Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 ✝ Sigurþór Jóns-son fæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1930. Hann lést á Landakotsspítala 6. febrúar 2017. Foreldrar Sigur- þórs voru Jón Jóns- son, klæðskeri í Reykjavík, f. 6.4. 1900, d. 15.5. 1963, og Sigrún Þorkels- dóttir húsmóðir, f. 29.5. 1896, d. 24.6. 1991. Systkini Sigurþórs: Erla, f. 3.4. 1928, og Magnús, f. 20.10. 1930, d. 2.5. 2003. Sigurþór kvæntist hinn 30.9. 1950 Sigurborgu Valgerði Jóns- dóttur, f. 4.11. 1930. 1981. 4) Sigurþór, f. 1960. Lang- afabörn Sigurþórs eru fimm. Sigurþór var í Austurbæjar- skóla og lauk sveinsprófi í vél- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1951 og hlaut meist- araréttindi í vélvirkjun 1956. Sigurþór vann á Vélaverk- stæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf. og varð verkstjóri þar 1964 og síðan framkvæmdastjóri fyr- irtækisins frá 1985-1995. Síðan vann hann hjá Spilverki í Kópa- vogi þar til hann lét af störfum 1999. Hann hafði ánægju af fé- lagsstörfum og sat m.a. í stjórn Verkstjórafélagsins Þórs í nokk- ur ár. Hann gekk í Oddfellow-regl- una 1970 og sat m.a. í stjórn þar í tvö ár. Útför Sigurþórs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16. febrúar 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Foreldrar henn- ar voru Jón Sigur- geir Sigurðsson, verkamaður í Reykjavík, f. 5.11. 1895, d. 14.1. 1959, og Karitas María Hjaltadóttir, hús- móðir, f. 15.4. 1908, d. 24.10. 1991. Börn þeirra eru: 1) Garð- ar, f. 1949. 2) Sig- rún, f. 1951, maki Reynir Guðmundsson, f. 1950. Börn þeirra eru Guðmundur Þór, f. 1971, Sigurborg Val- gerður, f. 1976, og Jóhann Örn, f. 1980. 3) Jón Sigurgeir, f. 1954, d. 2010. Sonur hans og Ragnheiðar Sigurðardóttur er Sigurþór, f. Faðir okkar er nú fallinn frá eftir langvarandi veikindi. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir kær- um ástvini, þó svo að vitað hafi verið að hverju stefndi. Við minnumst föður sem lagði áherslu á að veita fjölskyldu sinni gott líf. Hann hafði einnig mikinn áhuga á ferðalögum og voru stopular frístundir notaðar í ferðalög um landið. Hann var mjög fróður um landið okkar og vildi koma þeirri vitneskju til okkar. Sveitin fyrir austan (í Skafta- fellssýslu) var honum mjög kær og fórum við oft í ferðalög þang- að. Hann naut þess einnig að koma í sumarbústað dóttur sinn- ar og tengdasonar í Borgarfirði. Þegar hann var ungur maður þá stóð hugur hans til að gerast atvinnuflugmaður og hann byrj- aði að læra flug. Námið var hins vegar mjög dýrt og námslán stóðu ekki til boða í þá daga. Hann ákvað því að læra vélvirkj- un og starfaði alla sína tíð við það fag. Hann reyndist frábær fagmaður og var vakinn og sof- inn í því starfi alla tíð. Við minn- umst upphringinga seint á kvöldin til hans þegar hann var kallaður út til að gera við spil í skipum þegar þau þurftu nauð- synlega að fara úr höfn daginn eftir. Þá fór hann og vann alla nóttina, ef þess þurfti. Það var alltaf gott að leita til hans með hvaða vandamál sem var, stór eða smá. Hann var bjartsýnn og léttur í lund og gat yfirleitt fundið lausn á okkar vandamálum. Hann var einnig mjög hlýr og umhyggjusamur afi, sem barna- börnin minnast með mikilli hlýju. Til marks um létta lund og stríðni þeirra tvíburabræðra, hans og Magnúsar, er hér ein lít- il saga af þeim. Þeir voru um fer- tugt þegar þeir voru báðir á Borgarspítalanum og voru hvor á sinni hæðinni. Þeim fannst þá mjög vel viðeigandi að stríða hjúkkunum svolítið og skiptu um rúm bara til að athuga viðbrögð- in. Þau urðu frekar sterk og voru þeir skammaðir eins og litlir strákar, sem höfðu