Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
✝ KjartanBjarnason
fæddist að Bergs-
stöðum, (Björg) á
Patreksfirði 16.
febrúar 1927. Hann
lést 7. febrúar 2017
á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Bjarni Bjarna-
son söðlasmiður í
Hafnarfirði og Patreksfirði, f.
23. ágúst 1874, á Skerðings-
stöðum, Hvammshreppi, Dala-
sýslu, d. 26. mars 1958, og Guð-
finna Guðnadóttir húsfreyja, f.
1. nóvember 1888 í Skálmholts-
hrauni, Villingaholtshreppi,
Árn., d. 13. apríl 1973. Systkini
Kjartans voru Bjarni Kristján, f.
4. september 1911, d. 8. nóv-
ember 1985, samfeðra; Svava
Kristín Loftsdóttir Jensen, f. 21.
september 1914, d. 10. sept-
ember 1993, sammæðra, Guð-
mundur Ingi, f. 17. október
1921, d. 20. apríl 1999, Ingveld-
ur, f. 31. október 1924, d. 4. febr-
úar 2013, Laufey, f. 17. júlí 1929,
dætur: a) Hrefnu Nellý Ragnars-
dóttur, f. 11. október 1947, maki
Jón Sigurbjörnsson, f. 12. sept-
ember 1944. Börn hennar: Bar-
bara Ósk, f. 1966, Hlynur Páll, f.
1968, Kristrún Íris, f. 1979. b)
Kristín Stefánsdóttir, uppeldis-
dóttir Kjartans, f. 28. júlí 1952,
maki Jón Sverrir Erlingsson, f.
31. maí 1952. Börn þeirra: Ragn-
heiður, f. 1975, Rakel, f. 1981.
Saman eignuðust Kjartan og
Ragna þrjú börn: 1) Kolbrúnu, f.
9. febrúar 1955, maki Ásþór
Ragnarsson, f. 10. janúar 1952.
Börn þeirra: Kjartan, f. 1977,
Axel Þór, f. 1983, Ragna, f. 1989.
2) Páll Bjarni, f. 5. nóvember
1959, maki Þuríður Pálsdóttir, f.
4. apríl 1956. Börn þeirra: Elvar
Már, f. 1982, Ellen Ragna, f.
1987. 3) Guðni, f. 6. janúar 1961,
d. 9. janúar 1961. Kjartan starf-
aði í mörg ár sem pípulagninga-
meistari, mest sem verktaki m.a.
fyrir Garðahrepp en þangað
flutti hann 1963. Síðar varð
hann bæjarverkstjóri Garða-
bæjar. Því starfi gegndi hann til
sjötugs er hann lét af störfum
sökum aldurs.
Útför Kjartans fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 16. febr-
úar 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
d. 13. maí 2009, og
Ragna, f. 21. nóv-
ember 1931, d. 20.
janúar 2015. Kjart-
an eignaðist dóttur
með Unni Ólafs-
dóttur, f. 1919, d.
2015; Hrafnhildi, f.
24. október 1953,
maki Jón Þorvald-
ur Bjarnason, f. 13.
febrúar 1957. Börn
þeirra: Jón Þorri, f.
1989, Hildur Ester, f. 1994. Fyr-
ir átti Hrafnhildur dóttur, Eddu
Björgu Eyjólfsdóttur, f. 1972.
Þann 16. október 1954 kvæntist
Kjartan Rögnu Guðbjörgu Páls-
dóttur, f. 25.janúar 1928 að Upp-
sölum í Norðfirði, nú Neskaup-
staður. Foreldrar hennar voru
Páll Árnason, f. 26. nóvember
1891 á Borgum í Norðfirði, d. 7.
