Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 ✝ Guðrún ÓlínaValdimarsdótt- ir Thorarensen fæddist á Akureyri 17. september 1938. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 21. janúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Thorarensen, f. 1910, d. 1974, og Lára Hall- grímsdóttir, f. 1917, d. 1973. Fósturforeldrar Guðrúnar voru Jónas Þorleifsson, f. 1897, d. 1972, og Halldóra Hannesdóttir, f. 1886, d. 1968. Systkini Guð- rúnar voru: Jakob, f. 1937, d. 2012, Júlíus, f. 1940, Soffía, f. 1942, d. 2008, Valdimar, f. 1944, Leifur, f. 1945, Miriam, f. 1950, Lára, f. 1952, Margrét, f. 1953, Halla, f. 1958. Fóstursystir var rún upp hjá fósturforeldrum sínum að Bitru í Kræklingahlíð og tók virkan þátt í bústörfum á bernsku- og æskuárum. Eftir að hún fluttist til Akureyrar og giftist Hólmsteini stundaði hún húsmóðurstörf meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Hún hjúkraði einnig öldruðum tengdaforeldrum sínum af mik- illi nærgætni og umhyggju. Þeg- ar börnin voru komin á ung- lingsár hóf hún störf á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og síðar á Dvalarheimilinu Hlíð. Hún starfaði í Hlíð í 18 ár. Árið 2006 fluttist Guðrún til Hvera- gerðis og átti þar heima í sjö ár. Þegar heilsan fór að bila fór hún á dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði og síðar á Grund í Reykja- vík. Hún var á Grund þrjú síð- ustu æviár sín. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey 2. febrúar 2017. Júlía Jónasdóttir, f. 1927, d. 2008. Eig- inmaður Guðrúnar var Hólmsteinn Hreiðar Aðalgeirs- son, f. 1924, d. 1997, giftu þau sig 27. desember 1970 og bjuggu alla tíð á Akureyri. Börn þeirra eru þrjú: 1) Aðalgeir, f. 1970, maki Steinunn Thorarensen. Börn þeirra eru Stefanía, Silja og Jóhanna Guð- rún. 2) Hólmsteinn Eiður, f. 1972, maki Una Margrét Jóns- dóttir. 3) Alma Lára, f. 1979, maki Leó Örn Þorleifsson. Börn þeirra eru Rósa og Katla Anný. Fyrir átti Alma dótturina Anítu Hrund með Hjalta Jónssyni og Leó soninn Hákon Frey með Evu Bragadóttur. Frá fimm ára aldri ólst Guð- Stundum hefjast draumarnir á gulu fati. Það eru góðir draumar. Þá er ég með mömmu að baka. Núna er mamma dáin en minningar lifa. Í endaskápn- um við eldhúsvaskinn á bernskuheimilinu var gult fat. Gula fatið var fullt af bökunar- formum og ég mátti velja hring- form, aflangt form eða form fyr- ir svamptertubotn. Við mamma vorum afskaplega lík og miklir sálufélagar og stundum vorum við sammála um að baka brún- köku. Öryggi bernskunnar var tryggt í sætum kryddilmi kök- unnar og mamma horfði út um eldhúsgluggann. Æskuminningar vakna í draumunum og mamma alltaf heima. Við bjuggum við fjöruna í innbænum á Akureyri og það var gróinn stígur, sem tengdi brekkuna við innbæinn. Lítill drengur kom hlaupandi niður stíginn eftir skóla og mamma alltaf heima. Núna er gott að sofna með áhyggjur á herðun- um, þá kemur litli drengurinn hlaupandi. Og mamma í eldhús- glugganum. Öryggið rammað inn í brúnkökuilm og heitt súkkulaði á köldum dögum. Ég man brúnkökuna, ég man mömmu í eldhúsglugganum. Og þetta er allt saman horfið. En minningin lifir. Og minningin bjargar mér í gegnum einmana- kennd fullorðinsáranna. Fersk- ur ilmur af nýþvegnum þvotti og við mamma að taka inn af þvottasnúrunni. Mamma tekur þvottinn af snúrunni og ég brýt hann saman ofan í