Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 25

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 25
uðum er að sjálfsögðu brot á stjórnarskránni, brot á mannrétt- indum. Naumt skammtað til aldraðra Hvernig stendur á því að velferð- arlandið Ísland skammtar eldri borgurum svo nauman lífeyri sem hér hefur verið lýst? Það er óskiljan- legt. Ráðamenn tala mikið um það að efnahagsmálin séu í góðu lagi; góðæri sé mikið. En góðærið hefur alveg farið framhjá eldri borgurum. Lífeyrir á ekki aðeins að duga fyrir brýnustu nauðsynjum; lífeyrir á að duga til þess að aldraðir geti lifað með reisn þetta síðasta skeið ævi sinnar. Þeir þurfa að geta veitt sér eitthvað og gefið barnabörnum sín- um jólagjafir og afmælisgjafir. Lyfta þarf kjörum aldraðra myndarlega Það hefur verið reiknað út að hin Norðurlandaríkin verji um það bil 100 milljörðum meira á ári til eldri borgara, öryrkja og velferðarkerfis- ins í heild en gert er hér á landi. Þó er hagvöxtur meiri hér en þar og hefur verið um skeið og Ísland er ekki síður ríkt en hin Norður- landaríkin, ef til vill ríkara. Hvers vegna eru kjör aldraðra og öryrkja þá svo miklu verri hér en í hinum Norðurlandaríkjunum? Ég tel að það sé vegna skilningsleysis íslenska stjórnmálamanna á vanda eldri borgara og öryrkja á Íslandi. Hér þarf að verða breyting á . Það er kominn tími til þess að lyfta kjörum aldraðra og öryrkja myndarlega upp. Ég tel að lágmark fyrir eldri borgara og öryrkja sé 400 þúsund á mánuði fyrir skatt, 305 þúsund eftir skatt. Það er engin leið að lifa sóma- samlegu lífi af lægri upphæð. Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi. UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í lyftuhúsi. Húsnæðið skiptist í móttöku, tvær skrifstofur, opið vinnurými, kaffistofu og geymslu. Hagstætt leiguverð. Ekki vsk húsnæði. Laust fljótlega. Uppl. Bergsveinn 863-5868 bergsveinn@jofur.is Gott, nýlega innréttað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Opið og bjart skrifstofurými með tölvulögnum. Eitt fundaherbergi. Norðurgluggar með góðu útsýni. Opið eldhús með barborði. Parket á gólfi. Kerfisloft með góðri lýsingu. Áhvílandi lán er ca. 10 mkr. Laust strax. Uppl. Magnús 861-0511 magnus@jofur.is Hlíðasmári 8 – 201 Kópavogur Stærð: 211 fm. Leiguverð: Tilboð Suðurlandsbraut – 108 Reykjavík Stærð: 88,3 fm. Söluverð: 26 millj. TIL LEIGU TIL SÖLU Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 sig á móti því að ráðherra veiti samþykki sitt, enda sé hætta á að viðkomandi séu ekki borgandi fé- lagsfólk þar. Auðvitað er ekki minnst á aukaatriði eins og velferð sjúklinganna, heldur sé um alls- vakalega einkavæðingu að ræða sem sé það versta sem til er og fordómahugmyndafræðin verði að ganga fram yfir allt annað, sama hvað. Sjúkratryggingar Íslands munu greiða fyrir þjónustuna þannig að ekkert breytist hvað það varðar, en samt er áhyggjuefnið ennþá að það sé mikil hætta á að eitthvað efnað fólk fái að njóta þjónustunnar á undan einhverjum tekjulægri. Það gæti augljóslega hugsanlega gerst að biðlistar hjá ríkisspítölunum styttist, sem væri líklega ekki nógu gott þegar að er gáð. Forstjóri Landspítalans er fylgjandi einokuninni og vill ekki að einkafjármunir sem hann ræður ekki yfir séu notaðir í