framið prakkarastrik. Þegar fór að hægjast um hjá foreldrum okkar höfðu þau mikla ánægju af því að ferðast erlendis og fræðast um þá staði, sem þau heimsóttu. Við fórum stundum með, m.a. fór Sigrún með í stórskemmtilega prinsess- uferð til Vínarborgar með Odd- fellowum. Sigurþór fór m.a. í ferð til sól- arlanda með þeim og einnig í mjög góðar afmælisferðir í til- efni stórafmæla þeirra feðga. Pabbi hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka, m.a. um fram- andi lönd og var mjög gaman að hlusta á hann segja frá ferðalög- um þeirra og lýsingu á þeim stöðum sem þau höfðu heimsótt og hann lesið um. Pabbi var félagi í Oddfellow- reglunni frá árinu 1970. Það varð því smám saman fastur hluti af lífi fjölskyldunnar að hann færi uppáklæddur á fundi á fimmtu- dagskvöldum. Félagsskapurinn þar var honum mikilvægur og hann tók virkan þátt í starfinu í nærri 40 ár, eða þar til heilsan fór að bila, og hann gat ekki sótt fundi lengur. Eftir að hann hætti að geta sótt fundi vildi hann þó fylgjast með, hvað væri að gerast í fé- lagsskapnum og spurði gjarnan um það. Hvíl í friði, elsku pabbi, og minning þín mun lifa áfram. Við lofum að hugsa vel um mömmu í framtíðinni. Sigrún og Sigurþór. Elsku afi okkar er fallinn frá eftir erfið veikindi. Söknuðurinn er mikill en margar fallegar minningar um yndislegan mann ylja okkur á sorgarstund. Það var alltaf gott að koma á Háaleitisbrautina til ömmu og afa og oftar en ekki rötuðu ein- hverjar kræsingar þar á borð. Einnig fóru ófáar plöturnar á fóninn í þá daga enda ýmsar barnaplötur til á heimilinu. Stig- inn upp á fjórðu hæð til þeirra gat þó stundum verið nokkuð drjúgur en oftar en ekki hljóp maður upp og fór létt með það. Afi talaði um að stigarnir héldu honum í formi og kvartaði aldrei undan lyftuleysinu enda var hann svo jákvæður og gat alltaf séð björtu hliðarnar á öllu. Afi las mjög mikið og var fróður um allt milli himins og jarðar og var ávallt tilbúinn að deila visku sinni með okkur. Afi var félagi í Oddfellow- reglunni og sinnti því starfi af al- úð. Ljúfar æskuminningar koma upp í hugann sem tengjast afa og Oddfellow og má þar helst nefna hátíðina á sumardaginn fyrsta og jólaböllin. Sérstaklega fannst okkur sumarhátíðin skemmtileg enda fjölmargir skemmtilegir leikir í boði og stundum spenn- andi vinningar í verðlaun. Sigga man vel eftir að hafa eitt sinn unnið barbie-dúkku og þótti henni það mjög merkilegt og var hún alltaf í miklu uppáhaldi hjá afastelpunni. Hér tíðkaðist á árum áður að farið var í fjölskylduferð upp á Keflavíkurvöll að sækja afa og ömmu þegar þau sneru heim að utan. Jóhanni sem hafði aldrei stigið upp í flugvél, nema í sinni fyrstu flugferð tveggja ára gam- all, fannst þetta allt ævintýra- legt. Í þá tíð var glerveggur sem hægt var að fylgjast með fólki koma niður rúllustigann og starði hann óþreyjufullur í gegn- um glerið og beið eftir að sjá þau. Svo jafnvel þegar heim var komið beið einhver glaðningur frá framandi löndum. Þær voru ófáar ferðirnar sem Mummi dró afa sinn í, hvort sem það var til að heimsækja bílaum- boð þó að afi væri ekkert að huga að bílaskiptum, eða ferðir í vinn- una sem voru alltaf spennandi viðburður og aldrei þreyttist afi á að útskýra til hvers allar þess- ar stóru vélar væru notaðar. Afi á Háaleiti var hávaxinn, myndarlegur og afskaplega ljúf- ur maður sem tók alltaf á móti okkur með útbreiddan faðminn. Það var vinsælt hjá okkur systk- inunum að hvíla höfuðið á mjúka maganum hans afa. Gleðin og húmorinn voru aldrei langt und- an og oft slegið á létta strengi, einstaka sinnum jafnvel gert góðlátlegt grín að viðstöddum. Oftar en ekki fylgdi því kannski blikk eða glott í laumi. Einnig heyrðum við ófáar sögurnar af prakkarastrikum hans og Magga tvíburabróður hans. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði en fallega brosið þitt, hláturinn, góðmennskan, dugnaðurinn og gleðin sem fylgdi þér mun lifa áfram í hug- um okkar og hjörtum. Guðmundur (Mummi), Sigurborg (Sigga) og Jóhann. Sigurþór Jónsson Örnólfur Thorla- cius var óviðjafnan- legur vizkubrunnur og fágætur fræðari, ekki aðeins nemendum sínum heldur þjóð- inni allri. Hann var ólatur við að skrifa fróðleikspistla um allt á milli himins og jarðar. Afköst hans á þessu sviði eru með ólík- indum. Honum var einstaklega lagið að koma flóknum hlutum til skila á einfaldan og skýran hátt. Margir máttu mikið af honum læra. Örnólfur Thorlacius var mér einstaklega velviljaður, þegar ég hóf kennslu við MT. Það var mikill styrkur að því að fá að leita til hans um fjölmörg atriði um kennslu og efni. Fyrir það er mér bæði ljúft og skylt að þakka. Ég sat löngum hjá honum og skrifaði niður ýmsar æfingar og tilraunir. Hann átti það til að segja: „Ég hef nú aldrei fært þetta í letur, svo að þú sendir mér þetta kannski seinna.“ Hann kunni vel að meta, þegar ég sendi honum fjölritað hefti áletr- að: Með kveðju til höfundar. Eitt sinn hringdi hann í mig og spurði, hvort ég vildi koma og semja með honum nokkrar krossaspurningar. Við sátum við heilan dag og meðan ég var að böggla einni spurningu saman, samdi hann tíu slíkar. Alltaf öðru hverju litum við þó upp, og Örn- ólfur kom með einhvern fróð- leiksmola, því að hann var óvenju vel heima í nánast öllum hlutum. Þá var gamansemin aldrei langt undan. Ein spurn- ingin hljóðaði þannig: Kylfur er þekktar: (a) meðal þörunga, (b) meðal sveppa, (c) meðal gródýra og svo bætti Örnólfur við að bragði: (d) sem meðal við óspekt- Örnólfur Thorlacius ✝ ÖrnólfurThorlacius fæddist 9. sept- ember 1931. Hann lést 5. febrúar 2017. Örnólfur var jarðsunginn 15. febrúar 2017. um á almannafæri. Við fráfall Örn- ólfs er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa borið gæfu til að kynnast hon- um og eignast vin- áttu hans. Ég fór ætíð ríkari af hans fundi og naut þess að blanda við hann geði. Fjölskyldu Örnólfs votta ég mína innilegustu samúð. Ágúst H. Bjarnason. Örnólfur vinur minn er nú all- ur. Við hittumst fyrst í kringum 1969, þegar ég, nemandi í Landsprófsbekk í Kópavogi, leit- aði á fund menntaskólakennara til að tala fyrir því að komast þar inn. Var hann þá glaðlegur og uppörvandi í fasi. Eftir á hygg ég að persónuleikar okkar beggja hafi þá þegar verið mót- aður af því að vera af rótgrónum menntaættum. Síðan hitti ég hann sem nemandi í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Og ný- lega hóf hann hlýlega máls á því að líklega væri ég einn af þeim kunningjum hans sem hefði fylgt honum hvað lengst. Hann var ekki bara náttúru- vísindamaður og ástríðufullur kennari, heldur einnig áhuga- maður um tækni, sögu, bók- menntir, landafræði, mannfræði og trúmál. Á síðustu árum skipt- umst við á bókum, og fékk ég frá honum greinasafn sem fjallaði m. a. um arfgenga skuldaánauð í Indlandi nútímans, og um sigl- ingatækni norrænna víkinga. Skrif hans um uppgötvanir á fornum manntegundum vöktu og áhuga minn sem mannfræðings. Og ekki síst færði ég honum þrjár ljóðabækur eftir mig; og taldi hann að þar hefði ég sem ljóðskáld mótað mér þá sérstöðu að vitna í bókmenntaarfinn frá forn-Grikkjum og Rómverjum. Um leið og ég votta ættingj- um hans samúð mína vil ég vitna í eitt slíkt ljóð eftir mig, sem fjallar um forn-gríska náttúru- fræðinginn og heimspekinginn