Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Elsku Helgi
minn, nú kveð ég þig
með mikilli virðingu
og þakklæti en fyrst
og fremst með gríðarlegum sökn-
uði að ég geti ekki kíkt til meist-
arans míns í spjall um lífið og til-
veruna. Það hefur ekki liðið sá
dagur að þú hafir ekki verið í huga
mér síðan ég gekk inn á heimili
ykkar í fyrsta sinn fyrir nokkrum
árum. Ég naut þeirra forréttinda
að fá að aðstoða þig í nokkur ár við
þína daglegu baráttu við MND-
sjúkdóminn og fyrir þann tíma
verð ég ævinlega þakklát. Nokkru
áður en ég hóf störf hjá þér og
Hjördísi hafði ég tekið ákvörðun
með sjálfri mér að ég vildi finna
dýpri tilgang lífsins og leita meira
inn á við. Það varst þú sem færðir
mér svörin. Í hvert sinn er ég fékk
tækifæri til að aðstoða ykkur fór
ég ríkari heim í hjarta mínu.
Þakklát fyrir litlu hlutina sem ég
hafði í lífinu sem maður telur sjálf-
sagða og tekur jafnvel ekki eftir.
Ég fór að horfa á heiminn í öðru
ljósi. Ég lærði meira að vera og
njóta en gera og þjóta eins og líf
mitt snérist mest um. Ég varð
jafnframt snortin yfir að sjá
hvernig ást ykkar Hjördísar var
skilyrðislaus í þessu erfiða verk-
efni. Ég varð snortin yfir þeim
kærleika sem þú hafðir laðað til
þín frá vinum og fjölskyldu. Ég
varð snortin yfir lífssvilja þínum,
æðruleysi og þakklæti sem þú
sendir frá þér á hverjum degi og
þannig færðir þú mér svörin um
tilgang lífsins. Þú fékkst mig til að
skilja að tilgangur lífsins er upp-
lifun.
Þú sem stofnaðir eina flottustu
ferðaskrifstofu landsins með það
markmið að fólk gæti upplifað
heiminn og ferðast, kenndir okkur
svo í lokin að við þurfum ekki allt-
af að vera á ferðalagi – til að upp-
lifa. Það er hægt að upplifa í
kyrrðinni, þögninni í huganum.
Alla ævi hefur þú með kærleika,
gleði, drifkrafti og dugnaði unnið
hörðum höndum og uppskorið
laun í veraldlegum gæðum, ynd-
islegum minningum og kynnum
við frábært fólk. En stóra dóminn
Helgi
Jóhannsson
✝ Helgi Jóhanns-son fæddist 23.
apríl 1951. Hann
lést 6. febrúar
2017.
Helgi var jarð-
sunginn 15. febrúar
2017.
fékkstu svo þegar
síst var von á. Þrátt
fyrir það hélstu
áfram að færa heim-
inum sterk skilaboð.
Ekki með fram-
kvæmdagleði og
leiðtogahæfileikum
eins og þú gerðir áð-
ur heldur með lífs-
svilja og æðruleysi í
erfiðustu aðstæðum
sem nokkur maður
getur fengið. Ég veit að þú þráðir
ekkert heitara en að geta verið
besti afi í heimi. Þú varst orðinn
tilbúinn að helga líf þitt börnunum
og barnabörnum og varst farin að
hlakka til að hafa loksins tíma til
að njóta fjölskyldu þinnar með
Hjördísi þinni sem þú elskaðir
meira en allt. Þér fannst þú þó
ekki getað verið til staðar á þann
hátt sem þú vildir. En, elsku
Helgi, þú færðir fólkinu þínu besta
veganesti sem nokkur afi, pabbi
og eiginmaður getur gefið. Þú
kenndir fjölskyldu og vinum að
maður gefst ekki upp nema í fulla
hnefana. Maður berst fyrir því
sem mestu máli skiptir, lífinu
sjálfu, ástinni og þránni að vera
sem lengst í kringum þá sem mað-
ur elskar mest.
