Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 22
Nemendahópurinn er þéttur enda færri nemendur en við aðra háskóla, þannig að við kynntumst vel og það var góð stemning í hópnum. Helena Sævarsdóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Ég stóð á tímamótum og mér fannst tilvalið að flytja norður og búa í grennd við börn og barnabörn. Í raun þekkti ég ekki til á Akureyri en tvö af mínum þremur börnum búa hér, ásamt sínum fjöl- skyldum með tvö af mínum þremur barnabörnum, og jafnframt var ég komin nær Austurlandinu þar sem ég ólst upp. Ég hafði fulla trú á að fá starf þó það væri ekki fundið þegar ég flutti,“ segir Sólveig Eiríksdóttir sem áður bjó í Reykjavík. Fegurð, gróðursæld og stutt- ar vegalengdir er á meðal þess sem Sólveigu líkar einna best við Akureyri. „Ég næ að útrétta mikið á einum klukkutíma, öfugt við Reykjavík þar sem mér finnst orðið of mikið um umferðarteppur. Það kom mér mest á óvart hvað það er mikill munur á mannlífinu hér miðað við Reykjavík. Hér er minna stress og mjög áþreifanlegt að fólk er í öðrum takti.“ Spurð hvað hægt sé að gera sér til dægrastyttingar á Akureyri nefnir Sólveig að gaman sé að rölta í miðbæinn eða í Lystigarðinn, fara á listasýningar, kaffihús eða bókakaffi. „Ég er sífellt að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt. Stundum eru viðburðir í Hlöðunni í Litla-Garði en þangað er upplifun að koma. Svo er hægt að rúnta inn í Eyjafjörð eða út með firðinum og fara í gönguferðir um svæðið í kring, til að eitthvað sé nefnt.“ Velvild og vinátta Sólveig segir Akureyringa hafa tekið mjög vel á móti sér og hefur fundið mikla velvild í sinn garð. „Stuttu eftir að ég flutti hingað var ég svo heppin að vera boðin í félagsskap Zonta kvenna og hlakka ég mikið til að vinna með þeim að málefnum sem styðja konur. Þá skráði ég mig fyrir matjurtagarði sem hægt er að leigja af bænum. Að koma á það svæði er eins og að fara inn í annan heim eða annað land. Því miður var skikinn minn einn af þeim verst hirtu í sumar en ég er staðráðin í að gera betur að ári og aðrir ræktendur upplýsa mann fúslega ef spurt er, auk umsjónarfólks sem leiðbeinir manni líka.“ Stórkostlega náttúra á Norðurlandi Sólveig var að byrja í nýrri vinnu hjá Akureyrarbæ og er að setja sig inn í starfið eins og stendur. Hún hlakkar til að sinna nýju starfi og kynnast nýju samstarfsfólki og verkefnum. „Í sumar var ég hins vegar svo ljónheppin að vinna sem leiðsögumaður hjá SBA og fara með fólk af skemmtiferðaskipum í dags- ferðir í rútum. Það eru forréttindi að kynna fyrir erlendum gestum þessa fallegu staði á Norðurlandi og fólk var hrifið af þeirri stórkost- legu náttúru sem við höfum hér allt í kring. Jarðfræðin hér er heillandi og hefur kveikt áhuga minn og ég geri mitt besta til að útskýra hana frekar. Mývatnssvæðið, Dimmu- borgir, Hveraröndin við Náma- skarð og Jarðböðin, svo eitthvað sé nefnt. Goðafoss og torfbærinn í Laufási, þetta eru allt staðir með aðdráttarafl. Skemmtilegast þótti mér að fara með hópa í gönguferð á Hverfjall og þaðan niður í Dimmu- borgir. Ferð á Siglufjörð þar sem við sáum meðal annars síldarsýningu var ógleymanleg en á Siglufirði hefur verið uppbygging og ferðir þangað aukist í kjölfar ganganna sem opnuðu 2010. Lystigarðurinn á Akureyri er undur sem flestir hrífast af, enda þykir merkilegt að allur sá gróður sem þar er þrífist svona norðarlega. Gamli bærinn á Akureyri vekur athygli og einnig sú staðreynd að hér er flugvöllur,“ upplýsir hún glöð í bragði. Kindin sló í gegn Sólveig segir að sér sé minnisstætt hversu mikla hrifningu það vakti á meðal ferðamanna þegar rútan þurfti að stoppa vegna þess að kind var á veginum sem tók sinn tíma til að víkja út af. „Þá var mikið klappað og hlegið og gerðist oftar en einu sinni í sumar. Gestirnir elska líka rauðu hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri. Það er jú mikið betra að rautt hjarta stöðvi umferð en rautt umferðarljós. Það get ég vitnað