Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Verðdæmi
galli
EN471
á
900
vsk
Kulda
Dickies
fr
19.
m/
Vandaður
sýnileikafatnaður
á góðu verði
Flynn herforingi er hættur semöryggisráðgjafi Hvíta hússins.
Hann var rúmar þrjár vikur í starfi.
Víðast voru menn að byrja að
leggja nafn Flynns á minnið er
hann fór.
Það værisnjöll
spurning í
spurninga-
keppni að spyrja
hver hafi verið
öryggisráðgjafi
Obama í áraraðir. Einhverja kynni
að ráma í að sú fór í fjölda sjón-
varpsþátta og skrökvaði því upp að
morð á bandarískum sendiherra í
Líbíu stafaði af móðgandi mynd-
bandi á netinu.
Það var uppspuni hjá öryggis-ráðgjafanum. Enginn gerði
neitt með það.
Ekki er vitað til fulls af hverjuFlynn þessi færðist svo hratt
yfir á stíg horfinna úr sögunni.
Sennilegasta ástæðan sýnist enn sú
að Flynn hefði sagt varaforseta
Bandaríkjanna ósatt um hvað hon-
um og rússneska sendiherranum
fór á milli í síma.
Ein fréttastofa á veraldarvísu erþó með aðra greiningu.
„RÚV“ eitt sagði að málið snerist
um það hvort varaforseti Banda-
ríkjanna hefði logið að þjóðinni eða
Flynn foringi að varaforsetanum.
Varaforsetinn fór í margar sjón-
varpsstöðvar og sagði að Flynn for-
ingi hefði sagt sér að hann hefði
ekki rætt refsiaðgerðir Obama við
sendiherrann. Um það snerust
spurningarnar.
Fréttastofa RÚV skar partinnum fullyrðingu Flynns við
varaforsetann framan af fréttinni
til að geta ein í heiminum verið með
sína skrítnu skýringu. Hún réði
ekki við sig.
Síst betri en Flynn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.2., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 3 súld
Akureyri 4 rigning
Nuuk -17 heiðskírt
Þórshöfn 8 heiðskírt
Ósló -4 léttskýjað
Kaupmannahöfn 0 heiðskírt
Stokkhólmur 1 léttskýjað
Helsinki -1 léttskýjað
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 13 heiðskírt
Dublin 9 skýjað
Glasgow 7 rigning
London 9 rigning
París 13 heiðskírt
Amsterdam 10 heiðskírt
Hamborg 6 heiðskírt
Berlín 5 heiðskírt
Vín 7 heiðskírt
Moskva -5 skýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 14 rigning
Róm 12 heiðskírt
Aþena 13 heiðskírt
Winnipeg -13 heiðskírt
Montreal 0 alskýjað
New York 2 skýjað
Chicago -2 heiðskírt
Orlando 19 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:19 18:06
ÍSAFJÖRÐUR 9:34 18:01
SIGLUFJÖRÐUR 9:17 17:43
DJÚPIVOGUR 8:51 17:33
Svokölluð dansbylting samtakanna
UN Women verður haldin í fimmta
skipti föstudaginn 17. febrúar. Við-
burðurinn, sem er undir heitinu
„Milljarður rís Konur dansa,“ verður
á milli á milli kl. 12 og 13 í Hörpu.
Hann er haldinn í samstarfi við Sónar
Reykjavík og Nova. Að þessu sinni
verður dans í þágu kvenna sem sæta
ofbeldi um allan heim. Í ár er minning
Birnu Brjánsdóttur sérstaklega
heiðruð. Mikil þátttaka hefur verið í
þessum viðburði undanfarin ár, en
hann er á fleiri stöðum sama dag.
Tóku í fyrra hátt í tíu þúsund konur
þátt í samkomum víðs vegar um land-
ið. Í fréttatilkynningu frá UN Women
er fólk hvatt til þess að nota almenn-
ingssamgöngur til að koma í Hörpu
en einnig verður hægt að leggja frítt í
bílakjallara Hörpu meðan samkoman
stendur yfir.
Dansbylt-
ing í Hörpu
á föstudag
Heiðra minningu
Birnu Brjánsdóttur
Dansbylting Fjöldi mætti í fyrra.
„Þetta er mikill heiður,“ segir Davíð
Arnórsson, bakari hjá Stofunni bak-
hús í Vestmannaeyjum, sem á köku
ársins 2017. Keppnin um köku ársins
var í ár haldin í samstarfi við
Mjólkursamsöluna og gerð var krafa
um að kakan innihéldi skyr frá MS.
Davíð segir leiðina að sigrinum
hafa verið að viðhalda ferskleikanum
í skyrinu. „Það eina sem ég hugsaði
um voru ávextir; límóna og hindber.
Ég vissi fyrir fram að það myndi
passa vel, spurningin var bara hvern-
ig maður fínstillti hlutföllin. Það tók
nokkur skipti,“ segir Davíð, en kakan
er lagskipt með möndlukókosbotni,
hindberjahlaupi og skyrfrómasi með
límónu.
Óhætt er að segja að Davíð sé úr
mikilli bakarafjölskyldu, en faðir
hans, Arnór Hermannsson, er bakari
og bróðir hans Orri Arnórsson er
einnig bakari hjá fjölskyldubakarí-
inu, Stofunni bakhúsi.
Davíð segir bróður sinn eiga mik-
inn heiður í kökunni því þeir bræður
stóðu saman í bakstrinum en sendu
hvor inn sína köku.
Davíð flýgur frá Vestmannaeyjum
til Reykjavíkur í dag og hittir Elizu
Reid forsetafrú á Bessastöðum í kjöl-
farið, þar sem hann afhendir henni
köku ársins. Það er samkvæmt venju,
en kaka ársins verður fáanleg á konu-
daginn, 19. febrúar, í öllum bakaríum
Landssambands bakarameistara.
Kaka ársins frá Vestmannaeyjum í ár
Forsetafrú fær kökuna afhenta á Bessastöðum Kakan inniheldur m.a. skyr
Bakarar Orri og Davíð Arnórssynir.