pottrétti. Upp- skriftin miðast við sex. Arabískur pottréttur með lambakjöti 1 ½ kg lambakjöt á beini 3 msk. olía 1 tsk. svartur pipar 1 tsk. cumin 1 tsk. kardimommur 1 tsk. túrmerík 1 tsk. kanill 1 tsk. salt 6 hvítlauksrif, smátt skorin 2 msk. maizena 1 tsk. sykur 5 dl hrein jógúrt 2 tsk. tómatpuré Brúnið kjötið í olíu og leggið það í eldfast form. Blandið öllu saman sem er talið upp í uppskriftinni og hellið yfir kjötið. Það má bæta grænmeti í réttinn, gulrótum, sætum kartöflum eða öðru því sem fólk vill. Setjið í 200°C heitan ofn og eldið í um það bil eina og hálfa klukku- stund eða þar til kjötið er orðið meyrt. Gott er að breiða álpappír yfir formið. Berið réttinn fram með hrís- grjónum eða kúskús og hrásalati. Eplakaka fyrir marga Mjög góð eplakaka sem slær alltaf í gegn. Þetta er stór uppskrift en kakan geymist vel og það má alltaf hita hana upp í örbylgjunni. 7 epli Safi úr einni sítrónu ½ kg mjúkt smjör ½ kg sykur 8 egg ½ kg hveiti 3 tsk. vanillusykur 3 tsk. lyftiduft 2 msk. smjör til að smyrja á bök- unarplötu Það sem fer ofan á kökuna er: 2 msk. sykur 1 msk. kanill 100 g grófhakkaðar möndlur og hnetur Hitið ofninn í 190°C. Skrælið eplin og fjarlægið kjarnann úr þeim. Skerið þau í sneiðar. Leggið þær síðan í skál með köldu vatni og sítrónusafa. Þeytið smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá eggjum við, einu í einu og hrærið vel saman. Sigtið hveiti, vanillusykur og lyftiduft og hrærið saman við smjörkremið. Smyrjið ofnskúffuna með smjöri og setjið blönduna yfir allan flötinn. Stingið eplasneiðum ofan í deigið þannig að fallegt mynstur verði til. Setjið þær þétt saman þangað til allt er búið. Kryddað lamb á hrekkjavöku Lambapottréttur með framandi bragðefnum getur kryddað daginn. Eplakaka með rjóma eða ís. Góð sem eftirréttur eða með kaffinu. Það þarf ekk- ert sérstaklega að hrekkja fjöl- skylduna sína á hrekkjavökunni á morgun. Krydd- aður pottréttur passar hins vegar ágætlega á svona degi. Bragðmikill lambakjötsréttur á kosningadegi og eplakaka á eftir. Hér kemur hug- mynd að slíkum kvöldverði. Hrærið létt saman sykur, kanil, möndlur og hnetur og dreifið yfir eplin. Setjið deigið inn í ofninn og bakið í 45 mínútur. Kælið örlítið áður en borið er fram með þeyttum rjóma eða ís. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Viltu þú auglýsa í mest lesna jólablaði landsins?* Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. Sími 512 5402 – serblod@365.is *Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins samkvæmt prentmiðlamælingu Gallup september 2017 Skemmtilegt blað sem kemur inn á allar hliðar jólaundirbúningsins. Uppflettirit sem lesendur leita í aftur og aftur. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . o K tÓ B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 5 -4 6 7 8 1 E 1 5 -4 5 3 C 1 E 1 5 -4 4 0 0 1 E 1 5 -4 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.