nóvember 1970 í Reykjavík, tré-
smiður, sjómaður og útgerðar-
maður í Neskaupstað, síðar
verkamaður í Hafnarfirði og
Kristrún Sigríður Björnsdóttir,
f. 24. maí 1898 að Flögu í Skrið-
dal, d. 4. nóvember 1971 í Hafn-
arfirði. Fyrir átti Ragna tvær
Mig minnir að fyrst hafi ég séð
Kjartan tengdaföður minn við
sumarlok 1972. Þá stóð hann úti á
stillans við Laugarásveg 13 í
Reykjavík, en þangað var hann þá
nýfluttur. Hann hafði séð þörf á
að endurnýja gluggana í húsinu
um sumarið. Þetta var á fyrstu
dögum sambands okkar Kolbrún-
ar dóttur hans og sagði hún mér
að hann væri nýkominn úr brjósk-
losuppskurði og ætti ekki að vera
úti á stillans. Kjartan var mikill
verkmaður og iðjusamur og gat
engan veginn stillt sig um að fara
út á stillans til að verða að liði þótt
hann ætti skv. læknisráði að hafa
hægt um sig. Þetta segir talsvert
um Kjartan. Í fyrsta lagi átti hann
afar erfitt með að vera lengi iðju-
laus. Í öðru lagi lagði hann mikinn
metnað í að hafa eigur sínar í góðu
standi, hvort sem það var bíll,
íbúð, sumarhús eða annað smá-
dót. Hann sá mikið til sjálfur um
nauðsynlegt viðhald á húsum sem
hann bjó í eða stjórnaði viðhalds-
verkinu. Það var aðdáunarvert að
sjá verklag hans oft á tíðum og
hélt ég t.d. að gluggar sem hann
handmálaði væru sprautulakkað-
ir.
Bakið var ekki hið eina sem gaf
sig í líkamanum. Hann þurfti að
fara í kransæðaaðgerð til London
nokkrum árum síðar og gekkst
þar undir hjáveituaðgerð. Þegar
hann kom heim var það með hans
fyrstu verkum að fara með Rögnu
og okkur Kolbrúnu á dansleik á
Hótel Loftleiðum. Þriðja líkam-
lega áfallið sem ég man eftir hjá
honum var magasár sem hann var
skorinn upp við og í kjölfarið kom
síðar nýrnasteinakast sem er með
því sársaukafyllsta sem hægt er
að upplifa er mér tjáð. Ég nefni
þetta hér sökum þess að það var
ótrúlegt að sjá hversu fljótur hann
var að jafna sig af þessum áföllum
og held ég að vilji hans og skap-
gerð hafi átt þar stóran þátt. Það
virkar þversagnarkennt að segja
að maður sem veikist sé hraustur,
en það átti einmitt við um Kjart-
an. Uppgjöf við verk eða fyrir
sjúkdómi var Kjartani ekki eðlis-
læg. Seigla hans og úthald á öllum
sviðum var óbilandi.
Það fór samt svo að lokum að
hann varð að gefast upp, þá orð-
inn saddur lífdaga. Svimi og höf-
uðverkur hrjáðu hann undir lokin
og hafði hann stundum á orði að
það væri ekki gott að verða gam-
all. Með honum er farinn maður
sem ég mat mikils og sakna sárt.
Ásþór Ragnarsson.
Það var skömmu fyrir aldamót
sem ég kom inn í fjölskyldu Kjart-
ans og Rögnu þegar við Nellý
byrjuðum að vera saman. Strax
frá fyrsta degi fann ég fyrir hlýju
og trausti þeirra hjóna. Minning-
arnar kallast fram ein af annarri
svo sem vinna við endurnýjun á
pallinum í kringum sumarbústað-
inn, færslu á trjám þar, flutning-
um úr Gnoðarvogi í Lækjasmára
o.fl, o.fl.
En efst í huga eru samveru-
stundirnar á Kanarí. Við Kjartan
fórum kannski í langa gönguferð á
meðan þær mæðgur sleiktu sólina
á sundlaugarbakkanum. Hann
sýndi mér hitt og þetta enda öllum
hnútum kunnugur á ensku
ströndinni, þau búin að fara ca. 18
sinnum til Kanarí þegar þetta var.
Svo þurfti að koma við í litlu bygg-
ingavöruversluninni sem var
varla meira enn sex fermetrar og
kaupa kítti eða eitthvað því alltaf
þurfti að lagfæra eitthvað á
baðinu, eldhúskróknum eða bara
smyrja hjarirnar í hótelíbúðinni.
