Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 47
Phil Collins var í eina tíð hataðasti maður poppsins en á undanförnum árum hefur hann fengið uppreist æru og það fyrir tilstuðlan ólíklegustu aðila. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Þetta er auðvitað sérstakt mál, og Phil Collins er bara eitt dæmi af mörgum í raun. Sviptivindar tísku og samþykkis, einn áratuginn ertu inni, svo úti, og svo inni aftur. Dægurtónlistin er einstaklega við- kvæm fyrir þessum hlutum og oft erfitt að rýna í hvað það er ná- kvæmlega sem stuðlar að svona endurskilgreiningum. Tökum Rumors með Fleetwood Mac sem dæmi, lengi vel táknmynd ofhleðslu og smekkleysu áttunda áratugarins hvað popp varðar en í dag hampað sem meistaraverki, og þá helst af fólki sem álítur sig sæmilega „hipp og kúl“. Phil Collins, af öllum mönnum, er að upplifa svipaða yf- irhalningu og er fólk tekið að stíga fram úr ólíklegustu hornum, aus- andi hann lofi. Ólafur Örn Josephs- son, kenndur við indísveitina Staf- rænan Hákon, hefur t.d. hlaðið í eitt stykki heiðrunarplötu sem nálgast má á Soundcloud. Svo eitt lítið dæmi, nærri okkur, sé tekið. Sjálfur myndi ég teljast til aðdáenda og vel það. Einkum er ég hrifinn af sveit hans, Genesis, en sólólistamaðurinn, og bara mað- urinn og allur pakkinn sem honum fylgir, hefur heillað mig æ meir á undanförnum árum. Nú hefur eitt laga hans, „Aga- inst All Odds (Take a Look at Me Now)“ heltekið mig. Lengi vel var þetta bara „eitt af þessum lögum“ en að undanförnu hefur það gal- opnast fyrir mér og ég heyri nú og sé hluti sem voru mér duldir áður. Lagið er einfaldlega snilld. Hverjar voru líkurnar? Í góðum gír Poppstjarnan Phil Collins er hann var hvað vinsælastur og á hátindi ferils síns á níunda áratugnum. Fyrir utan snotra melódíu og þessa sígildu „hækkunar“-taktík sem ein- kennir áhrifarík popplög liggur styrkurinn, galdurinn fyrst og síð- ast í söngnum, sem er síðan vel undirbyggður með einföldum en einlægum texta, byggðum á skiln- aði Collins við fyrstu konu sína (sem hann fór rækilega yfir í nokkrum lögum frá þessum tíma). Collins var löngu búinn að sanna sig sem frábær söngvari, meira að segja á meðan hann var enn á bak við settið í Genesis (sjá t.d. sérdeil- is góðar bakraddir í „Carpet Crawlers“ á Lamb) en svo auðvitað líka er hann gerðist forsöngvari sveitarinnar. Sýndi að hann gat sungið undurljúfar ballöður sem og jaðarbundnara efni eins og að drekka vatn. Það sem „gerir“ þetta lag sem ég ætla nú að djúpgreina er mjög svo sannfærandi örvænting og skiptir í raun engu hvort það er leikið eða ekki. Maður trúir Collins einfaldlega. Fyrsta gæsahúðin, magastingurinn, er á mínútu 1.20- 1.30. Hvernig hann syngur línuna „is against the odds…“, hvernig hann brotnar nánast klaufalega í laglínunni, eiginlega hallærislega í endanum, er magnað. Þetta er eig- inlega misheppnað hjá honum og það er það sem gerir þetta svo flott. Gerir mann spenntan yfir framhaldinu. Það er barnalegt um- komuleysi þarna sem maður tengir sterkt við. Strax á eftir syngur hann, nánast feimnislega: „and that’s what I got to face…“. Það eykur áhrifin enn frekar. Næsta andartak sem hnykkir á heildaráhrifum lagsins kemur ör- skömmu síðar, á 1.43-1.46, þegar sagt er tvíraddað: „turn around and see me cry“. Ásamt trommu- slögunum sem nú koma inn er lag- inu lyft upp og þessi spenna sem er yfir um og allt í kring magnast. Að endingu er farið í ákveðna speglun við fyrstu gæsahúðina, en nú er hlaðið í enn meiri dramatík en áður. En samt, án þess að missa sig út í melódramatík. Þetta er mjög mikilvægt. Collins, þó að hann sé farinn að garga þarna, nær á einhvern ótrúlegan hátt að halda