balann. Það er alveg að koma rigning, en það er allt í lagi, því mamma er hjá mér. Mamma gat ekki dáið frá litla stráknum sínum svöngum. Ófær um að geta talað lá hún fárveik í rúminu sínu á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund og fullur af fallegum minningum gekk ég inn í eldhús dvalarheimilisins. Dánardagurinn var laugardagur og því hrundu tárin ofan í salt- fisk og grjónagraut. Laugar- dagsmaturinn hjá mömmu. „Takk fyrir mig, mamma,“ sagði ég um leið og ég lagði diskana ofan í eldhúsvaskinn. Og mér til mikillar gleði kraup lítill dreng- ur við endaskápinn og var að undirbúa bakstur á brúnköku. Hann var með hendurnar á kafi ofan í gulu fati. Þinn sonur, Eiður. Elsku mamma. Þá ert þú far- in og eins og þín var von og vísa bar kveðjustundina brátt að. Ég vil þakka þér fyrir að hafa ávallt verið til staðar fyrir okkur fólkið þitt. Takk fyrir allt góða veganestið sem þú settir í bakpokann minn þegar ég hélt út í lífið. Takk fyrir það sem þú kenndir mér varðandi umburð- arlyndi, æðruleysi og mennsku. Í huganum hverf ég á bernskuslóðir norður til Akur- eyrar og finn ilminn af nýsteikt- um kleinum úr eldhúsinu þínu. Í hugskotið sæki ég minningar frá árunum á æskuheimilinu við Hafnarstrætið. Einmitt þar smíðuðum við saman þá um- gjörð sem síðar gerði mér kleift að setja sjálfum mér raunhæf markmið og vinna að þeim hægt og rólega. Takk fyrir allt, mamma, og einhvern tíma á öðrum stað, sjáumst við kannski aftur. Aðalgeir Hólmsteinsson. Elsku mamma, það er óraun- verulegt að sitja og skrifa minningarorð um þig. Orð eru fátækleg á svona stundu en mig langar með þess- um fáu orðum að minnast þín. Minningarnar eru margar, þær ylja og þær hugga. Efst í huga mér er mikið þakklæti fyrir að hafa átt þig að og djúpur söknuður. Þú varst einstök og mér svo mikils virði, ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa því. Góðmennska, hlýja og fórn- fýsi var það sem einkenndi þig svo mikið. Þú vildir allt fyrir fólkið þitt gera og þú stóðst þétt við bakið á þeim sem þér þótti vænt um. Ég var ekki auðvelt barn og unglingur og því fékkst þú sannarlega að finna fyrir, elsku mamma mín. Alltaf gat ég samt treyst því að þú værir til stað- ar. Þú dæmdir mig ekki, heldur sýndir mér skilyrðislausa ást þegar ég átti það hvað síst skil- ið. Takk fyrir það, elsku mamma mín. Ég elska þig og söknuðurinn er sár en ég veit að þú ert á góðum stað núna, laus við þján- ingar. Fallegu minningarnar um þig munu lifa með mér alla ævi. Takk fyrir allt, elsku mamma. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér. Við sjáumst þegar mínu ferðalagi í þessari jarðvist lýkur. Þín dóttir, Alma Lára. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Inntak þessarar fallegu lag- línu Braga Valdimars Skúlason- ar ætti að vera eitt helsta leið- arstefið í lífinu. Í dag kveð ég tengdamóður mína Guðrúnu Ólínu Valdimars- dóttur, eða Diddu eins og hún var oftast kölluð. Diddu kynnt- ist ég fyrst á vormánuðum árs- ins 2003. Á þeim tíma var ég að byrja að slá mér upp með Ölmu Láru, dóttur hennar, sem þótti það bráðsnjallt, svona á fyrstu metrum tilhugalífsins, að kynna mig fyrir mömmu sinni sem tók mér strax opnum örmum. Ég man að Didda var þá stödd á sínu gamla heimili, Hafnar- stræti 17 á Akureyri, og var að brasa eitthvað í eldhúsinu á efri hæðinni. Ég þurfti ekki langan tíma