Kanarí var þeirra sælureitur enda
urðu ferðirnar þangað 25 eða 26
talsins. Við erum að labba heim á
hótel eftir ágæta kvöldmáltíð á
Kínó, uppáhalds ítalska staðnum
þeirra eða bara einhverjum öðr-
um veitingastað.
Við Kjartan erum að ræða um
allt milli himins og jarðar, allt
nema pólitík, þær mæðgur hafa
stikað langt á undan en það er allt
í lagi, við náum þeim við einhvern
búðargluggann. Það var einmitt á
svona kvöldum sem við ræddum
margt saman sem yljar í minning-
unni um góðan vin.
Ekki má gleyma löngum göng-
um á ströndinni. Kannski var
labbað alla leið út í vita fram hjá
stað þar sem við þóttumst líta eitt-
hvað annað. Við vitann var sest
niður til að fá sér eitthvað í gogg-
inn og svo var haldið áfram vest-
ureftir ströndinni, inn í Meloneras
kannski skoða H100 en nú var
kominn tími til að taka leigubíl
heim.
Kæri Kjartan, kannski hitt-
umst við aftur hinum megin, för-
um á uppáhalds Kínastaðinn okk-
ar, fáum okkur sjóðandi heita
appelsínuönd með góðu rauðvíni
og svo auðvitað koníak á eftir,
löbbum svo heim á hótel Paraiso
og spáum í það hvað Gaudi hugs-
aði þegar hann teiknaði það.
Ég þakka Kjartani trausta og
góða vináttu. Elsku tengda-
mamma, ég votta þér og fjölskyld-
unni allri samúð við fráfall Kjart-
ans.
Jón Sigurbjörnsson.
Fáein kveðjuorð rita ég nú við
fráfall mágs míns, Kjartans
Bjarnasonar. Hann kveður nú,
síðastur systkinanna sjö frá Pat-
reksfirði. Tvö voru hálfsystkinin
frá því fyrir hjónaband foreldr-
anna, Guðfinnu og Bjarna. Og út-
för Kjartans er gerð daginn sem
hann hefði orðið 90 ára gamall. Ég
kynntist fjölskyldunni strax árið
1954, en við Ragna, systir hans,
giftum okkur á aðfangadag árið
1955. Foreldrar hennar og þeirra
systkina höfðu þá nokkru áður
flutt frá Patreksfirði til Reykja-
víkur.
Kjartani og hans fjölskyldu
kynntist ég eftir 1960, og þá eink-
um 1963 þegar við báðir höfðum
flust í Garðahrepp, síðar Garða-
bæ, með fjölskyldum okkar.
Kjartan, sem var pípulagninga-
meistari, vann við lagningu vatns-
veitu um sveitarfélagið fyrstu ár-
in. Síðar varð hann bæjarverk-
stjóri Garðabæjar og gegndi því
starfi til sjötugs, eða til ársins
1997.
Mér er vel kunnugt að störf
hans fyrir bæjarfélagið voru leyst
af hendi af mikilli vandvirkni, eins
og var reyndar um allt er hann
leysti af hendi. Hann var einstak-
lega vandvirkur maður og laginn
við að leysa hin mörgu viðfangs-
efni sem hann þurfti að fást við á
langri starfsævi.
Ég þakka Kjartani samferðina
þessi rúmlega sextíu ár sem við
áttum samleið.
Sérstakar samúðarkveðjur
sendi ég Rögnu, ekkju Kjartans,
börnum þeirra og fjölskyldu allri.
Ólafur G. Einarsson.
Á kveðjustund sækja að þeim
sem eftir eru minningar liðinna
ára. Að eiga minningar er ómet-
anlegur fjársjóður sem mun lifa
með okkur áfram. Með þessum
fáu orðum vil ég minnast Kjartans
Bjarnasonar. Kjartan var kvænt-
ur Rögnu Pálsdóttir föðursystur
minni sem ég heiti í höfuðið á.
