Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Undirbúningur fyrir Íslensku sjávarútvegssýn-
inguna 2017 stendur sem hæst, en hún verður
haldin í íþróttahúsunum Smáranum og Fífunni í
Kópavogi dagana 13. til 15. september. Liður í
undirbúningi var að verja 2 milljónum króna til
að styrkja nemendur sem stefna á framhaldsnám
við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Tveir
styrkir voru afhentir í gær, upp á 500 þúsund
krónur hvor, en samsvarandi styrkir voru af-
hentir fyrr í vetur. Að þessu sinni fengu Jóhanna
Sigurlaug Eiríksdóttir frá Sauðárkróki og Hall-
grímur Jónsson frá Grindavík námsstyrkina.
Sýningin í haust verður sú 12. á ríflega 30 ára
ferli, sem hófst árið 1984 með sýningu í Laugar-
dalshöll. Síðari ár hefur sýningin, oft nefnd
IceFish, farið fram í Kópavogi.
Sem fyrr stefnir í stóra sýningu og segir Mari-
anne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri
IceFish, undirbúninginn ganga mjög vel. Síðast,
árið 2014, voru um 500 sýnendur frá 32 löndum
og núna segir hún áhugann erlendis vera enn
meiri. Nú þegar sé 20% fleiri erlendir þátttak-
endur og ekki margir básar lausir til ráðstöf-
unar. Ýmsar nýjungar verða í boði í haust og að-
staða bætt fyrir sýnendur, m.a. fyrir fundi og
veitingar.
Stefnir í stóra sýningu
Tveir námsstyrkir afhentir í tilefni af Íslensku sjáv-
arútvegssýningunni sem fer fram í Kópavogi í haust
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjávarútvegur Styrkirnir voru afhentir hjá Íslenska sjávarklasanum í gær. F.v.: Hall-
grímur, Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar, og Jóhanna.
08:30 Skráning og kaffisopi - Básar til sýnis
09:00 Setning - Almar Guðmundsson, Samtök Iðnaðarins
09:10 VFSC - Próf. Ólafur H. Wallevik, Rb við NMÍ og HR
09:30 Skáldað í sjónsteypu - Guja Dögg Hauksdóttir, Studio Hvítt
09:50 Praktisk hærdeteknologi - Lasse Frølich, Aalborg Portland
STEINSTEYPUDAGURINN 2017
17. FEBRÚAR Á GRAND HÓTEL
10:30 Synthetic structural fibers in concrete - Dr. Klaus A. Rieder, GCP Applied Technologies Inc.
11:00 Blátrefjabending í stað járnabendingar - Eyþór Þórhallsson, HR
11:20 Hvernig hús myndi ég byggja í dag ? - Jón Sigurjónsson, Emeritus yfirverkfræðingur Rb
11:40 Verkframkvæmdir ríkisins 2017 á vegum FSR og Ríkiseigna - Halldóra Vífilsdóttir, FSR
13:00 Hönnun út frá möguleikum steypunnar - Hildur Steinþórsdóttir, TOS
13:20 Nemendakynning - Umsjón Einar Einarsson, BM Vallá
13:30 Lífsferilsgreiningar – Helga J. Bjarnadóttir, EFLA
13:50 Áskoranir við viðhald og byggingu steinsteyptra brúa - Ingunn Loftsdóttir, Vegagerðin
14:30 P2P, Performance based specification – Wassim Mansour, Readymix Abu Dhabi
15:00 Mikilvægi vistbyggðar – Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Vistbyggðaráð
15:20 Steinsteypuöldin - Egill Helgason og Pétur H. Ármannsson
15:40 Steinsteypuverðlaunin 2017 - Forseti Íslands,
Herra Guðni Th. Jóhannesson afhendir
16:00 Ráðstefnulok - Próf. Ólafur H. Wallevik, formaður Steinsteypufélags Íslands
Heill dagur: 18.000 kr. með hádegisverði
Hálfur dagur: 12.000 kr. án hádegisverðar
Nemagjald: Frítt með hádegisverði, hámark 40 nemendur*
Básar: 50.000 kr. frammi / 75.000 kr. inni í sal. Innifalið ein skráning með hádegisverði
*Nemagjald 2017 er í boði:
10:10 Kaffihlé
Dagskrá
12:00 Hádegismatur
14:10 Kaffihlé
Léttar veitingar í ráðsetnulok
Félagsmenn í Fé-
lagi kennara og
stjórnenda í tón-
listarskólum
(FT) fá um 17%
launahækkun og
tvær ein-
greiðslur upp á
samtals 350 þús-
und krónur, sam-
kvæmt miðlunar-
tillögu ríkissátta-
semjara í deilu FT og Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Miðlunar-
tillagan var samþykkt í síðustu
viku.
Samningurinn gildir til 31. mars
2018. Samningur við FT hafði verið
laus í um 15 mánuði. 20 árangurs-
lausir fundir voru í kjaradeilunni
áður en miðlunartillagan var lögð
fram.
Í samningnum bættust einnig við
launaflokkar fyrir stjórnendur og
þá sem eru með fleiri próf og
reynslu á sviði stjórnunar. Einnig
var lægsta launaþrepið fellt út sem
nýir kennarar féllu undir. „Við
vonum að það kalli á nýliðun
félagsmanna,“ segir Dagrún
Hjartardóttir, starfandi formaður
Félags kennara og stjórnenda í
tónlistarskólum, um kjarasamning-
inn.
Hún segir vissulega gott að
samningar hafi náðst en bendir hún
á að félagsmenn hafi viljað nálgast
kollega sína meira. Hún bindi vonir
við að farið verði í frekari kerfis-
breytingar á samningnum, sem sé
kominn til ára sinna.
350.000 eingreiðsl-
ur og 17 % hækkun
Dagrún
Hjartardóttir
Fjáröflunarátak Barnaheilla og
veitingastaða sem ber yfirskriftina
Út að borða fyrir börnin hefst í dag.
Alls styðja 40 staðir átakið á 109
stöðum í öllum landsfjórðungum
með því að láta hluta af verði val-
inna rétta renna til verkefna sem
snúa að vernd barna gegn ofbeldi.
Skv. upplýsingum Barnaheilla hafa
aldrei fleiri staðir tekið þátt í átak-
inu, sem nú fer fram í sjöunda sinn
og stendur yfir í einn mánuð.
„Við erum himinlifandi með
þennan fjölda veitingastaða sem
eru tilbúnir að styðja málstaðinn á
þennan hátt,“ er haft eftir Ernu
Reynisdóttir, framkvæmdastjóra
Barnaheilla – Save the Children á
Íslandi.
Ísland festi barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna í lög árið 2013, en í
honum er börnum tryggður réttur
til verndar gegn ofbeldi. Benda
Barnaheill á að það sé hlutverk
hinna fullorðnu að gæta þess að
hvert og eitt barn njóti réttar síns.
Hvetja fólk út að
borða fyrir börnin
Átak Kynningarmynd fyrir söfnunina.