Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 28

Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 ✝ ErlingurBrynjólfsson fæddist á Selfossi 17. desember 1952. Hann lést 5. febrúar 2017 á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar: Brynjólfur Guð- mundsson, f. 7.7. 1926, d. 15.5. 2015, og Arndís Erlingsdóttir, f. 2.7. 1932, bændur í Kolsholtshelli í Vill- ingaholtshreppi og síðar á Galtastöðum í Gaulverjabæjar- hreppi. Bróðir Erlings er Ragnar Geir, tölvunarfræð- börnin Hilmi Snorra, Egil Kára og Iðunni Emblu. Erlingur vann við sveita- störf og sem háseti á síðutog- urum um sumur á mennta- skólaárunum en hóf kennslu- störf að loknu stúdentsprófi og kenndi við grunnskólana í Vestmannaeyjum og á Hólma- vík. Að loknu háskólanámi hóf hann kennslu í sögu við Fram- haldsskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Árið 1985 flutti hann til Selfoss og kenndi sögu við Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi þangað til hann lét af störfum við skól- ann vegna heilsubrests árið 2014. Erlingur vann einnig sem ráðgjafi skólaþróunar- starfs framhaldsskóla í And- orra á árunum 1993-1995. Útför Erlings fer fram frá Selfosskirkju í dag, 16. febr- úar 2017, kl. 13. Jarðsett verð- ur í Villingaholtskirkjugarði. ingur og fram- haldsskólakennari, f. 1961. Erlingur lauk stúdentsprófi frá máladeild MR 1974 og cand. mag.- prófi í sagn- fræði frá HÍ 1983. Hann var í sambúð með Sigureyju Finnbogadóttur, f. 1955, frá Patreks- firði og eignuðust þau synina Brynjólf, tölvunarfræðing, f. 1977, og Andra, f. 1984. Þau slitu samvistum. Brynjólfur kvæntist Kristínu Rannveigu Snorradóttur 2004 og eiga þau Minningar frá æskuárunum hafa sótt mig heim síðustu daga: Erlingur að koma heim úr skól- anum, Erlingur að lesa inni í stofu. Ég og Erlingur að ganga út að Syðra-Velli að heimsækja afasystkini okkar og fá lánaðar bækur Guðmundar móðurbróð- ur, sem var farinn til Bandaríkj- anna. Erlingur var eldri og kenndi mér að beygja út af veg- inum og inn á gamla flóðgarðinn til að stytta leiðina. Til Vallar- systkinanna var gott að koma. Í herbergi Guðmundar var flest ósnert en við Erlingur gátum fengið bækurnar hans lánaðar að vild, og það var mikið lesið. Ég man þegar hann fékk plötuspilarann í fermingargjöf og skyndilega voru Elvis Pres- ley, Louis Armstrong og MA- kvartettinn orðnir heimilisvinir. Gömlu plöturnar frá Júlíu frænku voru líka spilaðar. Ég man líka þegar hann fékk botn- langabólguna og læknaðist á ótrúlegan hátt. Ég minnist votabandshey- skapar á Miklavatnsmýri, ferðar í hellirigningu í heygrind fullri af blautu heyi á leiðinni heim mold- argötu í myrkri og rigningu. Annað óþurrkasumar var hann líka heima. Þá var beðið lengi eftir þurrki. Hann reykti pípu og við hlustuðum á plöturnar hans í norðurherberginu uppi á lofti og tefldum á meðan rigningin buldi á þakinu og plöturnar fóru hring eftir hring á spilaranum. Svo var lesið meira. Mörgu heyhlassinu mokuðum við í heyblásarann saman. Ef tíminn leyfði var hægt að moka beint úr heyvagninum sem var auðvelt, sérstaklega eftir að færibandavagninn kom, en stundum lá mikið á því rigningin var að koma. Þá var hlassinu sturtað af til að hægt væri að sækja meira. Við kepptumst við að vera búnir að moka hlassinu áður en komið var með nýtt hlass. Þá var þægilegt að kasta sér á