Þú elskaðir að dansa og ég fann
taktinn þinn alltaf þegar við spil-
uðum okkar uppáhaldstónlist í
botni og ég söng hástöfum falskt
með. Það var ekki ósjaldan sem
einhverjir komu forvitnir inn til að
spyrja hvort það væri partí, okkur
leiddist aldrei saman. Við eigum
mörg uppáhaldslög sem ég nýt að
hlusta á og rifja upp góðu tímana
með söknuði. Ég óskaði þess oft
að við hefðum getað tjúttað sam-
an, tekið snúning en ég veit það
verður seinna, þar sem við hitt-
umst næst.
Minningin þín og lífsbarátta
mun lífa í mér alla ævi. Góða ferð,
nú ferðu í langt ferðalag.
Guðrún Jónína Guðjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
framkvæmdastjóra okkar og góð-
an vin Helga Jóhannsson, sem er
nú farinn í sitt hinsta ferðalag. Það
er á svona stundu sem maður fyll-
ist þakklæti fyrir að hafa átt sam-
leið með honum í mörg ár. Við er-
um hluti af stórum og góðum hóp
starfsmanna sem nutu þeirra for-
réttinda að vinna á Samvinnuferð-
um-Landsýn, því góða og
skemmtilega fyrirtæki sem ekki
síst vegna styrkrar stjórnar
Helga Jóhannssonar var frábær
vinnustaður, þar sem ríkti sam-
heldni og einhugur.
Helgi var afburða stjórnandi og
hreif okkur með sér með áræði
sínu, hugmyndum og eldmóði. Það
var engin lognmolla í kringum
hann. Hans mikla keppnisskap
var ávallt til staðar. Hann kom
stöðugt á óvart með ýmsar nýj-
ungar og var fundvís á leiðir til að
gera landsmönnum kleift að
ferðast á kjörum sem ekki höfðu
áður þekkst og braut þar með upp
hefðbundið ferðamunstur með að-
ildarfélagsflugi, reyklausu flugi,
miðalausu flugi, flugi og pasta og
öðrum skemmtilegum uppákom-
um. Hver man ekki þegar tjaldað
var næturlangt fyrir utan Sam-
vinnuferðir-Landsýn í Austur-
stræti til að freista þess að kaupa
sér ferð á áður óþekktu verði.
Helgi var frumkvöðull í að nota
breiðþotur til að bjóða Íslending-
um upp á ferðir í beinu flugi á
framandi slóðir vítt og breitt um
veröldina – á staði sem voru svo
fjarlægir – en allt í einu svo nálæg-
ir.
Ein var sú ferð, þar sem reyndi
á sannfæringarmátt Helga, að fá
okkur í lið mér sér, en það var
hugmynd hans árið 1996 að fara
með 500 manns til Kúbu og láta
vélina bíða þar á meðan. Það
tókst, ferðin var farin, sló í gegn
og fjölmargar fylgdu í kjölfarið.
Þökk sé kjarki og víðsýni Helga.
Helgi átti eins og venja er með
slíka eldhuga margar hliðar og ein
var sú sem við starfsfólkið hans
nutum sérstaklega góðs af. Hann
var ljúfur í viðmóti og það var gott
að leita til hans. Hann var einstak-
lega raungóður og ef einhvers
staðar voru erfiðleikar þá studdi
hann okkur og styrkti með sinni
alkunnu ljúfmennsku. Hann var
ávallt tilbúinn að leiðbeina okkur
og kenna okkur að hugsa alltaf í
lausnum. Helgi var vinur okkar og
félagi.
En Helgi kunni einnig að njóta
lífsins, og það er gott að eiga góðar
minningar um gefandi samveru-
stundir á Íslandi og erlendis.
Hann hafði einstaklega skemmti-
lega frásagnargáfu og sagði sögur
með tilþrifum og með því hljóm-
falli sem tilheyrði hverju sinni.
Einar af þeim minningum sem
koma upp í hugann eru jólaboð
þeirra hjóna á fallega heimilinu
þeirra í Kleifarselinu sem var ár-
viss viðburður og mikil var til-
hlökkunin að mæta þar – því þau
hjónin kunnu sannarlega þá list að
bjóða fólk velkomið. Þar var upp-
haf jólanna okkar í mörg ár.
