Fréttablaðið - 30.10.2017, Side 44

Fréttablaðið - 30.10.2017, Side 44
Leikmaður helgarinnar Sead Kolasinac, bakvörður Arsenal, átti mjög góðan leik þegar Skytturnar skutu niður Svanina úr Swansea í Lundúnum um helgina. Þjóðverjinn, sem kom frá Schalke í sumar, skoraði sitt fyrsta mark í ensku úr- valsdeildinni þegar að hann jafnaði metin í 1-1 áður en Aaron Ramsey tryggði Arsenal sigurinn. Kolasinac er nú búinn að skora þrjú mörk í þremur keppnum á leiktíðinni og leggja upp þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp fimm mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð og var stoðsendinga- hæsti varnarmaður deildarinnar. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Liverpool þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir að fá aðeins tvö stig út úr síðustu þremur leikjum. Lærisvein- ar Jürgens Klopp svöruðu kallinu og völtuðu yfir Huddersfield sem vann Manchester United um síðustu helgi. Afar sannfærandi sigur hjá Liverpool. Hvað kom á óvart? David Unsworth, bráðabirgðastjóri Everton, setti Gylfa Þór Sigurðsson á varamannabekkinn. Það gekk lítið fyrir hann að skella skuldinni á dýrasta mann liðsins því ekki vannst sigur. Unsworth hugsar sig kannski tvisvar sinnum um næst. Mestu vonbrigðin Stuðningsmenn West Ham vonuðust eftir sterkum úti- sigri gegn Palace til að bæta ofan á deildabikarsigurinn á Tottenham. Liðið komst í 2-0 en missti forskotið niður í jafntefli. Síðasta markið var skorað í upp- bótartíma. Afar svekkjandi fyrir Hamrana. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 10. umferðar 2017-18 Man. Utd - Tottenham 1-0 1-0 Anthony Martial (81.). Arsenal - Swansea 2-1 0-1 Sam Clucas (22.), 1-1 Sead Kolasinac (51.), 1-2 Aaron Ramsey (58.). C. Palace - West Ham 2-2 0-1 Javier Hernández (31.), 0-2 Andre Ayew (43.), 1-2 Luka Milivojevic (50.), 2-2 Wilfried Zaha (90.). Liverpool - Huddersfield 3-0 1-0 Daniel Sturridge (50.), 2-0 Roberto Firmino (58.), Georginio Wijnaldum (75.). Watford - Stoke 0-1 0-1 Darren Fletcher (16.). WBA - Man. City 2-3 0-1 Leroy Sane (10.), 1-1 Jay Rodriguez (13.), 1-2 Fernandinho (15.), 1-3 Raheem Sterling (64.), Matt Phillips (90.). Bournemouth - Chelsea 0-1 0-1 Eden Hazard (51.). Brighton - Southampton 1-1 0-1 Steven Davis (7.), 1-1 Glenn Murray (52.). Leicester - Everton 2-0 1-0 Jamie Vardy (18.), 2-0 Demarai Gray (29.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 10 9 1 0 35-6 28 Man. Utd. 10 7 2 1 23-4 23 Tottenham 10 6 2 2 19-7 20 Chelsea 10 6 1 3 18-10 19 Arsenal 10 6 1 3 19-13 19 Liverpool 10 4 4 2 17-16 16 Watford 10 4 3 3 15-18 15 Newcastle 9 4 2 3 10-8 14 S’ton 10 3 4 3 9-10 13 Burnley 9 3 4 2 8-9 13 Leicester 10 3 3 4 14-14 12 Brighton 10 3 3 4 10-11 12 Huddersf. 10 3 3 4 7-13 12 Stoke 10 3 2 5 11-20 11 WBA 10 2 4 4 9-13 10 West Ham 10 2 4 5 10-19 9 Swansea 10 2 2 6 7-12 8 Everton 10 2 2 6 7-20 8 B’mouth 10 2 1 7 6-14 7 C. Palace 10 1 1 8 4-21 4 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Byrjaði á varamanna- bekknum á móti Leicester í 2-0 tapi en kom inn á fyrir Wayne Rooney í seinni hálfleik. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Var ekki með Cardiff vegna meiðsla í marka- lausu jafntefli við Millwall. Reading Jón Daði Böðvarsson Gat ekki spilað vegna meiðsla þegar Reading tapaði 2-0 heima. Bristol City Hörður B. Magnússon Var enn eina ferðina ónotaður varamaður hjá Bristol sem vann 2-1 útisigur. Burnley Jóhann Berg Guðm. Verður í eldlínunni í kvöld þegar Burnley tekur á móti Newcastle í síðasta leik tíundu umferðar. Aston Villa Birkir Bjarnason Kom ekkert við sögu frekar en oft áður í baráttunni um Birmingham. Fótbolti Manchester United vann mikilvægan sigur á Tottenham í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar­ innar um helgina en sigurmarkið skoraði Anthony Martial þegar átta mínútur voru til leiksloka. Martial átti enn eina frábæra inn­ komu af bekknum en hann er nú búinn að skora fjögur mörk eftir að koma inn á sem varamaður. Hann skiptir næstum alltaf við Marcus Rashford en þeir spila sjaldnast saman. Sigurinn var afskaplega mikil­ vægur fyrir United í baráttunni við samborgara sína í City sem neita hreinlega að tapa leikjum en læri­ sveinar Pep Guardiola eru enn með fimm stiga forskot eftir sigur á West Bromwich Albion á The Hawthorns á laugardaginn. Tottenham hefði með sigri getað náð þriggja stiga forskoti á Man­ chester United en liðið var ansi bit­ laust án Harry Kane og Fernando Llorente í framlínunni. 100 mínútur á milli marka Anthony Martial kostaði fúlgur fjár þegar Manchester United keypti hann fyrir tveimur árum. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í sumar en hefur þess í stað reynst einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. Martial hefur byrjað sjö leiki fyrir United á leiktíðinni í öllum keppn­ um og komið sjö sinnum inn á. Hann er búinn að skora sex mörk og gefa fimm stoðsendingar og koma þannig að ellefu mörkum í fjórtán leikjum, þar af sjö sem varamaður. Skiptingin sem skilar alltaf sínu Anthony Martial var hetja Manchester United um helgina þegar hann skoraði sigurmarkið í stórleiknum gegn Tottenham. Frakkinn er með frábæra tölfræði á tímabilinu þrátt fyrir að vera ekki alltaf í byrjunarliðinu. Marcus Rashford og Anthony Martial spila ekki mikið saman en þeir koma oft inn á hvor fyrir annan og eru báðir að spila mjög vel. NoRDiCPHoToS/GETTy Það líða aðeins 100 mínútur á milli marka hjá Frakkanum sem José Mourinho virðist ekki vilja hafa inni á á sama tíma og Marcus Rashford. Enski framherjinn hefur einn­ ig spilað stórvel á tímabilinu en 128 mínútur líða á milli marka hjá honum. Rashford er búinn að byrja tíu leiki og koma inn á sex sinnum, skora sjö mörk og leggja upp fimm. Hann er með örlítið betri tölfræði en Martial en töluvert fleiri mínútur spilaðar. Af hverju ekki báðir? Sparkspekingar í Englandi spyrja sig nú hvers vegna þeir spili svona lítið saman inni á vellinum og hvor eigi í raun og veru að fá að byrja fyrst Mourinho virðist harður á því að þeir skipti mínútunum á milli sín á vinstri kantinum eða í framlínunni þegar svo ber undir. Martial skapar 1,36 færi í leik en Rashford 0,94 þannig að miðað við tölfræði á móti spiluðum mínútum er Martial að standa sig betur þótt ekki muni miklu. Það gæti svo haft áhrif á Mour­ inho að sigurhlutfallið á tímabilinu með Rashford í byrjunarliðinu er 90 prósent á móti aðeins 71 prósenti þegar Martial fær tækifæri sem byrj­ unarliðsmaður. Mourinho virðist allavega vita hvernig hann fær það besta út úr báðum því það skiptir í raun ekki máli hvor þeirra byrjar og hvor kemur inn á fyrir hvorn því að þessi skipting skilar alltaf sínu. tomas@365.is 3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r16 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 8 -2 E C C 1 E 1 8 -2 D 9 0 1 E 1 8 -2 C 5 4 1 E 1 8 -2 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.