til að sjá að þar færi kona sem væri mér að skapi. Eftir á að hyggja var bráðsnjallt hjá Ölmu Láru að tvínóna ekki við hlutina heldur leiða okkur Diddu sem fyrst saman, það varð mitt lán sem ég fæ seint fullþakkað. Með okkur Diddu tókst strax mikill og góður vinskapur sem mér þótti vænt um frá fyrsta degi. Hún var hrein og bein, hlý og saklaus en gat sagt hlutina eins og þeir voru ef því var að skipta og aldrei þóttist hún vera annað en hún var. Í mín- um huga var hún gædd mörg- um af þeim fallegu gildum sem einkennt hafa íslensku ömmuna í gegnum tíðina og margir kannast við. Kannski fann ég ömmu í Diddu? Það var gott að tala við Diddu, hún sýndi manni áhuga, hlustaði og spurði og var annt um heilsu og velferð fjöl- skyldunnar. Hún spurði t.d. alltaf fregna af foreldrum mín- um og systkinum og tók syni mínum sem sínum eigin. Hjartalag hennar var fagurt. Ég minnist þess þegar Didda fluttist til Hveragerðis frá Ak- ureyri, þá orðin nokkuð full- orðin, hvað ég óttaðist að það yrðu ekki góð vistaskipti fyrir konu á hennar aldri komin fast að sjötugu. En sem betur fer var sá ótti ástæðulaus. Það var eins og Didda fyndi nýtt upp- haf í Hveragerði. Henni leið vel og eignaðist fljótt marga vini. Hún blómstraði. Það var gam- an að heimsækja Diddu í Hveragerði og ekki skorti veit- ingarnar. Það færðist alltaf yfir mig svo mikil ró og værð í heimsóknunum til hennar. Hjá henni var gott að hlaða batt- eríin. Því miður tók skrokk- urinn á Diddu að gefa eftir í Hveragerði eftir lífsins strit, sem varð til þess að hún fluttist á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík. Þar var henni sinnt af ástúð fjölskyldu og starfsfólks allt þar til yfir lauk. Ekki hefði mig grunað þegar fregnir bárust af veikindum Diddu á miðvikudegi að hún myndi kveðja okkur strax næsta laugardag. En mikið rosalega er ég þakklátur fyrir að hafa náð suður í tæka tíð og að hafa átt með henni mik- ilvægan fund áður en hún hóf ferðalagið í Sumarlandið. Elsku Didda, að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allar stund- irnar og samtölin sem við átt- um saman. Þú skilur eftir þig falleg spor og góðar minningar. Við munum taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sum- arlandinu þegar mitt sólarlag kemur. Leó Örn Þorleifsson. Við Didda vorum þremenn- ingar, en mikill aldursmunur á okkur og ég kynntist henni ekki fyrr en samband hafði tek- ist með mér og Eiði syni henn- ar sem nú er maðurinn minn. Hún bjó á Akureyri og ég hitti hana sem snöggvast sumarið 1997 þegar við Eiður vorum „bara vinir“. Skömmu síðar ákváðum við Eiður hins vegar að gera það opinbert að við værum „saman“. Svo vildi til að um haustið lést pabbi Eiðs og það var því við jarðarför hans sem ég hitti fyrst móður hans og systkini sem kærasta Eiðs. Ég var hálfóörugg með mig í þessu nýja hlutverki. Hvað ef allt færi nú út um þúfur hjá okkur Eiði og við þyrftum svo að láta fjölskylduna vita eftir stuttan tíma að við værum alls ekki „saman“? En Didda var ekki með neinar efasemdir. Þegar ég kvaddi hana eftir jarðarförina til þess að fljúga aftur heim faðmaði hún mig að sér og hvíslaði að mér: „Þú ert elskuleg tengdadóttir.