Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
✝ Árni Þorvalds-son fæddist 27.
mars 1956 á Ak-
ureyri. Hann lést
25. janúar 2017 á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri.
Hann var sonur
hjónanna Þorvald-
ar Nikulássonar, f.
26. mars 1927, d. 7.
ágúst 2004, og Kol-
brúnar Kristjáns-
dóttur, f. 3. október 1932. Systk-
ini Árna eru: 1) Anna Sigríður
Berg, f. 24. desember 1952, gift
Stefan Berg, búa þau í Svíþjóð
og eiga tvö börn. 2) Kristján Ás-
geir, f. 30. júlí 1951, giftur Ast-
rid Stöm, þau búa í Noregi, hann
á þrjár dætur. 3) Smári, f. 9. júlí
1954, giftur Marianne Berg, þau
búa í Noregi og eiga tvær dæt-
ur. 3) Margrét, f. 11. janúar
1958, gift Kristján Kristjáns-
syni, þau búa á Akranesi og eiga
þrjá syni. 4) Magnús Már, f. 11.
Gámaþjónustu Norðurlands,
sambýliskona hans er Dísa Rún
Jóhannsdóttir, f. 8. febrúar
1994, móttökustjóri hjá Hótel
KEA. Þau búa á Akureyri. 3)
Kristjana Íris, f. 18. október
1996, á milli starfa, unnusti
hennar er Daníel Freyr Sig-
marsson, f. 2. desember 1994,
vinnur í Becromal. Þau búa á
Akureyri. Árni gekk í Barna-
skóla Akureyrar, hann byrjaði
ungar að vinna hjá Pósti og
Síma þar sem faðir hans „Valdi
Nikk“ var verkstjóri. Síðar fór
hann til Vegagerðarinnar þar
sem hann vann stærstan hluta
ævi sinnar sem veghefilsstjóri.
Vélar og tæki og voru hans aðal-
áhugamál og reyndi hann fyrir
sér með eigin rekstur slíkra
tækja um tíma. Árni var trún-
aðarmaður Vegagerðarinnar í
mörg ár, hann var mikið fyrir
útivist og gekk á mörg fjöll hér
á land. Hann fór til Noregs til
dóttur sinnar eins oft og hann
gat svo hann gæti notið sam-
vista við litlu afastrákana sína.
Útför Árna var gerð frá Ak-
ureyrarkirkju 2. febrúar 2017.
janúar 1958, giftur
Dagnýju Sigríði
Sigurjónsdóttur,
þau búa á Vopna-
firði og eiga sex
börn. 5) Helga
Gunnur, f. 18. júní
1968, gift Þorleifi
Eggertssyni, þau
búa í Reykjavík og
eiga tvö börn. Hinn
18. apríl 1981 gift-
ist Árni Ingunni
Kristínu Baldursdóttur, f. 28.
maí 1962, dóttir hjónanna á
Hlíðarenda, Baldurs Halldórs-
sonar og Jóhönnu Lárusdóttur.
Þau slitu samvistum 2002. Börn
Árna og Ingunnar eru: 1) Jó-
hanna Steinunn, kennari f. 2.
desember 1983, sambýlismaður
hennar er Björn Helgason raf-
virki, f. 11. ágúst 1978, saman
eiga þau synina Ingvar Helga, f.
2006, og Hákon Árna, f. 2010.
Þau búa í Noregi. 2) Baldur
Helgi, f. 4. apríl 1991, vinnur hjá
Elsku besti pabbi minn.
Ég er ennþá að reyna að átta
mig á því að þú sért farinn frá
okkur. Mér finnst þetta svo
ósanngjarnt, að hrausti pabbi
minn, sem labbaði upp á fjöll og
sem hafði svo gaman af lífinu,
þurfti að tapa eftir frekar stutta
baráttu við vægðarlausan sjúk-
dóm.
Ég er svo sorgmædd, en svo
reyni ég að vera þakklát fyrir
tímann sem þú áttir, 59 hraust ár
áður en krabbameinið kom.
Ég er þakklát fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig, þú hafðir
alltaf tíma fyrir mig, og með ár-
unum vorum við ekki bara feðgin,
heldur svo miklir vinir. Þú hafðir
svo þægilega nærveru, þú varst
aldrei að flýta þér, og varst yf-
irleitt til í að brasast með mér.
Þú varst ekki bara skemmti-
legur pabbi, Þú varst líka
skemmtilegur afi , stundum kall-
aður „litli afi“ , og mér finnst svo
leiðinlegt að strákarnir fái ekki
að hafa afa sinn lengur hjá sér.
Einnig er sárt að hugsa til þess
að það sé alveg að koma nýtt
barnabarn sem fær aldrei að
hitta afa sinn.
En ég er viss um að Balli mun
vera duglegur að tala um þig og
leyfa barninu að kynnast þér í
gegnum allar skemmtilegu sög-
urnar og minningarnar.
