Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Spéfuglinn Ari Eldjárn lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Í gær steig hann á
svið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og fór með gamanmál. Voru þar kynnt
þekkt hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfón-
íutónleikum, t.d. úr vinsælum kvikmyndum. Má þar nefna Allegretto-kafla
úr sjöundu sinfóníu Beethovens sem sumir tengja við The King’s Speech og
Valkyrjureið Wagners, sem gerði atriði úr Apocalypse Now ógleymanlegt.
Ari Eldjárn og Sinfóníuhljómsveit Íslands stilltu saman strengi sína í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hljómfögur gamanmál glumdu um Hörpu
Vilhjálmur A. Kjartanssson
vilhjalmur@mbl.is
„Flestir eru sammála um að launa-
kjör Landspítalans eru ekki viðun-
andi þegar haft er í huga að hjúkr-
unarfræðingar eru eftirsóttir í önnur
og betur borguð störf,“ segir Sunn-
eva Björk Gunnarsdóttir, formaður
Curator, félags hjúkrunarnema við
Háskóla Íslands, en verðandi út-
skriftarárgangur hefur rætt um að
koma sér saman um að sækja ekki
um störf á Landspítalanum.
Býst við samstöðu
„Almennt eru flestir sammála um
að leita annað en á Landspítalann.
Þetta er ekki enn sameiginleg
ákvörðun allra en við erum að funda
um málið og ég býst við að við mun-
um standa saman að þessari ákvörð-
un.“
Hátt í 80 hjúkrunarfræðinemar
eru á 4. ári og útskrifast því í vor og
segir Sunneva að þegar hafi margir
sótt um önnur störf.
„Þónokkur fjöldi hefur leitað í
flugið, þ.e. í flugfreyjustörf, aðrir
hafa sótt um á hjúkrunarheimilum
og víðar enda hjúkrunarfræðingar
eftirsóttir á vinnumarkaði og margt
hægt að gera annað en að starfa á
Landspítalanum.“
Þarf ekki að hafa áhrif á frek-
ara nám hjúkrunarfræðinga
Spurð hvort það hafi áhrif á frek-
ara nám að starfa við annað en
hjúkrun segir Sunneva það ekki
þurfa að vera. „Einstaka sérnám
gerir kröfu um reynslu en flest
ekki.“
Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga,
án vaktaálags og yfirvinnu, eru 375
þúsund á mánuði. Launin hækka svo
eftir 6 mánuði og aftur eftir 12.
Hjúkrunarfræðinemar
ekki til Landspítalans
Fá betur borgað í öðrum störfum svo sem í flugi
Morgunblaðið/Eggert
Landspítali Gæti orðið af um 80 ný-
útskrifuðum hjúkrunarfræðingum.
Grænlenski karlmaðurinn, sem
grunaður er um að hafa banað
Birnu Brjánsdóttur, var yfirheyrð-
ur af lögreglu í gærmorgun. Þetta
staðfesti Grímur Grímsson, yfirlög-
regluþjónn við rannsóknardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, í samtali við mbl.is.
Hann segist ekki geta tjáð sig um
efni yfirheyrslna, né hvort mað-
urinn hafi reynst lögreglu sam-
vinnuþýður. Þá hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvort eða hve-
nær lögregla muni yfirheyra hann
aftur. Maðurinn var úrskurðaður í
tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir
rúmri viku. Hæstiréttur staðfesti
þann úrskurð á þriðjudag. Gæslu-
varðhald hans rennur því að
óbreyttu út næsta fimmtudag.
Skipverjinn var
yfirheyrður af lög-
reglu í gærmorgun
Nafn mannsins sem lést í slysi í
svefnskála hjá fiskverkunarfyr-
irtækinu Háteigi á Reykjanesi í síð-
ustu viku var Adam Osowski. Hann
var 43 ára gamall, frá Póllandi og
fæddur árið 1974. Hann var búsett-
ur í Reykjanesbæ og lætur eftir sig
fjölskyldu í heimalandi sínu. Adam
Osowski hafði unnið fyrir Háteig í
ellefu ár.
