Morgunblaðið - 15.03.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Elsku amma, nú
ertu komin til afa
og þið sameinuð á
ný. Þegar ég var lít-
il var ég svo heppin að eiga
heima hjá þér og afa með
mömmu í Glerárgötunni. Man
þegar ég beið eftir að þú kæmir
heim úr vinnunni í svefnher-
bergisglugganum í Glerárgöt-
unni. Oft varstu voðalega lengi
heim þannig að ég mátti hlaupa
á móti þér upp að ljósum og
labbaði með þér heim. Eftir
skóla kom ég alltaf til ykkar afa
og ég fékk að skottast með þér
t.d. að græja blómin í garðinum
á vorin með þér. Kringlótta beð-
ið fyrir framan húsið var alltaf
vel skipulagt.
Þú lifðir fyrir handavinnu og
kenndir mér að prjóna fimm
ára, sagðir þetta róandi og sát-
um við í hvor í sínum stól í stof-
unni, prjónuðum og spjölluðum
um handavinnu og allt milli him-
ins og jarðar. Þú prjónaðir ófáa
ullarsokka á mig og varst farin
að lauma sokkum til strákanna
minna ásamt mörgu öðru sem
þú varst að hekla, prjóna eða
sauma út. Þegar ég fór á list-
námsbraut fannst þér rosalega
gaman að fylgjast með hvað
væri kennt nú til dags og þú
gast alltaf betrumbætt. Komst
með gömul stykki úr Kvenna-
skólanum og sýndir mér og
kenndir mér spor sem mér
fannst mjög flott sem voru ekki
kennd þá. Þér fannst mjög gam-
an að skoða handavinnu og fór-
um við á ansi marga markaði og
sýningar.
Núna síðustu árin ef ég sá
eitthvað spennandi keypti ég til
að sýna þér ásamt öllum bók-
unum og blöðunum sem ég var
búin að koma með til þín og
leyfa þér að skoða. Árið sem við
sáum auglýsingu um pennasaum
og þig langaði að prufa, ég
skutlaði þér á námskeið einu
sinni í viku þegar ég var í eyðu í
skólanum. Þú gerðir bleiku
flottu rósina, sýndir mér hvern-
ig þetta væri gert og sagðir að
ég yrði að prufa einhvern tíma,
þetta væri mjög gaman. Eins
þegar þú hringdir í mig þegar
þú varst komin upp á Hlíð hvar
dúkurinn minn væri og lýstir
honum, jújú auðvitað ókláraður
uppi í skáp og þú fékkst hann að
láni. Þræddi dúkurinn vakti
mikla lukku hjá þér og fleirum
og fórst þú að fjöldaframleiða
dúka og púða í öllum litum. Þú
kenndir mér smá í hekli en allt-
af fannst þér ég halda vitlaust á
nálinni. Eins og þú sagðir svo
oft við mig að ég yrði að gefa
mér tíma til að koma og sitja
hjá þér og læra meira í hekli og
taka við að hekla milliverk. Nú
sé ég svo eftir því að hafa ekki
gefið mér tíma. Nú verð ég að
setjast niður með gullkistilinn
eins og þú kallaðir hann með
prufunum þínum og læra að
hekla meira og veit ég að þú
verður með mér í því. Þú varst
að hekla fyrir mig eldhúskappa
sem við vorum búnar að finna út
munstur á í nýja húsið. Þú sagð-
ist koma í heimsókn þegar þú
yrðir búin með eldhúskappann.
Nú er spurning hvort ég verði
ekki að setjast niður og klára
kappann.
Þú varst mjög ánægð hvað ég
og strákarnir værum dugleg að
fara upp í garð til afa og gera
fínt, nánast sagðir að ég ætti að
gera eins þegar þú færir. Það
var mjög sárt að kveðja þig
Sigríður
Ketilsdóttir
✝ Sigríður Ketils-dóttir fæddist
23. september 1925.