Okkar bestu stundir voru þeg-
ar þú komst út að heimsækja
okkur, og þú varst svo duglegur
að koma, ég á eftir að sakna
heimsókna þinna óbærilega mik-
ið.
Og ég kvíði fyrir jólunum, við
áttum okkur svo ótrúlega margar
jólahefðir, og hver á nú að keyra
út jólakortin með mér, og nöldra
allan tímann yfir því af hverju við
sendum ekki bara jólakortin.
Þegar ég hugsa um þig sé ég
þig fyrir mér að segja sögur og
hlæja þínum skemmtilega hlátri.
Þú ert með kaffibollann fyrir
framan þig, að sjálfsögðu uppá-
hellt kaffi, því annað var náttúr-
lega viðbjóður, og enginn hellti
upp á jafn gott kaffi og þú. Svo
ertu líka pínu að stríða, því þú
varst ótrúlega skemmtilega
stríðinn.
Síðustu nóttina sem þú varst á
þessari jörðu þá var ég hjá þér,
eins undarlegt og það er að skrifa
það þá fórstu á ótrúlega fallegan
hátt, við héldumst í hendur, og þú
kvaddir. Okkar lokaorð voru líka
yndisleg, og þau mun ég varð-
veita í hjarta mínu að eilífu.
Takk fyrir alla gleðina, takk
fyrir alla athyglina, og takk fyrir
allar kaffihúsaferðirnar. Takk
fyrir að hafa verið pabbi minn í 33
ár og að eilífu í hjarta mínu. Ég
vona að þú vitir hversu ómetan-
legur þú ert mér.
Ég veit að Valdi afi, Hanna
amma og Baldur afi hafa tekið vel
á móti þér.
Hvíldu í friði, elsku pabbi
minn, og við sjáumst seinna.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín
Jóhanna (litli nabbi).
Elsku vinur og tengdapabbi.
Ég vildi bara þakka þér fyrir
samfylgdina síðastliðnu 16 ár.
Árni var góður maður, sem
kvaddi allt of snemma. Árni vildi
öllum vel, og það endurspeglaðist
í veikindum Árna hversu ótrú-
lega marga góða vini sem og ætt-
ingja hann átti.
Ég og Árni urðum strax vinir
enda ótrúlega þægilegur og glað-
lyndur maður, sem gott var að
vera í kringum.
Ég mun sakna allra Steven
Seagal-myndakvöldanna okkar.
Takk fyrir allt, kæri vinur,
sjáumst hinum megin og hver
veit nema að ég kunni að blístra
betur en þú þá.
Þinn
Björn Helgason.
Elsku afi minn.
Þú varst besti afi í heimi, það
var gaman að leika með legó með
þér, þú varst svo flinkur að
byggja hús, ég á ennþá húsið sem
þú kubbaðir fyrir löngu.
Það var svo gaman að fá að
koma með þér í vinnuna og svo
var alltaf rosa gaman þegar við
horfðum á mynd með nammi og
popp.
Ég vildi óska að þú gætir horft
meira með okkur á mynd. Þú
varst góður afi.
Ég mun sakna þín mikið, elsku
afi.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þinn
Ingvar Helgi Björnsson.
Árni Þorvaldsson
Ransý og Bob áttu fjögur
börn, Jónínu Maríu (Nínu), f.
1950, Marlow, f. 1953, John, f.
Rannveig Jóns-
dóttir Sommer
✝ Rannveig,Ransý, Jóns-
dóttir Sommer
fæddist 15. ágúst
1928. Hún andaðist
7. janúar 2017.
Útför Ransýjar
fór fram 15. janúar
2017 og jarðsett
var í Hillcrest Me-
morial Gardens-
kirkjugarðinum í
Leesburg, Flórída.
1956, og Róbert, f.
1961 d. 1984. Fjöl-
skyldan bjó að
Hólagötu 33 í
Njarðvíkum.
Ransý mín varð
88 ára gömul. Hún
var 35 ára árið
1963 þegar fjöl-
skyldan flutti bú-
ferlum frá Njarð-
víkum til Kúbu.
Bob hafði fengið
yfirmannsstöðu við slökkvilið
Bandaríkjamanna í Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu. Þau
voru öll mjög spennt fyrir nýja
lífinu sem biði þeirra í sól og
hita en ég stóð sorgmædd hjá.
Við Nína vorum óaðskiljanleg-
ar, hvernig átti ég að lifa lífinu
án hennar og án fjölskyldunnar
þar sem ég hafði átt mitt annað
heimili í mörg ár. Ég var 14 ára
og Nína árinu yngri.
En lífið heldur áfram og við
áttum okkur smám saman á því
að það er eðlilegt að gráta þá
sem við elskum, fólkið sem hef-
ur auðgað líf okkar, umvafið
okkur elsku sinni og gert okkur
að þeim einstaklingum sem við
erum. Ransý var ein þeirra í
mínu lífi.
