Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Það var að frumkvæði Guðna Th. Jó-
hannessonar, forseta Íslands, að
Margrét Danadrottning sæmdi Guð-
mund Þórð Guðmundsson, hinn ís-
lenska landsliðsþjálfara Dana, ridd-
arakrossi Dannebrog-orðunnar í
tengslum við opinbera heimsókn
Guðna til Danmerkur í janúar síðast
liðnum. Hvorki danskir fjölmiðlar né
forystumenn danska handbolta-
sambandsins höfðu vitneskju um það
fyrr en í gær að Guðmundur hefði
orðið þessa heiðurs aðnjótandi. Per
Bertelsen, formaður danska hand-
knattleikssambandsins, lét þá í ljós
mikla ánægju yfir viðurkenningunni.
„Þetta er frábært, virkilega flott og
þetta er meiriháttar virðing,“ var haft
eftir honum á sjónvarpsstöðinni TV2.
Örnólfur Thorsson forsetaritari
segir að venja sé að veita heiðurs-
orður í tilefni af opinberum heim-
sóknum þjóðhöfðingja. Hafi forseti
Íslands komið nokkrum nöfnum á
framfæri við undirbúning opinberrar
heimsóknar til Danmerkur í síðasta
mánuði. Endanleg ákvörðun um það
hverjir hlutu orðu var hins vegar í
höndum Margrétar drottningar og
kom tillagan formlega frá henni.Auk
Guðmundur hlutu fulltrúar í hinni op-
inberu sendinefnd Íslands orður
drottningar og að auki nokkrir Ís-
lendingar sem forseti Íslands stakk
upp á: Ólafur Elíasson myndlistar-
maður, Böðvar Guðmundsson rithöf-
undur, Sigríður Eyþórsdóttir kór-
stjóri, Tryggvi Ólafsson myndlistar-
maður, Auður Hauksdóttir forstöðu-
maður Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur, Jóhann Sigurðsson
útgefandi Íslendingasagna og Hulda
Þórisdóttir lektor við Háskóla Ís-
lands.
Guðmundur lætur af störfum sem
landsliðsþjálfari Dana í sumar en áð-
ur en af því kemur stýrir hann
danska liðinu í fjórum leikjum í und-
ankeppni EM í vor. Ekki liggur fyrir
hvað Guðmundur tekur sér fyrir
hendur eftir að hann hættir.
Frumkvæðið að orðunni
kom frá forseta Íslands
AFP
Heiðursorða Guðmundur Þórður Guðmundsson, hinn íslenski landsliðs-
þjálfari Dana, er talinn vel að viðurkenningu Danadrottningar kominn.
Veiting Dannebrog-orðunnar til Guðmundar Þ. Guð-
mundssonar vekur athygli í Danmörku
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Opnað var fyrir borholu ÞG-13 á
Þeistareykjum í fyrsta sinn í fyrra-
dag og hún látin blása. Holan verður
látin blása í fimm til sex vikur áður
en í ljós kemur hve aflmikil hún er.
Nú þegar er til reiðu nægt gufuafl
til að knýja fyrri vél Þeistareykja-
virkjunar sem gangsetja á í haust.
Stefnt er að gangsetningu seinni
vélarinnar í apríl 2018. Hvor vél er
45 MW og verður virkjunin því 90
MW þegar fullum afköstum hefur
verið náð.
Valur Knútsson stýrir Þeista-
reykjaverkefninu hjá Landsvirkjun.
Hann sagði að á liðnu ári hefðu verið
boraðar fjórar holur á Þeista-
reykjum. Bora á fjórar holur til við-
bótar á þessu ári, en holurnar sem
boraðar eru í þessari lotu verða allar
stefnuboraðar. Flestar ná niður á um
tveggja kílómetra dýpi og eru um 2,5
km langar hver um sig. Eftir borun
er hver hola látin hitna í ákveðinn
tíma og ná upp þrýstingi áður en hún
er látin blása. ÞG-13 var sú þriðja af
nýju holunum sem sett hefur verið í
blástur.
„Við erum komin með mælingu á
afköstum fyrstu holunnar, sem
boruð var í fyrra, og hún lofar mjög
góðu. Hinar eru enn að blása. Árang-
urinn virðist ætla að vera í góðu
meðallagi hjá okkur,“ sagði Valur.
Spurður um kostnað við boranir
sagði hann að umfang borverks væri
almennt um þriðjungur af heildar-
kostnaði við gufuaflsvirkjun.