Hún lést 18. febrúar
2017 .
Útför Sigríðar
fór fram 10. mars
2017.
svona snöggt, en
ég fékk góðan tíma
með þér og strák-
arnir mínir líka.
Núna lifa minning-
arnar og mun ég
segja strákunum
allt sem við bröll-
uðum saman og
sýna þeim hand-
verk eftir þig. Þín
ömmustelpa,
Sædís Eva.
Fyrir rétt um ári þegar við
systkinin vorum að skrifa
minningargrein um Helga afa,
þá var margt sem kom upp í
hugann sem hægt væri að segja
um hana ömmu Siggu. En það
var svo fjarlægt okkur þá.
Amma Sigga var svo hress og
spræk að við höfðum einhver ár
til að hugsa fyrir því. En skjótt
skipast veður í lofti. Akkúrat ári
eftir að við fengum fregnir af
því að afi hefði kvatt fengum við
þær fregnir að amma væri farin.
Það skyldi þó ekki vera að afa
hafi verið farið að leiðast og
kallað eftir henni ömmu að
koma til sín. Kannski hann hafi
fengið Hoffu frænku í lið með
sér. En þau eru núna þrjú sam-
an á góðum stað, það vitum við.
Amma Sigga var harðdugleg
kona. Ól sín níu börn og er af-
komendahópur þeirra afa Helga
stór eftir því. Þegar við hugsum
til baka þá kemur upp í hugann
matur, bakstur, handavinna og
fölsku tennurnar hennar. Eftir
að amma og afi fluttu í bæinn,
frá Torfum, var fastur liður að
fara til þeirra í hádegismat þeg-
ar farið var í kaupstað. Þar var
oft margt um manninn og amma
alltaf tilbúin með mat handa öll-
um sem þangað komu. Kjötboll-
urnar hennar og brúna sósan
voru eitt það besta sem við
fengum en uppskrift var aldrei
hægt að fá hjá ömmu því hún
notaði bara slurk á móti slatta.
Amma bakaði líka mikið og fyrir
jólin voru fastir liðið hjá henni
að baka formköku með kara-
mellu, hvíta randalín sem var
líka bleik og græn, það var sko
bara amma sem gat bakað
bleika og græna köku, og svo
setti hún alltaf skinku, ananas
og ost á brauðbotn og hitaði í
ofni. Ljúffengar minningar sem
við eigum um ömmu í eldhúsinu.
Amma var mjög dugleg og
fær í höndunum. Hún sat aldrei
auðum höndum og alltaf með
einhverja handavinnu alveg
fram á síðasta dag. Hún prjón-
aði, saumaði út og heklaði
löngum stundum og til að
mynda eigum við systkinin, og
ef ekki öll frændsystkinin
barnabörnin hennar, sængurföt
með milliverki sem hún heklaði.
Amma var líka snillingur í að
strekkja dúka og átti stórar og
miklar frauðplastplötur sem hún
notaði til að strekkja dúkana á.
Vestur stofan í Glerárgötunni
var oft undirlögð þessum plötum
með títuprjónum með marglit-
um hausum.
Húmorinn var aldrei langt
undan hjá ömmu Siggu. Hún
var mikill stríðnispúki og
hrekkjalómur. Eitt var það sem
okkur leiddist ekki að biðja hana
um og það var að taka út úr sér
fölsku tennurnar og gretta sig
framan í okkur. Það var ekki oft
sem hún neitaði okkur um það
og höfðum við mikið gaman af.
Elsku amma Sigga, við þökk-
um fyrir þann tíma sem við og
fjölskyldur okkar fengum með
þér og minning þín lifir í hjört-
um okkar. Megir þú hvíla í Guðs
friði.
Þín barnabörn frá Torfum,
Helgi, Sigurbjörg,
Sigurlaug, Þórir og
orbjörg Níelsbörn.