fjárfestingar á heilbrigðissviði jafnvel þótt slíkt létti á spítalanum og ríkiskass- anum og hjálpi sumum sjúklingum hans. Hann óttast e.t.v. samkeppn- ina, þ.e. að heilbrigðisstarfsfólk í einkarekstri leggi meira á sig og afkasti meiru en BSRB & co-fólkið og þéni meira af þeim sökum, þótt Sjúkratryggingarnar greiði það sama fyrir hvert verk. Það má alls ekki stefna upp á við heldur að draga allt niður og helst að gera meðaltölin sem lægst svo að ríkis- reksturinn fái sem mesta með- aumkun hjá stjórnmálamönnum en skítt með skattgreiðandann. Þegar þetta er samið liggur aumingja ráðherrann þungt haldinn undir feldi og er að hugsa sig mikið um hvort að það eigi að leyfa það að þurfandi sjúklingar fái að njóta að- gerða og aðhlynningar hjá einka- klíníkinni, eða hvort að þeir eigi ekki bara að þjást og vera óvinnu- færir á göngum Landspítalans sem lengst. Erfitt mál það, en Mar- teinn Mosdal hefði ekki verið lengi að taka sína ákvörðun: ríkinu allt, skítt með allt annað. Höfundur er fv. forstjóri. Tölvueign er orðin það almenn í dag að ætla má að tölva sé orðin sjálfsagður hluti af staðalbúnaði vel flestra heimila. Á sama tíma skortir víða mikið á að nemendur á yngsta stigi grunnskól- ans hafi nægilegt að- gengi að tölvum. Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að samflétta netvædda upplýs- ingatækni á sem eðlilegastan hátt almennu námi í grunnskólanum. Með tilliti til þess hve stór hluti heimila hefur í dag greiðan aðgang að einni eða fleiri tölvum, auk að- gengis tölvugagna í gegnum snjall- síma og spjaldtölvur, mætti ætla að flest börn á yngstu stigum grunn- skólans hafi aðgang að tölvu heima fyrir. Því er ekki óeðlilegt að ætla að börnin kunni að minnsta kosti að kveikja og slökkva á tölvu og hafi nokkra grunnfærni í að nota lykla- borð tölvunnar. Stýripinnar, leikir og youtube Í ljósi þessa ætti því ekki að telj- ast óeðlilegt að leggja fyrir sam- ræmd próf í rafrænu formi fyrir nemendur í 4. bekk grunnskólans. Þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Staðreyndin er nefnilega sú að mörg barnanna kunna lítið sem ekkert að nýta sér tölvur til annars en að stjórna stýripinnum leikja- tölva og til að taka þátt ýmsum gerðum tölvuleikja. Mörg þeirra hafa þó einnig öðlast færni í að komast á youtube til að horfa á myndbönd. Tölvuaðgengi og netsamband misgott Grunnskólar landsins eru afar misvel búnir tölvum og traustu net- sambandi. Sem dæmi má nefna að í sumum grunnskólum í Reykjavík vantar greiðara aðgengi yngstu ald- urshópanna að tölvum, kennsla í upplýsingatækni er þá af skornum skammti sem og virk ritþjálfun barnanna á tölvulyklaborðum. Það er ekki nóg að aðalnámskrá grunn- skóla setji fram háleit markmið um gagnvirka ritþjálfun og notkun upp- lýsingatækni í skólastarfi ef stað- reyndin er síðan sú að sjálf verk- færin vantar í marga skóla og ekki síður fjármagn til að koma kennslu í tölvu- og upplýsingatækni í við- unandi horf og fastan farveg. Aðrir skólar eru það vel búnir tölvum, netaðgengi og kennslumagni, að nemendur þar fá þá kennslu og færniþjálfun sem mælt er með og miðað er við í markmiðum aðal- námskrár. Á að ríkja jafnræði? Á meðan aðstæður eru með svo mismunandi hætti er vart hægt að tala um að jafnræði ríki meðal barna sem