Nú er Helgi okkar farinn á nýj-
an áfangastað. Við þökkum hon-
um samfylgdina, vináttuna,
traustið og allar skemmtilegu
samverustundirnar. Góða ferð,
kæri vinur.
Elsku Hjördís, við vottum þér,
sonum ykkar og fjölskyldum, okk-
ar dýpstu samúð.
Auður Björnsdóttir, Bryndís
Jónsdóttir, Edda Björg Sig-
urðardóttir, Greta Marín
Pálmadóttir, Guðlaug Þráins-
dóttir, Inga Engilberts, Lilja
Hilmarsdóttir, Margrét Helga-
dóttir, Ragna Kristjánsdóttir,
Sigríður V. Árnadóttir.
Það er með mikilli væntum-
þykju sem ég minnist Helga Jó-
hannssonar vinar míns og vinnu-
félaga á Samvinnuferðum-Land-
sýn. Helgi var mikill frumkvöðull
og ólíkindatól sem fór leiðir sem
aldrei höfðu verið farnar. Á sama
hátt tókst hann á við erfið veikindi
og þótt vitað væri hvert stefndi
var áfall þegar kallið kom.
Helgi Jóhannsson var leiðtogi
með stjórnunarhæfileikana í gen-
unum. Honum tókst á sinn ein-
staka hátt að fá alla með sér og
laðaði fram það besta í hverjum og
einum. Okkur fannst hverju og
einu við vera sá allra dýrmætasti
starfsmaður sem fyrirtækið ætti
og lögðum okkur því 100% fram.
Helgi skapaði vinnustað sem var
ein stór fjölskylda og ég var í hópi
þeirra heppnu sem unnu á Sam-
vinnuferðum-Landsýn. Helga
tókst að skapa vinnustað sem við
vorum öll stolt af, við hlökkuðum
til að mæta í vinnuna, bárum virð-
ingu fyrir samstarfsmönnum,
fengum krefjandi verkefni og
höfðum stefnu og markmið á
hreinu. Starf Helga einkenndist af
miklum metnaði fyrir sjálfan sig
og ekki síður fyrir fyrirtækið og
hann hafði úthald til að fylgja eftir
hugmyndum sínum. Helgi
gleymdi ekki því allra mikilvæg-
asta á hverjum vinnustað en það
er að fagna. Óspart var fagnað
litlum sem stórum sigrum og
veislurnar margbreytilegar inn-
anlands sem utan. Eftirminnileg-
ustu veislurnar voru árlegu jóla-
boðin heima hjá Helga og Hjördísi
þar sem tekið var á móti öllum
starfsmönnum, boðið upp á heitt
jólaglögg, heimagert konfekt og
fleira góðgæti. Það er margs að
minnast og mikið að þakka. Ég flyt
Hjördís, sonunum Gunnari, Óttari,
Halli og fjölskyldum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Gunnhildur Arnardóttir og
fjölskylda.
Kvöld eitt einhvern tímann á ní-
unda áratugnum sat ég við sjón-
varpið og horfði á fréttir. Brúnn
Pontiac – R-62118 – rennur inn á
bílastæði einhvers staðar í Breið-
holti. Út úr honum stekkur snagg-
aralegur maður í bláum frakka
með blómvönd. Tilefnið var að af-
henda fimm barna móður blóm-
vönd og gjafabréf fyrir fjölskyld-
una í sumarhús í Hollandi.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
Helga Jóhannssyni, forstjóra
Samvinnuferða-Landsýnar.
Nokkrum árum síðar hitti ég
manninn þegar ég mætti í starf-
sviðtal á 5. hæðinni í Austurstræt-
inu. Sami snaggaralegi náunginn
og blái frakkinn á herðatrénu. Við-
talið gekk bærilega og við áttum
gott samstarf næstu 10 árin.