“ Ég var undrandi að hún skyldi segja þetta við stelpu sem hún þekkti sama og ekk- ert. En þessar hlýlegu mót- tökur gáfu tóninn fyrir fram- komu Diddu í minn garð æ síðan. Hún vildi allt fyrir mig gera. Við Eiður gistum nokkr- um sinnum hjá henni meðan hún bjó á Akureyri. Hún hafði komið til okkar í Reykjavík og vissi hvað mér fannst best að borða í morgunmat og það brást ekki að hún var búin að kaupa það allt þegar við komum til Akureyrar. Eftir að hún fluttist til Hveragerðis fórum við stundum í rútu til að heim- sækja hana. Þá beið veisluborð eftir okkur, tertur af ýmsum gerðum, en fátt fannst Diddu skemmtilegra en að baka, enda var hún snillingur í því. Og á borðinu stóð jafnan flaska með þeim gosdrykk sem Didda vissi að mér þótti bestur. Didda hafði unnið húsmóð- urstörf árum saman og hjá henni var allt í röð og reglu, þvegið upp um leið og búið var að borða. Þannig var hún líka alltaf í góðum tíma með allt. Einu sinni stóð til að hún kæmi í heimsókn frá Akureyri til Reykjavíkur. Ég talaði við hana í síma tveimur dögum áður og sagði: „Jæja, nú ferð þú líklega bráðum að setja niður í töskuna.“ Nei, þar skjátlaðist mér. Didda var löngu búin að því. Síðustu æviár sín bjó Didda á hjúkrunarheimilinu Grund og við gátum þá heimsótt hana oft þar sem við áttum heima rétt hjá. Nú var Didda komin í hjólastól og gat ekki lengur boðið okkur upp á nýbakaðar kökur. En hún vildi endilega gefa okkur eitthvað svo hún keypti fyrir hverja heimsókn sælgæti í búðinni á Grund og sagði okkur að lítill fugl hefði komið með þessa sendingu til okkar. Hún var glaðleg í við- móti og átti auðvelt með að kynnast fólkinu á Grund. Þann- ig hafði það líka verið í Hvera- gerði, hún hafði eignast þar marga vini á stuttum tíma. Mér brá þegar við fengum þau skilaboð frá lækninum á Grund að Didda væri komin með vatn í lungun og mikla hjartabilun og ætti líklega stutt eftir ólifað. Ég var þá nýbúin að heimsækja hana og hafði ekki séð að neitt amaði að. En skömmu síðar veiktist Didda og ekki leið nema vika þar til hún fékk hægt andlát í faðmi fjöl- skyldunnar. Nú faðma ég hana að mér í huganum og segi: „Þú varst elskuleg tengdamóðir.“ Una Margrét Jónsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Guðrúnu Ólínu, eða Diddu systur, eins og við kölluðum hana alltaf. Didda var stóra systir mín, 15 árum eldri en ég, en hún var næstelst okkar 10 systkinanna. Fyrst þegar ég man eftir mér var hún í fóstri hjá frændfólki okkar í Bitru í Kræklingahlíð. Þegar fjölskyldan eignaðist fyrst bíl var það oft sunnudags- bíltúrinn að fara í Bitru til að heimsækja Diddu. Þegar hún gaf mér gamla hjólið sitt hjólaði ég stundum frá Akureyri til hennar. Það voru skemmtilegar ferðir og gaman að hittast. Síðar þegar Didda fluttist til okkar á Akureyri urðum við enn nánari og áttum trúnað og vináttu alla tíð síðan. Hún var eldri og reyndari og gat kennt mér margt gagnlegt og skemmtilegt. Skömmu eftir komuna til Ak- ureyrar tók við nýr kafli í lífi Diddu, hún kynntist Steina sín- um og hóf búskap með honum á Hafnarstrætinu á Akureyri. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór að heimsækja hana, alltaf var boðið upp á kræsingar enda var Didda listakokkur og eng- inn fór svangur frá henni. Síðan fæddust blessuð börnin hennar og nóg var að gera í Hafnarstrætinu við heimilishald og barnauppeldi. Þar sýndi hún sína góðu eiginleika sem ein- kenndust af gleði, velvilja og hjálpsemi. Hún var stoltust af börnunum sínum þremur og þakklát fyrir hversu vel þeim gekk að fóta sig í lífinu. Ég á Diddu margt að þakka en þakklátust er ég henni fyrir hversu góð og umhyggjusöm hún var syni okkar þegar hann stundaði nám á Akureyri langt í burtu frá okkur foreldrunum. Einar okkar var fastagestur hjá Diddu á matmálstímum og naut þar gestrisni og hlýju. Takk fyrir það, kæra Didda. Á sumrin var stefnan tekin á Akureyri, fastur punktur í þeim heimsóknum var að koma til Diddu og Steina og njóta þar gestrisni og vináttu þeirra hjóna, það voru ánægjulegar samverustundir. Didda var barngóð kona og naut samvista við börnin sín, tengdabörn og ekki síst barna- börnin og voru það hennar bestu stundir þegar allir gátu verið saman. Didda bjó lengst af á Ak- ureyri en fluttist til Hvera- gerðis árið 2006 og bjó þar í nokkur ár, á þessum árum voru samverustundirnar okkar enn fleiri og Halla systir sem býr í Hveragerði bættist í hópinn og reyndist hún Diddu mjög vel. Frá Hveragerði fluttist Didda á Hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík og bjó þá nær börn- unum sínum. Þá var heilsan far- in að gefa sig en síðustu árin naut hún góðrar aðhlynningar á Grund og lést þar umvafin fjöl- skyldu sinni 21. janúar síðast- liðinn. Ég vil þakka Diddu systir fyrir öll árin okkar og sendi börnum hennar og fjölskyld- unni allri innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Margrét. Guðrún Ólína Valdimars- dóttir Thorarensen Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Elskulega vin- kona og mágkona, margs er að minn- ast og margs er að sakna. Við kynntumst þegar við vor- um unglingsstúlkur þegar þú varst 14 ára gömul og ég 19 ára. Þá var ég beðin um að koma inn á heimilið til ykkar að Jafn- askarði til að hjálpa ykkur um stund með búskapinn og létta undir heimilishaldið eftir fráfall föður ykkar systra, en þið voruð Jóhanna Birna Þorsteinsdóttir ✝ Jóhanna BirnaÞorsteinsdóttir fæddist 19. apríl 1933. Hún andaðist 21. janúar 2017. Útförin fór fram 28. janúar 2017. níu og þú þeirra elst. Samband okk- ar og vinátta var strax sett sterkum böndum sem héld- ust alla tíð síðan. Þú og bróðir minn, Guðlaugur (Gulli), fellduð hugi saman er þú varst aðeins 15 ára gömul og styrktist vinátta okkar enn frekar við það. Við vorum svo lánsamar að geta farið saman í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur veturinn 1950-1951. Hannyrðir og sauma- skapur lék í höndum þér alla tíð af mikilli vandvirkni og fag- mennsku. Allt var svo vel gert af þinni hálfu. Við hjónin vorum alla tíð dugleg að heimsækja hvert annað og komum við hjón- in oft til ykkar á Þorsteinsgöt- una í Borgarnesi þar sem ávallt var tekið á móti okkur með kökuhlaðborði og heimsins bestu pönnukökum. Eins komuð þið hjónin oft í heimsókn til okkar að Galtarlæk og voru það miklar ánægjustundir. Árin liðu og við hjónin ferðuðumst oft og mikið saman um landið. Má þar minn- ast á þegar við leigðum okkur sumarhús saman í viku og viku í senn, t.d. á Akureyri og að Hól- um í Hjaltadal og keyrðum þar um sveitirnar, okkur til skemmtunar og yndisauka. Svo ekki sé minnst á spilin sem allt- af voru með í för. Ég gæti hald- ið áfram að telja upp margar góðar minningar en læt staðar numið hér. Ég vil að lokum segja: Ég sakna þín. Takk fyrir allt. Allt. Þín vinkona og mágkona, Bogga, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Galtarlæk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.