Aristóteles, og heitir Mamma Aristótelesar rasar út. En þar segi ég m.a. þetta: … En mamma, sagði þá Aristóteles; þú gerir of lítið úr okkur, því þegar ég fluttist nú hingað til þín yfir hafið frá Evbóeiu, einmitt þá lauk því blómaskeiði Hellena sem mun verða numið um árþúsundir… Tryggvi V. Líndal. Örnólfi kynntumst við fyrst er hann kenndi okkur líffræði og jarðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð á árunum 1967-1970. Örnólfur var áhugasamur og lif- andi kennari en féll miður ef nemendur sýndu hugðarefnum hans ekki sama áhuga. Minnis- stætt er einu sinni þegar Jörgen hafði lánað bekkjarbróður skáld- sögu Bernards Malamud, „A new life“ og hann stalst til að gægjast í bókina, í felum að hann hélt á bak við líffræðibókina. Ekkert fór fram hjá fránum aug- um Örnólfs sem vatt sér að nem- andanum, hrifsaði bókina til sín, leit á kápuna og sagði svo: „A new life“, „já þér veitir ekki af að byrja nýtt líf“ og vísaði nemand- anum á dyr! Örnólfur fór reynd- ar blíðum höndum um bókina, hún er hér í hillu, ólemstruð. Ekki var heldur auðvelt fyrir okkur latínudeildarnemendur að ætla að gægjast í latínu- glósurnar í tímum í líffræði, það fór sjaldnast fram hjá Örnólfi. En Örnólfur var skemmtilega fróður kennari og langrækinn var hann ekki, nemendur ætíð boðnir velkomnir í næsta tíma. Síðar áttum við eftir að verða vinnufélagar Örnólfs þegar við kenndum í Menntaskólanum við Hamrahlíð og nutum þess einnig að starfa með honum sem rekt- or. Örnólfur hafði mikinn áhuga á sálfræði og studdi við sálfræði- kennsluna í MH með ráðum og dáð og með þónokkrum fjárútlát- um (sem fyrst höfðu reyndar hafist í rektorstíð Guðmundar Arnlaugssonar), meðal annars við að byggja upp fyrsta flokks aðstöðu til námstilrauna með rottum ásamt tilheyrandi Skin- ner-búrum og öðru sem fylgdi slíku dýralabbi. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Örnólfur var óvenju fjölfróður maður og nutum við oft góðs af því. Ef eitthvað var ekki ljóst í fræðunum gat verið gott að leita til hans enda aldrei komið að tómum kofunum. Hann sýndi kennslubókarskrifum okkar ein- lægan áhuga og kom iðulega með gagnlegar athugasemdir. Ekki er ýkja langt síðan hann hringdi heim til okkar vegna hugmyndar sem hann hafði feng- ið í tengslum við þroskasálfræð- ina. Þar varð Aldís fyrir svörum og áttu þau alllangt, fróðlegt og notalegt spjall um efnið. Dæmi- gert fyrir öðlinginn og fræðar- ann Örnólf. Blessuð sé minning Örnólfs Thorlaciusar. Aldís Unnur Guðmunds- dóttir, Jörgen L. Pind. Vinur minn og lærimeistari Örnólfur Thorlacius hefur lokið þessu jarðlífi sínu. Ef eitthvað er að marka rannsóknir okkar í sál- arrannsóknarhreyfingunni þá hefur Örnólfur sofið og hvílst meðvitundarlaus í Sumarlandinu mestallan tímann frá andláti sínu. En senn mun hann vakna meira og hitta látna ástvini og aðra samferðamenn sem farnir eru heim á undan honum. Rétt að taka það fram til að gæta fyllsta hlutleysis að Örnólfur var algerlega ósammála þessum nið- urstöðum okkar spíritista um líf eftir dauðann og mögulegt líf einstaklinga eftir líkamsdauð- ann. Og hefði mun síður viljað að hans væri minnst frá þessum vinkli. En ég hafði orð á þessu síðast þegar við ræddumst við í síma á síðasta ári er ég sagði honum hvernig heimkomu hans yrði líklega háttað, og að ég myndi minnast hans út frá þessu sjónarhorni. Hlógum við báðir svo dátt að þessari hugmynd minni. Það verður ekki af Örnólfi skafið að hann kom með eina bestu mögulegu skýringu sem ég man eftir í svipinn á því hvers vegna líf væri hugsanlega eða líklega ekki eftir dauðann. Það væri nánast lífsins útilokað, í bókstaflegri merkingu, að