Fyrstu minningar mínar af
Kjartani eru frá því að hann og
Ragna frænka bjuggu á Lang-
holtsveginum. Þar hafði Kjartan
lítið verkstæði í skúr sem stóð við
húsið. Þar smíðaði hann handa
mér forláta fuglabúr fyrir páfa-
gauka sem ég hafði þá nýverið
eignast. Búrið góða átti ég í ein 20
ár. Þar kom strax í ljós hversu
handlaginn og vandvirkur Kjart-
an var.
Það var alltaf mikill vinskapur
milli foreldra minna og Kjartans
og Rögnu. Seinna meir kynntist
ég Kjartani betur sem fullorðinn
maður. Þá sá ég hvaða mann hann
hafði að bera. Kjartan var ætíð
hjálpfús og artarlegur við ætt-
ingja og þá sem minna máttu sín.
Kjartan var einstakt snyrtimenni
og vandaði til allra verka sem
hann kom að. Hann vann verkin af
mikilli natni og ástríðu. Sama
hvort það var umhirða og viðhald
eigna eða garðyrkja sem hann
vann mikið við í Víðilundi, sum-
arbústað þeirra hjóna við Apa-
vatn. Um tíma vann ég með Kjart-
ani þegar hann var bæjar-
verkstjóri Garðabæjar. Kjartan
var ákveðinn verkstjóri og vildi að
hlutirnir væru gerðir af samvisku-
semi og vandvirkni. Hann var
ákveðinn í skoðunum um menn og
málefni. Hann var sanngjarn og
glaðlyndur.
Kjartan hafi mjög gaman af
veiðiskap, silungur og lax var þar
efst á blaði. Þau hjón Ragna og
Kjartan fóru í margar veiðiferðir
með foreldrum mínum. Ég fór
ekki með þeim í þessar ferðir þar
sem ég var öll sumur austur í
Hornafirði. En þangað komu
Ragna og Kjartan stundum í
heimsókn og þá var farið að veiða í
Þveitinni. Ég var svo sem ekki
mikill stangveiðimaður, þótti best
að veiða í net. En Kjartan var
stangveiðimaður af Guðs náð
enda tókst honum ýmislegt sem
ekki margir hafa leikið eftir. Svo
sem að láta stóran ál bíta á agnið
og í eitt skipti fékk hann vænan
urriða sem var með mús í mag-
anum.
Við fjölskyldan vottum Rögnu
frænku okkar innilegustu samúð,
sem og börnum Kjartans, tengda-
börnum og barnabörnum.
Í þeirri von að við Kjartan hitt-
umst síðar í annarri tilveru og
öðru lífi. Þá kveð ég að sinni, kæri
Kjartan, og þakka þér góða sam-
fylgd í gegnum lífið.
Stundum verður vetur
veröld hjartans í.
Láttu fræ þín lifa,
ljóssins Guð, í því.
Gef oss þitt sumar
sólu þinni frá.
Kristur, kom og sigra,
kom þú og ver oss hjá.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Ragnar Snær.
Kjartan Bjarnason
Herdís Helgadótt-
ir móðursystir mín
var óvenjuglæsileg
kona og hélt reisn
sinni og andlegu at-
gervi fram á síðustu daga.
Hún var í æsku og ávallt síð-
an leiðtogi systkina sinna sem
voru átta og kölluðust Sólvangs-
systkinin. Þau voru kennd við
húsið Sólvang sem þau ólust upp
í, snotru húsi ofan við Lystigarð-
inn á Akureyri. Systkinin voru
glaðvær og skemmtileg. Afi var
kennari við barnaskóla Akureyr-
ar og amma sinnti heimilinu sem
var mannmargt og gestkvæmt.
Herdís
Helgadóttir
✝ Herdís Helga-dóttir fæddist
10. júlí 1928. Hún
lést 19. janúar 2017.
Útför Herdísar
fór fram 27. janúar
2017.
Þar voru í heimili
m.a. amma Her-
dísar, Guðlaug
Guðnadóttir skáld-
kona frá Villinga-
nesi í Skagafirði,
og afinn, Ólafur,
auk þess kost-
gangarar skóla-
piltar í Mennta-
skólanum. Afi og
amma áttu 12 kýr
og um 70 kindur.
