Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Drekkhlaðinn Smábátaeigendur hafa séð um að sjá landanum fyrir fiski meðan á sjómannaverkfallinu stendur og þessi kom að bryggju í gær heldur betur drekkhlaðinn eins og sjá má. Árni Sæberg Tölur sýna að u.þ.b. 70% fjármagns sem veitt er til heilbrigðis- þjónustunnar fer til meðferðar á lífsstíls- sjúkdómum. Með öðr- um orðum til viðgerða sem telja má afleið- ingar rangra lifn- aðarhátta. Ekki þarf að eyða orðum í ára- langa umræðu um fjársvelti innan heil- brigðiskerfisins og ber Landspítal- ann þar hæst. Enginn ágreiningur er um nauðsyn þess að sjúkrahúsin í landinu geti sinnt hlutverki sínu. Hins vegar mun fátt breytast ef ekki kemur til gjörbreyttur hugs- unarháttur almennings í þessum efnum. Yfirvöld, að óbreyttu, munu um ókomna tíð kljást við háværar kröfur um meira fjármagn, ekki síst í viðgerðaþjónustuna, enda fá teikn á lofti um að almenningur breyti lifnaðarháttum sínum og beri ábyrgð á eigin heilsu. Oft er því haldið fram, að til- tölulega auðvelt sé að breyta við- horfi fólks en allt annað mál væri að breyta atferli þess og venjum. Flestir viti hvað er rétt og rangt, hvað er hollt og hvað óhollt en láti sér það yfirleitt í léttu rúmi liggja, hagi lífi sínu að eigin geðþótta. Þeg- ar heilsan síðan gefur sig er ein- faldlega bankað á dyr heilbrigð- iskerfisins og sagt: Hér er ég – nú takið þið við. Nútímaheilbrigð- isþjónusta er ekki undanskilin þörf- um markaðarins hverju sinni og virðist í ákveðnum tilvikum taka mið af lífstílssjúkdómum sem og kröfum um útlit og atgervi en á sama tíma ekki gera neinar kröfur til okkar sjálfra um ábyrga hegðun þessu tengda. Tæknin gerir okkur kleift að framlengja lífslíkur umtalsvert. En er það markmið í sjálfu sér? Ættu markmið heil- brigðisþjónustunnar og okkar sjálfra ekki frekar að beinast að auknum gæðum lífsins frekar en lengd þess? Sífellt kapphlaup um lífslengd meðal þjóða og tölfræðilega mark- miðssetningu innan heilbrigðiskerfisins í þá átt, þjónar engum tilgangi í að efla lífsgæði og vellíðan einstakling- anna sem njóta heilbrigðiskerfisins eða mynda þjóðirnar. Heilbrigð- isþjónusta kostar peninga og mikil áhersla er lögð á að ákveðinn hluti verðmætasköpunar í landinu sé settur í þennan málaflokk. Líklega er þetta stærsti einstaki liður sam- félagsþjónustu okkar. Kostnaður samfélagsins í framtíðinni mun aukast vegna heilbrigðismála, m.a. vegna aukinna krafna samfélagsins en ekki síður vegna afleiðinga nú- tíma lífshátta og oft á tíðum óá- byrgrar hegðunar okkar sem ein- staklinga. Óheilbrigðir lifnaðarhættir dýrir fyrir samfélagið Stofnandi Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) og heilsustofnunar þess í Hveragerði (HNLFÍ), Jónas Kristjánsson læknir (f. 1870) hóf ár- ið 1923 opinberlega að messa yfir landslýð um samspil lifnaðarhátta og heilsu. Hann stóð í þessari bar- áttu þar til hann lést árið 1960. Yfirleitt í mikilli andstöðu við aðra lækna og samtök þeirra, en flestir kollega Jónasar gerðu lítið úr hug- myndum hans um samspil lifnaðar- hátta og heilsu. Í dag þykir grát- broslegt að Jónas átti á sínum tíma í harðvítugum deilum við Lækna- félag Íslands sem hann gagnrýndi harðlega fyrir að birta tóbaks- auglýsingar í tímariti félagsins. En hvað er til ráða? Hvernig á að koma í veg fyrir að sífellt stærri hluti opinbers framlags til heil- brigðismála, u.