um af eigin raun. Ég breyttist í aprílbyrjun í fjarnema við Endur- menntun Háskóla Íslands en þar er ég í leiðsögunámi sem er krefjandi en afar skemmtilegt nám. Ég hef kynnst góðu fólki sem er þar með mér í námi og hópurinn stendur þétt saman. Ég á því af og til leið suður en finnst alltaf gott að koma aftur heim á Akureyri. Gott mannlíf og mýkri taktur Sólveig Eiríksdóttir flutti til Akureyrar síðastliðið vor og kann mjög vel við sig í bænum. Hún vann við að sýna ferðamönnum Norðurland í sumar en hefur nýlega hafið störf hjá Akureyrarbæ. Sólveig stóð á tíma- mótum og fannst tilvalið að flytja til Akureyrar til að vera nær börnum og barnabörnum. MYND/ HELENA STEFÁNSDÓTTIR Fegurð, gróðursæld og stuttar vegalengdir er á meðal þess sem Sólveigu líkar einna best við Akureyri. Stressið sé mun minna en í höfuðborginni. Bærinn er þekktur fyrir gróðursæld. Ég var í sömu sporum og margir framhaldsskólanemar þegar ég útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 2014. Ég vissi ekki hvað tæki við eftir stúdentspróf en fann að áhugasvið mitt lá klárlega innan raunvís- indanna. Ég flutti til Akureyrar og ákvað því að kanna námsframboð við Háskólann á Akureyri. Nám í líftækni við auðlindadeildina vakti strax áhuga minn. Ég vissi ekkert um þetta nám, sem reyndist vera heil ný grein innan raunvís- indanna, en fannst samt eitthvað heillandi við það og ákvað að slá til án þess að vita nákvæmlega hvað ég væri að fara út í,“ segir Helena Sævarsdóttir. Þegar hún er spurð um hvað líftækni snúist segir Helena að skilgreina megi fagið á ótal marga vegu sem orsakist af því hversu víð- tæk greinin er. „Hin hefðbundna skilgreining er að líftækni felist í notkun lifandi frumna eða annarra líffræðilegra kerfa, meðal annars í iðnaði eða umhverfismálum eða til rannsókna. Sem dæmi er líftækniiðnaður orðinn gríðarlega stór grein og ein af undirgreinum hennar er lyfjaframleiðsla. Í dag eru til dæmis átta af tíu söluhæstu lyfjum heims líftæknilyf svo þetta er stórt fag á alþjóðlegan mæli- kvarða.“ Helena segir námið í líftækni við HA hafa komið sér ánægju- lega á óvart. „Helstu kostirnir eru hversu þverfaglegt líftækninámið er og ég fékk innsýn í mörg önnur skemmtileg fög. Ég var í staðar- námi og það hentaði mér mjög vel. Aðgengi að kennurum er mjög gott og öll aðstaða til náms til fyrir- myndar, ekki síst hvað varðar verk- lega kennslu. Rannsóknarstofur HA eru mjög flottar og vel tækjum búnar. Við fengum að prófa öll tæki og vélar, sem kom sér mjög vel í öllum verklegum tímum og lokaverkefninu. Það er líka hægt að vera fjarnemi í líftækni við HA, sem hefur þann kost að fólk getur stundað nám hvar sem er á landinu eða jafnvel í útlöndum en komið í háskólann stöku sinnum í lotur.“ Félagslífið við skólann er mjög fjölbreytt og líflegt og segist Helena vel hafa fundið að hún var hluti af öflugu háskólasamfélagi. „Nemendahópurinn er þéttur, enda færri nemendur en við aðra háskóla, þannig að við kynntumst vel og það var góð stemning í hópnum.“ Að loknu námi fékk Helena strax vinnu hjá Alvotech, sem stefnir að því að framleiða líftæknilyf. „Það er ótrúlega margt í boði fyrir líftæknifræðinga og sá markaður fer stækkandi með hverju árinu. Ég mæli heilshugar með þessu námi,“ segir hún. Líftæknin kom ánægjulega á óvart Helena Sævarsdóttir lauk BS-námi í líftækni frá Háskólanum á Akureyri fyrir stuttu og starfar nú við sitt fag hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Námið veitti henni innsýn í fleiri skemmtileg fög. „Helstu kostirnir eru hversu þvergfaglegt líftækninámið er og ég fékk innsýn í mörg önnur skemmtileg fög. Ég var í staðarnámi og það hentaði mér mjög vel og öll aðstaða til náms er til fyrirmyndar,“ segir Helena. MYND/ANTON BRINK 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNORÐuRLAND 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -6 0 2 C 1 E 1 8 -5 E F 0 1 E 1 8 -5 D B 4 1 E 1 8 -5 C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.