Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Sérðu þetta? Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 www.eyesland.is Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með umfjöllun um heilbrigðismál í fjölmiðlum og á sam- félagsmiðlum undan- farna mánuði. Flestir eru nú sammála um að það þurfi drjúga inn- spýtingu fjármagns til að bæta heilbrigðis- þjónustuna. En það er ekki sama hvernig þessir fjármunir eru nýttir. Sýnist þar sitt hverjum um áherslur og fyrirkomulag. Stjórnmálamenn bera ábyrgð Stjórnmálamenn hafa áratugum saman sýnt þessum mikilvæga mála- flokki mjög takmarkaðan áhuga og margir hverjir beitt sér gegn nýj- ungum og framfaraskrefum til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á henni að halda. Margir stjórn- málamenn hikuðu ekki við að þrengja að þjónustunni í tíð fjár- málakreppunnar, þrátt fyrir ítrek- aðar aðvaranir. Á undanförnum árum hefur mikil tilhneiging verið til þess að tak- marka þjónustu flestra heilbrigðis- stofnana í landinu og þjappa henni helst á eina stofnun. Rekstri fjögurra sjúkrahúsa hér á höfuðborgarsvæð- inu hefur verið hætt á síðustu árum og sameinaður Landspítalanum. Með því hefur verulega verið þrengt að sjúkrahúsaþjónustunni. Þegar síðasta sjúkrahúsinu, St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði, var lokað 2011 var margra ára uppbygging í ákveðnum sérgreinum skorin niður eða jafnvel lögð af. Þjónusta sem byggð hafði verið af brýnni þörf fyrir sjúklinga og í fullkomnum takt við framfarir í læknisfræði. Þjónusta þar sem sam- an kom í samvirkri og öflugri heild þekking og reynsla sérfræðinga í ýmsum greinum læknisfræðinnar. Sjálfstætt starfandi læknar Markviss áróður er uppi gegn sjálfstætt starfandi læknum sem hafa tekið sig saman og byggt upp einingar með faglegum metnaði, vinnusemi og framsýni til að bæta heilbrigðis- þjónustuna. Þá hefur þetta sama fólk fylgst grannt með nýjungum og tekið upp vinnuað- ferðir til að veita þjón- ustu utan spítala og sparað mikla fjármuni, einfaldað þjónustu- stigið, auk þess að gera það þægilegra fyrir sjúklingana og lagað það að þörfum þeirra. Fáir hafa mælt þessu frumkvæði bót og svo virðist sem fólk geri sér ekki grein fyrir hversu gríðarlega mikil- væg þessi starfsemi er í okkar heil- brigðisþjónustu. Þessi framþróun hefur hins vegar reynst ákafleg erfið og þung í vöfum fyrir stofnun eins og Landspítalann. Þar á bæ hefur þróun verklags í læknisfræði, t.d. þróun göngudeilda- aðgerða, ekki verið fylgt nægilega eftir á mörgum sviðum. Stjórn- endum stofnunarinnar hefur ekki tekist að stýra starfseminni inn á þessar brautir á viðunandi hátt til þess að svara kalli tímans. Skjálfti og hrun Mikill skjálfti varð hjá sumum stjórnmálamönnum og stjórnendum Landspítalans þegar það kvisaðist út að hugmynd væri uppi um að stofna einkaspítala hér á landi. Engu var líkara en að þar sæju menn fyrir sér algert hrun ríkisrekinna heilbrigðis- stofnana í landinu. Tönnlast var á öllu því neikvæða sem slíkt hefði í för með sér og ofsahræðsla virtist grípa um sig meðal sömu aðila sem stend- ur stuggur af samanburði og vænt- anlegri samkeppni. Sama er upp á teningnum nú þeg- ar Landlæknisembættið sér ekki ástæðu til að neita Klíníkinni um fag- legt starfsleyfi. Margir sömu aðilar stíga nú fram og blása í herlúðra og finna starfsemi þessa fyrirtækis allt til foráttu. Það gengur jafnvel svo langt að því er haldið fram að fyrir- tækið og aðrar einkareknar einingar muni grafa undan rekstri háskóla- spítalans. Lítil er trú þessa fólks á stofnuninni sem er stærsti vinnu- staður og heilbrigðisstofnun landsins með um 60 milljarða ríkisframlag. Af hverju er þessi ótti við samanburð í heilbrigðisþjónustunni á árangri og hagkvæmni? Biðlistar og hagsmunir En hver er hin raunverulega staða? Biðlistar fyrir ákveðnar að- gerðir eru óhóflega langir. Lands- mönnum er boðið ár eftir ár upp á að bíða eftir aðgerðum sem jafnvel má framkvæma án innlagna eða með stuttum innlögnum. Á tímum nú- tímalæknisfræði, þegar tæknilegar framfarir eru án takmarkana, eru lífsgæði fólks skert svo mánuðum og árum skiptir. Landspítalinn hefur ekki ráðið við þessi verkefni og mun ekki gera á komandi árum. En um hvað snýst málið? Snýst það um hvar þjónustan er veitt, rekstrarform þess sem veitir hana, þröngsýni eða ef til vill bara um eigin hagsmuni? Hvað um hagsmuni sjúklinganna sem þurfa á þessari þjónustu að halda? Eiga þeir ekki að vera í fyrir- rúmi? Er allt í einu bannað á öld tækniframfara að leita skapandi lausna? Hvað þarf að gera? Hvað ætlum við að bíða lengi? Mikill mannauður starfar í læknis- fræði á Íslandi sem fúslega vill tak- ast á við þessi