✝ Karólína Hlíð-dal fæddist í
Reykjavík 12. apríl
1929. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund við Hring-
braut 6. mars 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Karólína
Þorvaldsdóttir
húsmóðir, f. 1886,
d. 1957, og Guð-
mundur J. Hlíðdal póst- og síma-
málastjóri, f. 1886, d. 1965. Karó-
lína átti tvö alsystkin: Elínu
Hlíðdal, f. 1904, d. 1975, og Þor-
vald Hlíðdal, f. 1918, d. 1948, og
hálfbróður (samfeðra) Einar Hlíð-
dal, f. 1929, d. 1980. Árið 1949
giftist Karólína Þórði Einarssyni
sendiherra, f. 1923, d. 1997. For-
eldrar hans voru Sigríður Þórð-
Hjörtur Hlíðdal. Þá á Þorvaldur
Þórð Gunnar. 3) Jóhannes arki-
tekt, f. 1957, kvæntur Arndísi
Ingu Sverrisdóttur tölvunarfræð-
ingi. Þeirra börn eru Arnar Ingi,
Una og Dagur. Barnabörnin eru
12 og barnabarnabörnin fimm.
Karólína lauk prófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1948. Hún
fór til Svíþjóðar sama ár í sumar-
skóla. Hún var mörg sumur í sveit
hjá frændfólki sínu í Núpakoti
undir Eyjafjöllum. Samhliða hús-
móðurstörfum vann Karólína ým-
is störf hjá Pósti og síma, Skatt-
stofu Reykjavíkur, Rammagerð-
inni og ýmsa aðra vinnu. Karólína
og Þórður sinntu störfum fyrir ís-
lensku utanríkisþjónustuna í
mörg ár, bæði hér heima og er-
lendis. Þau bjuggu og störfuðu
m.a. í Frakklandi, Bretlandi,
Belgíu, Bandaríkjunum og Sví-
þjóð á árunum 1968 til 1991.
Útför Karólínu verður gerð frá
Neskirkju í dag, 15. mars 2017, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
ardóttir húsmóðir, f.
1884, d. 1953, og Ein-
ar Einarsson báta-
smiður, f. 1880, d.
1939. Fósturfaðir
Þórðar var Jóhannes
Þórðarson bóndi og
smiður, f. 1872, d.
1956. Karólína og
Þórður eignuðust þrjú
börn: 1) Sigríður leið-
sögumaður og hús-
móðir, f. 1950, d. 2008.
Sigríður átti fjögur börn: Karó-
línu Thouvenin, Tristan
McKnight Stansbury Worthing-
ton, Markús Ara Worthington og
Magnús Francis Worthington. 2)
Þorvaldur Hlíðdal dýralæknir, f.
1954, kvæntur Sigurlaugu Önnu
Auðunsdóttur sjúkraliða. Þeirra
börn eru Hrafn Hlíðdal, Hervar
Hlíðdal, Hrannar Hlíðdal og
Elsku hjartans Níti mín.
Við áttum alltaf einstakt sam-
band frænkurnar, það voru ófá
símtölin og heimsóknirnar og var
frænku minni alltaf umhugað um
mig og mína. Hún hafði alltaf
sterkar taugar í sveitina okkar
undir Fjöllunum. Það voru alla tíð
mikil samskipti milli mömmu og
Nítíar og börnin hennar voru í
sumardvöl hjá okkur.
Það sem mér finnst hafa ein-
kennt frænku mína var gjafmildi,
trygglyndi, heiðarleiki og glað-
lyndi, hún var föst fyrir og gat
stundum verið of hreinskilin og
stjórnsöm sem var ekki allra að
taka.
Fyrsta minningin tengist
gleðinni þegar pakkinn kom frá
Nítí fyrir jólin með rauðu eplunum
og fleira góðgæti, þá komu jólin.