þ.b. 70% í dag, fari til meðhöndlunar á afleiðingum óheilbrigðra lifnaðarhátta? Sú öfug- þróun er ekki til þess fallin að tryggja heilbrigði landsmanna. Þessari óheillaþróun verður ekki breytt án almennrar hugarfars- breytingar, en til þess að svo verði þarf ekki síst að koma til markviss stefnumörkun og umtalsvert fjár- magn frá hinu opinbera. Vissulega tala stjórnmálamenn og lykilaðilar innan heilbrigðiskerf- isins mikið um mikilvægi fyrir- byggjandi starfs og heilsueflingar. Í október sl. samþykkti sérstök ráð- herranefnd lýðheilsustefnu ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Í stefnunni er sett fram sú fram- tíðarsýn að Íslendingar skuli vera meðvitaðir um að þeir beri ábyrgð á eigin heilsu og að skólakerfið, vinnustaðir og stofnanir séu heilsu- eflandi og vinni stöðugt að því að auka hreyfingu og útivist, bæta mataræði og efla geðrækt því slíkt leiði til betri heilsu og aukinnar vel- líðanar. Þá segir að stefnumótun og ákvarðanir ríkis og sveitarfélaga séu forsenda þess að lýðheilsusjón- armið séu sett í forgrunn og að heilsueflandi samfélag verði innleitt á landsvísu. Þetta er nú allt gott og blessað. Lítur vel út á pappír. Þegar grannt er skoðað kemur hins vegar í ljós að þessum fögru orðum fylgir sára- lítið fjármagn – einungis örlítið brot af því fjármagni sem fer til heil- brigðismála. Þessi staðreynd vekur þá spurningu hvort hugur fylgi máli? Í þessu samhengi má benda á að í nýrri landbúnaðarstefnu kemur fram að auka eigi vægi lífrænnar framleiðslu – en aftur, þegar grannt er skoðað, eru opinber framlög til að auka vægi lífrænnar framleiðslu sáralítil í gildandi búvörusamningi. Nánast sýndarmennska Almennt skortir stjórnmálamenn framsýni, dugnað og kjark í þessum málum. Virðast með hugann við daginn í dag og þann tíma sem þeir hafa eitthvað um mál að segja. Sjóndeildarhringurinn miðast við kjörtímabilið hverju sinni. Við skul- um ekki velkjast í vafa um að það tekur langan tíma að breyta hug- arfari almennings í þá veru að vera ábyrgur gagnvart eigin heilsu, sam- félaginu sem slíku og umhverfi. Sá sem þetta ritar telur að það taki a.m.k. heila kynslóð, ef vel er á málum haldið, að færa hlutina til betra horfs. Ef ekki er tekið í taum- ana án tafar heldur heilbrigðis- kerfið áfram að vera óseðjandi hít sem að óbreyttu setur ríkissjóð á hliðina innan örfárra ára og/eða stóreykur kostnaðarþátttöku al- mennings. Innprenta þarf börnum strax og þau hafa vit til heilbrigða lifnaðar- hætti og virðingu fyrir náttúrunni. Þegar þau hefja skólagöngu þarf að vera áframhald á með markvissri fræðslu. Þeir sem nú eru að vaxa úr grasi hafa flestir ekki þann nauð- synlega bakgrunn sem til þarf og því vart séð að almenn hugarfars- breyting eigi sér stað fyrr en með nýrri kynslóð. Hér þurfa foreldrar ásamt ríki og sveitarfélögum að koma að málum. Vonandi ber ný lýðheilsustefna vott um betri tíma. Fjárframlög henni tengd virðast hins vegar með þeim hætti að við hljótum að spyrja hvort hugur fylgi máli. Í ávarpi fyrir rúmlega sjötíu ár- um sagði Jónas Kristjánsson lækn- ir, þá forseti NLFÍ, m.a. eftirfar- andi: „Náttúrulækningastefnan lítur svo á, að flestir sjúkdómar stafi af því, að vér brjótum lögmál þau og skilyrði sem heilbrigði er háð. Vís- indi framtíðarinnar eiga án nokkurs vafa eftir að sýna fram á þessa staðhæfingu þegar vísindamönnum þjóðanna ber sú gæfa til, að leita orsaka sjúkdóma í stað þess að huga nær eingöngu að meinunum sjálfum. Til þess að skapa heilbrigt og dugandi þjóðfélag, þarf andlega og líkamlega heilbrigða þegna. Undirstaða heilbrigðinnar eru rétt- ir lifnaðarhættir og rétt fræðsla. En heilsurækt og heilsuvernd verð- ur að byrja, áður en menn verða veikir. Æsku landsins á að upp- fræða um lögmál heilbrigðs lífs. Í þessu starfi þurfa allir hugsandi menn að taka þátt, allir góðir synir og dætur fósturjarðar vorrar verða að telja það sína helgustu skyldu, að vernda heilsu sína ættjörðinni til handa. Og takmark allra þarf að vera það, að deyja frá betri heimi en þeir fæddust í.“ Svo mörg voru þau orð! Eftir Gunnlaug K. Jónsson »Hvernig á að koma í veg fyrir að sífellt stærri hluti opinbers framlags til heilbrigðis- mála, u.þ.b. 70% í dag, fari til meðhöndlunar á afleiðingum óheil- brigðra lifnaðarhátta? Gunnlaugur Kristján Jónsson Höfundur er forseti NLFÍ. Berum ábyrgð á eigin heilsu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.