jörðina og horfa upp í ljós- an síðsumarskvöldhimininn og liggja kyrr eins lengi og hægt var og finna þreytuna líða hægt á braut á meðan beðið var eftir næsta vagni. Veiðiferðir á vorkvöldum koma í hugann. Ferðir í Prest- poll, Nautavað og Djúpakrók. Fuglasöngur, flotholt og regnúði á lygnum straumi, setið í þögn og beðið. Spáð í veiðistaði, hegð- un fisksins í vatninu og beitu. Ég minnist ljósmyndaáhugans þegar við framkölluðum filmur í myrkvuðu herbergi og spenn- unnar þegar ljósmyndirnar komu loksins í ljós hægt og hægt í framköllunarvökvanum við gult skin framköllunarper- unnar. Ég minnist einnig þegar ég skrifaði menntaskólaritgerð um útgerð á Loftsstaðasandi og Erlingur var mér innan handar um heimildir, þegar ég heimsótti hann á Sauðárkróki og bíltúrs um Skagafjörð, Sinclair spectr- um-tölvunnar sem hann var nýbúinn að kaupa þá og skák- forritsins. Einnig minnist ég óveðurs um jól, rafmagnsleysis og mjalta í myrkri. Foreldrar mínir tóku jólamatinn og við ókum upp að Selfossi til Erlings, Sigureyjar, Brynjólfs og Andra og borðuð- um jólamatinn þar. Ég minnist þess einnig að þegar ég kom heim eftir námið þá fór Erlingur með mér heim til Þórs Vigfús- sonar, kynnti okkur og spurði hvort ég gæti gert eitthvað í FSu. Þessar og fleiri minningar eru mér mjög dýrmætar. Ég mun því ævinlega minnast bróður míns með hlýhug og þakklæti. Ragnar Geir Brynjólfsson. Í minningunni leikur gjarnan nokkuð ljóðrænn andblær yfir æskuárunum, sérstaklega eftir að gráum haustfölva slær á koll- inn uns hann hvítnar eins og fjallshlíð að vetri og aldrei að vita, hvort menn nái angan næsta vors. Af ástæðum sem þarflaust er að rekja hér, kynnt- ist ég, óstýrilátur nemandi í 1. bekk í skóla lífsins, nokkrum hæfilega staðföstum jafnöldrum mínum úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta var árið 1970 eða þar um bil. Skáldskapur var mörgum okkar ofarlega í huga og svo auðvitað ungæðingslegur draumur um betri heim. Þetta var áður en jafnvel æskulýður- inn tók að tengja slíka drauma við hagvöxt, nema þá hinn eina sanna hagvöxt sálarinnar. Sam- komustaður þessa hóps var oftar en ekki kvistherbergi í húsi við Tjarnargötu 10. Þar réð ríkjum bóndasonur austan úr Flóa, nán- ar tiltekið frá Galtastöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Sá hreppur ber nú sjálfsagt eitt- hvert annað heiti í hagræðing- arskyni. Bóndasonur þessi orti í laumi, en gekk skjótt til ann- arrar iðju. Síðar trúði hann mér fyrir því, að hann hygðist ein- beita sér að skáldskapnum, þeg- ar hann væri kominn á eftirlaun. Nú er það orðið um seinan og aldrei að vita, hvern skaða ís- lensk ljóðagerð hefur beðið af þessum búhyggindum Flóa- mannsins. Og hér skal hann kvaddur, minn gamli vinur og sam- draumsmaður um fagurt mann- líf, Erlingur Brynjólfsson. Eins og gengur og gerist sigldi hvor okkar í sína áttina eftir því hvað- an vindar blésu í seglin, stund- um af nokkrum krafti. Aldrei rofnaði þó vinátta okkar og svo fór að lokum, að við fundum báð- ir lygnan sjó á Suðurlandi, hann á Selfossi, ekki langt frá bernskuslóðum sínum, ég undir Kömbunum, þar sem Hvera- gerði blundar og hallar sér í værð upp að Reykjafjalli. Og urðu þá samfundir okkar Er- lings tíðari en verið hafði um skeið. Erlingur Brynjólfsson var ekki allra, til þess var maðurinn of sérstæður og stór í sniðum. Hann þekkti