Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 2
Veður
Hæg sunnanátt í dag. Skýjað og
lítilsháttar rigning öðru hverju, en
þurrt um landið norðaustanvert.
Hiti 5 til 10 stig. sjá síðu 20
Rafvirkjar
LED rakaþétt ljós
www.olafsson.is
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
Gleði í myndverinu
Þau Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður
Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, voru öll einstaklega brosmild þegar ljósmyndari Fréttablaðsins smellti af þeim mynd í myndveri
Stöðvar 2 í gær. Þangað voru þau komin til að ræða stöðuna í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 sem Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði. Ef til vill
sagði Heimir Már eitthvað afskaplega skemmtilegt og uppskar bros fjórmenninganna fyrir. Fréttablaðið/anton brink
ALÞINGI Þingflokkur Vinstri
grænna er sá þingflokkur
sem hefur hæstan meðalþingaldur.
Sjálfstæðisflokkurinn er næstur
flokka í þeirri röð.
Við útreikning á þingaldri eru
öll þing þingmanna talin með jafn-
vel þótt þeir hafi aðeins setið sem
varamenn í skamma stund. Vinstri
græn hafa að meðaltali setið á 10,5
þingum en Sjálfstæðismenn 8,5.
Hinn nýi Miðflokkur hefur all-
nokkra þingreynslu að baki þótt
tveir þingmenn flokksins séu
glænýir. Hafa þingmenn flokksins
setið á 6,5 þingum að meðaltali.
Sömu sögu er að segja af Viðreisn
og Samfylkingunni. Meðalþingaldur
Framsóknarmanna er rúm sex þing
en Pírata slétt þrjú.
Flokkur fólksins er óreyndastur
allra þingflokka en enginn þing-
manna flokksins hefur áður setið á
Alþingi. – jóe
Meðalþingaldur
VG sá hæsti
ALÞINGI Meðalaldur nýkjör-
inna þingmanna er sex árum
hærri en fyrirrennara þeirra. Konur
að meðaltali yngri en karlarnir.
Meðalaldur nýrra þingmanna er
49 ár og tæpir sjö mánuðir. Í kosning-
unum í fyrra var meðalaldurinn rétt
rúm 43 ár; yngsta þing frá 1934.
Meðalaldur karlkyns þingmanna
er tæp 52 ár. Af 39 þingkörlum eru tíu
yfir sextugu og fimm á fertugsaldri.
Tólf raða sér á fimmtugsaldurinn og
tólf á sextugsaldur. Smári McCarthy
er yngsti karlkyns þingmaðurinn,
33 ára og átta mánaða, en Ari Trausti
Guðmundsson sá elsti; 69 ára á árinu.
Meðalaldur þingkvenna er 45 ár
og átta mánuðir. Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir er áfram yngsti þing-
maðurinn; 27 ára eftir mánuð. Tvær
þingkonur undir þrítugu. Elst þing-
kvenna er Oddný Harðardóttir, rétt
rúmlega sextug. Flestar þingkonur
eru á fimmtugsaldri, tíu talsins. – jóe
Karlarnir sex
árum eldri
LÖGREGLuMáL Sérsveit ríkislög-
reglustjóra aðstoðaði lögregluna á
Suðurlandi við handtöku þriggja
aðila í gömlu sumarhúsi í Árborg í
gærkvöldi. Mennirnir höfðu fyrr um
daginn verið á ferð vopnaðir hagla-
byssu, án þess þó að ógna öðrum
með henni.
Mennirnir eru taldir hafa verið
í mikilli óreglu en ákveðið var að
gæta allrar varúðar við handtök-
una vegna ástands þeirra. Þá eru
mennirnir taldir tengjast öðrum
óupplýstum málum, meðal annars
innbroti þar sem skotvopnum var
stolið.