líf gæti orðið til annars staðar en þar sem lífræn efnasambönd kæmu saman og lifandi frumur og verkaskipting þeirra væri til staðar. Mörg rökin hefi ég heyrt hjá andstæðingum handanheim- anna um hve arfavitlaust það sé að líf sé eftir dauðann um dag- ana. En svar Örnólfs var vísinda- legra en allra sem ég man til þessa. Það lýsir manninum meira en margt annað. Alltaf vís- indalegur, hvað sem á gekk. Og hélt sig á þeirri línu til dauða- dags. Ég verð að játa það að mér finnst ég oft vera uppi á 15. öld. Það er varla hægt að finna lang- skólagenginn mann eða konu á þessari plánetu sem hefur ekki fordóma um flest eða öll þau svið mannlegrar tilveru sem kalla má „dulræna reynslu“. Herskarar óvísindalegra „vísindamanna“ ríða ekki við einteyming hér á jörðu í dag. Hvernig stendur eig- inlega á þessu? Spyr sá sem ekki veit. Jú líklega er það hið ramma hatur sem upplýsingastefnan/ vísindahyggjan heldur dauða- haldi í á trú og trúarbrögðum og gegnsýrir mestalla hugsun vís- indastóðsins í heimi hér. Alveg er þetta stórundarlegt. Að hatur á löngu liðnum deilum vísinda og trúar og trúarbragða skuli enn ráða för er með ólíkindum. En þess vegna er ég að nefna þetta hér að Örnólfur Thorlacius var svo sannarlega undantekning frá þessari reglu, ásamt mörgu öðru góðu vísindafólki sem enn finnst, en hefur yfirleitt hægt um sig. Og hæst bylur í höturum trúar og trúarlegrar reynsla í hópi svokallaðra vísindamanna. Sem eru í reynd fyrir bragðið ákaf- lega óvísindalegir í hugsun í þessum málaflokkum sem mörg- um öðrum. Ákaflega. Að leiðarlokum er rétt að þakka fyrir sig, þakka fyrir líf- fræðikennslu Örnólfs til mín og fjöldamargra annarra í MH forð- um. Og þó ekki síst hversu óhemju góðhjartað og milt yfirvald hann var við alla þá nemendur og aðra sem til hans leituðu á meðan hann stýrði MH af mikilli mann- úð en vísindalegri nálgun í flestu, í bestu merkingu þess orðs. Magnús H. Skarphéðinsson. Fallinn er frá mikill skóla- og fræðimaður, Örnólfur Thorla- cius. Það eru kaflaskil og mikill missir en hann skilur eftir sig merkilegt ævistarf á mörgum sviðum. Fyrir rúmlega þrjátíu árum hóf ég kennslu í líffræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Örnólfur sem þá var rektor, tók mér ljúflega, leiddi og studdi mildilega. Hann var óspar á góð- ar ábendingar sem nýst gætu í kennslunni og fylgdist vel með á fræðasviði okkar. Þannig að ef nemandi spurði spurningar sem ég hafði ekki svar við á taktein- um, þá sagði ég einfaldlega: „Ég skal spyrja Örnólf í næstu frí- mínútum!“ Og hann var á við öfl- ugustu leitarvélar nútímans, leysti verkefnið og bjó oftar en ekki í skemmtisögubúning. Örnólfur var mikill fræðimað- ur en umfram allt góður maður. Á ég honum margt að þakka. Aðstandendum votta ég sam- úð. Sigurkarl Stefánsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við höfum í seinni tíð orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna náið með heiðursmannin- um Örnólfi Thorlacius, meðal annars við uppsetningu og út- gáfu bóka sem hann hefur skrif- að, nú síðast Flugsögu, sem út kom síðastliðið haust; sannkallað snilldarverk. Það hefur bæði verið lær- dómsríkt og skemmtilegt að vinna með Örnólfi, enda var hann sannkallaður fjölfræðingur og óspar á að deila vitneskju sinni með öðrum. Þess utan var hann mikill húmoristi; ósjaldan flugu gamansögur okkar á milli og kunni hann þær margar og magnaðar. Við erum þakklátir Örnólfi fyrir ánægjulegt samstarf und- anfarin ár og vottum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúð. Guðjón Ingi Eiríksson og Gunnar Kr. Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.