ekki yfirborðs- mennsku af neinu tagi, var stað- fastur og heill til hinstu stundar. Erlingur átti tvo syni og fylgdi sá yngri þeirra, Andri, föður sínum frá því skömmu eft- ir skilnað foreldra sinna og allt þar til Erlingur hafði vistaskipti í alverunni. Þeir voru samrýmd- ir, feðgarnir og var Andri föður sínum ómetanleg stoð í langvar- andi veikindum hans. Verður það ekki til fulls metið. Honum og Brynjólfi bróður hans send- um við hjónin innilegar samúð- arkveðjur. Um leið þakka ég Er- lingi það að hafa fengið að líta með honum mannlífsins kráku- stíga út um kvistherbergisglugg- ann við Tjarnargötu forðum tíð og deilt með honum góðum stundum síðar á lífsleiðinni. Pjetur Hafstein Lárusson. Erlingur Brynjólfsson kom til starfa við Fjölbrautaskóla Suð- urlands haustið 1985. Hann hafði þá þegar kennt í Vestmannaeyj- um og á Sauðárkróki en var nú kominn heim í Flóann. Skólinn naut starfskrafta Erlings næstu 29 árin, meðan heilsan leyfði. Erlingur var fróður og víðles- inn, vel að sér í sagnfræðinni, þýddi kennslubækur og skrifaði sögu Kaupfélags Árnesinga. Hann fylgdist einnig með hvers kyns nýjungum og þróun í kennslufræði og tók jafnvel þátt í námskrárgerð fyrir erlent ríki á tímabili. Einnig var hann fljót- ur að tileinka sér netið í kennsl- unni og miðlaði samstarfsmönn- um af þekkingu sinni á upplýsingatækni alla tíð. Þegar snjallsímarnir komu til sögunnar keypti Erlingur sér einn með innbyggðum skjávarpa. En hann tók ekki upp nýjungar nýjung- anna vegna heldur aðeins þegar hann var sannfærður um að þær nýttust til betra náms. Erlingur hafði gaman af að slá fram fullyrðingum sem gerðu viðstadda kjaftstopp. Hann sagði stundum að lykillinn að menntun væri að láta nemendur í friði. Þetta voru ekki orðin tóm hjá honum því hann lagði sig fram um að efla sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna hugsun án þess að vera sjálfur í aðalhlutverki í því ferli eins og sumum kennurum hættir kannski til. Þetta er að- ferð sem honum sjálfum hefði líklega fallið vel sem nemanda, því hvers kyns afskipti og tilætl- unarsemi voru eitur í hans bein- um. Aftur á móti var hann ávallt tilbúinn að miðla af þekkingu sinni og reynslu þegar eftir því var leitað. Erlingur var hrjúfur á yfir- borðinu og stundum óþægilega hreinskilinn. Þegar honum of- bauð málflutningur samstarfs- manna sinna lét hann okkur gjarnan heyra það. Einn sam- kennarinn sagði að Erlingur hefði virkað sem góður bull- skynjari á vinnustaðnum. En þó hann væri nokkuð sérsinna og virtist einrænn var hann manna viljugastur að halda nýstárleg námskeið á Kátum dögum í skól- anum og einn veturinn lék hann í uppfærslu Leikfélags Selfoss á Kambsráninu, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Kunnu margir nemendur hans líka vel að meta hann og margir þeirra fylgdust reglulega með virkni hans á samfélagsmiðlunum þar sem hann lét snemma að sér kveða. En þó að Erlingur væri mót- tækilegur fyrir nýjungum í starfinu átti það ekki við um ým- islegt annað. Hann var til dæmis alls ósnortinn af heilsubylgjum sem sífellt ná fleiri eyrum. Þeg- ar reykingar voru gerðar útlæg- ar úr skólahúsunum stóð hann við innganginn og svældi, og þegar tóbakið var bannað á skólalóðinni varð hann öllum sýnilegur handan við lóðamörkin í reglulegum reykingalotum sín- um, léttklæddur hvernig sem viðraði