brýnu verkefni. Að- staða og frábær tækjabúnaður er víða fyrir hendi. Það eina sem þarf er að láta af ein- strengingslegum sjónarmiðum, nýta þann mannauð og aðstöðu sem fyrir er, koma á faglegu eftirliti og setja þá einstaklinga í forgang sem þurfa á þjónustunni að halda. Ef vandamálið er skortur á fjármagni, skulum við skoða fordómalaust hvað það kostar að gera hlutina seint eða alls ekki. Nú verða stjórnmálamenn að hlusta, láta af þröngsýni, gera ís- lenskt heilbrigðiskerfi aðgengilegt og aðlaðandi fyrir vel menntað heil- brigðisstarfsfólk. Við þurfum á því að halda. Eftir Ásgeir Theódórs Ásgeir Theódórs » Það eina sem þarf er að láta af ein- strengingslegum sjónarmiðum og nýta þann mannauð og að- stöðu sem fyrir er. Höfundur er læknir og sérfræðingur í heilbrigðisstjórnun. Heilbrigðisþjón- ustan, hröð og góð Mikið hryggði það ald- inn huga að sjá að enn einu sinni er áfengisvofan á kreiki í sal Alþingis, eins og alltaf áður ífærð fallegum falsskrúða um frelsi til að velja. Ég hlýt að spyrja mig fyrir hverja svona frumvarp er flutt. Er það fyrir fólkið sem er í sinni ágætu meðferð á Vogi? Eða fyrir þau 13 prósent landsmanna sem lúta þeim örlögum að deyja ótímabærum dauða vegna drykkju eins og sú ágæta kona Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttastjóri vitnar til? Er það fyrir þau 5 prósent sem Þóra Kristín bendir á að verða fyrir sjúkdómum af völdum áfengis og er varlega farið í sakirnar, svo samverkandi sem áfengið getur verið sem sjúkdómavaldur? Ekki getur þetta verið til þess að æskufólk komist síðar á bragðið sem allt snýst um, hafandi brennivínið alls staðar í augsýn. Meðal þessa fólks hefur nefnilega hið ágætasta forvarn- arstarf verið unnið um hríð með um- talsverðum árangri, jafnvel glæsi- legum. Er þetta andsvarið við þeim ágæta árangri? Að vísu er eins og rofi til í hugarheimi „frelsissinnanna“, því þau segjast vilja auka framlög í for- varnarsjóð sem væri hið bezta mál, ef ekki væri jafnhliða verið að auka á vandann sem við héldum reyndar að væri nægur fyrir. Nú er þetta ágæta og eflaust vel greinda fólk sér með- vitað um að áfengið er einhver al- mesti skaðvaldur allrar lýðheilsu. Það hlýtur einnig að vita það sem virtustu lýðheilsustofnanir telja hin mestu hættumerki varðandi áfeng- isneyzlu. Þar er eitt helzta hættu- merkið aukið aðgengi að áfenginu og finnst þessu ágæta fólki að „brenni- vín í búðirnar“, eins og Steingrímur J. Sigfússon kallaði frumvarpið á sinni tíð, sé til að takmarka aðgengi að þessum ógnvænlega vímuvaldi. Það getur hreinlega ekki verið. En Steingrímur hefur nefnilega eins og fleiri þingmenn lesið um álit þeirra sem mest skal mark á tekið og allir þingmenn, einnig þeir nýju „fersku“ vita og sjá fyrir sér þær skelfilegu af- leiðingar sem áfengið hefur í för með sér og við erum óþyrmilega minnt á næstum dag- lega . Skrautfjaðr- irnar fjúka af þegar raunveruleikinn er rýndur. Og svo eru það áfengisauglýsing- arnar sem nú á að leyfa villt og galið. Þar erum við einnig komin að viðvörunum lýðheilsufólks vegna þess alveg sérstaklega að ungmenni eru eink- um útsett fyrir áhrifum þeirra. Allar takmarkanir þar eru af því góða að þeirra sögn. Ég þykist vita að þetta innlegg aldraðs manns hafi ekki mikil áhrif á hina nýfersku þingmenn sem tala um afturhald ef menn vilja stemma á að ósi. En reynsla hans er þó slík að ekki veiti af og hann talar fyrir munn svo margra sem áfengið hefur fært í fjötra. En hann vitnar líka í menn eins og Þórarin Tyrfingsson á Vogi og Árna Guðmundsson formann For- eldrafélags gegn áfengisauglýsingum að ógleymdri henni Þóru Kristínu sem kvað svo sterkt að orði í Frétta- tímanum. Og enn bætist í hópinn í þessum rituðu orðum, því í leiðara Fréttablaðsins rassskellir Magnús frændi minn Guðmundsson ritstjóri þetta lið rækilega undir fyrirsögn- inni: Fyrir hvern? Og enn bætist við hrikaleikann, m.a. í kostnaði vegna heilsufarsafleiðinga, frá embætti Landlæknis, skelfilegar tölur sem hlaupa á milljörðum. Mætti ekki hlusta á allt þetta fólk, mætti ekki einnig hlusta á þá sem aldrei bíða þess bætur að hafa lent undir í bar- áttunni við Bakkus? Getur verið rétt sem ágæt kona sagði við mig á dög- unum að þegar gróðahyggjan hefur tekið öll völd kemst heilbrigð skyn- semi hvergi að? Og í lokin: Í öllum bænum nefnið ekki orðið frjálslyndi í sambandi við þetta óheillamál. Megi það sofna svefninum langa, svo ekki þurfi að kveða uppvakninginn niður. Uppvakningur enn á ferð Eftir Helga Seljan Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. »Nefnið ekki orðið frjáls- lyndi í sam- bandi við þetta óheillamál. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.