Hvor vél þarf átta borholur
Samkvæmt reynslu á Þeistareykj-
um þarf um átta virkar borholur til
að knýja hvora vél virkjunarinnar.
Við upphaf framkvæmda var búið að
afla gufu fyrir ríflega 50 MW raf-
magnsframleiðslu úr átta virkum
holum.
Reiknað er með að nýju holurnar
fjórar muni skila um 25 MW. Stefnt
er að því að ljúka borun á þeim fjór-
um holum sem boraðar verða á þessu
ári á Þeistareykjum í haust, að sögn
Vals. Orkuöflunin er því að nálgast
90 MW í heildina. Nauðsynlegt er að
hafa varaholur til að tryggja
rekstraröryggi stöðvarinnar, og því
er stefnt að því að hafa til reiðu gufu-
afl sem samsvarar 100 MW við upp-
haf reksturs.
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Þeistareykir Borhola ÞG-13 blæs nú tignarlegum gufustrók upp í loftið. Bora á fjórar nýjar holur á þessu ári.
Gott útlit með nægt
afl á Þeistareykjum
Opnað var fyrir holu ÞG-13 í fyrradag og hún látin blása
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Gufuöflun Borholurnar á Þeistareykjum ná niður á um 2 km dýpi.
Óvenjuleg hlýindi undanfarið hafa
hvorki farið framhjá fólki né gróðri.
Gróður er sums staðar farinn að
taka við sér líkt og vorið sé að
koma.
„Það er ástæðulaust að hafa
áhyggjur enn sem komið er, en það
getur verið áhyggjuefni ef hlýindin
halda áfram og svo kemur hret,“
sagði Þórólfur Jónsson, deild-
arstjóri náttúru og garða hjá
Reykjavíkurborg. Hann sagði að
þessi hlýi febrúarkafli væri að
verða óvenju langur.
Margur gróður tekur við sér eftir
að ákveðnum uppsöfnuðum hita er
náð. Komi kuldakafli eftir hlýindin
þá stöðvast vöxturinn. Hafi gróður-
inn verið byrjaður að bæra á sér þá
bregst hann hraðar við næst þegar
hlýnar, að sögn Þórólfs. Veðurspáin
gerir ráð fyrir kólnandi veðri eftir
næstu helgi og það mun væntanlega
hægja á allri gróðurframvindu.
Þórólfur sagði að ýmsir laukar og
runnar sem standa á góðum stöðum
væru farnir að bæra á sér. Inn-
fluttar tegundir frá suðlægari
breiddargráðum geta látið svona
hlýindakafla plata sig. Þótt þær
verði fyrir áföllum og kali eitthvað
þá ná plönturnar sér yfirleitt aftur á
strik. Íslenska birkið lætur hins
vegar hlýindin ekki plata sig heldur
tekur það við sér í maí að venju.
gudni@mbl.is
Ástæðulaust að hafa
áhyggjur eins og er
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Gróður Núna um miðjan febrúar eru ýmsir laukar og runnar farnir að bæra
á sér, segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá borginni.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Karlmaður sem beitti sambýliskonu
sína grófu ofbeldi, nauðgaði og svipti
frelsi sínu í fjórar klukkustundir,
þrýsti á hana ásamt föður sínum að
skipta um réttargæslumann og senda
héraðssaksóknara tölvupóst um að
henni hefði ekki verið nauðgað. Þetta
kom fram í vitnisburði konunnar í
héraðsdómi samkvæmt dómi í málinu
sem birtur var í gær.
Játaði hluta háttsemi sinnar
Hlaut maðurinn fjögurra ára fang-
elsisrefsingu fyrir brot sín, en hann
var meðal annars fundinn sekur um
að hafa meinað konunni að fara út úr
íbúð sinni, slegið
hana ítrekað
hnefahöggum í
síðu og höfuð, rifið
í hár hennar, tekið
hana hálstaki,
sparkað ítrekað í
síðu hennar og
sparkað undan
henni stól þannig
að hún féll í gólfið.
Játaði hann
hluta þessarar háttsemi en sagðist að
öðru leyti ekki geta útilokað að brotin
hefðu átt sér stað.
Einnig var hann fundinn sekur um
að hafa þvingað konuna til munn-
maka og endaþarmsmaka eftir fyrri
brotin.
Þvinguð til að
breyta framburði
Karlmaður fékk fjögurra ára dóm
Dómur Konan
var beitt ofbeldi.