Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  36. tölublað  105. árgangur  N1 kortið færir þér bæði afslátt og punkta LJÓSMYNDIR FRÁ NA-HORNI LANDSINS SAMSTAÐA GEGN OFBELDI UN W0MEN 12CHRISTOPHER TAYLOR 46 Frá Kópavogshæli Talsverð umræða hef- ur verið undanfarið um aðbúnað fólks þar.  Þó að margt hafi áunnist í mál- efnum fatlaðs fólks síðan Kópa- vogshæli var starfrækt, er enn margt ógert. Þó að stórum stofn- unum fyrir fatlað fólk hafi nú verið lokað er ekki þar með sagt að stofn- anamenning hafi lagst af. Þetta segja tveir þroskaþjálfar sem hafa starfað með fötluðu fólki í áratugi, þeir Magnús Helgi Björgvinsson og Þóroddur Þórarinsson. Báðir störfuðu þeir á Kópavogs- hæli á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segja að þá hafi vistfólkið verið beitt ýmsum refsingum. Algengt hafi t.d. verið að neita fólki um það sem því þótti gott, eins og t.d. kaffi. Þá var vatni sprautað á fólk til að fá það ofan af hegðun sem þótti óæski- leg. »2 og 10 Margt ógert í mál- efnum fatlaðs fólks Agnes Bragadóttir Jón Birgir Eiríksson Tap vegna verkfalls sjómanna er metið fleiri milljarðar króna og standi verkfallið lengur er áætlað að tapið geti numið um það bil milljarði á dag. Þetta kemur fram í skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra um áhrif verkfallsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, segir skýrsluna ekki leysa kjaradeiluna en hún varpi þó ljósi á þjóðfélagslegt tap deilunnar og gæti nýst í framtíðinni. Þorgerður Katrín ítrekaði í gær ákvörðun sína um að mæla ekki fyrir lögbanni á sjómannaverkfallið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, efast um að skýrslan sé liður í lausn deilunnar og segir fátt koma á óvart við lestur hennar. Hún segir ólíklegt að tapið megi vinna upp síðar. Ef það verði gefinn út aukinn loðnukvóti gæti það haft mikil áhrif ef verkfallið stendur þá enn. Loðnuvertíðin stendur yfir frá miðjum febrúar og fram í mars. Samfélagið í Eyjum í lægð Valmundur Valmundsson, for- maður samninganefndar sjómanna, sagði einnig fátt stinga í augu við lesturinn. Vitað hefði verið að það ætti eftir að veiða upp kvótann og mögulega tækist ekki að vinna upp missinn. Sjómenn mundu kanna stöðuna í baklandi sínu um helgina. Áhrifin á sveitarfélög þar sem sjávarútvegur er undirstaða tekna eru mikil. Tap vegna lægra útsvars, lægri hafnargjalda og greiðslna úr félagslegum sjóðum hefur haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélaga. Arnar Hjaltalín, formaður stétt- arfélagsins Drífanda í Vestmanna- eyjum, segir stöðnun í bæjarlífinu öllu vegna verkfallsins. Fáir sjáist á götum úti og starfsemi fyrirtækja hafi raskast, ekki aðeins þeirra sem sinni sjávarútvegi með beinum hætti. Um helmingur íbúa í Vestmanna- eyjum starfar á sjó eða í fiskvinnslu. Að sögn Arnars eru félagsmenn Drífanda flestir á bótum vegna at- vinnuleysis. Hann segir þá óþreyju- fulla eftir því að hefja störf að nýju og halda áfram sínu daglega lífi. Lamandi áhrif verkfalls  Skýrsla ráðherra varpar ljósi á áhrif verkfalls sjómanna  Tapið milljarður á dag, verði ekki samið  Sjávarpláss finna fyrir talsverðri stöðnun og atvinnuleysi Tekjutap vegna verkfalls - 14. des. 2016 til 10. feb. 2017 2. 55 7 3. 57 3 1. 0 0 8 81 8 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Milljónir * áætlun Ríkissjóður SveitarfélögFiskverkafólk Sjómenn Útgerðin 3. 50 0 -5 .0 0 0 * MTapið fleiri milljarðar »4 Landhelgisgæslan, sérsveit Ríkislögreglustjóra og Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu efndu á dögunum til sameiginlegrar köfunaræfingar í Helguvíkurhöfn. Æfingin var lokahnykkurinn á námskeiði sem veitir réttindi til atvinnuköfunar. Kafararnir voru látnir síga í sæ í körfu af þil- fari varðskipsins Týs en það mun vera öruggara en að þeir varpi sér sjálfir fyrir borð. „Kaf- ararnir okkar verða að vera klárir í hvað sem er og við þurfum menn sem bæði geta unnið með höfðinu og höndunum,“ segir Sigurður Ásgríms- son, yfirmaður séraðgerða- og sprengjueyðing- arsveitar Landhelgisgæslunnar, en kafarar Gæslunnar heyra undir hann. Einn kafaranna, Sverrir Harðarson, segir köf- unina afar spennandi. „Það er allt annar heimur þarna niðri. Umhverfið og öll vinnan er spenn- andi og krefjandi, auk þess að vera grunnur að öllu starfi í séraðgerða- og sprengjueyðing- arsveitinni.“ Nánar er fjallað um æfinguna í máli og myndum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Golli Í öðrum heimi í undirdjúpunum Fylgst með sameiginlegri köfunaræfingu í Helguvíkurhöfn  Dregið hefur úr kannabis- neyslu pilta í framhalds- skólum en neysla stúlkna stendur í stað. Þetta er meðal nið- urstaðna rann- sóknarinnar Ungt fólk 2016. Rannsóknin sýnir ennfremur að ungmenni, sem neyta kannabisefna, meta sjálf sig á neikvæðari hátt en þau sem ekki neyta slíkra efna. T.d. meta þau lík- amlega og andlega heilsu sína lak- ari og eiga síður von á að ljúka námi á tilteknum tíma. »16 Kannabisneysla hef- ur áhrif á sjálfsmat Kannabis Áhrifin eru margvísleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.