Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 8
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 4 4 3 2 R e n a u lt T ra f ic a lm e n n 5 x 2 0 o k t RENAULT TRAFIC TIL AFGREIÐSLU STRAX Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna dísilvéla. Komdu og kynntu þér Renault Trafic og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð í nýjan atvinnubíl. www.renault.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m lei ða nd a um e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri RENAULT TRAFIC STUTTUR 1,6 L. DÍSIL, 115 HESTÖFL Verð: 2.943.548 kr. án vsk. 3.650.000 kr. m. vsk. Eyðsla frá, 6,5 l/100 km* Kosningar Áhugaverð staða er nú komin upp í íslenskum stjórn- málum eftir kosningar. Álitsgjafar Fréttablaðsins, stjórnmálafræðing- arnir Eva Heiða Önnudóttir nýdokt- or og Eiríkur Bergmann prófessor rýndu í stöðuna með blaðamanni. Aldrei jafnmargir flokkar „Við erum með gjörbreytt flokka- kerfi frá því sem verið hefur. Það er svona út frá stjórnmálafræðilegum áhuga áhugaverðast. Þetta er bara nýtt landslag í íslenskum stjórn- málum, átta flokkar á Alþingi,“ segir Eiríkur og bætir því við að þetta setji jöfnunarsætakerfið í uppnám. Eva Heiða segir það vissulega nýja stöðu að hafa átta flokka á þingi. „Ég myndi segja að þetta sé áframhald á þeim breytingum sem hafa verið að eiga sér stað eftir hrun. Ég veit ekki hvort ég myndi segja að staðan sé byltingakennd eða komi manni í opna skjöldu en þetta er enn eitt merkið um þær breytingar sem eru að eiga sér stað á flokkakerfinu.“ Íhald og kynjahalli Eiríkur segir stöðuna talsvert frá- brugðna því sem sést hefur áður. „Þetta er auðvitað íhaldssveifla. Frjálslyndur flokkur á miðjunni kveður og tveir mun íhaldssamari flokkar koma til skjalanna, það er ein línan í þessu.“ „Við erum að sjá niðurstöður sem vísa í mjög ólíkar áttir. Það er engin almennilega heildstæð lína sem þú sérð í þessum kosningum  önnur en  sú að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi,“ bætir Eiríkur við. Konum á þingi fækkaði talsvert um helgina. Eva Heiða segir að það megi skrifa það að hluta á þá tvo nýju flokka sem komu inn. „Þar eru kynjahlutföllin mjög körlum í hag. Margir hinna flokkanna tapa mönnum á móti og til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum voru konur að detta af þingi því þær voru ekki eins ofarlega á lista og karlarnir.“ Sigrar og töp Eva Heiða er á þeirri skoðun að í ár sé enginn einn sigurvegari kosn- inganna. „Það er enginn að vinna rosalega á. Tveir nýir flokkar koma inn sem hljóta að vera ánægðir með sitt og svo er Samfylkingin að bæta við sig.“ Undir þetta tekur Eiríkur að nokkru leyti. Hann segir þó Mið- flokkinn augljósasta sigurvegarann. „Augljósustu tapararnir eru þeir sem þurrkast út, Björt framtíð. Það er lítil samkeppni um það. En svo líka Píratar, þeir eru að missa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað tapar, það er augljóst,“ segir Eiríkur. Vinstri græn mældust stærst lengi vel í október en fengu aðeins einum þingmanni meira í ár en í fyrra sem er mun minni sigur en kannanir bentu til lengi vel. Eiríkur segir það annars vegar skrifast á upprisu Samfylkingarinnar og hins vegar hafi Flokkur fólksins talað mikið um útrýmingu fátæktar, það hafi höfðað til vinstrimanna. Hreyfing útskýrir frávik Skoðanakannanir bentu allar til þess að Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og flestar bentu til lakari kosningar Framsóknarflokksins. Eiríkur segir kannanirnar gerðar nokkru fyrir kjördag. Þær hafi sýnt að fylgið væri á fleygiferð. „Ég held að það sé nærtækari skýring. Það var áframhaldandi flæði á fylginu.“ Eiríkur og Eva Heiða eru þau sam- mála um að vaskleg framganga Ingu Sæland í leiðtogaumræðum Ríkisút- varpsins kvöldið fyrir kjördag gæti vel hafa skilað flokknum yfir fimm prósenta þröskuldinn. Viðræður í vændum Evu Heiðu þykir líklegt að vanda- samt verði að mynda ríkisstjórn. Einu þriggja flokka stjórnirnar sem eru í boði innihalda bæði Sjálfstæð- isflokkinn og Vinstri græn og það sé vandasamt sökum þess hve langt er á milli flokkanna. Stjórnir fjögurra eða fimm flokka séu vandasamar, þá séu margir komnir að borðinu. „Ég held hins vegar, öfugt við það sem sumir hafa sagt, að það þurfi ekki að vera svo erfitt að mynda ríkisstjórn. Mér finnst nokkuð greiðfærir möguleikar blasa við. Líka vegna þess að þetta eru nýjar aðstæður. Flokkarnir þurfa að setja sig í aðrar stellingar en áður,“ segir Eiríkur aftur á móti. Hann bendir á þann kost að stjórn- arandstaðan hafi tryggt sér nauman meirihluta sem væri til dæmis hægt að styrkja með innkomu Viðreisnar. Einnig gæti gengið upp að mynda fjögurra flokka stjórn til hægri. „En maður sér ekki að það verði mynduð ríkisstjórn án Framsóknar,“ segir Eiríkur. thorgnyr@frettabladid.is Íhaldssveifla eina lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmál- um. Framsóknarflokkurinn er sagður í lykilstöðu og Miðflokkurinn stóri sigurvegari kosninganna. Konum fækkaði talsvert á þingi. Nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. fréttAblAðið/ANtoN briNk Eiríkur bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði. 3 0 . o K t ó b e r 2 0 1 7 M Á n U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -5 6 4 C 1 E 1 8 -5 5 1 0 1 E 1 8 -5 3 D 4 1 E 1 8 -5 2 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.