Helgi Jóhannsson var frum-
kvöðull í ferðalögum Íslendinga. Á
níunda og tíunda áratugnum stóðu
Samvinnuferðir fyrir sólarlanda-
ferðum í breiðþotum á verði sem
erfitt var að keppa við. Slagorð fé-
lagsins „Á verði fyrir þig“ endur-
speglaði stöðu skrifstofunnar vel.
Verðið var hagstætt auk þess sem
skrifstofan var helsti samkeppnis-
aðili Flugleiða og ferðaskrifstofa í
eigu flugfélagsins. Helgi og Sam-
vinnuferðir stóðu fyrir breiðþotu-
ferðum til fjarlægra landa s.s.
Kúbu, Egyptalands, Kenýa, Ind-
lands og Bahamaeyja. Almenningi
gafst þannig kostur á að heim-
sækja fjarlæga áfangastaði á verði
sem fram að þessu hafði verið mun
hærra. Velta Samvinnuferða og
umsvif jukust mjög hratt undir
stjórn Helga. Ótal nýjungar voru
kynntar undir hans stjórn. Nýj-
ungar sem almenningur naut góðs
af.
Um aldamótin síðustu stofnaði
Helgi Sumarferðir, fyrstu ferða-
skrifstofuna á netinu. Í dag er
þetta algengasta aðferð Íslend-
inga við ferðabókanir. Helgi var
þarna framsýnn, sókndjarfur og
hugmyndaríkur eins og svo oft áð-
ur.
Helgi var gamansamur, sagna-
maður mikill, vinsæll meðal starfs-
manna, viðskiptavina og birgja.
Sem forstjóri Samvinnuferða var
hann markaðsmaður, framsækinn,
þrautseigur og fylginn sér. Hann
spilaði sóknarbolta, skoraði mörg
mörk og fékk á sig nokkur mörk af
og til – en sigraði alltaf á marka-
hlutfallinu.
Undanfarin ár hafa verið varn-
arleikur hjá Helga Jóhannssyni.
Þrautseigjan var enn til staðar en
úrslitin liggja nú fyrir. Harðri bar-
áttu er nú lokið. Baráttu sem hann
fékk dyggan stuðning við frá eig-
inkonu og fjölskyldu.
Ég votta Hjördísi og fjölskyldu
Helga innilega samúð og kveð
fyrrverandi samstarfsmann með
hlýju og góðum minningum.
Kristján Gunnarsson.
Elsku besti afi.
Elsku afi okkar var yndislegasti
maður sem var til á þessari jörðu.
Hjálpaði okkur krökkunum mjög
mikið og gerði líf okkar auðveldara
og skemmtilegra. Hann kenndi
okkur margt og var alltaf að leika
við okkur. Hann fór með okkur út í
fótbolta í hvaða veðri sem var,
maður þurfti varla að spyrja, hann
var byrjaður að reima á sig takka-
skóna. Svo kenndi hann okkur
krökkunum að spila golf því hann
var svo góður kennari. Afi var
glaðlyndasti maður sem við þekkj-
um, alltaf brosandi og sáum við
hann aldrei reiðan. Það góða við
afa var að hann var svo hugrakkur
og gafst aldrei upp þó á móti blési.
Þó að þú sért ekki lengur hér
hjá okkur þá verður þú alltaf með
okkur í hjarta okkar. Við elskum
þig út af lífinu og trúum því að við
hittumst aftur. Við sendum engla
til þín til að passa þig.
Þín barnabörn,
Daníel Darri, Oliver Orri
og Sara Sól.
Helgi kallaði mig alltaf stelpuna
sína. Veit ekki af hverju, sennileg-
ast vegna þess að hann átti þrjá
stráka og því hafi ég verið stelpan
hans að vissu leyti.
