Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 18
Eftir að fjöldi kvenna sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kyn- ferðislega misnotkun og áreitni hefur umræðan um kynferðis ofbeldi opnast. Í framhaldi af því hófst umræða um þá kynferðislegu áreitni og misnotkun sem karlmenn í tísku- heiminum beita fyrirsætur. Skortir lagalega vernd New York-borg er almennt talin ein aðaltískuborg heims og á mánudag lagði Nily Rozic, þingkona á lög- gjafarþingi New York-ríkis, fram lagafrumvarp sem snýst um að láta umboðsskrifstofur fyrirsæta bera ábyrgð á að vernda fyrirsætur sínar gegn öllum tegundum af misnotkun og áreitni. Vegna tæknilegra samnings atriða geta umboðsskrifstofur komist hjá því að bera ábyrgð á velferð fyrir- sæta svo þær njóta ekki verndar gagnvart áreitni og mismunun á sama hátt og annað vinnandi fólk. Hugmyndin er að gera breytingu á jafnréttislögunum sem er sérstak- lega hönnuð til að vernda fyrirsætur. Rozic vonast til að lagabreytingin taki gildi á næsta ári. Umkringdar rándýrum Á síðustu vikum hafa margar fyrirsætur birt frásagnir af kyn- ferðislegri áreitni og misnotkun á Instagram-síðu fyrirsætunnar og aðgerðasinnans Cameron Russell. Ofurfyrirsætan Christy Turlington Burns ræddi líka þennan vanda nýlega og sagði að tískuheimurinn væri „umkringdur rándýrum sem þrífast á þeirri stanslausu höfnun og einmanaleika sem svo margar okkar hafa upplifað einhvern tíma á ferlinum“. Í vikunni var svo þekktur tísku- ljósmyndari, Terry Richardson, sakaður um að hafa stundað kynferðislega áreitni árum saman og fyrir vikið ætla nokkur stór tísku- fyrirtæki að hætta að vinna með honum. Þekktur breskur tískuálitsgjafi, Lagabreyting til verndar fyrirsætum í New York Þingkona vill gera breytingu á jafnréttislögum í New York-ríki til að tryggja að fyrirsætur fái vernd gegn kynferðislegri misnotkun og áreitni líkt og annað fólk á vinnumarkaði. Það er margt spennandi að gerast í förðun ef marka má kynningu á nýjustu tísku. Gull- , silfur- eða koparlituð augnlok. Litir sem fara flestum vel og eru fínlegir við sparifötin. Berjalitir á vörum virðast sömuleiðis vinsælir. Litirnir mega vera dökkir en einnig má sjá skæra liti. Sólarpúður hefur lengi verið vinsælt og svo verður áfram. Flestir nota svartan maskara en nú má gjarnan breyta um lit og hafa hann bláan eða grænan. Þá er vin- sælt að lita augnhárin með svörtum lit en setja síðan gull- eða silfurlit yfir. Þá er kominn tími til að skipta út pastellitum naglalökkum fyrir dökka og glitrandi liti og þá frekar í köldum tónum. Dökkblár litur á neglur er vinsæll um þessar mundir eftir því sem greint er frá í tíma- ritinu Vogue. Annars eru margir litir í tísku þennan veturinn, sérstaklega þykja alls kyns grænir litir eftir- sóknarverðir. Svo má alveg setja á sig fallegt rautt naglalakk í stíl við varalitinn. Hárið má vera frjálslegt. Snúðar uppi á höfðinu hafa verið vinsælir en nú skulu þeir liggja aftan á háls- inum. Sömuleiðis má setja hárið í tagl og binda um það með veglegu silkibandi. Þegar Chanel sýndi hausttískuna 2017 voru flestar fyrir- sæturnar með tagl í hárinu. Varirnar mega vera áberandi í vetur Dökkar áberandi varir, augnskuggar í málmlitum og lit- aðar kinnar verða áberandi í vetur samkvæmt því sem nú er sýnt á tískuvikum úti í heimi. Varirnar mega vera rauðar við vetrar- fötin. Dökkir litir eru gjaldgengir í förðun, jafnt á varir sem neglur. Fyrirsætur á sýningu Calvin Klein í New York. MYND/NORDIC­ PHOTOS/GETTY ,,Salurinn EMJAÐI úr hlátri” -Fjarðarpósturinn Caryn Franklin, sem hefur varað við hegðun Richardsons árum saman, hélt því þó fram í viðtali við breska miðilinn The Guardian að fyrirtækj- unum væri fyrst og fremst umhugað um að vernda vörumerki sín í kjölfar allrar umræðunnar sem fór af stað eftir ásakanirnar á hendur Weinstein, en séu ekki að hugsa um að vernda fyrirsætur. Nýtti stöðuna til misnotkunar Samkvæmt rannsókn Los Angeles Times nýtti Harvey Weinstein sér stöðu sína innan tískugeirans til að áreita og misnota fyrirsætur á sama hátt og hann gerði við leikkonur. Weinstein fjárfesti ríkulega í tísku- tengdum verkefnum og framleiddi sjónvarpsþáttinn Project Runway, þar sem keppt er í tískuhönnun. Samkvæmt rannsókninni notaði Weinstein tengslin við tískuheiminn sem átyllu til að lokka fyrirsætur til sín. Fjölmargar fyrirsætur segja að þar hafi hann reynt að þvinga þær inn í kynferðislegar aðstæður gegn vilja þeirra. Weinstein segist sjálfur muna atburði á mjög ólíkan hátt og að ekkert sé hæft í þessum ásökunum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -3 8 A C 1 E 1 8 -3 7 7 0 1 E 1 8 -3 6 3 4 1 E 1 8 -3 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.