Hún var einstaklega góð
manneskja. Ef Nína fékk dúkku
eða dót, þá fékk ég alveg eins,
þegar fjölskyldan gerði sér
glaðan dag var ég alltaf tekin
með. Ég á ótæmandi minningar
um ævintýraferðir með þeim
innan vallargirðingar varnar-
liðsins og lautarferðir á Reykja-
nesskaganum. Ransý og Bob
voru ávallt samtaka í þessari
elsku sinni til mín. Bob átti alls
konar áhugamál og á ferming-
ardegi mínum færði hann mér
sérstaka gjöf frá sér sem tengd-
ist einu slíku.
Ransý átti yndislega móður,
Jónínu Ólafsdóttur, sem lést 94
ára gömul árið 1993. Gamla
konan vildi ekki fara til Am-
eríku en ef fjallið kemur ekki til
Múhameðs þá kemur bara Mú-
hameð til fjallsins. Þannig var
það, Ransý kom reglulega til Ís-
lands og vék þá ekki frá móður
sinni. Þær voru samrýndar
mæðgur og þeir sem vildu sjá
Ransý urðu að fara á Sólvalla-
götuna þar sem Jónína bjó.
Þangað var gott að koma, þar
var ilmandi kaffi, kökur og
gleði.
Ransý elskaði móður sína og
hún elskaði börnin sín. Hún
hafði ríkar tilfinningar sem hún
tjáði í orðum en ekki síður í
verkum. Verkum sem höfðu það
eitt að markmiði að hlúa að og
gleðja okkur hin.
Minningin um fyrstu ferð
mína og fjölskyldu minnar til
Ameríku eru dýrmætari en orð
fá lýst. Silkisængurföt, dún-
mjúk rúmin, jólakökur, pönnu-
kökur, dásamlegur matur,
endalaus ást og umhyggja.
Ransý mín var atorkusöm og
ósérhlífin. Hún sparaði aldrei
krafta sína fyrir okkur sem ná-
lægt henni vorum.
Amerísku fjölskyldu minni
leið vel á Kúbu en allt hefur
sinn tíma. Þau fluttu sig yfir til
Flórída þegar Bob fór á eft-
irlaun. Í Flórída komst Ransý í
meiri nálægð við Íslendinga.
Það var henni dýrmætt því hún
var mikill Íslendingur í sér.
Hún talaði alltaf við dóttur sína
á íslensku og ég er stolt af því,
að þrátt fyrir að Nína mín hafi
aðeins verið 13 ára gömul þegar
hún yfirgaf ísland 1963, talar
hún lýtalausa íslensku.
Ransý vildi vera mamma mín
í Ameríku og ég dóttir hennar á
Íslandi. Með þeim orðum hófust
bréfin ævinlega á milli okkar og
þannig lauk þeim.
Elsku Ransý mín, Guð geymi
þig og varðveiti í ljósi sínu. Ég
hlakka til að sjá þig aftur hjá
Guði.
Þín dóttir á Íslandi,
Stella.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
AF ÖLLUM
LEGSTEINUM
Í FEBRÚAR
Verið
velkomin
AFSLÁTTUR
áður kr. 245.000
kr. 220.000
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN MATTHÍASDÓTTIR
myndlistarmaður,
Suðurlandsbraut 62, Reykjavík,
lést sunnudaginn 5. febrúar á hjúkrunar-
heimilinu Mörk.
Útför hennar fer fram frá Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 14.
febrúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Sigurður St. Helgason
Matthías Sigurðarson Dalla Ólafsdóttir
og barnabörn
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EMANUEL LINO CILIA
framkvæmdastjóri,
frá Möltu,
lést á Möltu mánudaginn 6. febrúar. Útför
hans fór þar fram fimmtudaginn 9. febrúar.
Victoria Cassar
Ivon Stefán Cilia Harpa Cilia Ingólfsdóttir
Victor Guðmundur Cilia Solveig Óladóttir
María Dís Cilia
barnabörn og barnabarnabarn
Okkar ástkæra
JENNÝ JÓNSDÓTTIR,
Markarvegi 17,
lést á Sólteigi Hrafnistu laugardaginn
4. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 13.
Grímur Ormsson
Birna Grímsdóttir Benedikt Jóhannsson
Inga Grímsdóttir
Óðinn Grímsson Kristín Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÖRNÓLFUR THORLACIUS,
fyrrverandi rektor MH,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Sigurður Thorlacius Sif Eiríksdóttir
Arngrímur Thorlacius Elísabet Axelsdóttir
Birgir Thorlacius Rósa Jónsdóttir
Lárus Thorlacius Þóra Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ELÍSABETAR EINARSDÓTTUR
frá Reykjadal, Hrunamannahreppi,
síðast til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vitatorgs á Hrafnistu, Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Bragason
Bára Bragadóttir
Baldur Þór Bragason
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
dóttir og systir okkar,
INGIBJÖRG BRAGADÓTTIR,
lést síðastliðinn sunnudag, 5. febrúar.
Útför fer fram frá Garðakirkju
miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bragi Hinrik Magnússon
Katrín Eyjólfsdóttir