Sólvangsmjólkin þótti góð og
var eftirsótt. Amma mjólkaði
kýrnar og sendi Herdísi og
systkini hennar með mjólkur-
brúsana til kúnnanna oft á vetr-
arköldum morgnum áður en þau
fóru í skólann. Það var ekki
hættulaust þar sem mannýgur
villiköttur hafðist við í nágrenni
Menntaskólans. Eitt sinn réðist
hann á Herdísi og reyndi að bíta
hana á barkann. Hún sýndi þá
sem oftar snarræði og bjargaði
sér með því að halda mjólkur-
brúsanum uppi og skýla háls-
inum.
Æskuheimili Herdísar var
umvafið kærleika og gleði.
Í tunglsljósi á vetrarkvöldum
léku systkinin sér í glaðværum
hópi við að renna sér á sleðum á
skíðum í brekkunum og á skaut-
um á ísilögðum Pollinum. Hall-
dóra mamma mín og Herdís
voru mjög nánar og kærleiks-
ríkar systur, þær voru dugmikl-
ar í skátastarfi og vinmargar.
Valý mamma Herdísar vann
langan vinnudag og á nóttunni
saumaði hún föt á börnin sín.
Herdís sagði frá því að eitt sinn
hefði mamma hennar verið
kaupakona á Bessastöðum og
séð þar Apolloniu Schwartzkopf,
d. 1724, eiginkonu Fuhrmanns
amtmanns sem hefði verið myrt
með eitri og reikaði þar friðlaus
um stássstofur. Á sumrin hjálp-
uðu systkinin við heyskapinn í
Sólvangi á engjum við Eyjafarð-
arána. Sum þeirra voru í sveit
hjá vinum og frændum á bæjum
í Skagafirði, sveitinni fögru þar
sem Herdís hafði fæðst, sveit-
inni glaðværu þar sem sólin gyll-
ir himininn á sumarkvöldum yfir
Drangey, Málmey og Þórðar-
höfða. Þó að mamma væri litla
systir Herdísar voru þær bestu
vinkonur alla ævi. Páskaferðir
okkar frá Bolungarvík til Siglu-
fjarðar með Esjunni og dvölin
hjá Herdísi og séra Ragnari
Fjalari og þeirra myndarlegu
börnunum í prestsbústaðnum
Hvanneyri á Siglufirði eru með-
al bestu bernskuminninga. Syst-
urnar töluðu saman í síma hvern
dag eftir að báðar höfðu flutt
með fjölskyldur sínar til Reykja-
víkur. Auk þess að gegna
ábyrgðarstörfum á spítölum,
koma eigin börnum til manns og
stýra stóru heimili hélt Herdís
utan um systkinahópinn alla ævi
eins og verið hafði á æskuheimil-
inu á Sólvangi. Þegar erfiðleikar
og alvarlegir sjúkdómar herjuðu
var hún þar, lagði líkn með
þraut og leysti vandasöm verk-
efni með glæsibrag.
Við vottum börnum, barna-
börnum og öðrum ástvinum inni-
legustu samúð.
Þorvaldur Friðriksson og
Elísabet Brekkan.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns,
STEINGRÍMS GAUTS
KRISTJÁNSSONAR
hæstaréttarlögmanns.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Einarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
INGVA SIGURÐSSONAR
frá Hlemmiskeiði,
Stekkholti 23, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E
Landspítalanum fyrir umhyggju og góða umönnun.
Sigríður Bergsdóttir
Davíð Örn Ingvason Hulda Margrét Þorláksdóttir
Jón Trausti Ingvason Hrafnhildur E. Bjarnadóttir
Þórir Már Ingvason
Ármann Ingi Ingvason Fjóla Dóra Sæmundsdóttir
Inga Rós Ingvadóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HALLDÓRU ÁRMANNSDÓTTUR,
Löngumýri 38, Selfossi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Áss í
Hveragerði fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Guðmar Þór Hauksson
Ármann Hauksson
Elín Hauksdóttir Guðlaugur A. Stefánsson
Magni Freyr Hauksson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
OLENE JÓNSDÓTTUR
frá Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvamms fyrir
góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Einarsdóttir
Jón Friðrik Einarsson