Þegar kom að því að ég sveita-
stúlkan var send að heiman til
frekari menntunar var mömmu
mjög umhugað um að ég færi á
gott heimili í Reykjavík.
Ég bjó hjá Nítí og Þórði á Forn-
haganum í einn vetur og leið mér
vel þar, Nítí passaði upp á að
kenna mér góða og gilda siði. Hún
reyndi af bestu getu að ala mig
betur upp og því hélt hún áfram
alla tíð svo lengi sem hún hafði
orku til þess.
Nítí og Þórður voru einstaklega
hjálpsöm og aðstoðuðu mig á ýms-
an hátt alla tíð, þau hvöttu mig til
að fara á enskunámskeið til Eng-
lands og að þeim tíma loknum
dvaldi ég um tíma á heimili þeirra í
London.
Vegna starfa Þórðar í utanrík-
isþjónustunni dvöldu þau erlendis
í allmörg ár. Níti sem var mikil
heimskona undi sér vel í því starfi
sem því fylgdi, hún hafði einstak-
lega gaman af að taka á móti gest-
um og halda veislur og var mikill
gestgjafi og einstaklega góður
kokkur.
Við mamma heimsóttum þau
1984 þegar þau bjuggu í Brussel
og var það eftirminnileg og góð
ferð og fyrsta ferðin sem mamma
fór til útlanda og við vorum dekr-
aðar eins og hefðarfrúr.
Ég var síðar heimagangur hjá
þeim í Stokkhólmi þegar ég var
þar við störf í eitt ár.
Okkur frænkum fannst einstak-
lega skemmtilegar stundir þegar
við vorum pínu óþekkar og fengum
okkur einn „sixara“ eins og það
var kallað, það var gin og tónik og
gjarnan með saltstöngum eða öðru
góðu meðlæti.
Síðustu ár þegar Níti dvaldi á
Grund var heilsunni mjög farið að
hraka og hún átti mjög erfitt með
samskipti. Þrátt fyrir lélega heilsu
fannst henni alltaf jafn gaman að
vera vel til höfð og varaliturinn
gleymist aldrei þó að flest annað
væri gleymt. Hún var ekki sátt að
þurfa að fara af Þorragötunni en
ótrúlega fljót að sætta sig við
veruna á Grund og var þakklát að-
stoðinni sem hún fékk þar.
Nú er hún komin í félagsskap
með Boggu og Þóru sem hún sakn-
aði mjög þegar þær kvöddu og var
ósátt við að þær skildu hana eina
eftir.
Að leiðarlokum vil ég þakka
elsku Níti fyrir alla hjálpina í
gegnum árin og allar skemmtileg-
ur stundirnar sem við áttum sam-
an.
Ég sendi Þorra, Jóa og fjöl-
skyldum þeirra og börnum og
barnabörnum Sigríðar innilegar
samúðarkveðjur.
Guð geymi þig, elsku Nítí mín.
Elín Pálsdóttir.
Okkur þótti öllum mjög vænt
um hana Nítí og þau Þórður, börn
þeirra og barnabörn voru og verða
vonandi enn um hríð fastur liður í
lífi okkar og tilveru.
Þórður og Þorgrímur kynntust
ungir og bundust sterkum vin-
áttuböndum. Sú vinátta tengdi
mæður okkar, Nítí (Karólínu) og
Ingibjörgu einnig. Þær eignuðust
börn sín á svipuðum tíma, með
svipuðu millibili upp úr 1950 og við
börnin tengdumst sumpart eins
og systkini.
Þau voru fædd á þriðja áratug
síðustu aldar, alin upp í Reykja-
vík, stunduðu skíðaferðir með KR
og dönsuðu á Borginni. Þeir urðu
ungir heimilisfeður af gamla skól-
anum sem stunduðu sína vinnu í
miðbænum. En þær eftir að vinna
báðar um tíma t.d. „á Símanum“
urðu þessa tíma heimavinnandi
húsmæður í mið- og vesturbæ, í
fullu starfi auðvitað, hvor um sig
með þrjú börn.
