Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 40. tölublað 105. árgangur
TÍU ÞÚSUND
VILDU VINNU
HJÁ WOW
ÚRVALSLIÐ
Í HANDBOLTA
KARLA
FYRSTA RAF-
RÚTAN LOKSINS
Á GÖTURNAR
ÍÞRÓTTIR SÉRBLAÐ UM RAFBÍLAVIÐSKIPTAMOGGINN
Agnes Bragadóttir, Jóhann Ólafs-
son, Jón Birgir Eiríksson
Samninganefndir sjómanna og út-
gerðarmanna funduðu í Karphúsinu
fram á kvöld í gær. Á tíunda tím-
anum fóru síðan samninganefndirn-
ar tvær í Sjávarútvegsráðuneytið,
þar sem þær funduðu með Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, fram
eftir kvöldi. Að fundi loknum báru
nefndarmenn fyrir sig fjölmiðlabann
og héldu aftur í Karphúsið, þar sem
enn var fundað þegar Morgunblaðið
fór í prentun eftir miðnætti.
Þorgerður Katrín sagði að loknum
fundinum að hún hefði lagt þar fram
tillögu um að farið yrði í greiningar-
vinnu um fjárhagslegar afleiðingar
þess ef gengið yrði að kröfum sjó-
manna um skattaafslátt af fæðis-
gjaldi. Slíka greiningu ætti að vera
hægt að vinna hratt. „Ég lagði fram
tillögu um heildstæða nálgun og
greiningu og að við myndum fara
hratt í að skoða fæðis- og dagpen-
inga á almennum vinnumarkaði með
tilliti til skattaívilnana þannig að við
sjáum þá hvernig staðan er.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stendur Viðreisn algerlega
að baki Þorgerði Katrínu en mikill
ágreiningur er í ráðherra- og þing-
mannaliði Sjálfstæðisflokksins
vegna afstöðu hennar í deilunni.
Spurð hvort áðurnefnd tillaga gæti
ekki frestað lausn deilunnar sagði
hún „mjög sérstakt og eiginlega
einsdæmi ef ríkisvaldið ætti að upp-
fylla kröfu sem gæti sent röng skila-
boð inn í komandi kjaradeilur. Á
meðan loðnan er til staðar næstu vik-
ur hlýtur að vera pressa á mönnum“.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gengið af fundi Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna gengu af fundi ráðherra á tólfta tímanum í gærkvöldi og fóru aftur til funda í Karphúsinu.
Fundað fram eftir nóttu
Sjávarútvegsráðherra vill greina áhrif skattaafsláttar Loðna pressar á lausn
Strætó bs hefur
nú ákveðið að
kaupa níu raf-
strætóa frá kín-
verska rútufram-
leiðandanum
Yutong. Í fyrra
varð framleiðand-
inn hlutskarpastur
í útboði Strætó
með fjóra vagna
og í útboði í nýlið-
inni viku bættust fimm vagnar við.
Jóhannes Svavar Rúnarsson, for-
stjóri Strætó, segir að nú sé lagt mat
á hvaða leiðir þessum vögnum verði
ekið og þar þurfi meðal annars að
taka ákvörðun um uppsetningu þar til
gerðra hleðslustöðva.
»Rafmögnuð framtíð
Stórt stökk
til rafvæð-
ingar flotans
Strætó kaupir 9
rafmagnsvagna
Jóhannes Svavar
Rúnarsson
Á síðustu
tveimur árum
hafa sjö ferða-
þjónustuaðilar
fengið greidda
1,7 milljarða
króna fyrir sölu
á köfunar- og
snorklferðum í
Silfru á Þing-
völlum, ef tekið er mið af uppgefnu
verði á heimasíðum tveggja stærstu
köfunarfyrirtækjanna.
»ViðskiptaMogginn
Köfuðu fyrir 1,7
milljarða króna
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUR OG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLAR STÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Jón Þórisson
Stefán Einar Stefánsson
Á aðalfundi Borgunar sem haldinn
verður síðdegis á morgun mun
stjórn félagsins leggja til að fundur-
inn samþykki að greiddur verði allt
að 4,7 milljarða króna arður til hlut-
hafa.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
herma að búið sé að kynna helstu
hluthöfum tillöguna og þeir hafi ekki
hreyft mótmælum. Er því gengið út
frá því að tillagan verði samþykkt
einum rómi. Hagnaður félagsins á
síðasta ári er á áttunda milljarð
króna og með arðgreiðslunni er því
ekki gengið nærri félaginu.
Samkvæmt því sem fram kemur á
heimasíðu Borgunar eru eigendur fé-
lagsins þrír: Íslandsbanki með 63,47%
hlut, Eignarhaldsfélagið Borgun sem
er nú skráð fyrir 29,38% hlut og BPS
sem skráð er með 5% hlut.
Íslandsbanki fær því greidda frá
Borgun um þrjá milljarða, Eignar-
haldsfélagið Borgun fær 1,4 millj-
arða og BPS 235 milljónir.
Aðalfundur síðasta árs samþykkti
að greiða 2,2 milljarða arð til hlut-
hafa og hefur því arðshlutur 31,2%
hlutar sem Eignarhaldsfélagið
Borgun keypti af Landsbankanum á
2,2 milljarða skilað kaupendum
sömu fjárhæð, eða 2,2 milljörðum.
Eins og kunnugt er keypti
Eignarhaldsfélag Borgunar 31,2%
hlut í Borgun af Landsbankanum
undir lok árs 2014. Þau viðskipti
urðu tilefni deilna milli aðila þegar í
ljós kom að meðal eigna Borgunar
var verðmætur valréttur sem virkj-
aðist við sameiningu Visa Europe
og Visa inc. Taldi Landsbankinn að
hann hefði orðið af söluhagnaði þar
sem kaupendur hefðu vitað af þessu
og leynt bankann upplýsingum við
kaupin. Þessu höfnuðu Borgunar-
menn.
Fór svo að Landsbankinn stefndi
kaupendum, Borgun og forstjóra
Borgunar. Enn sér því ekki fyrir
endann á deilum vegna þessara við-
skipta.
Leggja til 4,7 milljarða arð
Með arði frá í fyrra fá kaupendur því kaupverð Borgunarhlutarins endurgreitt
MViðskiptaMogginn
Flestir eru
sáttir við sveitar-
félagið sitt sam-
kvæmt könnun
Gallup á ánægju
íbúa með ýmsa
nærþjónustu í 19
af stærstu
sveitarfélögum
landsins.
Ánægðastir
eru íbúar í Mos-
fellsbæ. Hafnarfjörður og Reykja-
nesbær mældust yfir landsmeðal-
tali en Árborg mældist rétt undir
landsmeðaltali. »10
Íbúar Mosfellsbæjar
eru ánægðastir
Ánægja Könnuð
var ánægja íbúa.