Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 29
Sardínur, sem innihalda mjög hátt hlutfall af Omega-3 fitu-sýrum, próteini og kalki, er hægt að matreiða á ýmsa vegu. Hér er einn nýstárlegur réttur sem er gaman að prófa. Fyrir 2-3 manns 2 dósir af sardínum í olíu 3 meðalstórar kartöflur 1 egg 2 skalottlaukar 1 rautt chili Lúka af ferskum kóríander ½ tsk. chili duft (smekksatriði) 1 tsk. salt og ögn af pipar 1 msk. olía, til steikingar 1 límóna, borin fram með réttinum Skerið kartöflur niður í litla tenginga og sjóðið í 10-15 mín. eða þar til mjúkir. Á meðan er skalottu- laukurinn, chili og kóríander skorið smátt niður. Opnið sardínudósir, hellið vökvanum af og setjið í stóra skál. Maukið vel þar til enginn stór biti er eftir eða sýnileg bein. Maukið kartöflurnar með gaffli í annarri skál og bætið út í hina. Hrærið vel saman. Bætið egginu út í ásamt lauknum, chili, kóríander, chilidufti og salti og pipar. Mótið lófastórar kökur með höndum og ekki hafa þær of þykkar. Ef blandan er of blaut má þykkja hana með brauðraspi. Setið olíuna á pönnu og hitið við meðalhita. Steikið í nokkrar mínútur og snúið þeim varlega við. Borið fram með t.d. fersku salati og límónu. Sardínu fiskikökur Clinique dagar í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi dagana 1. – 4. nóvember. Glæsilegur kaupauki fylgir með ef keyptar eru vörur fyrir 6.900 kr eða meira* Kaupaukinn inniheldur: Take The Day Off augnfarðahreinsi 30ml Milda andlitssápu 15 ml Clinique Smart rakakrem 7ml Clinique Smart næturkrem 7ml Clinique Smart serum 7 ml High Impact maskara 3.5ml Fallegan varalit *Á meðan birgðir endast. Nýtt frá Clinique! High impact Elevating maskari. Maskari sem nær augnhárunum þínum í nýjar hæðir, endist í allt að 12 tíma og inniheldur kjarna olíur sem næra á þér augnhárin. Létt formúla sem smitast ekki né flagnar. Ofnæmisprófaður. 20%afsláttur af öllum Clinique vörum lyfja.is Auglýsing fyrir kvikmyndina Whisky Galore frá 1949. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndahús í Glasgow er byrjað að halda mánaðar-legar kvikmyndasýningar sem eru sérhannaðar fyrir fólk sem þjáist af elliglöpum. Sýningarnar kallast „Kvikmyndaminningar“ eða „Movie Memories“ og tilgangur þeirra er að gera kvikmyndahús aðgengilegri fyrir fólk í þessari stöðu og vinna gegn einangruninni sem getur fylgt sjúkdómnum. Á síðasta ári var prófað að sýna kvikmyndina Singin’ in the Rain frá 1952 og það gekk mjög vel, svo verkefnið hélt áfram í ár með sýningum á myndinni Whisky Galore frá árinu 1949. Sýningunum fylgir aukaefni sem hjálpar gestum að muna eftir myndunum og tím- anum sem þær gerast á. Lýsingin er aukin svo það sé auðveldara að færa sig til í salnum og hljóðið er aðlagað til að hjálpa gestum sem eru heyrnarskertir. „Greining á elliglöpum ætti ekki að valda útskúfun úr sam- félaginu, þannig að við höfum samfélagslega skyldu til að sjá til þess að fólk geti enn tekið þátt,“ sagði Jodie Wilkinson, stjórnandi verkefnisins. „Þetta er fyrsta kvik- myndahúsið í Glasgow sem býður upp á svona dagskrá og við erum stolt af því að bjóða fólki með elliglöp, fjölskyldum þeirra og/eða umönnunaraðilum tækifæri til að koma í bíó.“ Gestir eru ánægðir með þetta framtak og eru spenntir fyrir sýn- ingum á klassísku jólamyndinni White Christmas frá árinu 1954, sem verður sýnd í desember. Sama kvikmyndahús hefur áður haldið sýningar fyrir fólk með ein- hverfu og fyrir smábörn. Bíó fyrir fólk með elliglöp Samkvæmt bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA, ætti að skella minnst einni plöntu á hverja 9 fermetra í íbúðarhúsnæði eða á skrifstofunni til að viðhalda góðum loftgæðum. Gerð var ýtarleg rannsókn á hvers konar lofttegundir mismunandi plöntur hreinsuðu úr andrúms- loftinu og á Wikipediu er að finna lista yfir stofublóm sem hreinsa loftið. Meðal þessara heilsusamlegu heimilisvina eru plöntur eins og Sansevieria trifasciata, sem gengur undir nokkrum nöfnum, oft kölluð indjánafjöður, snákaplanta eða tannhvöss tengdamóðir. Hedera helix, eða english ivy, er planta sem sómir sér afar vel í hangandi potti eða staðsett á blá- brúninni á hillu eða skáp þar sem hún hangir afar fallega niður. Þá er drekatré öflugur loft- hreinsir, einnig pálmi og friðar- lilja. www.wikipedia.org Heilsusamlegir heimilisvinir FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 1 . n óv e m b e r 2 0 1 7 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 0 -6 8 A 4 1 E 2 0 -6 7 6 8 1 E 2 0 -6 6 2 C 1 E 2 0 -6 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.