Lést í slysi í svefn-
skála á Reykjanesi
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Útlit er fyrir að hitamet yfir vetr-
armánuði gæti fallið nú um helgina
vegna sérstæðra aðstæðna í veð-
urkerfum við Ísland.
Hæsti hiti sem mælst hefur í febr-
úar er 18,1 gráða á Dalatanga árið
1998, en hæsti hiti yfir vetrarmán-
uðina, desember, janúar og febrúar,
mældist einnig á Dalatanga, 18,8
gráður árið 1992.
Milt loft yfir landið
Í minnisblaði Einars Sveinbjörns-
sonar, veðurfræðings hjá Veð-
urvaktinni, segir að fyrir sunnan
landið verði háþrýstisvæði á aust-
urleið sem upprunnið sé suður í höf-
um og beri með sér mjög milt loft.
Samtímis fari grunn lægð til norð-
austurs meðfram Grænlandsströnd
og saman beini veðurkerfin tvö mjög
mildu lofti yfir landið.
Einar telur verulegar líkur á að
hærri hitatölur geti mælst en áður,
jafnvel yfir 19 stigum snemma á
morgun. Telur hann líklegt að hita-
metið falli á Austfjörðum eða Vopna-
firði, jafnvel á Dalatanga.
Seinnipartinn í dag hvessir og
hvassviðri verður þar til á morgun.
Þá nær mildasta loftið í 1000 til 2000
metra hæð að streyma niður til yf-
irborðsins hlémegin fjalla, einkum á
Norður- og Austurlandi. Hiti í 1500
metra hæð gæti náð 8-10 stigum á
morgun. Einar segir það fáheyrt um
vetur og jafnvel að sumarlagi.
Útlit fyrir að hitamet yfir
vetur falli um helgina
Gæti farið yfir nítján stig Hlýviðri líklegt fyrir austan
Morgunblaðið/Alfons
Veðurstöðvar Mestur hiti yfir vetur
var á Dalatanga árið 1992.
Bjarni Benedikts-
son forsætis-
ráðherra baðst í
gær afsökunar
fyrir hönd
ríkisstjórnar-
innar á meðferð
barna á Kópa-
vogshæli.
„Ég tala í dag
til allra þeirra
sem vistuð voru
sem börn á Kópavogshælinu og fjöl-
skyldna þeirra:
Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið
ég ykkur afsökunar á þeirri ómann-
úðlegu meðferð og margháttuðu van-
rækslu sem börn bjuggu við á Kópa-
vogshælinu. Sömuleiðis bið ég
afsökunar allt fatlað fólk, börn og
fullorðna, sem hefur verið vistað á
stofnunum hér á landi og sætt þar of-
beldi eða illri meðferð,“ segir í yf-
irlýsingu Bjarna. Þá segir að þeim
sem urðu fyrir ofbeldi eða illri með-
ferð verði greiddar sanngirnisbætur.
Bjarni
Benediktsson
Bjarni baðst
afsökunar
Embætti héraðssaksóknara hefur
til skoðunar að athuga eftir hvaða
leiðum gögn um fjármálaumsvif
dómara láku til fjölmiðla. Málið
varðar brot á lögum um banka-
leynd, en greint var frá því í fjöl-
miðlum í lok síðasta árs að nokkrir
dómarar við Hæstarétt hefðu átt í
viðskiptum með hlutabréf í Glitni
fyrir hrun. Ólafur Þór Hauksson
héraðssaksóknari vildi ekki tjá sig í
samtali við mbl.is um það hvort
málið væri, eða yrði tekið, til rann-
sóknar. Íslandsbanki óskaði eftir
rannsókn um miðjan desember en
málið varðar bankaleynd. Héraðs-
saksóknari fékk málið sent frá
Fjármálaeftirlitinu fyrir um mán-
uði.
Morgunblaðið/Golli
Hæstiréttur Héraðssaksóknari skoðar
leka á gögnum um hlutabréfaeign dómara.
Héraðssaksóknari
skoðar gagnaleka