Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur? 150g50% meira m ag n! Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Lyfjaauglýsing Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is VR ákvað nýlega að hætta með jafnlaunavott- un á sínum vegum. Í tilkynningu á heimasíðu stéttarfélagsins kemur fram að ætlunin hafi alltaf verið að hætta með jafnlaunavottun þeg- ar opinbert ferli við vottun færi af stað sam- kvæmt jafnlaunastaðlinum. VR hefur verið með jafnlaunavottun síðan staðlaráð Íslands gaf út jafnlaunastaðal í desember 2012, en þá taldi félagið nauðsynlegt að bregðast skjótt við og fékk vottunarfyrirtækið BSI á Íslandi (British Standards Institution) til þess. Hátt í 6.000 manns hafa farið í gegnum jafnlauna- vottun VR síðan þá, meðal þeirra er tölvu- leikjaframleiðandinn CCP sem fékk jafn- launavottun VR 13. janúar síðastliðinn og var meðal síðustu fyrirtækjanna til að fá vott- unina. Fara af stað á ný ef stjórnvöld bregðast Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ákveðið hafi verið að staldra við vegna þess að ríkið sé byrjað að taka yfir þessi verkefni. „Við erum í ákveðinni biðstöðu núna eftir að stjórnvöld ákváðu að taka þetta til sín en ég hef alltaf sagt að ef að stjórnvöld eru ekki að gera þetta með þeim hætti sem þarf munum við halda áfram í okkar horfi,“ segir Ólafía. „Þetta byrjaði í raun sem tilraunaverkefni í ýmsum fyrirtækjum og ríkisstofnunum í ráð- herratíð Eyglóar Harðardóttur,“ segir Ólafía. Hún segir að áhugavert verði að sjá hvernig frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um jafnlaunavottun muni fara í gegn. Þau fyrirtæki sem gert hafa þriggja ára samning við BSI á Íslandi undir merkjum Jafnlaunavottunar VR munu ljúka við vott- unina og að því loknu er þeim frjálst að endur- nýja samninginn undir heitinu BSI jafnlauna- vottun. „Þessir aðilar sem eru nýlega búnir með ferlið, eins og CCP, munu viðhalda því undir merkjum jafnlaunavottunar VR næstu þrjú ár en við erum ekki að taka móti nýjum umsóknum undir þeirra formerkjum,“ segir Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi. Spurður hvort hann telji að verkefnum tengdum jafnlaunavottun muni fjölga mikið ef stjórnarfrumvarp um jafnlaunavottun verði samþykkt segir Árni reiknað með því að eftir- spurn aukist í kjölfarið. Telur hann þó ekki að slík eftirspurn verði vottunarfyrirtækjum um of. Meira en kynbundinn launamunur IKEA var fyrsta fyrirtækið sem hlaut jafn- launavottun VR og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, mikla ánægju með vottunina. „Við vorum um 300 þegar vottunin var gerð, það voru tvær manneskjur á starfs- mannasviði hjá okkur sem leiddu þessa vinnu í 30% starfi í þrjá mánuði. Aðalvinnan fór í að skrá niður vinnuferla og starfslýsingar og hef- ur það nýst okkur vel að hafa greint störfin vel,“ segir Þórarinn, en öll laun voru jöfn hjá IKEA og því þurfti ekki að jafna nein laun. „Við litum ekkert endilega á þetta bara sem jöfn laun karla og kvenna. Þetta snýst bara um að allir séu jafnir. Hvort sem þú ert fædd- ur í Bangkok, Palestínu eða á Íslandi. Að það sé ekki verið að spá í hvaða trúarbrögð þú að- hyllist eða hver kynhneigð þín er. Við finnum það líka að traust starfsmanna til okkar hefur aukist hvað varðar laun, þ.e. að þau séu ekki háð geðþóttaákvörðun,“ segir Þórarinn og bætir við að ánægt starfsfólk skili betri sölu- tölum. Hann slær hins vegar varnagla við því að þetta sé eins fyrir öll fyrirtæki; jafnvel geti það verið íþyngjandi fyrir sum þeirra. „Þetta er íþyngjandi fyrir lítil fyrirtæki, ég held að það sé alveg á hreinu.“ VR er hætt að votta laun  Ætlunin að hætta þegar jafnlaunavottun færi í opinbert ferli  6.000 manns fóru í gegnum jafnlauna- vottun VR  Vottunarfyrirtæki fá nægileg verkefni verði frumvarp um jafnlaunavottun að lögum Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjölbreytni Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir jafnlaunavottun tryggja jafn- ræði í launum ekki bara vegna kyns heldur einnig vegna uppruna, trúarbragða og kynhneigðar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nokkur sveitarfélög hafa birt upp- lýsingar um niðurstöður könnunar á þjónustu sveitarfélaga 2016. Gallup kannaði ánægju íbúa með ýmsa þjónustu í 19 af stærstu sveitar- félögum landsins. Árborg Mikill meirihluti íbúa Árborgar, eða 78%, er ánægður með sveitarfé- lagið sem búsetustað. Ánægja þeirra upp á 4,0 var þó undir landsmeðaltali sem var 4,2. Fleiri konur (83%) en karlar (74%) voru ánægðar með Ár- borg sem sveitarfélag til að búa í. Litlu minni hluti íbúa, eða 74%, lýsti ánægju sinni með aðstöðu til íþrótta- iðkunar í sveitarfélaginu. Reykjanesbær Þjónusta í Reykjanesbæ var yfir landsmeðaltali þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt, hvað varðaði málefni leik- og grunnskóla, menningar- mála, aðstöðu til íþróttaiðkunar og við að leysa úr erindum þeirra sem leita til starfsfólks sveitarfélagsins, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar. Ánægja íbúa Reykjanesbæjar með sveitarfélagið sitt sem búsetustað jókst lítillega frá því í fyrra. Hjá Reykjanesbæ kemur einnig fram að þeir málaflokkar sem komu verst út yfir allt landið í könnuninni hafi verið skipulagsmál auk þjónustu við eldri borgara og fatlaða. Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær birtir niður- stöður könnunar Gallup fyrir sveit- arfélagið á heimasíðu sinni. Þar má sjá að 88% svarenda voru ánægð með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Ánægja Hafnfirðinga með sveitarfélagið sitt hafði aukist úr 4,1 stigi 2015 í 4,3 (+) stig 2016. Niður- staðan að þessu leyti var yfir lands- meðaltali. Ánægja Hafnfirðinga með aðstöðu til íþróttaiðkunar hafði einnig aukist á milli ára og var yfir landsmeðaltali. Mosfellsbær Mosfellsbær skoraði hæst allra sveitarfélaga þegar kom að ánægju íbúa með sveitarfélagið sitt. „Það er gleðiefni fyrir alla þá er starfa fyrir Mosfellsbæ, kjörna fulltrúa sem og starfsmenn, og hvetur þá áfram til góðra verka í þágu samfélagsins okkar og til að vinna áfram að mark- miðum er lúta að því að veita fram- úrskarandi þjónustu til íbúa Mos- fellsbæjar,“ sagði í fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar. Flestir eru sáttir við sveitarfélagið sitt  Sveitarfélög birta niðurstöður könn- unar á ánægju íbúa með ýmis atriði Morgunblaðið/Ómar Mosfellsbær Íbúar þar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt, þeir skoruðu hæst þegar kom að ánægju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.