Við Gunnar, elsti sonur hans,
byrjuðum að stinga saman nefjum
mjög ung, mér var afskaplega vel
tekið af þeim hjónum og varð fljótt
hluti af fjölskyldunni. Helgi hafði
þessa lágróma og yfirveguðu rödd
sem einkenndi hann en var samt
svo svalur, enda frá Keflavík þar
sem allt var að gerast í tónlist og
tísku. Bílarnir hans Helga, ég
hafði aldrei séð svona flottan am-
erískan kagga eins og dumbrauða
kadillakinn hans. Mér fannst hann
svo mikill heimsborgari, það var
Kvöldið sem ég
frétti að Jónsi lægi
fyrir dauðanum var
ég að koma úr sundi
með sjö ára dóttur minni. Þetta
voru þungbær tíðindi. Á göng-
unni heim á leið skein hins vegar
kunnugleg stjarna afar skært á
kvöldvetrarhimninum, svo ég
mátti til með að stoppa og sýna
henni hana. Orðrétt voru við-
brögð hennar: „Þá hefur einhver
dáið.“ Upp úr þurru. Og svo tók
hún til við að útskýra fyrir mér
hvernig fólk verður að stjörnum
þegar það deyr og eitthvað flétt-
uðust þeir Guð og Jesús svo inn í
þessa heimsmynd. Hún talaði af
sannfæringu um eitthvað sem ég
hef aldrei sagt henni og skil ekki
alveg, veit ekki hvaðan þetta
kemur. Fjölskyldur þurfa enda
ekki að segja manni allan sann-
leikann. Þær kenna manni sög-
una og þá á maður bara að hlusta.
Jónsi dó reyndar ekki þennan
dag og mér finnst ólíklegt að
hann sé eða hafi verið Venus.
Hann var Jónsi frændi, sem á
Jón Aðalsteinsson
✝ Jón Aðal-steinsson
fæddist 20. apríl
1932. Hann lést 30.
janúar 2017.
Jón var kvaddur
í Neskirkju 10.
febrúar 2017.
fyrstu árum ævi
minnar var eins og
hver önnur fjarlæg
sögupersóna og lifði
í gegnum frásögnina
um eldri systkin sem
sögðu minni systkin-
um að mannætunum
í Tarzan-bókum
þætti best að borða
rauðhærð börn. Um
hæfileika hans í tón-
list og spilamennsku
var einnig oft rætt á mínu heimili.
Síðar meir átti ég reglulega er-
indi suður, fékk gistingu hjá
Jónsa og Maríu og kynntist þeim.
Þetta voru góðir dagar, uppfullir
af útvarpshlustun og rifrildum við
sjónvarpsskjáinn þar sem flestir
þáverandi stjórnmálamenn á Ís-
landi nema mögulega Svavar
Gestsson fengu að kenna á því.
Þetta var fyrir aldamót. Fyrir
ungan, þenkjandi mann í mennta-
skóla var afstaðan og afdráttar-
leysið heillandi. Maður hlustaði
og skeggræddi um pólitík tímun-
um saman. Það var léttlynd al-
vara í þessu leikriti: skætingur-
inn gagnvart einkavæðingunum
og samfélaginu sem var fylgdi
dökkum lífshúmor og þung-
brýndum Kristnessvip, en allt
vék það síðar meir fyrir um-
ræðum um líflegri málefni eins og
djass og spuna.
Eitthvert skiptið barst talið að
ættmennum, fólkinu sem er farið.
Hann sagði mér af nokkrum eld-
móð að mín kynslóð þyrfti að læra
sögurnar af hans kynslóð. Margt
þeirra sagna situr eftir og fær að
bíða. Svo fórum við yfir sameig-
inlegt málefni, vorum báðir með
rætur í Hrafnagilshreppi í útlegð
sunnan heiða. Þetta varð ekki
löng umræða, mig minnir hann
hafi eytt talinu nokkurn veginn
með þeim orðum að það geti ekki
allir búið saman á sama stað, allt-
af. Það var svo sem ekki það sem
ég meinti með þessu tali, en þetta
var niðurstaða sem hæfði.
Ef ég man rétt var meira að
segja búið að fara yfir og ræða
dauðann. Enda er dauðinn ekki
þessi dularfulla andstaða gagn-
vart lífinu sem margir halda. Það
er fæðingin annars vegar og
dauðinn hins vegar – þetta eru
andstæðurnar og lífið er bara
þarna á milli. Það hvar við vorum
áður en við urðum til er í raun
sama spurning og hvar við verð-
um eftir að við hættum að vera til.
