Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 38
Menningarferðir til Akureyrar verða æ vinsælli enda býður Akureyri bæði upp á fallegt umhverfi, skemmtilega verslun og afbragðsgóða veitinga-
staði. Og þá er menningin sjálf ótalin. Menningarfélag Akur-
eyrar stendur fyrir blómlegu menningarlífi í hinu marg-
rómaða menningarhúsi Hofi þar sem eru bæði haldnar
myndlistarsýningar, tónleikar og leiksýningar. Myndlistin
er einnig við völd í Listagilinu þar sem oft eru skemmtilegar
og óvenjulegar myndlistarsýningar. Leikfélag Akureyrar á
svo heima í hinu fornfræga Samkomuhúsi og stendur nú
fyrir leiksýningunni Kvenfólk þar sem leikhópurinn tví-
mennti Hundur í óskilum fer yfir sögu kvenna og kvenna-
baráttu og grefur upp ýmislegt óvænt. Sýningin hefur fengið
afbragðsdóma áhorfenda og gagnrýnenda. Það eru því
nægar ástæður til að bregða sér norður í menninguna.
Kvennasagan í nýju ljósi
Hundur í óskil-
um sér um
pönkið í sýning-
unni Kvenfólk
hjá Leikfélagi
Akureyrar, hér í
gervi Pussy Riot.
Vatn er hollt, frískandi og ókeypis.
MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Einkaþjálfarinn Ásgeir Ólafs-son fór nýverið af stað með átakið „Flössari“, sem snýst
um að hvetja ungmenni til að
drekka vatn frekar en gos- og orku-
drykki. Í vikunni fengu nemendur í
bæði Verkmenntaskóla Akureyrar
og Menntaskólanum á Akureyri
gefins vatnsbrúsa sem þau eru
hvött til að nota og ef átakið
gengur vel gæti það farið af stað í
öllum framhaldsskólum landsins.
Nafn átaksins er afbökun á
slanguryrðinu „fössari“ og vísar
til vatnsflösku og slettu af enska
orðinu „flush“, sem þýðir að skola.
Ásgeir hefur áhyggjur af óhóf-
legri og síaukinni neyslu ung-
menna á gosdrykkjum og koffín-
ríkum orkudrykkjum. Hann segir
að hún sé stórhættuleg, því þetta
séu mjög óhollir drykkir sem
börnin geti ánetjast og að þessari
þróun verði að snúa við.
Til að vekja athygli á þessu
vandamáli og reyna að bæta úr
því ákvað Ásgeir að fá nokkra
kostunaraðila með sér í lið svo
hann hefði efni á að gefa öllum
menntaskólanemum á Akureyri
vatnsbrúsa. Hann hvetur þau til að
nota brúsann minnst þrisvar á dag
í staðinn fyrir að drekka gos- eða
orkudrykki. Hann bendir á að það
sé ekki bara miklu hollara, heldur
sé það líka ókeypis.
Akureyrskt
átak hvetur
ungmenni til
vatnsdrykkju
Hryllileg stemning.
Hrekkjavakan nær hámarki í hinu 190 ára gamla Amts-bókasafni á Akureyri þriðju-
daginn 31. október. Bókasafns-
draugurinn hefur verið þar á stjái
og dregið fram allan þann safnkost
sem honum þykir hvað óhugnan-
legastur. Má þar nefna bækur, kvik-
myndir, spil og fleira.
Draugastemningin hefur verið
að stigmagnast síðustu daga en nær
hámarki á morgun klukkan 16. Þá
mun starfsfólk bókasafnsins klæða
sig upp í hrekkjavökubúninga og
eru gestir hvattir til að gera slíkt hið
sama. Klukkan 16.15 hefst sýning á
kvikmyndinni Coraline og verður
hægt að gæða sér á poppi á meðan.
Draugagangur í
Amtsbókasafni
8 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K Tó B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNORÐuRLAND
3
0
-1
0
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
1
8
-4
7
7
C
1
E
1
8
-4
6
4
0
1
E
1
8
-4
5
0
4
1
E
1
8
-4
3
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K