Hin handteknu voru flutt á lög-
reglustöð á Selfossi og vettvangi
var lokað vegna rannsóknar máls-
ins í gærkvöldi. Ekki var unnt að fá
neinar frekari upplýsingar þegar
Fréttablaðið fór í prentun seint í
gærkvöldi. – kó
Sérsveit hjálpaði
við handtöku
KosNINGAR „Flokkurinn hvorki
stendur né fellur með því hvort ég
sé formaður,“ segir Óttarr Proppé
spurður um stöðu hans sem formað-
ur Bjartrar framtíðar eftir það afhroð
sem flokkurinn galt í kosningunum
á laugardag. „Við þurfum náttúru-
lega að fara í ákveðna naflaskoðun
með flokkinn og staða formanns er
auðvitað bara hluti af þeirri nafla-
skoðun.“
Óttarr segir flokkinn þó ekki vera
að lognast út af. „Við erum náttúru-
lega í virkum meirihluta í fjórum
stórum sveitarfélögum þar sem 2/3
landsmanna búa, þannig að það
er allt á fullu í flokknum. En það er
alveg klárt að við þurfum náttúrulega
að skoða hvernig við erum að vinna
hlutina, bæði í innanflokksmálum
og skipulagsmálum,“ segir Óttarr,
en bætir við að málefnalega standi
flokkurinn sterkt.
„Hann er alveg ágætur en augljós-
lega misjafn,“ segir Óttarr um móral-
inn í flokknum og bætir við: „En þessi
ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það
voru ýmsir í hópnum sem voru ekki
hrifnir henni.
En við tókum það alvarlega að rísa
upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla
ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki
síður hafa reynt að mynda stjórn í
fimmflokkaviðræðunum á sínum
tíma. „En það voru því miður aðrir
sem voru tregir til þar.“
Óttarr er stoltur af mörgum verk-
um sem Björt framtíð kom að á þingi.
Hann nefnir sérstaklega mál sem
flokkurinn tók þátt í þvert á flokka,
til að mynda útlendingamálin.
Þá telur Óttarr þá ákvörðun
Bjartrar framtíðar að slíta stjórnar-
samstarfinu geta haft fordæmisgildi
inn í framtíðina ekki síst vegna þess
á hvaða forsendum stjórninni var
slitið, en hann hefur líka áhyggjur af
stjórnmálunum almennt.
„Maður á mjög erfitt með að
ímynda sér hvernig á að vinna sig út
úr þessari stöðu í þinginu. Það eru
mjög erfið verkefni fram undan og
það kæmi mér ekki á óvart ef það
væri styttra en fjögur ár og jafnvel
mikið styttra í næstu kosningar eða
allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir
Óttarr og bætir við:
„Ég hef á tilfinningunni að það sé í
loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem
ég held að muni ekki njóta almennra
vinsælda meðal almennings og það
gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður.
Það er mjög flókið verkefni hvernig
stjórnmálamenn og flokkar umgang-
ast tilfinningar almennings.“
Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt
framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi.
„Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn
heilmikinn kraft, bæði í hópnum
okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík
almennt. Við fundum líka styrk í því
að ná góðum árangri í krakkakosn-
ingunum þar sem við vorum með
fjóra menn örugga inni og lítum á
það sem góða vísbendingu um Bjarta
framtíð.“ adalheidur@frettabladid.is
Óttarr segir BF ekki
vera að lognast út af
Björt framtíð féll af þingi á laugardag. Formaður segir flokkinn hvorki standa
né falla með hans formennsku. Nú sé þörf á naflaskoðun og staða formanns sé
hluti af henni. Hann telur ekki ólíklegt að flokkurinn eigi afturkvæmt á Alþingi.
2017
Óttarr Proppé segir stöðu formanns verða skoðaða. Fréttablaðið/anton brink
Ég hef á tilfinning-
unni að það sé í
loftinu ákveðin afturhalds-
bylgja.
Óttarr Proppé, formaður BF
3 0 . o K t ó b E R 2 0 1 7 M á N u D A G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t A b L A ð I ð
3
0
-1
0
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
8
-1
B
0
C
1
E
1
8
-1
9
D
0
1
E
1
8
-1
8
9
4
1
E
1
8
-1
7
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K