sig innan marka og það gerir lagið svo magnþrungið. Hann gefur í jafnt og þétt og á 2.45-2.50 spring- ur hann, endurtekur upphaflegu, áhrifaríku línuna en segir núna „against all odds“ en ekki „against the odds“. Aftur snýr hann röddina niður á þennan umkomulausa hátt og svo er lagið leitt út með fallegu „coda“. Það er merkilegt að rýna í textann. Það er einhver barnaleg frekja þarna, sjálfsvorkunn en um leið örvæntingarfull von um að ást- konan komi aftur þó að sénsinn sé enginn. Ég er búinn að vera að segja ykkur það. Dægurtónlistin er ekk- ert froðusnakk. Þarna eru djúp- lykluð örlög á epískum skala! Tök- um Sting næst… » Collins, þó að hannsé farinn að garga þarna, nær á einhvern ótrúlegan hátt að halda sig innan marka og það gerir lagið svo magn- þrungið. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík sýnir Töfraflautuna eft- ir W.A. Mozart í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17. Í einsöngshlutverkum eru 19 af nemendum framhalds- og há- skóladeilda skólans og til liðs við þau koma tæplega 30 nemendur unglingadeilda. Sibylle Köll leik- stýrir verkinu og semur dansa, Hrönn Þráinsdóttir er tónlistar- stjóri og hefur stýrt undirbúningi, sinfóníuhljómsveit, skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, leik- ur með undir stjórn Garðars Cort- es. „Söguþráður óperunnar er um baráttu góðs og ills, um ástina í sinni fegurstu mynd, afbrýði og hefnigirni,“ segir í tilkynningu frá skólanum, en óperan er að vanda flutt á íslensku. Í helstu hlutverkum eru Harpa Ósk Björnsdóttir sem Næturdrottn- ingin, Einar Dagur Jónsson sem Tamínó, Marta Kristín Friðriks- dóttir sem Pamína, Birgir Stef- ánsson sem Papagenó, Karlotta Dögg Jónasdóttir sem Papagena, Magnús Már Björnsson Sleight sem Sarastró og Kristbjörg Lára Gunn- arsdóttir sem Mónóstatos. Töfraflautan sýnd í Hörpu Ljósmynd/Jón Kristinn Cortez Borinn Einar Dagur Jónsson syngur hlutverk Tamínó. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Þri 21/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 40.sýn Síðustu sýningar! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 41.sýn Fim 23/2 kl. 19:30 43.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Sun 19/2 kl. 19:30 42.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 44.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Sun 12/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Síðustu sýningar! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 26/2 kl. 16:00 7.sýn Sun 19/3 kl. 13:00 aukasýn Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 5/3 kl. 13:00 10.sýn Sun 19/3 kl. 16:00 15.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 5/3 kl. 16:00 11.sýn Sun 26/3 kl. 13:00 aukasýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 12/3 kl. 13:00 12.sýn Sun 26/3 kl. 16:00 17.sýn Sun 26/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 12/3 kl. 16:00 13.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 11/2 kl. 17:00 Sun 12/2 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 11/2 kl. 20:00 24.sýn Sun 19/2 kl. 21:00 aukasýn Fös 3/3 kl. 20:00 37.sýn Lau 11/2 kl. 22:30 25.sýn Fim 23/2 kl. 20:00 31.sýn Fös 3/3 kl. 22:30 38.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 26.sýn Fös 24/2 kl. 20:00 32.sýn Lau 4/3 kl. 20:00 39.sýn Fös 17/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 24/2 kl. 22:30 33.sýn Lau 4/3 kl. 22:30 40.sýn Fös 17/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 25/2 kl. 20:00 34.sýn Fim 9/3 kl. 20:00 41.sýn Lau 18/2 kl. 20:00 29.sýn Lau 25/2 kl. 22:30 35.sýn Lau 18/2 kl. 22:30 30.sýn Fim 2/3 kl. 20:00 36.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.