Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 44
Leikmaður helgarinnar Sead Kolasinac, bakvörður Arsenal, átti mjög góðan leik þegar Skytturnar skutu niður Svanina úr Swansea í Lundúnum um helgina. Þjóðverjinn, sem kom frá Schalke í sumar, skoraði sitt fyrsta mark í ensku úr- valsdeildinni þegar að hann jafnaði metin í 1-1 áður en Aaron Ramsey tryggði Arsenal sigurinn. Kolasinac er nú búinn að skora þrjú mörk í þremur keppnum á leiktíðinni og leggja upp þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp fimm mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð og var stoðsendinga- hæsti varnarmaður deildarinnar. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Liverpool þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir að fá aðeins tvö stig út úr síðustu þremur leikjum. Lærisvein- ar Jürgens Klopp svöruðu kallinu og völtuðu yfir Huddersfield sem vann Manchester United um síðustu helgi. Afar sannfærandi sigur hjá Liverpool. Hvað kom á óvart? David Unsworth, bráðabirgðastjóri Everton, setti Gylfa Þór Sigurðsson á varamannabekkinn. Það gekk lítið fyrir hann að skella skuldinni á dýrasta mann liðsins því ekki vannst sigur. Unsworth hugsar sig kannski tvisvar sinnum um næst. Mestu vonbrigðin Stuðningsmenn West Ham vonuðust eftir sterkum úti- sigri gegn Palace til að bæta ofan á deildabikarsigurinn á Tottenham. Liðið komst í 2-0 en missti forskotið niður í jafntefli. Síðasta markið var skorað í upp- bótartíma. Afar svekkjandi fyrir Hamrana. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 10. umferðar 2017-18 Man. Utd - Tottenham 1-0 1-0 Anthony Martial (81.). Arsenal - Swansea 2-1 0-1 Sam Clucas (22.), 1-1 Sead Kolasinac (51.), 1-2 Aaron Ramsey (58.). C. Palace - West Ham 2-2 0-1 Javier Hernández (31.), 0-2 Andre Ayew (43.), 1-2 Luka Milivojevic (50.), 2-2 Wilfried Zaha (90.). Liverpool - Huddersfield 3-0 1-0 Daniel Sturridge (50.), 2-0 Roberto Firmino (58.), Georginio Wijnaldum (75.). Watford - Stoke 0-1 0-1 Darren Fletcher (16.). WBA - Man. City 2-3 0-1 Leroy Sane (10.), 1-1 Jay Rodriguez (13.), 1-2 Fernandinho (15.), 1-3 Raheem Sterling (64.), Matt Phillips (90.). Bournemouth - Chelsea 0-1 0-1 Eden Hazard (51.). Brighton - Southampton 1-1 0-1 Steven Davis (7.), 1-1 Glenn Murray (52.). Leicester - Everton 2-0 1-0 Jamie Vardy (18.), 2-0 Demarai Gray (29.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 10 9 1 0 35-6 28 Man. Utd. 10 7 2 1 23-4 23 Tottenham 10 6 2 2 19-7 20 Chelsea 10 6 1 3 18-10 19 Arsenal 10 6 1 3 19-13 19 Liverpool 10 4 4 2 17-16 16 Watford 10 4 3 3 15-18 15 Newcastle 9 4 2 3 10-8 14 S’ton 10 3 4 3 9-10 13 Burnley 9 3 4 2 8-9 13 Leicester 10 3 3 4 14-14 12 Brighton 10 3 3 4 10-11 12 Huddersf. 10 3 3 4 7-13 12 Stoke 10 3 2 5 11-20 11 WBA 10 2 4 4 9-13 10 West Ham 10 2 4 5 10-19 9 Swansea 10 2 2 6 7-12 8 Everton 10 2 2 6 7-20 8 B’mouth 10 2 1 7 6-14 7 C. Palace 10 1 1 8 4-21 4 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Byrjaði á varamanna- bekknum á móti Leicester í 2-0 tapi en kom inn á fyrir Wayne Rooney í seinni hálfleik. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Var ekki með Cardiff vegna meiðsla í marka- lausu jafntefli við Millwall. Reading Jón Daði Böðvarsson Gat ekki spilað vegna meiðsla þegar Reading tapaði 2-0 heima. Bristol City Hörður B. Magnússon Var enn eina ferðina ónotaður varamaður hjá Bristol sem vann 2-1 útisigur. Burnley Jóhann Berg Guðm. Verður í eldlínunni í kvöld þegar Burnley tekur á móti Newcastle í síðasta leik tíundu umferðar. Aston Villa Birkir Bjarnason Kom ekkert við sögu frekar en oft áður í baráttunni um Birmingham. Fótbolti Manchester United vann mikilvægan sigur á Tottenham í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar­ innar um helgina en sigurmarkið skoraði Anthony Martial þegar átta mínútur voru til leiksloka. Martial átti enn eina frábæra inn­ komu af bekknum en hann er nú búinn að skora fjögur mörk eftir að koma inn á sem varamaður. Hann skiptir næstum alltaf við Marcus Rashford en þeir spila sjaldnast saman. Sigurinn var afskaplega mikil­ vægur fyrir United í baráttunni við samborgara sína í City sem neita hreinlega að tapa leikjum en læri­ sveinar Pep Guardiola eru enn með fimm stiga forskot eftir sigur á West Bromwich Albion á The Hawthorns á laugardaginn. Tottenham hefði með sigri getað náð þriggja stiga forskoti á Man­ chester United en liðið var ansi bit­ laust án Harry Kane og Fernando Llorente í framlínunni. 100 mínútur á milli marka Anthony Martial kostaði fúlgur fjár þegar Manchester United keypti hann fyrir tveimur árum. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í sumar en hefur þess í stað reynst einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. Martial hefur byrjað sjö leiki fyrir United á leiktíðinni í öllum keppn­ um og komið sjö sinnum inn á. Hann er búinn að skora sex mörk og gefa fimm stoðsendingar og koma þannig að ellefu mörkum í fjórtán leikjum, þar af sjö sem varamaður. Skiptingin sem skilar alltaf sínu Anthony Martial var hetja Manchester United um helgina þegar hann skoraði sigurmarkið í stórleiknum gegn Tottenham. Frakkinn er með frábæra tölfræði á tímabilinu þrátt fyrir að vera ekki alltaf í byrjunarliðinu. Marcus Rashford og Anthony Martial spila ekki mikið saman en þeir koma oft inn á hvor fyrir annan og eru báðir að spila mjög vel. NoRDiCPHoToS/GETTy Það líða aðeins 100 mínútur á milli marka hjá Frakkanum sem José Mourinho virðist ekki vilja hafa inni á á sama tíma og Marcus Rashford. Enski framherjinn hefur einn­ ig spilað stórvel á tímabilinu en 128 mínútur líða á milli marka hjá honum. Rashford er búinn að byrja tíu leiki og koma inn á sex sinnum, skora sjö mörk og leggja upp fimm. Hann er með örlítið betri tölfræði en Martial en töluvert fleiri mínútur spilaðar. Af hverju ekki báðir? Sparkspekingar í Englandi spyrja sig nú hvers vegna þeir spili svona lítið saman inni á vellinum og hvor eigi í raun og veru að fá að byrja fyrst Mourinho virðist harður á því að þeir skipti mínútunum á milli sín á vinstri kantinum eða í framlínunni þegar svo ber undir. Martial skapar 1,36 færi í leik en Rashford 0,94 þannig að miðað við tölfræði á móti spiluðum mínútum er Martial að standa sig betur þótt ekki muni miklu. Það gæti svo haft áhrif á Mour­ inho að sigurhlutfallið á tímabilinu með Rashford í byrjunarliðinu er 90 prósent á móti aðeins 71 prósenti þegar Martial fær tækifæri sem byrj­ unarliðsmaður. Mourinho virðist allavega vita hvernig hann fær það besta út úr báðum því það skiptir í raun ekki máli hvor þeirra byrjar og hvor kemur inn á fyrir hvorn því að þessi skipting skilar alltaf sínu. tomas@365.is 3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r16 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 8 -2 E C C 1 E 1 8 -2 D 9 0 1 E 1 8 -2 C 5 4 1 E 1 8 -2 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.