Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 53
Stjarna í nærmynd Millie Bobby Brown Fullt nafn Millie Bobby Brown Fædd 19. febrúar 2004 Foreldrar Kelly og Robert Brown Leikkonan og fyrirsætan Millie Bobby Brown skaust upp á stjörnuhimininn eftir frammi- stöðu sína í þáttaröðinni Stranger Things. Millie er fædd í febrúar árið 2004, og er því aðeins 13 ára. Millie byrjaði leiklistar- ferilinn árið 2013 þegar hún lék í þáttunum Once Upon a Time in Wonderland. Eftir það landaði hún nokkrum litlum hlutverkum í ýmsum þáttum en ferillinn fór á flug árið 2016 þegar hún fékk eitt aðalhlutverkið í Stranger Things. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún stimplað sig inn í leiklistar- heiminn og tískubransann. Millie þykir smart með eindæmum og slær ávallt í gegn á rauða dreglinum. Eins hefur hún birst á forsíðum tímarita, svo sem Inter- view Magazine og Teen Vogue, og í ótal tískuþáttum. Millie fæddist á Spáni en flutti til Englands ásamt foreldrum sínum og systkinum þegar hún var fjögurra ára. Síðan hefur hún búið í London og Los Angeles. FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjón-varps- og kvikmynda-stuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla sam- félagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísla- dóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 2, en fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum. Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem ber- ast henni um ólöglegt niðurhal. Sam- kvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau.  Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höf- undarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rann- sóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síð- urnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og hald- ið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft tölu- verð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún. Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátt- takenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekk- ert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Mara- þon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 4.000 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna. benediktboas@365.is Stolið fyrir milljarð á hverju ári „Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna. Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrár- stjóri Stöðvar 2. Tveir sem vekja aðdáun Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Hvor hentar þér betur? Kia cee'd bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. cee’d og cee'd Sportswagon eru öflugir meðlimir Kia fjölskyldunnar. Sportswagon er sérlega rúmgóður og hentar því vel fyrir meiri farangur. Báðir eru þeir einstaklega sparneytnir og eyða frá 4,2 l/100 km í dísilútgáfu, hvort sem þú velur fágaða 6 gíra beinskiptingu eða 7 þrepa DCT sjálfskiptingu — sem felur í sér enn hraðari skiptingu. Þá eru þeir hlaðnir nýjustu gerð tæknibúnaðar. Öllum nýjum Kia bílum fylgir sjö ára ábyrgð. 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum *Mánaðarleg afborgun miðast við 8,15% vexti og 50% bílalán til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 9,43%. Bílalánstölur eru viðmiðunarverð og geta breyst án fyrirvara. Verð frá 2.990.777 kr. Kia cee’d SW LX — 1,0 Kappa, bensín, 100 hö, 6 gíra, 5 dyra, beinskiptur 23.777 kr. á mánuði* Útborgun 1.495.388 kr. *Mánaðarleg afborgun miðast við 8,15% vexti og 50% bílalán til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 9,43%. Bílalánstölur eru viðmiðunarverð og geta breyst án fyrirvara. Verð frá 2.790.777 kr. Kia cee’d LX — 1,0 Kappa, bensín, 100 hö, 6 gíra, 5 dyra, beinskiptur 22.777 kr. á mánuði* Útborgun 1.395.388 kr. Íslendingar hala niður stolnu efni fyrir meira en milljarð króna samkvæmt útreikn- ingum FRÍSK, félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Þættir Stöðvar 2 gríðarlega vinsælir en sekt eða tveggja ára fangelsi liggur við því að stela kvik- myndum og þáttum. L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 25M Á N U D A G U R 3 0 . o k T ó B e R 2 0 1 7 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -2 E C C 1 E 1 8 -2 D 9 0 1 E 1 8 -2 C 5 4 1 E 1 8 -2 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.