eins og fyrrverandi tog- arajaxli sæmdi. En hvort sem það var af skorti á heilsurækt eða öðrum ástæðum, þá brást heilsan Erlingi fyrir nokkrum árum. Vorið 2013 fór hann í veik- indaleyfi, kenndi aftur skólaárið 2013-14 en þurfti eftir það að láta af störfum vegna heilsu- brests sem nú hefur dregið hann til dauða. Um leið og við vottum sonum Erlings og öðrum aðstandendum samúð okkar þökkum við Erlingi samfylgdina og eftirminnileg kynni. F.h. samstarfsmanna í FSu, Gísli Skúlason. Þá er hann allur Erlingur Brynjólfsson, sem ég hef þekkt lengi og verið hluti af tilveru minni. Erlingur var frá Galta- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi og nam þegar menntaskólaferli lauk sagnfræði við Háskóla Ís- lands. Þar skrifaði hann BA-rit- gerð sína um áveiturnar miklu á Flóa og Skeið auk kafla um áveituna sem allir voru búnir að gleyma, áveituna á Miklavatns- mýri í Gaulverjabæjarhreppi. Miklu síðar skrifaði hann svo sögu Kaupfélags Árnesinga, vandað sagnfræðirit þar sem rit- stíll Erlings naut sín. En kennsla varð aðalatvinna Erlings Brynjólfssonar. Hann kenndi mér sögu í Fjölbrautaskóla Suðurlands og var snjall að færa fortíðina lif- andi til nemenda sinna. Það var húmor yfir sögunni hans Er- lings. Ég naut mín í tímum hjá honum og lærði m.a. allt um kalda stríðið sem var í raun ekki stríð heldur pólitískur hrásk- innaleikur tveggja stórvelda þar sem fælingarmáttur hafði mest að segja. Síðar fékk ég góð ráð hjá Er- lingi þegar ég vann að BA-rit- gerð minni í sagnfræði og rit- gerð um verslun Árnesinga í upphafi 20. aldar varð betri en ella. Þá fór ég í kennsluréttinda- nám og féllst Erlingur á að ger- ast leiðbeinandi minn í æfinga- kennslu. Þar kynntist ég hversu góð tök Erlingur hafði á sögukennsl- unni og verður að segjast eins og er að ekki reyndist mér mögu- legt að gerast sporgöngumaður hans í kennslustíl. Ég fetaði minn eigin stíl síðar en kennaraferill minn varð stutt- ur því ég var ráðinn að Byggða- safni Árnesinga vorið 1992 og hef ég lúmskan grun um að Er- lingur hafi meðal annarra bent á mig sem mögulegan safnvörð þegar verið var að ráðslaga um starfsmannamál safnsins. Og áfram hélt lífið, hann stundaði sína kennslu við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og ég undi vel mínum hag við byggða- safnið. Við hittumst reglulega og bárum saman bækur okkar. Hann gaukaði stundum góðum gripum að safninu. En á einum tímapunkti kom að því að mig vantaði starfskraft til gæslu- starfa og þróuðust hlutirnir þannig að Erlingur tók í tvö sumur að sér gæslu við safnið. Þar naut hann sín vel og kom sagnfræðilegum fróðleik um Húsið á Eyrarbakka vel til skila. Vorið 2002 fékk ég Erling til að setja upp sýningu á uppáhalds- gripum sínum við safnið og nefndist sú sýning því frumlega nafni „Start me up“. Hann var áratug síðar fenginn til að vera í vinnuhóp um framtíðarnotkun Kirkjubæjar á Eyrarbakka fyrir Byggðasafn Árnesinga og kom sínum sjónarmiðum sem sögu- kennari vel á framfæri. Samskipti okkar undanfarið hafa fyrst og fremst verið gegn- um vinnu Andra, sonar hans, við safnið. Ég kom stundum við í Miðtúninu og átti við Erling stutt spjall í leiðinni. Undanfarin ár hafði hann glímt við veikindi sem hann tók með æðruleysi, var hættur að kenna og sestur í helgan stein. Lát Erlings bar brátt að en kom samt ekki á óvart. Hann er núna