Í Harðar sögu Grímkelssonar
segir að það séu almæli að menn
verði líkastir móðurbræðrum sín-
um. Úr því sem orðið er, er bara
að vona það besta. Fjölskyldu
hans votta ég samúð mína og
kveð þennan hæfileikamann með
þökkum fyrir liðnar stundir.
Hjálmar Stefán Brynjólfsson.
Er ég mætti til „vinnu“ á mín-
um fyrsta degi í fyrsta verklega
„kúrsusnum“ forðum var mér
bent á Jón Aðalsteinsson, sem
þarna var þá í stöðu „reynds
kandídats“. Stóð Jón raunar
álengdar og horfði á mig rann-
sakandi augnaráði. Hann var
hægur í fasi, ekki margorður.
Kom eins fram við alla er á vegi
okkar urðu. Stíll hans var lær-
dómsríkt fordæmi. Hann kenndi
fullt eins með því að spyrja en að
svara öllu sjálfur. Tíminn leið
næstum fullhratt. – Jón stimpl-
aðist rækilega inn í minnið. –
Þrátt fyrir skamma viðdvöl og
þótt í árafjöld eftir þetta höfum
við hist aðallega „á hlaupum“,
hugsaði ég alltaf til Jóns sem
trausts vinar.
Svo vel vildi til að fyrir milli-
göngu vinar og félaga okkar
beggja, Brynjólfs Ingvarssonar,
skólabróður míns og mágs Jóns,
þá endurnýjuðum við kynnin fyr-
ir nokkrum árum. Jón var þá
fluttur hingað í bæinn að loknum
starfsdegi. Fórum við Brynjólfur
af og til að skreppa í heimsóknir
og kaffispjall hjá þeim Jóni og
Maríu konu hans og var vel tekið
af báðum. Sláandi fannst mér þá
hve tíminn virtist hafa „þjappast
saman“. Allt var eins og andinn
var samur, ef ekki ívið brattari.
Í Jóni fóru saman félagslynd-
ur, frumlegur grín-unnandi, al-
vörugefinn maður, með keim af
greindarlegum áhyggjusvip.
Stöðugt leitandi og heimspeki-
lega þenkjandi um lífið og til-
veruna, margfróður fagurkeri og
fjölhæfur læknir, áhugasamur
um fag sitt og loks bjó músíkin
Elsku mamma
mín.
Þú varst sú allra
besta móðir sem
hægt væri að velja sér.
Án efa fáir, það er mín trú,
sér áttu göfugra hjarta en þú,
að vakti mér löngum lotning;
í örbirgð mestu þú auðugust varst
og alls skyn skapraun og þrautir barst
sem værir dýrasta drottning.
Ég hef þekkt marga háa sál,
ég hef lært bækur og tungumál
og setið við lista lindir.
En enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
Sveinbjörg Val-
gerður Karlsdóttir
✝ SveinbjörgValgerður
Karlsdóttir fædd-
ist 2. janúar 1927.
Hún lést 8. febrúar
2017.
Útförin fór fram
13. febrúar 2017.
Ég kveð þig, móðir, í
Kristi trú,
sem kvaddir forðum mig
sjálfan þú
á þessu þrautanna landi.
Þú, fagra ljós, í ljósinu
býrð,
nú launar þér guð í sinni
dýrð,
nú gleðst um eilífð þinn
andi.
(Matthías
Jochumsson.)
Ég get aldrei þakkað þér nóg
fyrir allt, elsku mamma. Þú ert
svo stór hluti af mínu hjarta. Þar
geymi ég allar okkar minningar
og ég mun elska þig að eilífu.
Þið pabbi voruð alltaf svo sam-
rýnd og samheldin. Ég veit að
elsku pabbi bíður þín með opnum
örmum ásamt Helga Þór syni
mínum og öllum ættingjum og
vinum sem horfnir eru.
Sjáumst síðar í Draumaland-
inu.
Þín elskandi dóttir,
Guðrún.