Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 38
Menningarferðir til Akureyrar verða æ vinsælli enda býður Akureyri bæði upp á fallegt umhverfi, skemmtilega verslun og afbragðsgóða veitinga- staði. Og þá er menningin sjálf ótalin. Menningarfélag Akur- eyrar stendur fyrir blómlegu menningarlífi í hinu marg- rómaða menningarhúsi Hofi þar sem eru bæði haldnar myndlistarsýningar, tónleikar og leiksýningar. Myndlistin er einnig við völd í Listagilinu þar sem oft eru skemmtilegar og óvenjulegar myndlistarsýningar. Leikfélag Akureyrar á svo heima í hinu fornfræga Samkomuhúsi og stendur nú fyrir leiksýningunni Kvenfólk þar sem leikhópurinn tví- mennti Hundur í óskilum fer yfir sögu kvenna og kvenna- baráttu og grefur upp ýmislegt óvænt. Sýningin hefur fengið afbragðsdóma áhorfenda og gagnrýnenda. Það eru því nægar ástæður til að bregða sér norður í menninguna. Kvennasagan í nýju ljósi Hundur í óskil- um sér um pönkið í sýning- unni Kvenfólk hjá Leikfélagi Akureyrar, hér í gervi Pussy Riot. Vatn er hollt, frískandi og ókeypis. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Einkaþjálfarinn Ásgeir Ólafs-son fór nýverið af stað með átakið „Flössari“, sem snýst um að hvetja ungmenni til að drekka vatn frekar en gos- og orku- drykki. Í vikunni fengu nemendur í bæði Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri gefins vatnsbrúsa sem þau eru hvött til að nota og ef átakið gengur vel gæti það farið af stað í öllum framhaldsskólum landsins. Nafn átaksins er afbökun á slanguryrðinu „fössari“ og vísar til vatnsflösku og slettu af enska orðinu „flush“, sem þýðir að skola. Ásgeir hefur áhyggjur af óhóf- legri og síaukinni neyslu ung- menna á gosdrykkjum og koffín- ríkum orkudrykkjum. Hann segir að hún sé stórhættuleg, því þetta séu mjög óhollir drykkir sem börnin geti ánetjast og að þessari þróun verði að snúa við. Til að vekja athygli á þessu vandamáli og reyna að bæta úr því ákvað Ásgeir að fá nokkra kostunaraðila með sér í lið svo hann hefði efni á að gefa öllum menntaskólanemum á Akureyri vatnsbrúsa. Hann hvetur þau til að nota brúsann minnst þrisvar á dag í staðinn fyrir að drekka gos- eða orkudrykki. Hann bendir á að það sé ekki bara miklu hollara, heldur sé það líka ókeypis. Akureyrskt átak hvetur ungmenni til vatnsdrykkju Hryllileg stemning. Hrekkjavakan nær hámarki í hinu 190 ára gamla Amts-bókasafni á Akureyri þriðju- daginn 31. október. Bókasafns- draugurinn hefur verið þar á stjái og dregið fram allan þann safnkost sem honum þykir hvað óhugnan- legastur. Má þar nefna bækur, kvik- myndir, spil og fleira. Draugastemningin hefur verið að stigmagnast síðustu daga en nær hámarki á morgun klukkan 16. Þá mun starfsfólk bókasafnsins klæða sig upp í hrekkjavökubúninga og eru gestir hvattir til að gera slíkt hið sama. Klukkan 16.15 hefst sýning á kvikmyndinni Coraline og verður hægt að gæða sér á poppi á meðan. Draugagangur í Amtsbókasafni 8 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K Tó B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNORÐuRLAND 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 8 -4 7 7 C 1 E 1 8 -4 6 4 0 1 E 1 8 -4 5 0 4 1 E 1 8 -4 3 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.