Samgangur var mikill alla tíð,
sumarbústaðaferðir og berjatínsla
með börnin, saumaklúbbar,
heimapartí, nýárskvöld eða þau
bara fjögur á ferð um landið.
Smellt af svart-hvítri með „stelp-
unum“ á sundbolum úti á miðri
hengibrúnni yfir Jökulsá á Fjöll-
um.
Þórður og Nítí fluttu síðar til
starfa til útlanda en Sigríður heit-
in, elsta dóttir þeirra, bjó hjá okk-
ur um tíma á menntaskólaárunum
og við nutum gestrisni þeirra hvar
sem þau dvöldu. Er faðir okkar
systkina lést og breytingar urðu á
högum móður okkar, byggðu þau
Þórður, Nítí og hún hús sín hlið við
hlið í Skerjafirðinum. Varð þá
samgangur daglegur um lítinn
stíg beint inn í eldhús. Eldhúsið
hennar Nítíar, sem alltaf var nota-
legt, vellyktandi og eftirminnilegt,
hvort heldur var í Reykjavík,
Strassborg, London, Brüssel eða
Stokkhólmi. Þau hjón ætíð höfð-
ingjar heim að sækja og hún töfr-
aði fram dýrindis veislur, oftar en
ekki mannmargar og að því er
virtist með lítilli fyrirhöfn. Þar var
regla og skipulag á hlutunum, bú-
ið í haginn til lengri tíma og hugs-
að fyrir öllu. Heimaræktuð blóm,
salat eða krydd úr gróðurhúsinu
gerðu svo útslagið yfir góðum mat
og líflegum samræðum. Allir
hjálpuðust svo að við uppvaskið.
Frú Karólína var okkur um-
hyggjusöm og hlýleg „tanta“, fé-
lagslynd, stálminnug og prýddi
hana flest það sem gerir góða
manneskju enn betri. Þau hjón
voru móður okkar ætíð góðir vinir
og ferðuðust þau mikið saman
þrjú á seinni árum. Eftir lát Þórð-
ar fluttu þær nánast samtímis og
áttu þá áfram innangengt hvor til
annarrar á Þorragötunni.
Með söknuði þökkum við henni
samfylgdina en samhryggjumst
fjölskyldu hennar og öllum sem
voru svo heppnir að eiga hana að.
Þórunn Sigríður, Guðrún og
Þorgrímur Páll Þorgríms- og
Ingibjargarbörn og fjölskyldur.
Þeim fer óðum fækkandi, sem
bjuggu við götur bernsku minnar
hér í Vesturbænum. Nú er það
Karólína Hlíðdal eða Nítí, eins og
hún var ævinlega kölluð í munni
ættingja, vina og nágranna, sem
er kvödd.
Þau Þórður bjuggu með fjöl-
skyldu sinni í Hlíðdalshúsinu
Fornhaga 20, svo nefnt vegna þess
að Guðmundur, faðir Nítíar, lét
byggja það fyrir sig og sína stóru
fjölskyldu, sem bjó öll þar.
Heimili þeirra Nítíar og Þórðar
var þar alltaf opið gestum og
gangandi, ættingjum og vinum, en
ekki síst okkur vinum barnanna,
sem voru þar fastagestir og au-
fúsugestir að auki, líkt og í garð-
inum þeirra, sem þau hjónin áttu
veg og vanda af, en þar voru rækt-
aðar matjurtir í helmingi garðsins
og tré og blóm í hinum helmingn-
um, enda voru þau Nítí og Þórður
ævinlega samhent í öllu, sem þau
gerðu, svo að við nábúarnir gátum
varla hugsað okkur hvort án ann-
ars. Börnin þeirra og við vinirnir
vorum svo vanin við að taka til
hendinni með þeim hjónum í garð-
inum, þegar við vorum ekki að
leika okkur. Ég dáðist tíðum að
eljusemi þeirra hjóna við garð-
ræktina, enda var uppskeran eftir
því.