farinn frá okkur til æðri heima og eftir situr minningin um merka og eftirminnilega per- sónu sem átti svo auðvelt með að koma með sposka sýn á fortíð- ina. Sonum, barnabörnum, bróður og móður votta ég innilega sam- úð. Blessuð sé minning Erlings Brynjólfssonar. Lýður Pálsson. Erlingur Brynjólfsson Elsku systir okkar og mágkona, KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR, Lindargötu 27, lést á líknardeild Landspítalans 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 15. Edda Þórarinsdóttir Gísli Gestsson Freyr Þórarinsson Kristín Geirsdóttir Bjarki Þórarinsson Helga Þórarinsdóttir Nanna Þórarinsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og kær vinkona, ODDBJÖRG INGIMARSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þriðjudaginn 7. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti til dvalar- heimilisins Höfða, Akranesi, og starfsfólks á A-deild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Grétar Einarsson Sigurður Einarsson Áslaug Rafnsdóttir Einar Karel Sigurðsson Hilmar Sigurðsson Rosemary Ify Lísbet Sigurðardóttir Andri Már Jóhannsson Hjörtur Grétarsson Salka Cécile Kalmon Hilmarsdóttir Ísabella Andradóttir Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir Þá hefur hún Stella „okkar“ kvatt þennan heim. Við unnum lengi saman og það var sko ekki leiðinlegt á vöktunum með henni. Hún hafði svo skemmtilegan húmor og gat verið með afbrigðum orðheppin. Við lágum stundum í hlátursköst- um þegar henni tókst sem best upp, sem var ekki sjaldan. Hún var litrík persóna, alltaf vel tilhöfð og af mikilli smekkvísi. Eitt sinn sem oftar fórum við saman á félagsfund. Á heimleið festum við bílinn í forarpytti. Stella fór út að ýta, í sínu fínasta pússi og á hælaháum skóm. Þetta var svo hlægilegt. Við hlógum svo mikið að ekkert gekk. Við höfðum farið af stað á tveimur bílum og þær sem voru í fyrri bílnum voru farnar að leita að okkur. Þetta var fyrir tíma farsímanna en allt gekk þó vel að lokum. Á tímabili vorum við í spila- klúbb. Þá gall við í Stellu: „Stelp- ur, ég bara get ekki sagt heila. Þá fer ég á taugum.“ Hún var alltaf Steinunn Þorsteinsdóttir ✝ Steinunn Þor-steinsdóttir fæddist 9. febrúar 1936. Hún lést 25. janúar 2017. Útför hennar fór fram 1. febrúar 2017. svo skemmtileg, ein- læg og hrekklaus. Okkur leiddist aldrei í návist hennar.́ Öll handavinna lék í höndum hennar eins og verkin hennar bera vitni um enda mikill fagurkeri. Þannig minnumst við Stellu. Hún var sannarlega gleðigjafi og lífgaði allt í kring- um sig með góðlátlegri og græskulausri kímni, sem létti okk- ur öllum lífið í erli dagsins. Stella gegndi um árabil ákaf- lega þýðingarmiklu hlutverki á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað sem skurðhjúkrunar- kona. Ekki var alltaf auðvelt að vera eina sérmenntaða skurð- stofuhjúkrunarkonan á staðnum, á bakvakt allan sólarhringinn, all- an ársins hring. Í því hlutverki sýndi Stella einstaka þrautseigju og staðfestu. Þar kom vel fram hve heilsteyptur persónuleiki hún var. Hún var mikil fagmanneskja, vandvirk, róleg og örugg þó að mikið væri stundum um að vera. Við þökkum Stellu allar ógleymanlegu stundirnar og vott- um Þórði og öllum aðstandendum innilega samúð vegna fráfalls hennar. Sigrún Guðjónsdóttir, Ruth Guðbjartsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.