þreyta samræmd rafræn próf í 4. bekk grunnskólans. Skóla- og frístunda- svið Reykjavíkur hefur aukið það fjármagn sem ætlað er til að byggja upp og bæta tölvuaðgengi nemenda í Reykjavík. Auk fjár- muna sem ætlaðir eru til tölvukaupa skal einnig bæta og efla þráðlaus net og fjölga netpunktum sem auð- velda eiga aðgengi að netinu. Aðgangur að netinu er jú forsenda þess að upplýsingatæknin nýtist nemendum sem skyldi, góður tölvu- búnaður án viðunandi netsambands dugar skammt. Nú er að sjá hvernig til tekst. Tölvunotkun er hluti af nútíma kennsluháttum Í að minnsta kosti einum skóla í höfuðborginni stóðu nemendur í fjórða bekk frammi fyrir samræmd- um prófum í rafrænu formi nú sl. haust 2016, án þess þó að hafa feng- ið svo mikið sem eina kennslustund í ritþjálfun á lyklaborði, hvað þá tölvunotkun, á fyrstu þremur árum skólagöngu sinnar. Tölvueign skól- ans er af skornum skammti, um er að ræða fjölmennan skóla og aðeins eitt tölvuver sem vart nær að anna aðstöðu og aðgengi kennslu í upp- lýsingatækni fyrir nemendur á mið- stigi og efsta stigi. Vegna undirbún- ings samræmdu prófanna voru því gerðar tilhliðranir fyrir nemendur fjórða bekkjar til að börnin næðu öll að komast í frumsnertingu við lykla- borð, tækju fyrstu skrefin í rit- þjálfun og næðu að skilja hvar og hvernig töfra mætti fram stóra stafi, kommur og punkta. Mikill hugur var bæði í nemendum og kennurum og með góðum vilja allra tókst á örfáum kennslustundum að leggja inn og þjálfa allra helstu grunnatriði. Ógnin hvarf – námsgleðin óx! Að loknum prófunum var síðan tekið til við samþætt verkefni í sam- félagsfræði og tölvu- og upplýsinga- tækni um goð í norrænni goðafræði. Verkefnið fólst í því að lesa sögu- texta, leita upplýsinga í fámennum hópum, skrifa texta og nýta rit- vinnslu. Þannig lærðu nemendur fleiri grunnatriði í textavinnslu og geymslu gagna. Einnig lærðu þau að finna, velja og vista myndir af netinu í tengslum við efnið og að lokum var öllu efni barnanna safnað saman á sameiginlega vefsíðu. Segja má að samræmdu rafrænu prófin, sem nemendum stóð hálfgerð ógn af í upphafi hausts, hafi síðan sýnt og sannað gildi sitt. Þarna voru að- stæður orðnar þannig að með ógn- arhraða varð að komast yfir ákveðna grunnfærni til að geta þreytt samræmdu prófin með raf- rænum hætti og í kjölfarið varð það síðan sem leikur einn að takast á við stórt og umfangsmikið verkefni sem varð þá til þess að festa betur og bæta við grunnfærnina sem börnin öðluðust í kapphlaupinu við rafrænu prófin. Enn er bið Börnin eru afar stolt af vefnum sínum í dag og verkefnið veitti þeim mikla innsýn í tækniundrið mikla, tölvutæknina. Nú eru þau meira en tilbúin til að halda áfram – en verða líklega að bíða enn um sinn eftir frjálsara aðgengi að tölvum og fleiri tækninýjungum sem mörgum þykir sjálfsagt að nýta í nútíma- kennslutækni. Eftir Jónu Björg Sætran Jóna Björg Sætran » Tölvan er orðin sjálf- sagður hluti af stað- albúnaði vel flestra heimila en tölvuaðgengi er enn víða lítið á yngsta stigi grunnskólans. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, situr m.a. í skóla- og frístundaráði og er kennari. Tölva er sjálfsögð á heimilum – en hvað með yngsta stig grunnskólans? Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.