Garðarnir við húsin Fornhaga
20 og Kvisthaga 1, þar sem ég bjó
með foreldrum mínum, lágu sam-
an, og því voru mikil samskipti og
samgangur milli fjölskyldnanna,
ekki síst vegna þess, að Þórður
vann við þýðingar meðfram sinni
vinnu hjá Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna, og faðir minn sem
verkalýðsforingi og gestgjafi er-
lendra verkalýðsforkólfa, þurfti
tíðum á túlki og þýðanda að halda,
og þá var leitað til Þórðar. Hann
og Nítí voru því oft gestir í boðum
heima, þar sem erlendir gestir
voru. Betri nágranna var heldur
ekki hægt að finna, ætíð greiðvik-
in og hjálpsöm, hvenær sem á
þurfti að halda. Ekki vantaði það,
enda var mikil eftirsjá að þeim,
þegar þau fluttu í Skildinganesið
og síðan til útlanda, þótt sam-
bandið héldist alltaf að einhverju
leyti, og jólakortin færu á milli
heimilanna, eins og vanalega,
stundum sendibréf líka.
Þegar ég kveð nú mína gömlu,
góðu nágrannakonu og vinkonu
fjölskyldunnar að leiðarlokum, er
mér því efst í huga einlægt þakk-
læti fyrir ómælda tryggð og vin-
áttu við mig og mína, og alla greið-
viknina og hjálpsemina, sem þau
Þórður sýndu okkur ævinlega, um
leið og ég votta Þorvaldi, Jóhann-
esi og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð, og bið Nítí allrar
blessunar Guðs þar, sem hún er
nú.
Blessuð sé ætíð minning henn-
ar.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Enn kvarnast úr hópi okkar
vinkvenna sem fyrir rúmum 60 ár-
um ákváðum að setja á stofn
saumaklúbb og hittast reglulega.
Nú hefur hún Karólína okkar, eða
Níti eins og hún var ævinlega köll-
uð, kvatt þennan heim, södd líf-
daga. Minningarnar hrannast
upp. Þessi stórskemmtilegi hópur
gerði svo margt annað en að
prjóna saman. Við fórum m.a.
saman í útilegur með fjölskyldum
okkar á sumrin. Til að auka af-
köstin í saumaskapnum á yngri
árum þegar við vorum allar með
ung börn var ákveðið að slá saman
í prjónavél sem hver okkar hefði
hjá sér í mánuð. Síðast en ekki síst
stofnuðum við ferðasjóð sem gerði
okkur kleift að fara í utanlands-
ferðir þegar slíkt var ekki daglegt
brauð líkt og nú er. Í einni slíkri
nutum við góðs af gestrisni og
elskulegheitum þeirra hjóna Nítí-
ar og Þórðar. Þannig háttaði að
Þórður var þá sendiherra Íslands í
Svíþjóð og Finnlandi. Þau hjónin
buðu okkur að gista hjá þeim í vel
búnum sendiherrabústaðnum í
Stokkhólmi. Er skemmst frá því
að segja að við áttum yndislega
daga í þessari fögru borg þar sem
Níti sýndi okkur allt það mark-
verðasta. Þeirri gestrisni og hlýju
sem við nutum þessa daga hjá
þeim hjónum munum við aldrei
gleyma.
Nú hefur þessi glaðlynda og
hjarthlýja vinkona okkar kvatt
þennan heim. Þegar aldurinn fær-
ist yfir finnum við allar hve mikils
virði vináttan er.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna
vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina
(Þýðing Hjálmar Freysteinsson.)
Minningar lifa um einstaka vin-
konu. Fjölskyldunni allri og ást-
vinum sendum við hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Lilja Gunnarsdóttir.
Karólína Hlíðdal